Morgunblaðið - 14.08.1980, Page 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. ÁGÚST 1980
Breytingar á kaupliðum
aðalkjarasamnings BSRB
Ilér íara á eftir megin-
atriði breytinga á kauplið-
um, sem felast í þeim
drögum aö nýjum aðal-
kjarasamningi Bandalags
starfsmanna ríkis og bæja
og fjármálaráðherra fyrir
hönd ríkissjóðs.
Hver launaflokkur skiptist í
þrjú launaþrep. 1. þrep er
byrjunarlaun án starfsaldurs-
hækkana skv. samningi þess-
um. 2. þrep er laun eftir eins
árs starfsaldur. 3. þrep er laun
eftir 5 ára starfsaldur, var 6
ára eða þegar starfsmaður
hefur náð 32 ára aldri.
Starfsaldur telst sá tími,
sem starfsmaður hefur unnið
hjá ríki, sveitarféiögum og
stofnunum, sem styrktar eru
af almannafé (t.d. heilbrigðis-
og menntastofnanir) og tekið
laun samkvæmt launakerfi
opinberra starfsmanna. Sé um
starf í sömu starfsgrein að
ræða, skal einnig telja til
starfsaldurs tíma, sem unninn
hefur verið hjá þessum aðil-
um, þó laun hafi ekki verið
samkvæmt launakerfi opin-
berra starfsmanna. Á sama
hátt skulu störf, sem innt eru
af hendi erlendis, metin að
fullu til starfsaldurs.
(Hér er sú breyting, að í
aðalkjarasamningnum frá
1977 segir aðeins að starfsald-
ur teljist sá tími, sem starfs-
maður hafi unnið hjá ríkinu.
Við ákvörðun starfsaldurs sé
heimilt að taka til greina
starfstíma hjá öðrum vinnu-
veitanda en því opinbera, en
aðeins til hálfs og að slíkur
starfsaldur geti mest orðið 6
ár.)
Með starfsaldri er átt við
samfelldan starfstíma í a.m.k.
hálfu starfi, í tvo mánuði eða
lengur, (í stað þriggja mánaða
eða lengur).
Eigi skal starfsmaður í
þremur iægstu launaflokkun-
um vera lengur en eitt ár
samkvæmt launakerfi opin-
berra starfsmanna í hverjum
þessara flokka, (í stað tveggja
lægstu flokkanna).
Starfsmaður skal á sama
hátt eigi vera lengur en tvö
starfsár í 4. eða 5. launa-
flokki, (í stað 3. eða 4. launa-
flokks).
Að lokinni tilskilinni veru í
ofangreindum launaflokkum
skal hann hækka um einn
launaflokk og í það launaþrep,
sem starfsaldur eða lífaldur
segja til um á hverjum tíma.
Starfsmaður sem gegnir
starfi sem grunnraðað er í
6,—10. launaflokk, skal hækka
um einn launaflokk eftir 4ra
ára starfsaldur. Hækkun þessi
gildir þó ekki um þá starfs-
menn sem njóta hagstæðari
hækkunarreglna fyrir starfs-
aldur eða stigagjöf í sérkjara-
samningum aðildarfélaga
BSRB. Starfsaldurshækkanir
sem óhagstæðari eru falla
niður, en þessi regla kemur í
staðinn.
(Þessar flokkatilfærslur
segir Kristján Thorlacius að
BSRB meti þannig, að þær gefi
með launahækkunum flokk-
anna allt að 7—8% launa-
hækkun).
Eftir 8 ára starf (í stað 10
ára starfsaldurs) skal starfs-
maður í fullu starfi fá greidda
persónuuppbót sem nemur
24% af desemberlaunum í 3.
þrepi 11. lfl.
Fullt vaktaálag
Tímakaup á útkallsvakt
(gæzluvakt) er vaktaálag.
Vinnutími starfsmanna skal
vera samfelldur eftir því sem
við verður komið. Greitt skal
fyrir eyður í vinnutíma með
vaktaálagi. Greiðsla fyrir eyð-
ur og útkallsvakt á dagvinnu-
tímabili er 33,33% vaktaálag,
(í samningnum frá 1977 er alls
staðar í þessum tilfellum
kveðið á um hlutfall af vakta-
álagi.)
Verðlagsbætur
Launaupphæðir þær sem í
samningi þessum greinir gilda
fyrir tímabilið frá 1. ágúst
1980 til 31. ágúst 1981 án
frekari verðbóta.
Á launaupphæðir þær sem í
samningi þessum greinir,
greiðast frá og með 1. sept-
ember 1980 verðbætur sam-
kvæmt ákvæðum laga nr. 13/
1979, sbr. 48.-52. gr. þeirra
laga með eftirfarandi breyt-
ingum:
Bókun frá
fjármálaráðherra
í gagntilboði ríkis-
stjórnarinnar til BSRB 10.
júní sl. var lagt til að
ákveðnar yrðu lágmarks-
og hámarksverðbætur á
laun. Samkvæmt þessari
tillögu áttu launamenn að
fá að lágmarki sömu verð-
bætur í krúnutölu cg
greiddar eru á 345.000 kr.
mánaðarlaun en hámarks-
verðbætur áttu að miðast
við 560.000 kr. mánaðar-
laun. Hins vegar hefur
samninganefnd BSRB
hafnað þvi að verðhætur á
laun verði bundnar
ákveðnu hámarki.
Fjármálaráðherra tekur
það fram við undirskrift
þessa samnings að óhjá-
kvæmilegt er, að sam-
ræmdar reglur gildi um
greiðslu verðbóta á laun
hjá opinberum aðilum og á
aímennum vinnumarkaði,
sbr. 1. nr. 13/1979, VIII.
kafla um verðbætur á
laun.
Verði samið um lág-
marksverðbætur á laun í
samningum annarra sam-
taka launafólks munu sam-
svarandi reglur taka gildi
fyrir félagsmenn BSRB.
Félagsmálapakkinn:
Lögbinding samnings-
tímans felld niður
„Bandalag starfsmanna ríkis og
haja og ríkisstjórnin gera með
sér eftirfarandi samkomulag um
málefni opinberra starfsmanna:
1. Fellt verði úr lögum nr. 29/1976
ákvæði um tveggja ára lágmarks-
samningstímabil. Lengd samn-
ingstímabils verði framvegis
samningsatriði. Gildistími aðal-
kjarasamnings þess sem sam-
komulagið er tengt, verði frá 1.
ágúst 1980 til 31. ágúst 1981.
2. Lög nr. 29/1976 nái til:
2.1 SjaFfseignastofnana sem starfa
í almannaþágu samkvæmt lögum.
2.2 Stofnana sem eru i fjárlögum
eða njóta fjárframlaga til launa-
greiðslu úr ríkissjóði eða af dag-
gjöldum.
2.3 Sameignarstofnana ríkis og
sveitarfélaga.
Ákvæði um þetta verði sett með
lögum eða reglugerð eftir því sem
þörf krefur, enda komi til sam-
þykki viðkomandi stofnana.
Atvinnuleysisbætur
3. Ríkið ábyrgist með lagasetn-
ingu, að þeir félagar BSRB, sem
ekki njóta ákvæða 14. gr. laga nr.
38/1954, njóti atvinnuleysisbóta
sambærilegra við annað launa-
fólk, í samræmi við gildandi lög og
framkvæmd þeirra á hverjum
tíma. Bótaréttur yrði m.a. háður
því skilyrði, að atvinnulaus starfs-
maður hefði sannanlega ekki neit-
að annarri vinnu, sem boðist hefði,
sbr. 16. gr. laga um atvinnuleysis-
tryggingar og túlkun hennar á
liðnum árum. Ekki er stefnt að
myndun sjóðs eða greiðslum í sjóð
í þessu skyni. Sérstök nefnd
ákveði atvinnuleysisbætur og úr-
skurði annan ágreining, sem upp
kann að koma.
Nefndin sé skipuð tveim full-
trúum BSRB, einum frá fjármála-
ráðuneyti, einum frá Sambandi
ísl. sveitarfélaga og einum frá
Hæstarétti.
Starfsmenntunar-
sjóður
4. Stofnaður verði starfsmenntun-
arsjóður fyrir starfsmenn ríkisins
innan BSRB og greiði ríkissjóður
sem svarar 0,15% af föstum mán-
aðarlaunum félagsmanna í sjóð-
inn. Hiutfail þetta verði endur-
skoðað árlega miðað við þarfir
sjóðsins.
Sjóðnum, sem starfi samkvæmt
reglugerð staðfestri af stjórnvöld-
um, ber að tryggja fjárhagslegan
grundvöll símenntunar og endur-
hæfingarnáms opinberra starfs-
manna í tengslum við störf þeirra.
Markmið sjóðsins eru:
4.1 Að starfsmenn beri ekki kostn-
að af né verði fyrir tekjutapi af
námi, sem beinlínis er við það
miðað, að þeir geti tileinkað sér
framfarir og tæknibreytingar á
sinu sérsviði.
4.2 Að starfsmenn eigi, án veru-
legs kostnaðar, kost á námskeið-
um, sem geri þeim mögulegt að
taka að sér vandasamari störf en
þeir gegna.
4.3 Ef störf eru lögð niður vegna
tækni eða skipulagsbreytinga,
eiga starfsmenn, án tilkostnaðar,
kost á endurhæfingarmenntun,
sem geri þeim mögulegt að taka að
sér önnur störf með óbreyttum
tekjumöguleikum.
Sérstök nefnd skipuð tveim full-
trúum frá hvorum aðila skipuleggi
námskeiðshald og annist ráðstöf-
un fjárins.
Starfsmannaráð
5. í þeim ríkisstofnunum þar sem
vinna 15 manns eða fleiri, verði
komið á fót starfsmannaráðum,
sem fjalli um starfstilhögun og
fleiri mál, er varða starfsmennina.
Sett verði reglugerð um skipun og
verkefni starfsmannaráða, sem
unnin er af nefnd skipaðri full-
trúum beggja samningsaðila.
Hlutastörf
eftirlaunafólks
6. Sett verði nefnd til að gera
tillögu um skipan málefna eftir-
launafólks og öryrkja, sem feli í
sér rýmri heimildir til handa
starfsmönnum að halda störfum
að hluta eftir að hámarksaldri er
náð. í því sambandi verði m.a.
höfð hliðsjón af tillögum nefndar,
sem fjallað hefur um endurskoðun
á reglum um aldurshámark
starfsmanna Reykjavíkurborgar.
Aðalstarf
Fjármálaráðuneytið mun senda
BSRB bréf þess efnis, að framveg-
is verði aðalstarf, sbr. 1. gr. laga
nr. 29/1976 túlkað á þann veg, að
undir það falli hlutastörf, jafnvel
þótt þau nái ekki hálfsdags starfi,
enda stundi starfsmaður fast sam-
fellt starf og hafi ekki á hendi
annað aðalstarf í þjónustu ríkis-
ins. Undanþegið þessari túlkun er
sumarvinnufólk eða aðrir í tíma-
bundnum afleysingum.
Ábyrgð ríkissjóðs
á lífeyrisgreiðslum
8. Vísað er til samkomulags BSRB
og ríkisins frá 1. apríl 1976 um að
jafnframt því sem lífeyrissjóðirn-
ir verði skyldaðir til að ávaxta
30% af heildarútlánum sinum í
verðtryggðum skuldabréfum ríkis-
sjóðs, verði miðað við, að ríkis-
sjóður ábyrgist og greiði einungis
þann hluta lífeyrisins, sem lífeyr-
issjóðirnir geta ekki risið undir
með tekjum sínum af vöxtum og
verðbótum af þessum 30% af
heildarútlánum (verðtryggðum).
Viðræður um aðrar breytingar á
ábyrgð ríkissjóðs á lífeyrisgreiðsl-
um verði teknar upp, þegar fyrir
liggja niðurstöður á úttekt á stöðu
lífeyrissjóða ríkisstarfsmanna,
sem tryggingafræðingur vinnur
nú að.
Um lífeyrissjóðsmál
9.1 Ríkisstjórnin fellst á, að
starfsmenn ríkisins 16 ára og
eldri, sem laun taka samkvæmt
kjarasamningum BSRB og aðild-
arfélaga þess, fái aðild að Lífeyr-
issjóði starfsmanna ríkisins, enda
sé ekki um að ræða sumarvinnu-
fólk eða aðra í tímabundnum
afleysingum.
9.2 Gjaldskylda í 32 ár veiti 2%
lífeyrisréttindi fyrir hvert þeirra
ára.
Eftir að iðgjaldagreiðslu lýkur
ávinnst 1 % fyrir hvert starfsár til
65 ára aldurs og 2% eftir það til 70
ára aldurs.
9.3 Upphæð ellilífeyris er hundr-
aðshluti af launum þeim er á
hverjum tíma fylgja starfi því sem
sjóðfélaginn gegndi síðast.
Hafi sjóðfélagi gegnt hærra
launuðu starfi eða störfum í að
minnsta kosti 10 ár fyrr á sjóðfé-
lagstíma sinum skal miða lífeyr-
inn við hæstlaunaða starfið enda
hafi hann gegnt því í að minnsta
kosti 10 ár, ella skal miða við það
hæstlaunaða starf sem hann að
viðbættum enn hærra launuðum
störfum gegndi í að minnsta kosti
10 ár.
9.4 Fellt verði úr lífeyrissjóðslög-
um ákvæði um mismunandi ið-
gjald. Iðgjald starfsmanna verði
framvegis 4% á móti 6% frá
vinnuveitanda. Jafnframt verði
felld úr lögum skipting eftirlauna
í 21 flokk frá 1,6—2,0% fyrir ár. í
staðinn verði 2% fyrir ár hjá
öllum.
9.5 Sambúðarfólk hafi sama rétt
og hjón, sbr. 1. grein laga nr.
15/1980, sbr. einnig 12. gr. 4 mgr.
frumvarps til Söfnunarsjóðs líf-
eyrisréttinda.
9.6 Vaktavinnufólk, það er þeir
sjóðfélagar sem hafa vinnutíma
sem hreyfist með reglubundnum
hætti, skai fá rétt til sérstaks
viðbótarlífeyris úr Lífeyrissjóði
starfsmanna ríkisins enda sé þeim
skylt að greiða iðgjald af vakta-
álagsgreiðslum til sjóðsins.
9.6.1 Sama gildi um næturverði og
það starfsfólk sem hefur vinnu-
skyldu eingöngu á næturnar, það
er á tímabilinu frá kl. 22:00—09.00
og skal þá álagsgreiðslan verða
grundvöllur iðgjalda og lífeyris-
réttinda.
9.6.2 Sjóðfélagi greiði 4% af