Morgunblaðið - 14.08.1980, Síða 28

Morgunblaðið - 14.08.1980, Síða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. ÁGÚST 1980 VIÐSKIPTI - EFNAHAtíSMÁL' - ATHAFNALÍF — umsjón Sighvatur Blöndahl Minnkandi eftirspurn eftir olíu frá OPEC ónum tunna minni á dag, en hún var á sl. ári. Sérfræðingar búast við, að eftirspurnin á hinum almenna markaði í heimin- um muni minnka úr 98.5 milljónum tunna á dag í fyrra í 97.8 milljónir tunna á dag að meðaltali á þessu ári. Þetta er um 0.7% minnkun milli ára, en milli áranna 1978 og 1979 varð aukning um 4.3%. Tvær höfuðástæður þess- arar minnkandi eftirspurn- ar eru: Hinn mikli sam- dráttur, sem átt hefur sér stað í bandarísku efna- hagslífi á undanförnum mánuðum og er ekki fyrir séð um hvenær tekur enda, og svo minnkandi fram- leiðsla í Evrópu og almenn- ur doði í efnahagslífi vest- rænna ríkja. Sérfræðingar telja hins vegar nokkuð víst, að þegar efnahagsástandið í Banda- ríkjunum og Vestur- Evrópu skánar aftur, sennilega á næsta ári, muni eftirspurn eftir olíunni aft- ur aukast og hefur þvi verið spáð, að eftirspurnin á næsta ári verði í kringum 100.3 tunnur á dag, eða muni aukast um 2.57% milli ára. Því er hins vegar spáð, að þessi aukna eftir- spurn muni ekki koma fram hjá Opec-ríkjunum, sem framleiða um þriðjung allrar olíu í heiminum. Lítum á Ameríkuflug von- araugum í f ramtíðinni Húsgagnainnflutningur jókst um ríflega 77% INNFLUTNINGUR á húsgögn um, innréttingum og húshlutum jókst gifurlega á fyrstu sex mán- uðum þessa árs miðað við sama timahil á sl. ári samkvæmt upp- lýsingum Þórleifs Jónsonar, framkvæmdastjóra Landsam- bands iðnaðarmanna. Verðmæti innflutningsins á fyrstu sex mánuðunum var um 2.4 milljarðar króna á móti rúmlega 1.35 milljörðum sömu mánuði í fyrra, eða um 77% aukning, reikn- að á föstu meðalgengi Bandaríkja- dollars, 352.93 krónur hver dollar. Innflutningsaukningin var langmest i rúmum úr tré, eða um 166%. Inn voru flutt rúm fyrir tæplega 160 milljónir króna á fyrstu sex mánuðum ársins, en á Innflutningur á rúmum úr tré jókst um 166% sama tíma í fyrra voru flutt inn rúm fyrir tæplega 60 milljónir króna. Þá varð mikil aukning í inn- flutningi á ýmiss konar stólum eða stólhlutum, en inn voru fluttir stólar og hlutar fyrir um 812 milljónir króna á móti um 382 milljónum króna árið áður. Aukn- ingin milli ára þar er því um 112%. Innflutningsaukningin var einna minnst í ýmis konar inn- réttingum, eða „aðeins" 24%. Verðmæti innflutningsins var um 234 milljónir króna á móti 188 milljónum króna árið áður. Þessi stóraukni innflutningur á sér stað á sama tíma og innflytj- endur verða að borga 25% inn- borgunargjald á öll innflutt hús- gögn, sem hugsað var til að stemma stigu við innflutningnum til styrktar innlendum húsgagna- iðnaði. Því var Þórleifur spurður hvernig á því stæði. — „Það er ósköp einfalt svar til við þessu, innborgunargjaldið hefur sáralítil áhrif á þetta, því þegar það er á annað borð komið inn í veltuna skiptir það tiltölulega litlu máli, það eru einfaldlega alltaf bundnir miklir peningar í þessu milli tímabila, þannig að þegar boltinn er farinn að rúlla breytir þetta litlu", sagði Þórleifur. Mikill misbrestur varð á því á sl. ári, að innborgunargjaldið væri innheimt, en að sögn Þórleifs hefur orðið þar mikil breyting á og hefur það innheimzt að langmestu leyti á þessu ári. Síðan innflutningur á húsgögn- um og innréttingum var gefinn frjáls árið 1975 hefur hann aukist í verðmæti um 509% til ársins 1978. Á sama tíma jókst heildar- innflutningur landsmanna um 146% að verðmæti. EFTIRSPURN eítir olíu frá Opec-ríkjunum hefur minnkað töluvert á undan- förnum vikum og er eftir- spurnin nú um 3—4 millj- Innflutt húsgögn. VIÐSKIPTI Janúar-júní 1980: Jumbóþota Cargolux, önnur væntanleg i október. „ÞAÐ hefur gengið mjög þokka- lega það sem af er, og við litum það vonaraugum i framtíðinni,“ sagði Einar ólafsson, forstjóri Cargolux i Luxemborg, er Mbl. innti hann eftir þvi hvernig flug félagsins til Bandarikjanna gengi, en það hófst s.I. vor. „Við erum með fast eina ferð í viku á laugardögum og bætum síðan við annarri ferð eftir atvik- um hverju sinni,“ sagði Einar ennfremur. Aðspurður sagði Einar, að vörur þær sem félagið flytti til Banda- ríkjanna, færu að langmestu leyti áfram til Mið- og Suður-Ameríku en höfuðstöðvar Cargolux í Banda- ríkjunum eru i Huston. Þá kom það fram hjá Einari að félagið hafi í vor fengið flugleyfi á leiðinni Luxemborg til Kenýa og hófust ferðir þangað í maí. Þær liggja síðan niðri yfir hásumarið, en verða teknar upp á nýjan leik í haust og væntir félagið sín mikils af því, — „annars erum við alltaf að leyta að nýjum mörkuðum víðs vegar um heiminn," sagði Einar. Þá sagði Einar aðspurður, að Cargolux i samvinnu við kínverskt flugfélag, hefðu unnið að könnun á — segir Einar Ólafsson, for- stjóri Cargolux því hversu hagkvæmt það væri að reka flugfélag á leiðinni, Hong Kong til Luxemborgar annars veg- ar og Hong Kong til Bandaríkjanna hins vegar. Niðurstaðan hefði verið sú, að slíkt flug gæti verið þokka- lega hagkvæmt og því var send inn beiðni um flugrekstrarleyfi á þess- um ieiðum, — „síðan breyttist dæmið þannig, að fjölmörg flugfé- lög fóru að fljúga á þessari leið og því afturkölluðum við flugrekstrar- beiðnina," agði Einar, — ogóvíst er hvort nokkuð verður úr því í framtíðinni". Aðspurður um breytingar á flugflota félagsins sagði Einar, að ekki stæðu fyrir dyrum aðrar breytingar en þegar hefur verið getið um, þ.e. félagið er að fá nýja Einar ólafsson, forstjóri Cargolux. Boeing 747, Jumbó-þotu, í október, en það á eina fyrir. — „Júmbóþotan okkar hefur reynzt alveg sérstak- lega vel í rekstri og við lítum því björtum augum, að fá aðra í flotann. Við eigum fyrir til viðbót- ar þrjár DC-8 þotur og leigjum tvær til viðbótar, aðra af Flugleið- um. Þegar við fáum nýju þotuna í haust munum við væntanlega skila leiguvélunum aftur,” sagði Einar ennfremur. Hvað með frekari stækkun flot- ans? — „Ég sé ekki fram á frekari stækkun flotans á næstu misser- um, enda er flutningsgeta Júmbó- • þotnanna mjög mikil. Nýja þotan mun væntanlega fara eina til tvær ferðir til Austurlanda í viku og eina ferð til Lagos í Nígerú og síðan endrum og eins til Bandarikj- anna eftir efnum og ástæðum“, sagði Einar ólafsson, forstjóri Cargolux, að síðustu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.