Morgunblaðið - 14.08.1980, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 14.08.1980, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. ÁGÚST 1980 39 Seytjan milljonir fóru í veisluhöld NÚ NÝVERIÐ barst handknatt- leiksdeild Vals loks uppgjör vegna úrslitaleiksins í Evrópu- keppni meistaraliða er fram fór fyrr á árinu i Miinchen. í hlut Vals komu tæplega ellefu millión ir króna brúttó. Frá þeirri upp- hæð dregst svo ýmiss kostnaður i sambandi við Evrópukeppnina. Alls komu til skiptanna tuttugu og tvær milijónir til liðanna beggja en samkvæmt uppgjöri sem liggur fyrir fóru ekki minna en seytján milljónir króna i ýmis veisluhold á vegum Alþjóða- handknattleikssambandsins sem voru með ýmsa gesti á sinum vegum i sambandi við úrslitaleik- ínn. þr Jafntefli á Selfossi SELFOSS og Völsungur frá Húsavik gerðu í gær jafntefli á Selfossi, 0-0, i 2. deild íslands- mótsins i knattspyrnu. Leikurinn var þokkalega leikinn og oft brá fyrir laglegum samleiksköflum hjá báðum liðum, en ekki var mikið um góð færi. Selfyssingar áttu þó tvö dauðafæri, sem þeim tókst ekki að nýta og bezti maður Völsunga ómar Egilsson misnot- aði vitaspyrnu, er hann skaut þrumuskoti rétt yfir þverslána. Þetta var mjög jafn ieikur og jafntefli réttlátustu úrslitin, leik- Selfoss Fylkir 0:0 menn beggja liða áttu þokka- legan dag og spiluðu oft á tiðum góða knattspyrnu, þó erfiðlega gengi að binda endahnútinn á sóknina. Bæði Hðin eru neðarlega i annarri deildinni og þvi er nú hvert stig dýrmætt i baráttunnl um að halda áfram sæti i deild- inni nssta ár. Sigurlás Þorleifsson skoraði þrennu á móti Breiðabliki i gærkvöldi, og átti stórleik. Hér sést Sigurlás i baráttu við Helga Helgason, einn af varnarmönnum Breiðabliks. Hinn bráðefnilegi Helgi Bentsson, Breiðabliki, i baráttu við varnarmenn ÍBV. IBV í úrslitin tBV BAR sigurorð af Breiða- bliki, 3—2, i hörkugóðum og skemmtilegum leik i 4-liða úrslit- um bikarkeppni KSÍ sem fram fór á Kópavogsvelli i gærkvöldi. Var sigur ÍBV mjög sanngjarn. Þeir voru betra liðið á vellinum, og áttu mun hættulegri mark- tækifæri en lið Breiðabliks, sem reyndar lék mjög vel líka. Sér i lagi var fyrri hálfleikur liðanna bráðskemmtilegur og staðan í hálfleik var jöfn, 2-2. Síðari hálfleikur var mun bragðdaufari en engu að siður var i honum mikil barátta og liðin léku góða knattspyrnu. Þetta var því bikarleikur eins og þeir gerast bestir og áhorfendur skemmtu sér hið besta yfir góðum tilþrifum leikmanna beggja liða. Það var mikill hraði í fyrri hálfleiknum og bæði liðin náðu að skapa sér góðar sóknir. Á 21. mínútu á Sigurlás þrumuskot úr aukaspyrnu en Guðmundur ver í horn. Omar tekur hornspyrnuna og gefur vel fyrir markið. Þar skallar Sveinn yfir á Sigurlás sem bætti um betur og skallaði kröft- uglega í markið. Blikarnir jafna svo metin á 25. mínútu. Sigurður Grétarsson tók þá aukaspyrnu af um 33 metra færi, þrumuskot Oddur setti met í 300 m Á INNANFÉLAGSMÓTI i frjáls- um iþróttum i gær setti Oddur Sigurðsson nýtt lslandsmet i 300 metra hlaupi, hljóp á 34 sekúnd- sléttum. Gamla metið átti um Hilmar Þorbjörnsson, 34,3 sek- úndur. Annar i þessu hlaupi varð Stcfán Hailgrimsson, sem hljóp á 35,6 sek. og setti þar með ÚÍA met i greininni. Gamla kempan Valbjörn Þor- láksson gerði sér einnig litið fyrir og setti heimsmet í öldunga- flokki er hann hljóp 200 metra grindahlaup á 26,3 sekúndum. Helga setti þrju ný Islandsmet HELGA Halldórsdóttir KR, setti i gær á innanfélagsmóti KR i frjálsum iþróttum þrjú ný ís- landsmet, hún hljóp 60 metra á 7,6 sek. en eldra metið átti Lára Sveinsdóttir, 7,7 sek. 80 metra hljóp Helga á 9,9 sek. og náði þannig oðru metinu af Láru, sem áður hafði hlaupið vegalengdina á 10,1 sek. í 200 metra grinda- hlaupi varð timi Helgu 28,6, en þar átti Ingunn Einarsdóttir eldra metið, 30,6 sek. Eftir þetta metaregn hljóp Helga svo 300 metra og munaði aðeins 0,3 sekúndum að henni tækist að jafna íslandsmetið i þeirri grein, sem er 40,6 sek. Önnur i þessu hlaupi varð Elin Viðarsdóttir á 47 sekúndum. sem er ágætur árangur, en þessi unga og efni- lega frjálsiþróttastúlka keppti þarna i fyrsta sinn. hans fór í varnarvegg ÍBV og breytti boltinn um stefnu og fór í bláhorn marksins, en Páll mark- vörður var kominn í gagnstætt horn og kom engum vörnum við. ÍBV nær svo aftur forystu í leiknum á 38. mínútu er Snorri Rútsson gaf góða sendingu inn á Sigurlás sem komst í gegn og skoraði af öryggi framhjá Guð- mundi markverði. Lið Breiðabliks sýndi síður en svo uppgjöf. Leik- menn börðust af miklum krafti og á 44. mínútu er Sigurður Grétars- son aftur á ferðinni og jafnar metin, 2—2, eftir að hafa fengið góða sendingu frá Ingólfi inn í vítateiginn. Þannig var staðan í hálfleik. Leikmenn ÍBV léku af miklum krafti í síðari hálfleiknum og var greinilegt að þeir ætluðu að selja sig dýrt. Þeir sóttu án afláts. Það kom samt í hlut UBK að eiga fyrsta dauðafærið í síðari hálfleik. Ingólfur komst inn í sendingu varnarmanns ÍBV sem ætluð var markverði og komst einn inn að markteig en brást bogalistin í sannkölluðu draumafæri og skaut beint í fætur Páls Pálmasonar, markvarðar ÍBV. Á 65. mínútu er mikil pressa á mark UBK og þá munaði ekki miklu að boltinn hafnaði í netinu er skot Sigurlásar hrökk af varn- armanni UBK í stöngina og út og þar náði Sigurlás boltanum aftur og skaut framhjá. Sigurmark leiksins kom á 81. mínútu. Vörn UBK leit af Sigur- lási og það var ekki að sökum að spyrja, hann fékk góða sendingu frá Ómari og braust í gegn og skoraði. Glæsileg þrenna Sigurlás- ar og ÍBV komst í úrslitaleikinn í bikarkeppninni. Sigurlás var jafn- framt besti maðurinn í jöfnu og vel leikandi liði ÍBV sem barðist kröftuglega og uppskar eins og það sáði. Lið Breiðabliks átti góðan leik. Bestu menn liðsins voru Sigurður Grétarsson og Einar Þórhallsson. Liðið náði oft mjög góðum sam- leiksköflum og gerði mikinn usla í vörn ÍBV. - ÞR Undanúrslit bikarkeppni K.S.I. F. FRAIV1 á Kapplakrikavelli í kvöld kl. 19.00 Komiö og hvetjiö ykkar menn til sigurs

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.