Morgunblaðið - 14.08.1980, Page 40

Morgunblaðið - 14.08.1980, Page 40
 Símmn á afgreidslunni er 83033 3H«r0unbT«tiit> Síminn á rítstjóm og skrifstotu: 10100 |Hor0unbI«bit> FIMMTUDAGUR 14. ÁGÚST 1980 ¥ Ný ströng ákvæði um hundaæði: Miðað að útrým- ingu hunda og katta á ákveðnum svæðum SAMKVÆMT nýrri reglugerð landbúnaðarráðuneytisins sem landlæknir og yfirdýralæknir höfðu samvinnu um að semja eru mjög ströng ákvæði ef hundaæði kemur upp i landinu. t reglu- gerðinni er miðað að að hundum og köttum á ákveðnum svæðum verði útrýmt, en samkvæmt upp- lýsingum Guðjóns Magnússonar Vísitalan: Hækkar kaup um 8-10% 1. september? ALLAR líkur eru á að kaup hækki um na-stu mánaðamót um 8 til 10% vegna hækkunar verðbótavisitölu. Kauplags- nefnd hefur verið boðuð sam- an til fundar í dag. þar sem lagðir verða fram útreikn- ingar Hagstofunnar á hækk- un framfærsluvisitölunnar. Samkvæmt spá Þjóðhags- stofnunar var talið líklegt að hækkun framfærsluvísitölu frá maí til ágúst yrði vart undir 10%. Hækkanir á vörum munu þó hafa orðið heldur meiri en gert var ráð fyrir í þessari spá, en þar á móti koma auknar niðurgreiðslur ríkissjóðs á landbúnaðarvör- um um mánaðamótin júlí— ágúst. Ekki er talið að um neinn frádrátt verði að þessu sinni að ræða á verðbótavísi- tölunni vegna viðskiptakjar- anna, þar sem þau hafa að undanförnu farið heldur batn- andi. Hins vegar kemur til frádráttur vegna launaliðs bóndans í búvöruverði og hækkunar á áfengi og tóbaki og er sennilegt að þessi liður nemi um 1,5%. Eru því líkur á að verðbótavísitalan hækki eins og fyrr sagði um milli 8 til 10%. aðstoðarlandlæknis er hugmynd- in að slík framkvæmd yrði með svipuðu sniði og i sambandi við baráttu gegn mæðiveiki. Yrði þá reynt að girða af ákveðin svæði ef smitun kæmi upp milli dýra, en svæðið yrði ákveðið eftir þvi hvar og hvernig smitunin væri. Hugsanlega væri miðað við hverfi, eða götur, en svæðið sem hreinsa yrði gæti verið mun stærra. Meðgöngutími á hundaæði er nokkrir mánuðir og því getur verið erfitt að draga mörk á hættusvæði, en þessi nýju ákvæði eru mun strangari en verið hefur, enda hefur þessi hættulegi sjúk- dómur breiðst mjög út um Evrópu og þokast sífellt lengra norður á bóginn. Vegna hundaæðis eru ströng ákvæði um innflutning hunda og katta, en hundaæði er til staðar í dýrum í nær öllum nágrannalöndum Islendinga. Með eða á móti? Ljósmynd Mbl. Kristinn. Samkomulag BSRB og f jármálaráðherra: Kauphækkanimar kosta 7—800 milljónir á árinu KOSTNAÐUR rikissjóðs af kaup- hækkunum samkomulagsins við BSRB er áætlaður 7 til 800 milljón- ir króna á þessu ári, eða í 5 mánuði, en gildistimi samkomulagsins er frá 1. ágúst til 31. ágúst á næsta ári. Ragnar Arnalds, fjármálaráð- herra, sagði i samtali við Mbl. i gærkvöldi, að kostnaður ríkissjóðs vegna annarra þátta samkomulags- ins hefði enn ekki verið endanlega áætlaður og þvi vildi hann ekki nefna neina tölu f þvi samhandi. Samkomulagið lá fyrir að morgni þriðjudags eftir næturlangan samningafund og fjölluðu stjórn BSRB og aðalsamninganefnd um Janúar - júní: 77% aukning í hús gagnainnflutningi INNFLUTNINGUR á hús gögnum, húshlutum og inn- réttingum jókst um 77% á fyrstu 6 mánuðum þessa árs, samkvæmt upplýsingum Þórleifs Jónssonar, fram- kvæmdastjóra Landssam- bands iðnaðarmanna. Langmest er aukningin í innflutningi á rúmum úr tré eða um 166%. Inn voru flutt rúm fyrir tæplega 160 millj- ónir króna á fyrstu sex mán- uðunum, en aðeins fyrir um 60 milljónir á sama tíma í fyrra. Heildarverðmæti inn- fluttra húsgagna fyrstu sex mánuði ársins er um 2,4 milljarðar króna, en var á síðasta ári rúmlega 1,35 milljarðar króna. Sjá nánar Viðskipti bls. 28- 29. samkomulagið siðar um daginn. Þar var ákveðið að kynna málið i félögunum og koma aftur saman á þriðjudaginn til að taka ákvörðun um, hvort samninginn eigi að gera eða ekki. Kristján Thorlacius sagði, að á þessum fundi hefðu ekki komið fram neinar raddir um að gripa til verkfallsvopnsins, en hins vegar hefðu ekki allir fundarmenn tekið til máls. Samkvæmt samkomulaginu hækka 15 neðri launaflokkar BSRB um 14.000 krónur, sem Kristján Thorlacius sagði vera kauphækkun á bilinu 2,85 til 4,63%. Á næstu flokka koma 10.000 króna hækkun og 6.000 króna hækkun og fer kauphækkunin þar niður í 1,1%, en engar hækkanir koma á efstu þrep 19. og 20. launaflokks né á efri flokka. Hins vegar er samkomulag um að þeir verði samræmdir flokkum BHM og komi mismunur BSRB-mönnum í óhag til leiðréttingar í þremur jöfn- um áföngum; 1. desember n.k., og 1. marz og 1. júní á næsta ári. Þá felast í samkomulaginu reglulegar flokka- tilfærslur í 10 fyrstu launaflokkun- um og sagði Kristján Thorlacius, að með þeim yrðu kauphækkanir við- komandi starfsmanna á bilinu 7 til 8%. Ákveði stjórn og samninganefnd BSRB á þriðjudaginn_ að ganga til þessara samninga verða þeir undir- ritaðir með fyrirvara um samþykki félaga í allsherjaratkvæðagreiðslu, en verði samkomuiaginu hafnað er sáttanefnd skylt að leggja fram sáttatillögu, sem verður að fara fyrir allsherjaratkvæðagreiðslu. Aðeins að henni lokinni og sáttatillögunni felldri getur BSRB boðað til verk- falls. Sérkjarasamningar eru í hönd- um einstakra félaga og er frestur til þeirra mánuður frá gerð aðalkjara- samnings, en um sérsamninga gildir ekki verkfallsréttur og ganga þeir til úrskurðar kjaranefndar, ef sam- komulag næst ekki innan framan- greinds frests. Sjá nánar á miðopnu og bls. 22, 26 og 27. Kovalenko veitt landvistarleyfi DÓMSMÁLARÁÐUNEYTIÐ hefur tilkynnt útlendingaeftir- litinu að dómsmálaráðherra hafi faliizt á að veita sovézka sjómanninum Victor Kovalenko landvistarleyfi á íslandi. Sé þetta ákveðið með hliðsjón af alþjóðasamningi um stöðu flóttamanna frá árinu 1951 og viðauka frá árinu 1968. Ennfrem- ur er vísað til laga um eftirlit með útlendingum. Kovalenko verður veitt dval- arleyfi fyrst um sinn til þriggja mánaða. ,Samningana í gildi“: Vantar 24—25% til að ná kaupmættinum 1977 „ÞAÐ vantar mjög mikið á. að við náum með þessum samning- um þeim kaupmætti, sem var eftir sólstöðusamningana 1977,“ sagði Björn Arnórsson, hagfra-ðingur BSRB, þegar Morgunblaðið ræddi við hann í dag um samningsdrög þau, sem lögð hafa verið fram hjá BSRB og kynnt eru i blaðinu i dag. Eins og kunnugt er var það aðalkrafa BSRB að samning- arnir frá 1977 væru settir í gildi. „Við launin, sem eru í dag, þurfum við 24—25% hækkun til að ná þeim kaupmætti, sem var eftir samningana 1977. Allir eru sammála um að þessi mismunur er mikill, en ég vil leggja áherzlu á, að það er töluvert mikið af öðrum hlutum í samningsdrög- unum og í raun meira, en ég bjóst við í byrjun." Hellnar: Játa að hafa brotið und- irstöðurnar SJÖ karlmenn á Hellnum á Snæ- fellsnesi hafa viðurkennt við yfir- heyrslur hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins að hafa hinn 24. júlí sl. brotið niður undirstöður sumar- húsa, sem LIU hyggst reisa þar á staðnum. í fréttatilkynningu, sem Morg- unblaðinu hefur borizt frá íbúum Hellna, segir að þetta hafi verið eina úrræði þeirra til að stöðva framkvæmdirnar, sem þeir telja ólöglegar. Sjá fréttatilkynningu íbúa Hellna á bls. 22.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.