Morgunblaðið - 05.10.1980, Page 1
68 SIÐUR
220. tbl. 68. árg.
SUNNUDAGUR 5. OKTÓBER 1980
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Kosningar í
V-Þýskalandi
Ronn, 4. okt. — AP.
VESTUR-ÞJÓÐVERJAR munu
ganga að kjörborðinu i dag i
almennum þingkosningum. Eink-
um er tekist á um þá tvo menn
sem ber hæst i vestur-þýskum
stjórnmálum. þá Helmut Schmidt
leiðtoga jafnaðarmanna og nú-
verandi kanslara. og Franz Josef
Strauss, kanslaraefni kristilegra
demókrata.
Kosningabaráttan þykir að
þessu sinni hafa verið fremur
lágkúruleg og einkennst af per-
sónulegu skítkasti. Flestir spá því
að stjórn jafnaðarmanna og
frjálsra demókrata haldi velli.
Eistland:
2000 skóla-
nemendur
krefjast
þjóðfrelsis
Stokkhólmi. 4. okt. — AP.
HAFT var eftir heimildum meðal
eistneskra flóttamanna i Sviþjóð
i dag. að um 2000 skólanemendur
hefðu farið i mótmælagöngu i
Tallin, höfuðborg Eistlands. og
krafist frelsis fyrir þjóð sina og
að allir Rússar hypjuðu sig á
brott úr landinu.
Árásir úr lof ti
á báða bóga
Nemendurnir, sem voru á aldr-
inum 15—18 ára, báru borða í
fánalitum Eistlendinga, bláu,
svörtu og hvítu, og tvisvar sl.
miðvikudag og föstudag, reyndu
þeir að komast að stjórnarskrif-
stofunum í miðborg Tallins, en
lögreglan girti svæðið af, að því er
heimildirnar sögðu. Um 150 ungl-
ingar voru handteknir og margir
voru barðir í átökum við her- og
öryggislögregluna.
Eistland var innlimað í Sovét-
ríkin árið 1944 ásamt öðrum
Eystrasaltsríkjum og er talið, að
nú séu Rússar orðnir um hálf
milljón af 1,4 milljónum manna,
sem í landinu búa.
Havfhdad. 4. október. — AP.
ÍRANSKAR flugvélar gerðu
loftárás á Baghdad, höfuðborg
íraks, i morgun að sögn sjónar-
votta. Þoka lá yfir borginni og
heyrðust sprengingahvellir í
suður- og vesturhluta borgarinn-
ar, en ekki fóru fregnir af
eyðileggingu. Skotið var stanz-
laust af loftvarnabyssum að
flugvélunum í tiu minútur. Var
þetta fyrsta loftárás trana á
Baghdad frá þvi á þriðjudag er
þeir gerðu árás á kjarnorkuver
við borgina.
Skömmu áður höfðu íraskar
flugvélar gert loftárásir á bæina
Tabriz, Dezful, Khorramshahr,
Abadan, Masjed-e-Soleyman,
Khorrambad og Sahneh, og sagði
í tilkynningu íranska hersins, „að
margir varnarlausir borgarar
hefðu fallið í árásunum". Borg-
irnar sem írakar gerðu árásir á
eru á 800 km löngu belti.
Að öðru leyti sögðust báðir
aðilar hafa yfirhöndina í átökum
landanna. írakar sögðust enn
halda borginni Khorramshar og
„öðrum frelsuðum svæðum" í
Khuzistanhéraði. íranir sögðust
hins vegar „hafa algjöra yfir-
burði á öllum vígstöðvum" og að
herflugvélar sendu ekki aðeins
sprengjur niður yfir írak, heldur
einnig áróðurspésa.
í dögun voru 15 manns leiddir
fyrir aftökusveitir byltingar-
dómstóls í borginni Susangerd og
teknir af lífi. Þeim var gefið að
sök að hafa njósnað fyrir íraka.
Striðsglæpamaöur
svipti sig lifi
Sao Paulo. 4. okt. — AP.
STRÍÐSGLÆPAMAÐURINN
Gustav Franz Wagner svipti
sig lífi sl. föstudag á búgarði
sinum í Sao Paulo-fylki i
Braziliu. Þessar fréttir eru
hafðar eftir lögfræðingi hans.
Wagner hafði verið ákærður
í fjórum löndum fyrir að hafa
átt þátt í að myrða 150.000
Gyðinga í útrýmingarbúðun-
um í Sobibor í Póllandi á
árunum 1942 og ’43. Hæsti-
réttur Brazilíu hafði þó hafn-
að framsalskröfu landanna,
Vestur-Þýskalands, Póllands,
Austurríks og ísraels. Wagn-
er, sem var fyrrv. SS-foringi,
kom til Brazilíu 1950 en árið
1978 komst austurríski nas-
istaveiðarinn Simon Wiesen-
thal á snoðir um verustað
hans. Wiesenthal þekkti
Wagner á blaðaljósmynd, sem
tekin var í veislu, sem var
haldin í Rio de Janeiro á
fæðingardegi Adolfs Hitlers.
Steve McQueen berst
hetjulegri baráttu
Los AnReles, 4. okt. — AP.
TALSMAÐUR leikarans Steve McQueen, sem er haldinn sjáldgæfu
krabbameini, sem læknar telja ólæknandi, sagði i gær, að hann
væri heldur á batavegi. McQueen dvelst á sjúkrahúsi í Mexikó og
fær þar mjög óvenjulega læknismeðferð, sem einkum er fólgin i
öðru mataræði og breyttum lifsvenjum.
Steve McQueen, sem er öllum
kvikmyndaunnendum vel kunn-
ur, stendur nú á fimmtugu og
hefur lifað lengur en læknar
hans höfðu búist við. Læknis-
meðferðin sem hann fær nú er
mjög strangt mataræði, fjör-
efnagjöf, fasta og heilbrigðir
lífshættir, bæði fyrir líkama og
sál. Krabbameinið, sem Mc-
Queen er haldinn, kallast meso-
thelioma og vex í slímhimnu milli
iungna og brjóstkassa. Dr. Dani-
el Simmons, sem er lungnasér-
fræðingur.sagði, að óhjákvæmi-
legt væri að krabbameinið
breiddist út um allan líkamann.
„Þetta er ólæknandi sjúkdóm-
ur,“ sagði hann.
Talsmaður McQueen sagði, að
hann hefði haldið sjúkdóminum
leyndum í sex mánuði til að hlífa
fjölskyldu sinni og „til að halda
reisn minni ... þar sem ég hélt
að ég væri dauðvona," eins og
haft var eftir Steve McQueen.