Morgunblaðið - 05.10.1980, Side 2

Morgunblaðið - 05.10.1980, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. OKTÓBER 1980 Tíðir fundir með bókagerð- armönnum SÁTTAFUNDURINN í kjaradeilu bokaKeröarmanna <>g Félags prent- iðnaöarins, sem hófst í fyrrakvöld klukkan 18 stóð fram yfir miðnætti í fyrrinótt. Annar fundur var boðaður klukkan 16 í gær. Aðilar héldu áfram viðræðum um 4. kafla samningsins frá 1977, sem fjallar um nýja tækni i prentverki. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins mun enn nokkuð í land, að menn nái samkomulagi, en á meðan bíða kjarasamningar aðila vinnu- markaðarins, ASÍ og VSÍ. í þeirri deilu hefur ekki verið boðaður fund- ur. Þrjár sölur ytra ÍSAFJARÐARTOGARINN Guð- björg scldi 163.6 tonn í Cuxhaven 1 gær og i fyrradag fengust 98,3 milljónir króna fyrir aflann. eða 601 króna að meðaltali fyrir kíló. Þá seldi Guðfinna Steinsdóttir 51,4 tonn í Fleetwood fyrir 37,8 milljónir í fyrradag, meðalverð 737 krónur. I gær seldi Kristinn ÓF 31,5 tonn í Hull fyrir 19,3 milljónir, meðalverð 614 krónur. Smygl fannst í Skeiðsfossi TOLLVERÐIR fundu á fimmtudag 383 flöskur af smygluðu áfengi um borð í Skeiðsfossi er skipið lá við bryggju a Hofsósi. Var það faiið i loftstokk i vélarrúmi og skutþró. Áfengið var af ýmsum tegundum, romm, whisky, vodka og mest af spíritus. Matsveinn og vélstjóri hafa viðurkennt að eiga smyglið. Skeiðs- foss kom til Rifshafnar í aðfararnótt þriðjudags frá ýmsum Miðjarðar- hafslöndum og var Hofsós önnur höfn þess hérlendis. Á flóamarkaði Dýraverndunarfélags Íslands fæst allt milli himins og jarðar — og verðið er hagstætt. Þarna er verið að máta föt. Flóamarkaður SDÍ flyt- ur að Hafnarstræti 17 FLÓAMARKAÐUR Sambands dýraverndunarfélaga fslands, sem undanfarin tvö ár hefur verið starfræktur að Laufásvegi 1, er nú fluttur í nýtt og stærra húsnæði að Hafnarstræti 17, kjallara. Eigendur húsnæðisins að Hafnarstræti 17 lána það SDI. Þurfti einungis að koma húsnæðinu i nothæft ástand og hefur hópur fólks úr dýraverndunarsamtökunum unnið á kvöldin og um helgar i þrjár vikur við að hreinsa húsnæðið og mála. Á blaðamannafundi, sem stjórn SDI efndi til í tilefni af opnun hins nýja húsnæðis flóa- markaðarins, kom fram, að vör- urnar á flóamarkaðinum eru gjafir frá velunnurum SDÍ Skipta gefendur hundruðum og koma margir aftur og aftur. Vöruúrvalið þarna er fjölbreytt, — húsgögn, skrautmunir, bæk- ur, verkfæri, eldhúsáhöld, fatn- aður o.fl. Af starfsemi á vegum SDÍ má nefna umfangsmikið trúnaðar- mannakerfi. Trúnaðarmenn eru um allt land og eru þeir rúmlega 130, en þeim verður fjölgað á þessu hausti. Eru þeir mikilvæg- ur hlekkur í baráttunni fyrir aukinni dýravernd hér á iandi. Einnig má nefna útgáfu Dýra- verndarans. Ritið flytur fjöi- breytt efni um dýr og dýravernd og hefur það nú komið út óslitið Þessi fegurðardís var að máta hatta á flóamarkaði Dýraverndunar- félags íslands er Morgunblaðsmenn áttu leið þar um. Ljósm. ói.k.m. í 66 ár. Náið samstarf er einnig milli SDÍ og Hjálparstöðvar dýra, sem rekin er í Dýraspítala Watsons, Víðidal. Stjórn SDÍ vildi nota þetta tækifæri til að koma á framfæri þakklæti til allra sem lagt hafa fram vinnu við þetta nýja hús- næði. Einnig þakkar hún eigend- um hússins fyrir ómetanlegan stuðning og einnig þeim fjöl- mörgu sem gefið hafa á flóa- markaðinn. Flóamarkaðurinn verður opinn í Hafnarstræti 17 alla virka daga frá kl. 14—18. Gjöf- um er veitt móttaka á sama tíma. ■:.■■■■' ét fáðt minniiígfivkort ^júkrunartyámíiis txl2>mx>va Hjúkrunarheimili aldraðra: Safinast 40-50 milljónir kr.? VÍÐTÆKRI söfnun vegna byggingu hjúkrunarheimilis fyrir aldraða í Kópavogi er haldið áfram þar í bæ í dag, en hófst í gær. Stefnt er að því að heimilið verði fokhelt fyrir næstu ára- mót, en til þess að svo verði, er nauðsynlegt að þessi söfn- unarherferð gangi að óskum. Sjálfboðaliðar munu ganga með söfnunarbauka í hús og er stefnt að því að safna 10 þúsund krónum á hvern bauk, en það myndi þýða 40—50 milljónir króna með frjálsum framlögum til lokaátaksins, en skóflustunga að byggingunni var tekin 26. janúar sl. Fargjaldalækkun British Airways: „Ekki bein áhrif á Bret landsflug Flugleiða44 Rikisstjórnin: Þriðjungur alira nýbygginga árið 1983 verði verkamannabústaðir „LÆKKUN fargjalda hjá Brit- ish Airways hefur ekki beint áhrif á okkar ferðir um Bret- land, þar sem þessi leið milli Glasgow og London hefur ekki verið mikið notuð síðan við fækkuðum ferðum," sagði Sveinn Sæmundsson blaða- fulltrúi Flugleiða í samtali við Mbl. ' gær. Flugleiðir fljúga nú eina 'irð á viku um Glasgow til Kaupmannahafnar í stað þriggja áður og eina ferð um Glasgow til London. FÉLAGSMÁLARÁÐHERRA, Svavar Gestsson hefur gefið út reglugerðir um framkvæmd laga um Húsnæðismáiastofnun rikis- ins frá síðasta vetri. Reglugerð- irnar eru tvær. annars vegar um Byggingarsjóð verkamanna og félagslegar íbúðir, og hins vegar um lánveitingar Byggingarsjóðs ríkisins. Með þessum regiugerð- um verður verulegur hluti al- mennra lána fluttur yfir til Byggingarsjóðs verkamanna, en rikisstjórnin stefnir að þvi að hefja byggingar á 1500 ibúðum í verkamannabústöðum á næstu þremur árum; að árið 1983 verði 1/3 alira nýbygginga hériendis verkamannabústaðir. Á blm.fundi félagsmálaráð- herra, kom fram, að ríkis- sjóður verður fyrir verulegri út- gjaldaaukningu í kjölfar reglu- gerðanna, en Svavar Gestsson vék sér undan að svara hve mikil sú aukning yrði. Ennfremur færðist Sigurður E. Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Húsnæðismála- stofnunar, undan, að svara spurn- ingu Mbl., hvað hann héldi að framlag ríkissjóðs til Húsnæðis- málastofnunar þyrfti að vera mik- ið, svo markmiði laganna væri náð. — Ég reikna fastlega með því, að stjórnvöld sjái Húsnæð- ismálastofnun fyrir nægu rekstr- arfé, sagði hann aðeins. — Það verður gert, sagði þá Svavar Gestsson, en hann kvaðst ekki „kunna við“ að nefna tölur úr óbirtum fjárlögum. Helztu nýmæli í þessum nýju reglugerðum eru eftirfarandi: Megináherzla lögð á byggingu verkamannabústaða, Byggingar- sjóði verkamanna skal tryggður „verulegur tekjustofn" samkv. 37 grein laganna um Húsnæðismála- stofnun ríkisins jafnframt sem hlutdeild sveitarfélaga í bygg- ingarkostnaði verkamanna- bústaða lækkar úr 25—30% í 10% en nú er heimilt að lána allt að 90% byggingarkostnaðar úr bygg- ingarsjóði verkamanna. I reglu- STOFNAÐ hefur verið félag til umfjöllunar og fræðslu um höf- undaréttarmál. Félagið hyggst starfa með svipuðum hætti og hliðstæð félög í nágrannalöndun- um. Stjórn þess skipa þessir menn: Sigurður R. Pétursson hrl, for- maður, Þór Vilhjálmsson hrd., varaformaður, Björn Bjarman hrd., ritari, og Ragnar Aðal- steinsson hrl., gjaldkeri. Markmið félagsins er að efla þekkingu á höfundarrétti og þróun þeirrar greinar lögvisinda með er- indafiutningi, umræðum o.fl. Einn- í GREIN í Morgunblaðinu þ. 4. þ.m. sem fjallar um skipulag Grjótaþorps, er vitnað í umsögn undirritaðs, og gætir þar nokk- urrar ónákvæmni. Af þeim sökum óskast eftirfarandi athugasemd birt: Á árunum 1967—70 gerðum við Hörður Ágústsson athugun á göml- um húsum í Reykjavík með tilliti til varðveislu þeirra. Athugunin, sem var gerð að frumkvæði borg- gerðunum eru gerðar breytingar á skipan stjórna verkamanna- bústaða, og ítarleg ákvæði eru um hvernig endursölur verkamanna- bústaða skuli fara fram. ig að leita eftir tengslum við hliðstæð samtök í öðrum löndum svo og við alþjóðastofnanir á sviði höfundarréttar. Höfundarréttar- mál eru nú ofarlega á baugi víða um lönd vegna tækniframfara á sviði fjölföldunar og fjölmiðlunar hug- verka. Þá fer fram víðtæk umræðu um réttarfar og refsingu vegna höfundarréttabrota, t.d. er nýlega fallinn tíraamótadómur í Svíþjóð, þar sem í fyrsta sinn var dæmd fangelsisrefsing út af höfundarrétt- arbroti vegna heimildarlausrar út- gáfu verka á snældum. (fréttatilkynning). arráðs Reykjavíkur, skyldi unnin með hliðsjón af ákvörðun þágild- andi aðalskipulags um landnotkun og legu umferðaræða. Ef miðað er við upphaflegar forsendur, standa niðurstöður okkar óhaggaðar. Álitsgerð okkar um Grjótaþorp frá þessum árum hefur okkur hins vegar ekki gefizt kostur að endur- skoða vegna breyttra forsenda. Með þökk fyrir birtinguna. Þorsteinn Gunnarsson. Höfundaréttarfélag íslands stofnað Athugasemd frá Þor- steini Gunnarssyni

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.