Morgunblaðið - 05.10.1980, Page 7

Morgunblaðið - 05.10.1980, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. OKTÓBER 1980 7 Doddi litli datt i dý og meiddi sík í fótnum. Aidrei varð hann upp frá því jafngóður í fótnum. Þessi álappalega stagl- stílsvísa hefur stundum komið mér í hug undanfarna daga, þegar ég hef heyrt eitt og annað sem opinberir aðil- ar hafa látið sér sæma að senda frá sér. í veðurfregn- um ríkisútvarpsins var endurtekið, svo að ekki getur hafa verið um mislestur að ræða, að hiti færi hlýnandi. Naumast ætti þess að vera getandi, að hiti er hlýr. Hann er auðvitað mismikill, hann hækkar og lækkar, vex eða minnkar. og veður fer ýmist hlýnandi eða kólnandi. Frost herðir, en það kólnar ekki, hiti eykst, en hann hlýnar ekki. Þá heyrðist í útvarpinu auglýsing þess efnis, að Slát- urfélag Suðurlands vantaði starfskraft til starfa við skrifstofustörf. Ekki á þessi blessaði maður (væntanlega kona) að sitja auðum hönd- um, eftir orðalaginu að dæma. Annars er það furðulegt hve lengi menn ætla að skirrast við að auglýsa eftir starfsmönnum. Það er þó afskaplega einfalt mál og brýtur engin jafnréttislög og ætti engan að meiða. Að sjálfsögðu vilja öll fyrirtæki fá menn með sem 'besta starfskrafta. En kraftarnir einir koma ekki í vinnu. Mennirnir, sem yfir þeim búa, þurfa að sækja vinnuna. Ekki verður það flokkað undir staglstíl, heldur óná- kvæmt orðaval, þegar sagt var í fréttaskýringu í útvarp- inu: „Eyjarnar eru eitt af deilumálum ríkjanna." Að sjálfsögðu eru eyjarnar ekki mál. Þær eru í þessu dæmi deiluefni, og út af þeim geta deilumál orðið. Ef menn vilja forðast staglið, mætti svo nefna þær þrætu- epli og jafnvel bitbein til tilbreytingar frá deilumál- inu. Allt er þetta þó hjóm og hégómi hjá því, sem æðsta menntastofnun landsins, Há- skóli íslands, hefur nýlega birt fyrir þjóðinni. Ég leyfi mér að taka kafla úr kennsluskrá hans, þar sem fyrirsögnin er Sjálfvirkt stjórnkerfi. Vitnað er til þessa eftir blaðinu Degi á Akureyri, og vona ég að vísu, Háskólans vegna, að tilvitn- unin sé röng. Hún verður þá væntanlega leiðrétt, ef stjórnendum skólans er annt um sóma sinn. Klausan, sem Dagur birti, var svo: „Greining og hönnun stjórnkerfa með línulegum eða ólínulegum kerfiseining- um, sem uppfylla ákveðnar kröfur um svipult og stöðugt viðbragð. Lýsing og skil- greining á kerfishæfni, para- metrisk bestun og bestun kerfishæfni línulegra kerfa með notkun kvaðratískra gæðastuðla. Notkun lýsi- fallaaðferðar við hönnun ólínulegra kerfa, aðferðir Liapunovs og Popovs. Sýnitölukerfi og notkun z-varpana við greiningu og hönnun diskret kerfa." Ég ætla að Háskóli íslands eigi að vera höfuðvígi ís- lenskrar tungu, og nú beini ég þeim tilmælum til for- ráðamanna skólans, að það, sem hér er sett innan tilvitn- unarmerkja, verði birt í nýrri útgáfu á skiljanlegu mannamáli, ef hægt er. Veit ég vel að oft er erfitt að finna nýjum fræðigrein- um gott mál, en fyrr má nú rota en dauðrota. Eða er þetta kannski tilraun til þess að gera einfalda hluti flókna, svo að engir skilji aðrir en þeir sem innvígðir eru flækjukerfinu sjálfu? Ég held, sem betur fer, að ís- lenskur maður, sem þannig skrifar eða talar, mælist mjög svo einn við, eins og sagt var í Sturlungu um Þorvald Gissurarson í Hruna, þegar enginn varð til þess að svara honum á al- þingi. TALBOT H0RIZ0N 80 er einn vandaðasti og neyslugrennsti 5 manna fjölskyldubílinn sem nú er á boðstólnum. Þetta er eini bíllinn i heiminum sem kjörinn hefur verið „Bíll ársins1, samtímis í Evrópu og N-Ameríku af öllum gagnrýnendum helstu bílablaða heims. TALBOT H0RIZ0N þolir íslenska vegi og veðráttu, enda hefur bíllinn ótrúlega fjöðrun og stöðugleika á vegleysum Islands. TALBOT H0RIZ0N er framhjóladrifinn fólksbíll, sem maður gæti ætlað að hafi verið sér- hannaðúr fyrir Island. TALBOT H0RIZ0N 80 kostar nú frá ca. kr. 7.2 millj. miðað við gengi 27.9.80 - aldeilis ótrúlega lágt verð. TALBOT H0RIZ0N er bíllinn sem veitir þér mestu ánægjuna í umferðinni. - TALBOT H0RIZ0N er merkið sem þú getur treyst. ö Ifökull hff. N Ármúla 36. Simar 84366 - 84491 f V Umboösmenn: Sniðill hf. Óseyri 8. Akureyri. Sími 222S5 Bílasala Hinriks, Akranesi. Sími 1143 Friðrik Óskarsson. Vestmannaeyjum. Sími 1552 ■ Óskar Jónsson, Neskaupsstaö. Simi 7676 Ibúð óskast Vil taka á leigu litla íbúð sem næst Verslunarskólanum. Finnbogi Björnsson. Sími 92-7123. Lærið vélritun Ný námskeiö hefjast mánudaginn 6. október. Kennsla eingöngu á rafmagnsritvélar, engin heima- vinna. Innritun og upplýsingar í síma 41311 eftir kl. 13. Vélritunarskólinn Suðurlandsbraut 20 Þýskunámskeið Germaníu Námskeiðin eru bæði fyrir byrjendur og þá sem lengra eru komnir. Innritun veröur í 6. kennslustofu Háskólans mánudaginn 6. október kl. 20—21. Þar veröa allar nánari upplýsingar gefnar um námstíma og kennslu- tilhögun. Stjórn Germaníu. Höfum kaupendur að eftirtöldum verðbréfum VERÐTRYGGÐ SPARISKÍRTEINI RÍKISSJÓÐS 1. októmber 1980 Kaupgengi pr. kr. 100.- 1968 1. flokkur 6.468,05 1968 2. flokkur 5.839,46 1969 1. flokkur 4.675,26 1970 1. flokkur 4.278,02 1970 2. flokkur 3.099,31 1971 1. flokkur 2.829,08 1972 1. flokkur 2.465,40 1972 2. flokkur 2.109,53 1973 1. flokkur A 1.576,51 1973 2. flokkur 1.452,49 1974 1. flokkur 1.002,54 1975 1. tlokkur 817,60 1975 2. flokkur 619,01 1976 1. flokkur 587,31 1976 2. flokkur 476,99 1977 1. flokkur 443,01 1977 2. flokkur 371,04 1978 1. flokkur 302,42 1978 2. flokkur 238,65 1979 1. flokkur 201,83 1979 2. flokkur 156,58 1980 1. flokkur 121,25 Innlausnarvarð Seðlabankana m.v. 1 ára Yfir- tfmabil frá: gengi 25/1 ’80 4.711.25 37,3% 25/2 '80 4.455,83 31,1% 20/2 '80 3.303,02 41,5% 15/9 '80 3.878,48 10,3% 5/2 '80 2,163,32 43,3% 15/9 '80 2.565,68 10,3% 25/1 '80 1.758,15 40,2% 15/9 '80 1.914,22 10,2% 15/9 '80 1.431.15 10,2% 25/1 '80 1.042,73 39,3% 15/9 '80 910,11 10,2% 10/1'80 585,35 39,8% Höfum seljendur aö eftirtöldum verðbréfum VEÐSKULDA- BRÉF:* 12% 1 ár 65 2 ár 54 3 ár 46 4 ár 40 5 ár 35 Sölugengi m.v. nafnvexti 14% 16% 18% 20% 38% 66 67 69 70 81 56 57 59 60 75 48 49 51 53 70 42 43 45 47 66 37 39 41 43 63 *) Miöaö er viö auöseljanlega fasteign. HAPPDRÆTTISSKULDABRÉF RÍKISSJOÐS: Sölugengi pr. kr. 100.- 1972 1.490.49 (10% afföll) 1973 1.278.73 (10% afföll) 1973 1.114.32 (10% afföll) ■ 1974 966.97 (10% afföll) 1974 684.23 (10% afföll) 1974 684.23 (10% afföll) • 1975 476.59 (10% afföll) 1976 461.55 (10% afföll) 1976 362.80 (10% afföll) 1977 343.12 (10% afföll) MtaPCfTinCARpálAC ÍAAADf Hft VERÐBRÉFAMARKAÐUR, LÆKJARGÖTU 12 R. lónaöarbankahúsinu. Sími 2 05 80. Opéé alla virka daga trá kl. 9.30—16.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.