Morgunblaðið - 05.10.1980, Page 25
25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. OKTÓBER 1980
i
um ljóma á sviðið og fá mann
jafnvel til að trúa því að
hugsanir kvenna séu öðruvísi
á litinn en karla. Og þá er
efni myndarinnar: Vandamál
hinna feitu. Af hverju hefur
því böli ekki verið gerð skil
fyrr á hvíta tjaldinu, það
morar allt af myndum um
drykkjusýki, eiturlyfjasýki en
ekki um ÁTSÝKI sem er þó
vandamál, slíkt að það nasar
sjálfsímynd fólks og þar með
þann grundvöll sem það
byggir hamingju sína á. Und-
irritaður þekkir að vísu ekki
þetta vandamál frá því hann
var tveggja ára, en af samtöl-
um við fyrrum „átsjúka"
skilst honum að ástand offit-
unnar sé eigi ólíkt vímu
drykkjusýkinnar, menn eru í
matarrús, þá dreymir mat,
þeir blekkja sjálfa sig og aðra
með því að sleppa málsverði
en lauma upp í sig smábitum
þess á milli. Sem sagt, mag-
inn á mönnum verður eins
konar botniaus tunna sem
öskrar á sífellda fyllingu og
afleiðingin verður útblásinn
fituvefur. Hjartað þrælar,
fæturnir gefa sig, en ekki nóg
með það: engin föt passa
nema skikkjur eða sérsaum-
aðar tunnubuxur og svo
seggja menn að feitt fólk sé
„afskaplega kátt“. í samfélagi
þar sem menn kappkosta að
falla inní og vera sætir stenst
slíkt ekki, sérlega á þessi
fullyrðing þó við um ungl-
inga. Já, vandamál hinna
feitu er sannarlega fyrir
hendi, hins vegar er það ekki
viðurkennt opinberlega og því
ekkert hæli fyrir slíkt fólk
hér. I Bandaríkjunum, þar
sem menn eru næmari fyrir
tækifærum lífsins, eru hins
vegar ótal stofnanir þar sem
bræða má aukakílóin gegn
hæfilegu gjaldi. Mörgum
finnst ef til vill svívirðilegt að
græða á slíkum vandamálum,
offitubræðslurnar eigi að
falla undir ríkið rétt eins og
áfengisútsölurnar, slík þjón-
usta sé einn þáttur heilsu-
gæslu. Sömu aðilum kann að
finnast ósmekklegt af Anne
Bancroft að hafa þetta
vandamál að féþúfu á hvíta
tjaldinu. Má vera; þó virðist
mér af leik hennar í mynd-
inni að hér liggji annað að
baki: Örvæntingarfull tilraun
konu á breytingarskeiði til að
standa jafnfætis manni sín-
um. Ekki gráta, Anne Ban-
croft, þér tókst að standa
jafnfætis viðfangsefninu.
Þak Hf. auglýsir:
Þak sumarhús
Hefjiö tímanlega undirbúning fyrir næsta sumar og kaupiö ÞAK sumarhús nú í haust
til uppsetningar næsta vor. Athugiö okkar hagkvæmu skilmála. Hringiö strax í dag
og fáiö nánari upplýsingar.
Heimasímar. Heiöar 72019, Gunnar 53931.
ÞAK HF
sími 53473
og kvikmyndahúsa
ar, allt efni er sett inn í ákveðna
formúlu. Þessi formúla virðist
miðuð við einhvern óljósan með-
almann, sem kannanir sýna að
hefir áhuga á blöndu af átökum
og ástríðum í hlutföllunum tveir
á móti einum. Þannig er álitið að
meðalmaðurinn, sem situr fyrir
framan skjáinn, vilji sjá átök í
hinum ytra heimi þar sem allir
eru kaldir kallar, síðan (eftir
auglýsingar) persónulegt líf að-
alsöguhetjanna þar sem átökin
halda áfram en menn drekkja
þeim í faðmi misjafnlega skiln-
ingsríkra eiginkvenna (viðhalda
o.s.frv.) sem gjarnan gráta um
leið og eiginmennirnir skýra frá
hetjuverkum sínum eða niður-
lægingu. Þessi formúla er
kannske ekki jafn ljós í Helför-
inni og myndaflokknum um
Watergate og hjólaþættinum
sem nú gengur í sjónvarpinu en
hún er á vissan hátt til staðar.
Andrúmsloftið í bresku eldhús-
framhaldsþáttunum virtist ein-
hvernveginn öðruvísi, ekki jafn
skýr skipting milli hins innra og
ytra veruleika, útlínur ekki jafn
hvassar, allt gerist á vissan hátt
á hinu persónulega plani sem á
sinn hátt sýnir okkur þjóðfélagið
í hnotskurn. Þannig var óhugn-
aður nazismans með nokkuð
öðrum blæ í Operation Day-
break, þú fannst ekki til jafn
hamslausrar reiði gagnvart
óargadýrunum og þá þú upplifð-
ir hina einlægu þjáningu leikar-
anna sem léku fórnarlömb Hel-
fararinnar. Þarna var veruleik-
inn heilli, líkt og stæðir þú í
leikhúsi með atburðina allt um
kring en ekki alla í bútum sem
eru klipptir til í samræmi við
hinn „tölvuhannaða meðal-
mann“. En slíkt er nú hægt að
fyrirgefa, aðalatriðið er efnið,
það minnir okkur á að vera á
verði, því sagan sýnir okkur að í
iðrum hvers samfélags leynast
myrk öfl sem virðast helst koma
upp á yfirborðið þar sem sam-
söfnun valds hefir orðið með
einum eða öðrum hætti. Slíkri
samsöfnun virðist fylgja annar
og öllu óhugnanlegri vágestur,
hin myrku öfl sýnast sum sé þrá
það helst að taka fram fyrir
hendurnar á skaparanum, kom-
ist þau til valda, þau vilja
nefnilega betrumbæta sköpunar-
verkið, jafnvel þó það kosti
útrýmingu milljóna og koma þá
gjarnan fram með hugmyndina
um „nýjan mann“ — hinn hreina
aría eða hinn nafnlausa rauða
khmera svo við tökum dæmi.
Hvað þá um „meðalmanninn"
sem tölvurnar eru nú óðum að
hanna veröldina fyrir. Er slíkur
tilbúningur ekki enn einn angi
samsöfnunar valds sem nú birt-
ist í gegn um vélar? Hvað gerist
þegar börn okkar verða farin að
sitja 8 tíma á dag fyrir framan
gervihnattasjónvarp, verður þá
ekki loks draumurinn um hinn
NÝJA MANN að veruleika, ein-
stakling sem er alinn upp á
forákvörðuðu efni sem með tíð
og tíma mun FORÁKVARÐA líf
hans? Þegar svo er komið, hefir
draumurinn um 1000 ára ríkið
ræst, máske lifir það lengur því
ekki verður þá meir þörf á að
skjóta menn eða brenna, nægir
að benda þeim á að skipta um
rás.
Þetta er tinn dæmalausfBbDGE OMNI ’80 - litli
lúxusbillinn frá Chrysler-verksmiðjunum i
Ameriku, sem farið hefuf sigurför um löndin öll
á undanförnum misserum. ,
í bilnum er t.d. 4 cyl. vélMp'úlega neyslugrönn,
auk þess sjálfskipting ocHMtfusfrágangur í
hólf og golf. Viö eigum eftir fáeina Omni 2dr. og
4dr. 80, á ótrúlega hagstæöu verði, þrátt fyrir
gengissig og verðbólgu.
Ekki geyma þangað til á morgun sem hægt er aö
gera i dag - kaupa eina iúxuslausn i orkukreppu,
DODGE OMNI.
ÁRMÚLA 36, Símar 84366 - 84491