Morgunblaðið - 05.10.1980, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 05.10.1980, Blaðsíða 1
Sunnudagur 5. október 1980 Bls. 37—68 mld í dmoni Tjáa, jú ég þekki hann vel, sagði mér kall á Hrafn- istu; við vórum saman. Hann þótti kaldlyndur maður. Tjái, í flotanum. Einu sinni höfðum við um borð kött, kettlingafullan kött. Það _voru vandræði með þessa læðu, menn vissu ekki hvað þeir áttu að gera af henni, fyrr en Tjái tekur sig til og býr um hana í kojunni sinni, byrgir ljósið, svo ekki skíni á hana, og sefur sjálfur á bekkn- um. Þegar læðan hafði átt sína kettlinga, kemur til Tjáa annar „kaldlyndur" kall, Óli þykki, kall- aður. Hann tekur upp einn kett- linginn og otar honum framan í Tjáa: — Heyrðu Theódór, hann er hreint eins og þú þessi köttur, eigum við ekki að láta hann heita Theódór? Tjái greip þá annan kettling og otaði honum framan í Óla þykka: — En sjáðu þennan, hann er alveg eins og þú, þykkur og pírir augun, eigum við ekki að láta hann heita Óla þykka? Þannig var nú kaldlyndið í þeim köllum. Þad er flæk- ingur á mér á næturnar. .. Tjái sagði af sjálfum sér á sunnudegi fyrir tveimur vikum. Nú segir Theódór Friðriksson af sínum draumförum. Ég spyr hvort ég megi ekki sleppa ráðningum. — Jú, ég er sáttur við að þú sleppir ráðningum. En þeir hafa allir merkingu þessir draumar. Samt ekki áberandi merkingu, flestir hverjir. En þessi hér, hann kom allur fram. Það er ekki hægt að birta hann segi ég, hann er upp á 20 hand- skrifaðar síður. — Já, þeir eru off langir, segir Tjái, taka kannski alla nóttina. Ég tala yfirleitt lengi við það fólk sem ég hitti í svefni, flækist töluvert með því. En með ráðningarnar, þá er iðulega enginn vafi á því hvað draumar merkja, venjulega eru það þó draumar almenns eðlis, eins og þegar ég stóð eina nóttina í Kirkjustræti og sá sjóinn falla að Alþingishúsinu og Stjórnarráðs- húsinu. Það var auðvitað fyrir velmegun. — Jú, ég trúi á drauma: Ég er vitlaus maður. Og mig dreymir enn, en man síður en ég gerði. Ég hef oft farið úr skrokknum, eins og ég hef sagt þér. Við skiljum ekki alveg hvernig lífið er. Það þarf þó enginn að taka það trúanlega, þó ég segi það. Öndin og líkaminn er sitthvað. Ég hef alltaf verið svolítill trúmaður í mér, segir hann og hlær, þó ég hlusti ekki á prestana. Þegar ég hitti móður mína dána á Indlandi 23.4.’76. Við vórum nokkrir fiskimenn íslenzkir sem rerum frá sjávar- þorpi, sem ég vissi ekki hvar var. en veðurlag þar var eins og við værum á Indlandi og í landlegum fannst okkur sem við værum á sjálfu Indlandi. Þegar skip vóru í höfn var frjálsræði okkar mikið. Veðrið var ein himnesk sumarblíða dag hvern, og þess vegna vórum við allir í sólskinsskapi. Enginn okkar hafði lifað ánægjulegri stundir í sínu lífi. Einn morguninn, sem ég er nýkominn á kreik í hinu blíðasta veðri, og gekk um borg þarna í nágrenni, með stúlkunni minni, þá veit ég ekki fyrri til en ég sé móður mína sálugu koma út úr fólksfjöldanum á götunni. Hún gengur að hlið mér og heilsar. — Þú hér, móðir mín, spyr ég. Þú sem lézt fyrir mörgum árum heima á íslandi? — Já, ég vissi af því, sagði hún, en síðan ég skildi við, hef ég ferðast mikið um heiminn. Hún leit vel út, móðir mín, í þægilegum holdum, samt fannst mér hún lægri á vöxt nú en þegar ég man hana lifandi lífs á íslándi. Hún var léttklædd, kápulaus og hafði um hálsinn hvítan klút, lauslega hnýttan, sem flagsaðist í morgungolunni. Mér fannst sem hún vildi ráða ferð okkar um borgina. Ég var lítið hrifinn af því, með stúlkuna mína, og heldur var mér ekki geðfellileg þessi kynning okkar, endurvakin, austur á Indlandi. Ég sagði móður minni, að ég hefði hér við hönd ágæta stúlku, — eða sýnist þér það ekki?, spurði ég. Móðir mín leit snöggt til stúlkunn- ar, og sagði dræmt: Jú. Þá varð lítið úr stúlkunni. Svo finn ég alltíeinu sem móðir mín sé komin að hægri hlið mér, milli stúlkunn- ar og mín — og þá hvarf hún alveg, stúlkan mín, á miðri göt- unni. Það var einkennileg sjón, að sjá hvernig stúlkan greiddist sundur og samlagaðist loftinu, þannig að hún hvarf mér sjónum. Nokkru seinna stóð mér til boða að halda í ferðalag, hvers konar ferðalag það var, man ég ekki, en ég bauð ekki móður minni í þá ferð. Hún sagðist þá halda sínu ferðalagi um hnöttinn áfram; hún hefði mikla ánægju af ferðalögum, sérílagi eftir að hún dó á íslandi. Ljóna- draumurinn 14.1/72. Ég átti heimili á efri hæð í húsi, sem stóð við Laugaveg. Hann hét Kristján, sem bjó á neðri hæðinni. Kristján þessi var nýkominn frá Grænlandi, og þar hafði hann eignast ljón, hvernig sem hann hefur farið að því, og þetta ljón lét hann ganga laust um íbúðina sína niðri. Ég var ákaflega hræddur við þetta dýr og læsti öllum dyrum, því ég þorði ekki út, dýrið var alls staðar laust á ferð. Kristján karl- inn reyndi hvað hann gat að fulivissa mig um, að skepnan gerði ekki flugu mein, en ekki fékkst ég til þess að trúa því. Næst gerðist það, að Kristján hélt út í lönd og skildi mig einan hjá þessu villidýri. Bróðir Krist- jáns, sem Kristinn hét, átti að líta eftir ljóninu, en annars réði það ferðum sínum sjálft og kom oft óhugnanlega nærri mér. En eng- inn virtist hræddur við þetta ljón, nema ég. Ég talaði við Kristinn og krafð- ist þess, að ljón væru þar sem þau ættu heima, það væri orðin mikil ferð á þessu ljóni og mér litist ekki á blikuna. Kristinn sagði að bróðir sinn kæmi brátt heim, og þá yrði gengið frá þessum málum. Dýrið var orðið svo fyrir sér sem það hefði leyfi til þess að vera þar sem því sýndist. Og það virtist sama þótt dyr væru læstar, þetta dýr var svo iiðugt í snúningum, að þá notaði það gluggana. Svo kom annað ljón, ungi. Þessi ungi sótti að mér, loðinn sem hann var og með mjúkan og fallegan feld. Helzt vildi hann dvelja hjá mér uppi. Tré stóð upp við gluggann minn og eftir þessu tré og inn um gluggann klifraði ljónið inn til mín, og út aftur. Mér var allt annað en gefið um þessar ferðir, en þorði ekki að amast við dýrinu. Hálft í hvoru var mér líka farið að þykja vænt um þetta litla dýr, það lét vel að mér, og virtist bera til mín traust. En ég gat ekki fengið mig ofan af því, að ljón ættu betur heima á Sædýrasafninu, heldur en við fótagaflinn hjá mér. Þegar ég hélt Kristján kominn í bæinn, ætlaði ég á móti honum og gekk niður Klapparstíginn. Ekki sá ég Kristján, en þegar ég var kominn á móts við hús Völundar, kom á móti mér vagnalest, sem Hraðfrystistöðin átti. Ég sagði stjórnanda þessarar vagnalestar, að hann ætti að flytja ljón uppí Sædýrasafn; þar ættu ljón heima, og varð úr að þeir skildu eftir tvo vagna á móts við timburverzlun- ina Völund. Ég gekk því rólegur burtu, það var búið að ákveða dvalarstað ljónanna. Gekk ég nú sem leið lá að húsi Sjómannafélags Reykjavíkur við Lindargötu. Þar inni var mann- fjöldi mikill. Þetta vóru sjómenn og verka- menn. Ég var kominn í miðjan hópinn, þegar gekk á móti mér

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.