Morgunblaðið - 05.10.1980, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 05.10.1980, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. OKTÓBER 1980 61 Fimm ættliðir í kvenlegg Meðfylgjandi mynd fengum við senda frá Barðaströnd. Er hún af fimm ættliðum í kvenlegg. En það sem er kannski merkilegra við myndina, er að þetta er í annað skipti sem slíkt á sér stað í sömu fjölskyldunni á 20 árum. í miðjunni er ættmóðirin, Steinunn B. Júiíusdóttir, sem varð 85 ára í mars sl. Dóttir hennar, Björg Þórðardóttir er hægra megin við hana og lengst til vinstri er dóttir Bjargar, Bríet Böðvarsdóttir. Vinstra megin við Steinunni eru tvær dætur Bríetar, Harpa og Ragn- hildur Einarsdætur. Þær syst- urnar áttu dætur með tveggja daga millibili á sl. ári. Lengst til vinstri er Harpa með Ásdísi Ósk en Ragnhildur er við hlið hennar með írisi. Árið 1960 var einnig tekin mynd af ættliðunum fimm en hún glataðist. Á þeirri mynd var Ragnhildur, móðir Steinunnar elst, en hún er nú látin. fclk í fréttum MAKTIMt' L Mynd þessi er tekin þegar Ragnar blandaði drykkinn Rob Roy í keppninni á Italiu. íslendingur i öðru sæti í alþjóðlegri keppni barþjóna + Keppni barþjóna 28 ára og yngri var haldin í Torinó á Ítalíu í júní s.l. Einn íslendingur, Ragn- ar örn Pétursson tók þátt í keppninni og varð í öðru sæti. Keppni þessi ber heitið Paisse Prize og er haldin á vegum fyrirtækisins Martini & Tossi. Hún hefur einnig oft verið nefnd heimsmeistarakeppni ungra bar- þjóna. Ragnar er fyrsti íslending- urinn sem tekur þátt í þessari keppni. „Keppninni var skipt í tvennt. Annars vegar áttum við að laga drykk og hins vegar að svara spurningum aðallega um vín en einnig um ýmis alþjóðleg mál- efni,“ sagði Ragnar í samtali við Mbl. „Miðar með nöfnum 50 alþjóð- legra drykkja voru settir í pott og drógum við síðan úr pottinum sinn hvorn miðann. Ég lenti á því að laga drykk sem nefnist Rob Roy. Ég var heppinn, það er tiltölulega erfitt að laga hann.“ Ragnar sagði að það hefði verið fylgst náið með vinnubrögðum barþjónanna við blöndunina og það hvernig þeir báru fram drykkinn. Voru gefin stig bæði Unnur heiðruð Unni Steinsson. heiðursgesti kvöldsins, var fagnað með lófa- taki er hún gekk i saiinn. Ljósm. Mbl. Emilia. + Módelsamtökin héldu fimm hundruð manna kokt- eilboð í Hollywood sl. þriðjudag. Tilgangurinn var tvíþættur, að kynna starfsemi samtakanna ann- ars vegar og hins vegar að bjóða Unni Steinsson vel- komna heim til íslands og til starfa innan samtak- anna að nýju. Unnur vann sem kunnugt er til þriggja verðlauna í keppninni um titilinn Miss Young Inter- national sem fram fór á Filippseyjum í sumar. í Hollywood var boðið starfsfólki Módelsamtak- anna og gestum þeirra, viðskiptavinum samtak- anna og fleirum. Mæðgurnar Unnur Arngrímsdóttir og Henný Hermannsdóttir veita Mód- elsamtökunum forstöðu. Verkíræðingur leggur land undir fót: Frá Akureyri til Port Harcourt GUÐMUNDUR Tuliníus skipa- verkfræðingur hjá Slippstöðinni á Akureyri er á förum til Nígeríu þar sem hann mun starfa í tvö ár á vegum þýsks fyrirtækis, Hamstorf samsteyp- unnar. Guðmundur mun þar taka við framkvæmdastjóra- stöðu lítillar skipasmíðastöðvar í Port Harcourt. í tilefni þessa birti Akureyrar- blaðið Islendingur viðtal við Guðmund. Þar ræðir Guðmund- ur m.a. um Tuliníusarhúsið á Akureyri sem hann hefur unnið við að gera upp og einnig um Nígeríu. Má í þeim kafla sjá eftirfarandi klausu: „Fólk flykkist nú úr sveitun- um til bæja og borga í von um gull og græna skóga og myndast Guðmundur Tuliníus skipaverkfræðingur víða af vandræðaástand. í Lagos fjölgaði bílum t.d. svo mikið á skömmum tíma að öngþveiti myndaðist. Var þá það tekið til bragðs að leyfa bileigendum að- eins að aka annan hvorn dag. Annan daginn máttu þeir aka sem höfðu númer sem var jöfn tala en hinn daginn þeir sem höfðu oddatölu á bílum sínum.“ Ragnar örn Pétursson. fyrir vinnubrögðin og drykkinn sjálfan. Verðlaunin sem Ragnar fékk fyrir frammistöðu sína í keppn- inni er Evrópuferð til sex landa ásamt þeim sem urðu í 3., 4. og 5. sæti. Þeir félagar munu hittast í Mílanó 1. nóvember n.k. Ragnar var ekki eini íslending- urinn sem fór utan vegna keppn- innar, Herði Sigurjónssyni for- manni Barþjónaklúbbs íslands var boðið þangað ásamt formönn- um 9 annarra barþjónaklúbba frá ýmsum löndum. Störfuðu þeir sem dómarar í keppninni. + Kvikmyndin Paradís- arheimt sem gerð er eftir samnefndri sögu Halldórs Laxness var frumsýnd í Hamborg fyrr í vikunni. Við- staddir frumsýninguna voru ýmsir íslendingar, þar á meðal dóttir Hall- dórs, Guðný, sem hér sést á tali við Jón Lax- dal sem fer með eitt aðalhlutverkið í mynd- inni. Islands- meistarar fyrir 50 arum Valsmenn urðu íslandsmrUt arar i meistaraflokki í knattspyrnu í sumar eins og öllum er væntanlega kun ugt. En Valur átti líka landsmeistara í knattspy ri meistaraflokki fyrir 50 áru Er núverandi íslandsmeis! - urum Vals hafði verið færður Islandsbikarinn og verðlauna- peningar á Laugardalsvellin- um í sumar færði Ungfrú Hollywood, Auður Elísabet Guðmundsdóttir, íslands- meisturum Vals fyrir 50 árum rauðar rósir. Meðfylgjandi mynd var tekin þegar Jón Guðmundsson íþróttalæknir tók við sinni rós.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.