Morgunblaðið - 05.10.1980, Side 2

Morgunblaðið - 05.10.1980, Side 2
38 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. OKTÓBER 1980 feitlaginn miðaldra maður, léttur í lund fannst mér, með dálítinn skeggkraga. Maður þessi rétti mér bréf, sem hann sagði sendingu frá Sigfúsi Bjarnasyni. í bréfinu var stór peningaseðill, ég hafði aldrei séð seðil með svo hárri peninga- upphæð. Seðillinn var líka miklu stærri en venjulegir peningaseðl- ar. Mér varð að orði þegar ég leit á seðilinn: Þeir rétta stórt, þegar þeir rétta þessir karlar. En þessi feitlagni maður, hann hélt áfram sinni ferð eftir ganginum. Ég fór að velta því fyrir mér, hvort ég hafi nokkurn tima farið fram á hjálp Sigfúsar Bjarnasonar í pen- ingamálum, en mundi ekki til þess í svipinn. Ég náði ekki tali af Sigfúsi í þessari ferð, þeir vóru margir þarna sem þurftu við hann að tala. Svo vaknaði ég áður en ég vissi meir af þessum ljónum. Lýs eru alltaf fyrir peningum 9.4.72. Ég var klæddur sem verkamað- ur og yst klæða í dökk mórauðri peysu, þar sem ég stóð og talaði við Sigríði Guðmundsdóttur, góða vinkonu mína. Ekki man ég hvað við töluðum, nema þar til Sigríður segir höstug: — Það er skríðandi lús á peys- unni þinni Tjái! Ég leit á peysuna, og jú þar vóru skríðandi lýs. Ég reyndi að tína þær af, en það gekk seint, þær vildu fela sig milli fellinga. Þá fór ég úr peysunni, hélt mér yrði þá léttara að drepa lýsnar. Én þær urðu fáar sem ég náði í, ég sá helzt skuggann af þeim þegar þær skutust eftir peysunni. Ég var líka tekinn að tapa sjón. Svo ég fór aftur í mína peysu og kærði mig kollóttann, þó hún væri öll skríðandi í lús. Hafaldan mikla Við vórum fyrir Norðurlandi í ofsaveðri og haugasjó. Ég gekk aftureftir skipinu á bakborða. Sem ég gekk hljómaði sífellt fyrir eyrum mér: Varið ykkur, það er stórt brot á leiðinni yfir skipið. Við vorum á leið til lands og Siglufjörður ákvörðunarstaður. Ég gekk aftur fyrir vélarreisninni bakborðsmegin og fram með henni stjórnborðsmegin, og talaði á leið Tjái les draumana sína ... minni aðvörunarorð til skipverja, sem vóru við vinnu sína, að nú skyldu þeir vera varir um sig, því stór hafalda væri á leiðinni yfir skipið. En menn gáfu þessum aðvörunarorðum lítinn gaum. Þegar ég gekk meðfram vélar- reisninni á stjórnborða, þá sá ég mann á miðjum aldri, sem bætti net. Ég gekk þurrum fótum frammí lúkar. Á leiðinni sagði ég við manninn: — Forðaðu þér, maður, það er brotsjór á leiðinni yfir skipið. í þann mund sem ég slapp fram í lúkar, reið aldan yfir skipið, þetta var ógurlegur sjór, skipið lék allt á reiðiskjálfi. Ég greip í rúmstokkinn, sem ég stóð við og hélt mér þar dauðataki. Svo áttaði ég mig, að allt væri orðið kyrrt aftur. Það var aðeins þessi eini sjór, og litlu seinna lögðumst við að á Siglufirði. Þegar ég gekk á land á Siglu- firði, töluðu þar allir um þessa Ljósm. Kristján. stóru haföldu sem lagði Siglu- fjarðarbæ í auðn. Þegar maður horfði yfir bæjarstæðið, fannst manni sem engin orð gætu lýst því sem hafði gerst. Þar sem áður stóðu hús þétt saman á eyrinni, var nú einungis víðáttumikið flag af niðurbrotnum húsum. Á göngu minni um bæinn kom ég að húsasamstæðu sem stóð á dálitlu hæðardragi uppfrá eyrinni. Þetta var mikil tveggja hæða bygging, og var gangur enda á milli í húsinu. Á efri hæð þess var á aðra hönd útveggur en á hina íbúðarherbergi, þar sem fólkið hafði komið sér fyrir, sem bjarg- aðist undan haföldunni. Eitt her- bergi var handa hverri fjölskyldu og engar hurðir vóru fyrir her- bergisdyrunum, heldur tjöld. Ég dró þessi tjöld frá og sá þá fólk sitja fyrir innan, en yrti ekki á það, né það á mig, og hélt áfram göngu minni. Þá tók ég að spyrja um mann- inn, sem hafði staðið á brúar- vængnum og bætt netið. Ég hafði frétt hann væri á lífi og nú langaði mig að hafa tal af honum. Fyrir leiðsögn góðra manna komst ég á fund mannsins. Við töluðum lengi saman, um eitt og annað, og tókumst í hendur að skilnaði. Þetta var gamall maður og hann bar þessi merki í andliti það sem eftir var hans ævi, að hann stóð á brúarvængnum þegar aldan stóra gekk yfir skipið á leið okkar til Siglufjarðar. Rauðleitur draumur Sumarið 1971. Ég átti heima vestur í .bæ. Það virðist hafa -verið mikið um skemmtanir í þennan tíma í Reykjavík. Ég kom heim undir morguninn, svolítið hífaður. Næsta kvöld var mér boðið til veizlu og þótti leitt, þar eð ég var ekki vel hress og þetta svoddan ágætis fólk sem bauð mér. Við skulum kalla þau Guðrúnu og Guðmund. Þau áttu þá heimili í Grjótaþorpinu. Veður var blítt þetta kvöld, og ljóst yfir lofti. Þegar ég klæddi mig í mín beztu föt, kom félagi minn einn sem líka var boðinn. Við fórum hægt yfir, því okkur fannst við svo snemma í því. Það kom líka á daginn, fólkið hafði ekki búizt við okkur svo fljótt. Samt var tekið höfðinglega á móti okkur og boðið til stofu. Þar vóru fyrir hjón, þarna gestir eins og við. Mér fannst kætin mikil þarna. Og var óvanur að sjá svo til Guðrúnar, að nú virtist hennar hugur að taka lífinu létt, það væri tíminn nógur að hugsa fyrir veizl- unni. Við félagarnir tveir settum okkur og kómu þá til okkar frúrnar og settust á hné okkar, Guðrún á mín. Mennirnir þeirra stóðu þarna hjá, en gerðu aðeins að gamni sínu og brostu að frúnum; hvað þær gátu verið kærulausar í framkomu sinni. Ég fór dálítið hjá mér, en Guðrún vildi láta mig fara um sig höndum. Þegar gleðskapur þessi hafði staðið stundarkorn, var staðið á fætur og rápað svolítið um, þar til Guðrún sagðist þurfa að útbúa veizluna. Til þess varð hún að fara í lítið hús, þarna skammt frá og þar á efsta lofti var eldhús. Svo kom að því að okkur þótti Guðrún óþarf- lega lengi að útbúa matinn og ég bauðst til þess að fara og veita henni aðstoð. Ég var ekki lítið undrandi, þegar ég kom upp á loftið til Guðrúnar. Hún var þá ekki aldeil- is að útbúa veizlumat, heldur stóð hún og málaði allt eldhúsið rautt. Á eldavélinni var stór pottur og í honum rauð súpa, sem Guðrún málaði með eldhúsið. Sem ég stóð og horfði á þessar aðfarir, tók ég eftir að súpan var farin að sjóða, og hrærði ég þá í pottinum svo ekki syði upp úr. Ékki vissi ég hvernig á því stóð, nema fötin sem ég var í, mín beztu föt, voru allt í einu orðin útötuð af þessum rauða graut. Þannig til fara geta menn ekki mætt til veizlu, og ég varð að fara heim og skipta, enda þótt ég ætti engin föt önnur jafn góð. Ég skildi við Guðrúnu mína við sína iðju í eldhúsinu. Þegar ég kom að húsi þeirra Guðrúnar og Guðmundar, var Guðmundur þar úti fyrir ásamt mörgu fólki öðru, og hann sagði mér, að hann hefði þá þegar hringt fyrir mig á bíl. Svo ég beið með þessu fólki. En bíllinn bara ekki kom, og ég vildi hringja í annað sinn, en þá sagði mér fólkið að það hefði líka hringt á bíl, en bílar væru nú fáir í gangi og þar að auki mikið að gera um þetta leyti dags, komið að lág- nætti. Þó var bjart, aðeins svolítið húm. Þarna stóðum við og biðum eftir bíl sem ekki kom. En ekki sá ég Guðrúnu. Hún hefur sjálfsagt haldið áfram að mála rautt — og ekki varð að veizlunni. — Skömmu eftir, að mig dreymdi þennan draum, tók við völdum vinstri stjórn og það var ekki glæsibragur á viðskilnaði hennar 74. — J.F.Á. Vetrarstarf ferðafélags Islands EINS og mörg undanfarin ár munu hin vinsælu myndakvöld og kvöldvökur Ferðafélags íslands verða stór þáttur í vetrarstarfi félagsins á vetri komanda. Mið- vikudaginn 8. okt. verður fyrsta myndakvöldið að Hótel Heklu við Rauðarárstíg, en þar verður þessi starfsemi til húsa í vetur. Ráðgert er að myndakvöldin verði annan miðvikudag hvers mánaðar og hefjist kl. 20.30 og ljúki kl. 23. Hlé verður í 45 mín. Á myndakvöldum sýna félags- menn myndir úr ferðum sínum og er þeim valið frjálst. Á fyrsta myndakvöldinu sýnir Grétar Ei- ríksson og verða það landslags- myndir víðsvegar að, t.d. af Fjallabaksleið syðri, Snæfellsnesi og víðar. Á kvöldvökum, sem ráðgert er að verði þrjár í vetur, munu sérfróðir menn fengnir til þess að flytja erindi með myndasýningum um ákveðið efni, auk þess verða þá myndagetraunir. Fyrsta kvöldvakan í vetur verð- ur 26. nóv. nk. og mun Jón Gauti Jónsson flytja fræðsluefni um ódáðahraun. Allir eru velkomnir og er að- gangseyrir enginn, en veitingar verða seldar í hléi á vegum hússins. Þessar samkomur verða síðan auglýstar í dagblöðunum með hæfilegum fyrirvara. (fréttatilkynning) Sumarsjn- ingu í As- grímssafni að ljúka í DAG lýkur sumarsýningu Ásgrímssafns, sem staðið hef- ur yfir sl. mánuði. Safnið verður iokað um tíma, og þá opnuð haustsýning þess. Eins og venja hefur verið er sumarsýningin einskonar yfir- litssýning, en gestir Ásgríms- safns á þeim tíma árs eru aðallega erlendir, og gefst þeim þá kostur á að skoða myndir frá ýmsum tímum á listferli Ásgríms Jónssonar. Ásgrímssafn, Bergstaða- stræti 74, er opið í dag frá kl. 13.30—16.00. Aðgangur er ókeypis. Elzti Karl í togarastétt, Thoó- dór Frióriksson. Níræóur og teflir skák. Hann er líka föðurbróðir Friðriks Ólafssonar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.