Morgunblaðið - 05.10.1980, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 05.10.1980, Blaðsíða 18
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. OKTÓBER 1980 54 Matarafgangar 2 rifnum osti. Einnig er tilvalið að nota fiskinn í pæa. Þið setjið þá bita í hálfbakaðan pæabotn, gjarnan með grænmeti, t.d. papriku, lauk og tómötum, sem e.t.v. eru fyrst soðin í olíu, og látið allt hitna í ofninum. Einnig getið þið hrært fiskinn með rjóma og eggjum, ekki miklu, en svo þetta verði mjúkt, og baka á sama hátt og pæa. Fiskur er einnig tilvalinn í eggjaköku gjarnan ásamt kryddi, sbr. hér að ofan. Og svo er kaldur fiskur ljómandi á ristað baruð, e.t.v. ásamt nýju grænmeti og góðri sósu úr sýrðum rjóma með. Þetta er reyndar fyrirtaks for- réttur. Einnig er gott að þeyta fiskinn með rjóma og nota þannig á brauð. Hvítlaukur er alltaf góður með fiski, og ólífur einnig, ekki sízt með köldum fiski. Pottarim Umsjón: SIGRÚN DAVÍÐSDÓTTIR Grænmeti Soðið grænmeti er ljóm- andi í kremsúpu, því það er hætt við að það soðni um of, ef það er eingöngu hitað, Þið hitið það þá í soði, t.d. kjúklingasoði úr tening, og setjið það síðan í gegnum sigti, eða í kvörn. Kalt, soðið grænmeti er tilvalið að bera fram með edikssósu, eða nota í gott salat. Og ekki má gleyma eggjakökum, sem batna við grænmetisviðbót. Hrisgrjón, spaghetti og kartöflur Allt þetta er gott soðið og kælt í salöt, sbr. hér að ofan. Allt þetta er gott að steikja eftir að það hefur verið soðið. Hrís- grjón er auðvelt að hita í ofni, e.t.v. ásamt góðri viðbót og svo rifnum osti. Kartöflur eru ljómandi í eggjakökur. Hérna hafið þið smá yfir- lit, sem vonandi hjálpar eitt- hvað, næst þegar þið eigið skál af matarafgöngum, og eruð óviss hvað hægt er að gera við þá. Viðbót Ágæt kona hringdi um daginn og minnti mig á Nátt- úrulækningafélagsbúðirnar í sam- bandi við heilhveiti og aðra kornvöru. Búðirnar eiga eigin kvörn. I annarri búðinni var mér sagt að þeir ættu stein- kvörn, en gætu ekki enn notað hana vegna plássleysis. Það stendur þó allt til bóta og væntanlega getum við bráðum keypt þar korn úr steinkvörn. En annars er margt girni- legt að sjá í Laugavegsbúðinni núna. Þar fást nú rúg- og hveiti- flögur, sem ég hef oft minnzt á og eru frábærar í brauð. Einnig fást þar mjög girnilegir þurrkaðir ávextir, t.d. ferskjur, nektarínur og svo venjulegri ávextir. Ef þið eruð að hugsa um að baka ávaxtakökur til jólanna, er þetta ekki amalegt þegar þar að kemur. Og svo fæst girnilegt te, bæði venjulegt te og svo ávaxtate, sem er tilvalið að kenna börnum að drekka, nú þegar veturinn nálgast og nauðsynlegt verður að fá eitthvað heitt að drekka. Ef þið hafið áhuga á austurlenzkum mat, fæst þarna mikið af sjaldséðu kryddi, sem er forvitnilegt að bragða á og lykta af. Það er vissulega ánægjulegt að nú skuli æ fleiri huga að heilsusamlegri mat og ljómandi að hafa sérverzlan- ir eins og Náttúrulækningafélags- búðirnar og Kornmarkaðinn. En það er einnig óskandi að venjulegar búðir efli heilsu- horn sín og hafi á boðstólum gott úrval af algengari vörum eins og t.d. kornvöru. Láttu ekki tilviljun ráða þegar þú kaupir kassettu, spuröu um AMPEX. ^PÁMPEX W STUDIO OUALITV CASSETTE Það er ekki tilviljun að f við hljóðritun nota \ flestir fagmenn ampex I tónbönd. Tóngæði við ' hljóðblöndun og afspil- un eru helstu yfirburð- ir AMPEX tönbanda í samanburði við önnur tónbönd. Leggöu við eyrun, heyrðu muninn, reyndu ampex. GÆÐA TÓNLIST KREFST GÆÐA TÓNBANDS Dreifing: •KÍB&ia VWVVHI Reykjavík sími 29575 \ SINFÓNlUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS~ Tónleikar í Háskólabíói fimmtudaginn 9. október 1980, kl. 20.30. Efnisskrá: J.C. Bach & Sinfónía í D-dúr. Haydn — Cellokonsert í D-dúr. Brahms — Sinfónía nr. 2. Stjórnandi: Jean-Pierre Jacquillat. Einleikari: Erling Blöndal Bengtsson. Aögöngumiöar í bókaverzlunum Sigfúsar Eymundssonar oq Lárusar Blöndal og viö innganginn. Sinfóníuhljómsveit íslands. fFélagsstarf eldri borgara í Reykjavík. Vetrarstarfiö er hafiö og fer fram á fjórum stöðum í borginni, þ.e. Noröurbrún 1 Alla virka daga, sími 86960, frá 9.00 til 11.00 og eftir kl. 13.00. Hallveigarstööum Mánudaga og miövikudaga, sími 22013 e.h. sömu daga. Furugeröi 1. Þriðjudaga og fimmtudaga, sími 36040, e.h. sömu daga. Lönguhlíð 3. Mánudaga, fimmtudaga og föstudaga, sími 25787 e.h. sömu daga. Mjög fjölbreytt dagskrá, auk þess hársnyrting, fótaaögerð- ir og aðstoð við bað, fyrir þá sem þess óska. Vænganlegir þátttakendur, vinsamlegast kynnið ykkur fjölritaöa dagskrá og fréttatilkynningu í dagblöðunum. Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar. Vinsamlegast geymiö auglýsinguna. J KAUPMENN - VERSLUNARSTJORAR AVEXTIR IKUKKAR Epli rauo — Epli grœn — Appeisin- ur — Sítrónur — Greipaldin — Vínber græn — Vínber blá — Perur — Melónur — Bananar — Greipaldin Honduras — Kókoshnetur. EGGERT KRISTJANSSON HF Sundagörðum 4, sími 85300

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.