Morgunblaðið - 05.10.1980, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 05.10.1980, Blaðsíða 22
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. OKTÓBER 1980 58 Myndir, sem Ólafur K. Magnússon tók á gullöld íslenzkra frjáls- íþrótta. Torfi Bryngeirsson í langstökki. Gunnar Huseby varpar kúlunni á Melavellinum. Clausenbræður í landskeppni við Dani á Melavellinum. Eins og svo oft áður — í 1. og 2. sæti. Setið að tafli: Frá vinstri, Ásmundur Bjarnason, Torfi Bryngeirsson, Ingi Þorsteinsson, Hörður Haraldsson, Guðmundur Hofdal, nuddari, Haukur Clausen og Gunnar Huseby. Guðmundur Lárusson situr við hlið Gunnars, þá eru Trausti Eyjólfsson, Pétur Einarsson, Kristleifur Magnússon og Magnús Jónsson. Hann var oft þröngt setinn bekkurinn á gamla Melavellinum. Bræðurnir Haukur og Örn Clausen á marklínu og að baki þeim er Trausti Eyjólfsson. Að baki þeirra má greina Jóel Sigurðsson, lögregluþjón. Haukur í úrslitum í 100 metra hlaupinu Haukur Clausen komst í úrslit í 100 metra hlaupi eftir harða og tvísýna keppni í undanúrslitum. Hann varð fimmti í úrslitahlaup- inu á 10,8 en sigurvegarinn hljóp á 10,7 sekúndum. Gífurlega hörð og jöfn keppni og ekki séð fyrir sigur fyrr en á síðasta metra. Gefum Mbl. orðið þann 25. ágúst 1950: „Harðasta keppni mótsins í dag var í 100 metra hlaupinu. Fyrri milliriðilinn vann Italinn Laccesse en þar vakti það nokkra undrun að Rússinn Karakonlov varð að sætta sig við fjórða sætið og komst því ekki í úrslit. í hinum riðlinum var keppnin miklu harðari. Bally, Frakklandi og Soukharrev, Rúss- landi, vbru auðveldlega í 1. og 2. sæti en baráttan um þriðja sætið var ákaflega hörð. Fyrst var tilkynnt að Penna, Ítalíu, hefði hlotið það og að Haukur Clausen hefði verið fjórði en Grieve, Bret- landi, 5. En þegar ljósmynd var komin af úrslitunum sást að röðin var ekki þessi. Clausen var í þriðja sæti, Grieve í 4. og Penna 5. í úrslitunum var svo keppnin enn harðari. Allir hlaupararnir börð- ust um fyrsta sætið nær alveg til enda. Bally varð Evrópumeistari en þeir fjórir fyrstu voru á sama tíma, 10,7. — Það tók dómarana hálfa klukkustund að rannsaka ljosmyndina áður en þeir til- kynntu úrslitin. Haukur varð í 5. sæti á aðeins 1/10 sek. lakari tíma en sigurvegarinn." Ásmundur Bjarnason fimmti í 200 metrunum Ásmundur Bjarnason varð fimmti í úrslitum í 200 metra hlaupinu á 22,1 eftir harða og tvísýna keppni. Þriðji maður var á sama tíma og Ásmundur, 22,1. En í undanrásum náði Ásmundur enn betri tíma, hann hljóp á 22,0 og sá tími hefði gefið honum þriðja sætið. Á Norðurlandamótinu 1949 áttu íslendingar þrjá fyrstu nienn í 200 metra hlaupinu og það var synd, að þremenningarnir skuli ekki hafa allir tekið þátt í 200 metrunum í Brussel. Til stóð að Hörður Haraldsson færi til Bruss- el og tæki þátt í mótinu en hann átti við meiðsli að stríða. Þá stóð til að Haukur Clausen hlypi í skarðið fyrir Hörð en mótstjórnin í Brussel neitaði honum um þátt- töku. Og þessir tveir kappar báru yfirleitt sigurorð af Ásmundi í 200 metra hlaupum hér heima. Slík breidd hefur aldrei verið í röðum íslenzkra frjálsíþróttamanna. Og þess má geta, að Ásmundur varð á undan sovéska meistaranum, Soupkar — einum fremsta sprett-. hlaupara álfunnar. Guðmundur Lárusson bætti íslandsmetið um nær sekúndu Guðmundur Lárusson setti glæsilegt íslanísmet í 400 metra hlaupi í undanúrslitunum. Um það skrifaði Mbl.: „I undanúrslitum 400 metra hlaupsins var fyrri riðillinn sem Guðmundur Lárus- son keppti í mun erfiðari en sá síðari. Guðmundur lét það þó ekki á sig fá og var ætíð í fremstu röð ásamt Frakkanum Lunis og Bret- anum Lewis. Tími hans, 48,0 er nýtt Islandsmet, nær sekúndu betra en fyrra metið, 48,9 sek. Er hér um stórstígar framfarir hjá Guðmundi." Tími Guðmundar var 5/10 sek. betri en tími sigurvegar- ans i hinum riðli undanúrslitanna. Guðmundur varð síðan fjórði í úrslitum 400 metra hlaupsins. Mbl. skrifaði: „Guðmundur lét sitt ekki eftir liggja. — Hann varð fjórði í úrslitum 400 m hlaupsins, en var samt mjög óheppinn með að lenda á 6. braut, sem er „rothögg" fyrir 400 metra hlaup- ará“. Og um sjálft hlaupið skrifaði Mbl.: „Bretinn Pugh vann 400 m hlaupið með yfirburðum á 47,3 sem er besti tími sem náðst hefur á EM í þeirri grein. í úrslitunum var Lewis Bretlandi á 1. braut, Pugh á annarri, Wolfbrandt á þriðju, Lunis Frakklandi á 4., Peterini Ítalíu á 5. og Guðmundur Lárusson á 6. Full ástæða er til að ætla að Guðmundur hefði orðið framar ef hann hefði ekki verið svona óheppinn með braut. En afrek hans er engu að síður mjög glæsilegt. Munu fáir hafa reiknað með því að hann kæmist í úrslit í þessu erfiða hlaupi." Tími Guð- mundar var 48,1 í úrslitahlaupinu. Af öðrum keppendum má nefna, að Gunnari Huseby tókst ekki að komast í úrslit í kringlukastinu. Hafnaði í 11. sæti en níu fyrstu fóru áfram í úrslit. Torfi Bryn- geirsson tryggði sér sæti í úrslit- unum í stangarstökki með því að stökka 4 metra en þar eð úrslitin í langstökki og stangarstökki fóru fram á sama tíma, varð hann að hætta við þátttöku í úrslitum stangarstökksins. Það var ákaf- lega bagalegt — því hann átti bezt 4,25 þetta ár. Sigurvegari varð Lundberg, Svíþjóð og hann stökk 4,25 og næsti maður stökk 4,10. Tveimur árum síðan, — í Stokk- hólmi sigraði Torfi Lundberg þennan og setti íslandsmet, stökk 4,35. Magnús Jónsson og Pétur Ein- arsson kepptu báðir í 800 metra hlaupi en komust ekki í úrslit. Báðir höfnuðu í sjötta sæti í sínum riðli, — Magnús hlaut tímann 1:56,2 og Pétur 1:56,7. Pétur varð sjöundi í sínum riðli í 1500 metra hlaupinu. Finnbjörn Þorvaldsson varð að láta sér nægja að komast í undan: úrslit í 100 metra hlaupinu. í undanrásum hljóp hann á 11,1 og í undanúrslitum hljóp hann á sama tíma en komst ekki í úrslit. Hann fékk sama tíma og Sovétmaðurinn Karakulov, sem fyrir leikana var álitinn einna sigurstranglegastur í 100 metra hlaupinu. Jóel Sigurðsson kastaði spjótinu 57,84 en lengst kast mældist 71,26. Jóel var langt frá sínu bezta. Hafði áður kastað 64,90 um sumarið en sjötti maður kastaði 64,99. íslandsmetin stóðu lengi En lítum á þau met, sem sett voru af þessum miklu afreks- mönnum. Islandsmet Gunnars Huseby stóð allt til ársins 1967 — eða í 17 ár að Guðmundur Her- mannssgn / bætti metið, varpaði 17,34. íslandsmet Torfa Bryn- geirssonar stóð ekki lengi — árið 1957 stökk Vilhjálmur Einarsson, sá mikli kappi, 7,46. íslandsmet Guðmundar frá í Brussel stóð af sér margar tilraunir. Það var ekki fyrr en 1971 — 21 ári síðar, að Bjarni Stefánsson bætti um betur. Hann hljóp þá á 47,5 og á Olympíuleikunum í Munchen komst hann í milliriðil og bætti metið enn, hljóp á 46,76. Örn Clausen bætti íslandsmet sitt í tugþraut aðeins ári síðar, þegar hann háði frægt einvígi á Mela- vellinum við Heinrich, en varð þá að lúta í lægra haldi — en með sáralitlum mun, aðeins 23 stig skildu þá kappa þá, og setti örn þá Norðurlandamet, hlaut 7453 stig. íslandsmet íslenzku boðhlaups- sveitarinnar stóð af sér öll veður, þar til í Kaupmannahöfn 27 árum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.