Morgunblaðið - 05.10.1980, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 05.10.1980, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. OKTÓBER 1980 59 síðar, — eða 1977. Þá má geta, að íslandsmet Jóels Sigurðssonar í spjótinu — 66,99 stóð í 25 ár, að Óskar Jakobsson bætti það. Afrek þessara kappa verða lengi í minnum höfð — og sannarlega voru þessi ár gullöld íslenzkra frjálsíþrótta. í samtali við Mbl. sagði Garðar S. Gíslason, að það hefði verið mikil óheppni að þeir Skúli Guðmundsson og Hörður Haraldsson gátu ekki verið með í Brussel. „En ég tel fullvíst, að ísland hefði þá orðið í 4.-5. sæti hvað heildarstig snerti," sagði Garðar. Og var furða — Hörður var einn alfremsti spretthlaupari okkar á þessum árum og Skúli hafði stokkið 1,97 í hástökki en komst ekki til Brussel — hástökk- ið vannst á 1,96 og þriðji maður stökk 1,90. Morgunblaðið skrifaði leiðara um Evrópumótið í Brussel og þar gætti stolts og ánægju af hinni ágætu frammistöðu íslenzku íþróttamannanna. Mbl. skrifaði m.a.: „A stórmóti sem þessu er ekki búist við miklu af keppendum fámennustu þjóðanna, þar sem úrvalið hlýtur að vera lítið. En á þessu móti er vafamál að keppend- um nokkurrar þjóðar hafi í raun- inni verið veitt meiri athygli en einmitt þeirrar fámennustu, Is- land, smáeyja lengst norður í Atlantshafi sendi á þetta mót, harðsnúinn flokk æskumanna, sem hvað eftir annað vakti undrun áhorfenda á Heysel-leikvanginum í Brussel, og útvarpsþulanna, sem á ólíkustu tungumálum skýrðu löndum sínum frá því, sem þar gerðist. Islendingar áttu menn í úrslit- um í sjö íþróttagreinum og þetta litla land fékk tvo Evrópumeistara á meðan milljónaþjóðir urðu að láta sér lynda að fá einn eða engan. Tvisvar sinnum stóð ís- lendingur á efsta verðlaunapallin- um. Tvisvar var íslenzki þjóðsöng- urinn leikinn. Og þrisvar var íslenzki fáninn dreginn að húni á verðlaunastöngum leikvangsins í Brussel. Það fór ekki fram hjá neinum, að þetta litla land átti menn í úrslitum í 100, 200 og 400 metra hiaupi. I kúluvarpi þekktu margir Huseby, en að hann skyldi bæta hið staðfesta Evrópumet og vera rúmlega einum og hálfum metra á undan næsta manni, mun engum hafa dottið í hug. — Torfi Bryn- geirsson kom öllum á óvart með sigri sínum í langstökki. Þar var öðrum en þessum reykvíska lög- regluþjóni ætlaður sigur. Þá var íslandi og mjög veitt athygli í hinum umdeilda riðli 4x100 metra boðhlaupsins. í útvarpssendingum og blöðum var mikið um hann rætt. Mátti oft heyra nafn íslands nefnt í fréttum á hinum annar- legustu tungumálum. Tvo daga beindist svo loks athyglin að miklu leyti að ungum íslendingi, Erni Clausen. Tug- þraut er sú grein, sem mest mun fylgst með á hverju móti, ekki síst, þegar keppnin er jafn tvísýn fram til síðustu stundar og hún var að þessu sinni. — Spurningin var: Tekst Frakkanum Heinrich að sigra Islendinginn? — Allt fram til síðustu stundar var það á huldu. I síðustu grein keppninnar, 1500 metra hlaupinu, tók Örn þegar forustuna, albúinn þess að vinna upp stigin sem Frakkinn hafði fram yfir hann. Þegar svo líða tók á hlaupið og aðal-keppi- nautur Arnar var kominn að hlið hans, vissi Örn að hann hafði ekki krafta til þess. Þá rétti Örn Frakkanum hendina og óskaði honum til hamingju með sigurinn. Hlið við hlið hlupu þeir svo í mark, en áhorfendur hylltu þá ákaft. — Skyldu Frakkar strax gleyma íslendingnum, sem hafði nær komið í veg fyrir sigur þeirra í þessari sígildu íþróttagrein og lauk keppninni sem sönnum íþróttamanni sæmdi ...? Iþróttamennirnir geta verið þess fullvissir, að islenzka þjóðin þakkar þeim af heilum hug sigur- inn í Brussel.“ H.Halls. Til leigu er raöhús í Breiöholti. Tilboö er greini fjölskyldustærö og hugsanlega leigufjár- hæö sendist Mbl. merkt: „Endaraðhús — 4313“. Auglýsing Garöyrkjustöö í fullum rekstri er til leigu frá 1. nóv. íbúöarhús fylgir. Uppl. gefur Óli Valur Hansson, ráöunautur Búnaöarfélags íslands, og Grímur Ög- mundsson, sími 99-6895. Skapa fötin manninn? Það er nú kannske heldur mikið sagt. Hins vegar breyta Terra fötin honum verulega. Terra fötin eru í tískusniðum. Þau fást með eða án vestis og ef óskað er, fóðruðum buxum. Stærðirnar eru 50 og ef engin þeirra passar, saumum við fötin sérstaklega. SNORRABRAUT 56 - SiMI 13505 ÞurrkuÖblóm -lýjungískivytilkt í tilefni 10 ára afmælis Blómavals efnum viö til sýningar á allskonar þurrkuðum blómum og blóma- skreytingum. Komiö og sjáiö heilu listaverkin verða til í höndum fagmanna. Eigum fyrirliggjandi þurrkuð blóm og allar vörur til blómaskreytinga. Opið alla daga frá kl. 9 til 21. yéffiiotfoll Gróðurhúsinu við Sigtún: Símar36770-86340

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.