Morgunblaðið - 05.10.1980, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 05.10.1980, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. OKTÓBER 1980 41 Kennarar hafa skýrt svo frá að nemend- ur séu grúttimbraðir í kennslustundum og eða jafnvel ósjálfbjarga af drykkju (Sjá: Ofdrykkja) SKIP VETRARAKSTUR Svíarn- ir komu, sáu — og sukku HÓPUR sænskra kafara og fornleifafræðinga kosta nú kapps um að reyna að bjarga leifum 17. aldar herskips, sem fundizt hefur undan austur- strönd eyjarinnar Öland í Eystrasalti. Flakið liggur á um það bil 30 metra dýpi skammt frá al- þjóðasiglingaleiðum og eru Svíar uggandi um, að stað- setning þess verði kunn óprúttnum náungum, er teldu sig geta hagnazt á því sem innanborðs er. Herskip það, sem hér um ræðir, heitir Krónan, og hefur legið á sjávarbotni frá árinu 1676. Sá sem fann skipið heitir Anders Franzén, en það er sami maðurinn og fann Vasa, annað 17. aldar herskip, sem var lyft nær ósködduðu upp úr höfninni í Stokkhólmi árið 1961 og hefur síðan haft mikið aðdráttarafl fyrir ferðamenn. Krónan hefur ekki varð- veitzt eins vel. Flakið er mjög skaddað, og aðeins er unnt að bjarga nokkrum hlutum þess. Það verðmætasta í skipinu eru fallbyssur, en samkvæmt heimildum voru þær alls 128. Ein þeirra hefur þegar verið dregin upp úr djúpunum. Hún er úr bronsi, og segir Franzén, að þvílíkir gripir séu hundruð þúsunda dollara virði á banda- rískum fornleifamarkaði. Krónan var smíðuð á árun- um 1665 til 1672, og var hún stærsta skip sinnar tíðar. Endalok hennar voru söguleg en ekki glæsileg að sama skapi. Hún átti að ráðast gegn sameinuðum flota Dana og Hollendinga við Öland. Hún var ekki talin ýkja gott sjó- skip, og er hún ætlaði að ráðast til atlögu gegn óvina- flotanum kom á hana mikil slagsíða og sjór flæddi inn í fallbyssuopin. í sömu svipan brast á stormur, og skipið fór algerlega á hliðina. Við það brotnaði lampi í skotfæra- geymslunni og þá skipti eng- um togum, prýði sænska flot- ans sprakk í loft upp og sökk síðan í sjó með 800 sjómenn og hermenn innanborðs. Hollend- ingar og Danir horfðu furðu lostnir á. Af hálfu sænska sjóhersins hafa verið gerðar tilraunir til að finna skipið, og eins höfðu ýmsir áhugamenn spreytt sig á því árangurslaust, áður en Anders Franzén tókst að hafa upp á því. Hann hóf leitina á sjötta áratugnum og hefur beitt við hana ýmiss konar tækni, m.a. neðansjávarsjón- varpi. - CHRIS MOSEY afklæðast. Þá brá svo við, að hún vaknaði af dásvefninum, eldroðn- aði og neitaði að hiýða. Sú skýring var gefin, að hún hefði í dáleiðslu- ástandinu gert sér grein fyrir því, að verið var að gera tilraunir með hana, og þar af leiðandi hefði verið komið í veg fyrir, að hún veitti nemanum áverka. Hefði hún hins vegar berháttað fyrir framan karlmenn, hefði hún strítt gegn eigin siðferðiskennd, og slíkt var ekki unnt að láta hana gera með dáleiðslu. Þó svo, að ýmsar hættur geti verið samfara dáleiðslu, vega kost- ir hennar þó langtum þyngra. Hún eyðir ekki einungis sársauka, held- ur einnig húðlýtum. Hún getur róað taugar og unnið bug á svefn- leysi. Nú hefur tekizt að sanna, að tengsl eru á milli streitu, ofspennu og hjartaáfalla. I ljósi þess virðist raunhæft að álykta, að dáleiðsla geti í sumum tilvikum gert sama gagn og langvarandi lyfjameðferð. I svari við bréfi, sem birtist nýlega í læknaritinu British Medic- al Journal og fjallar um, hversu erfitt er að meðhöndla hjartasjúkl- inga, sem geta ekki hvílzt eða sofið, segir Peter Nixon, sérfræðingur í hjartasjúkdómum við Charing Cross Hospital, mjög athyglisverða setningu: „Á minni deild fær þetta hrjáða fólk sérfræðilega meðferð, og okkur til mikils léttis hefur verið farin sú leið að láta lækni kenna því að dáleiða sig sjálft." Fleiri og fleiri heimilislæknar virðast farnir að nota dáleiðslu. Hleypidómar gagnvart henni eru þó miklir og mikill hluti lækna- stéttarinnar virðist ekki á því að gera hlut hennar sem stærstan. Læknanemar fá yfirleitt litla þjálf- un í meðferð sálrænna sjúkdóma og kennarar þeirra virðast yfirleitt líta á dáleiðslu sem eins konar svartagaldur. Hvað sem öðru líður er vafa- samt, hvort rétt er að líta á beitingu dáleiðslu sem sérstaka grein innan læknavísindanna. Fremur ber að líta á hana sem þátt í meðferð sálrænna sjúkdóma, heldur en sem sérstaka læknisað- ferð. Á næstu árum mun það ráðast, hvernig dáleiðslu verður bezt beitt í þágu læknavísindanna. - BRIAN INGLIS Taumhald á tæringunni Ef komandi vetur verður veru- lega harður á Norður-írlandi, með hálku og svellalögum á vegum, munu líklega fáir fagna því, en fáeinir þó. Þessir fáu, sem bíða vetrarkomunnar með óþreyju eru nokkrir n-írskir ríkisstarfsmenn, sem segjast hafa framleitt fyrsta vegarsaltið, sem engin tæring fylgir. Þeir hafa nú fengið einka- leyfi á uppfinningunni og éru komnir í samband við fyrirtæki í Svíþjóð, Noregi, Norður-Ameríku og öðrum köldum löndum. Þegar vegir hafa verið saltborn- ir hafa tæring og skemmdir á ökutækjum óhjákvæmilega fylgt með í kaupunum en í vetur verður látið á það reyna hvort þessi nýja tækni kemur að þeim notum, sem uppfinningamennirnir fullyrða. Tæringarlausa saltið er fram- leitt á þann hátt, að venjulegt jarðsalt er hitað og bætt í það 1% af vatnsgleri (sodium silicate), en margar húsmæður þekkja það efni vel og nota það til að geyma í ný egg. Hitunin breytir silikatinu í gler, sem leysist seint upp og vinnur gegn sýrunni í pæklinum, sem myndast þegar saltið bræðir ísinn. í vetur verða gerðar tilraunir með sex hundruð tonn af salti, sem verða borin á fimm mílna langan vegarkafla. Meðfram veg- inum verða settar járnstangir og einnig meðfram öðrum fimm mílna löngum kafla, sem verður borinn venjulegu salti. Að vori verður tæring járnstanganna mæld og metin og mun þá koma í ljós hverju munar á þessum tveimur salttegundum. - BOB RODWELL OFDRYKKJA Eins konar erfðasynd írar hafa löngum verið taldir drykkfelldir í meira lagi og frá fornu fari hefur það heitið svo, að þeir væru að drekka sig frá eymd og volæði. Nú er hins vegar aukin velmegun talin orsök drykkju- skapar á Eyjunni grænu. Samkvæmt nýjustu tölfræði- skýrslum renna 13% af tekjum manna í írska lýðveldinu til áfeng- iskaupa, og er það miklu hærri prósenta en þekkist í nokkru öðru vestrænu ríki. Áfengisneysla hef- ur tvöfaldast á síðustu tveimur áratugum. Bindindismönnum hef- ur fækkað og alkóhólismí er nú helzta ástæðan til þess að menn leita meðferðar á geðsjúkrahús- um. Af hverju drekka írar svona mikið? Joseph Adams ofursti, formaður áfengisvarnarráðsins í írska lýðveldinu, leitast við að svara þessari spurningu á eftir- farandi hátt. „Hér eru á ferðinni margir samverkandi þættir. Ég tel að orsakanna sé m.a. að leita í skapgerð Kelta. Það er eins konar erfðasynd, sem gerir það að verk- um, að menn halla sér að flösk- unni, þegar eitthvað bjátar á. En hver svo sem skýringin er, verður að kippa þessu í liðinn og það verður helzt gert með ítarlegri fræðslu. Adams segir, að aukin skatt- heimta hafi borið tímabundinn árangur. Verð á áfengi stórhækk- aði vegna aukinnar skattheimtu árið 1976. Fyrir bragðið minnkaði áfengisneyzla um 14% á næstu 6 mánuðum, en komst aftur í venju- legt horf, er laun höfðu hækkað í tvígang. Hlutverk áfengisvarnarráðsins er það m.a. að aðstoða heilbrigðis- nefndir í baráttunni gegn alkóhól- isma. Það reynir nú að fá dóms- málaráðherrann til þess að hætta veitingu á alls konar undanþágum til vínveitinga utan þess tíma sem leyfilegur er samkvæmt lögum. Þá telur ráðið einnig tímabært, að nýir skattar verði lagðir á áfenga drykki. I síðustu skýrslu ráðsins, er bent á það uggvekjandi atriði, að „óhófleg drykkja" skólabarna ryðji sér nú mjög til rúms. Hafi kennarar skýrt frá því, að nem- endur séu grúttimbraðir í kennslustundum eða jafnvel ósjálfbjarga af drykkju. Samkvæmt lögum mega 15 ára unglingar og eldri kaupa áfengi í verzlunum, svo framarlega sem það er í lítersflösku með tappa og innsigli. Með þessu móti geta krakkar keypt sér pottflösku af viskíi án þess að það stríði gegn lögum, en alls ekki viskípela. - DERMOT MCEVOY. Þetta qeróist 5. október 1975 — Skýrt frá því að CIA hafi gert nokkrar tilraunir til að ráða Fidel Castro af dögum. 1958 — Stjórnarskrá Fimmta franska lýðveldisins tekur gildi. 1954 — Tríest skipt í ítalskt og júgóslavneskt svæði með samkomu- lagi Breta, Bandaríkjamanna, ítala og Júgóslava. 1947 — Kominform stofnað á fundi kommúnista í Varsjá. 1938 — Eduard Benes, forseti Tékkóslóvakíu, segir af sér. 1931 — Fyrstu flugferð án viðkomu yfir Kyrrahaf lýkur (Pangborn og Herndon). 1930 — Loftskipið „R101“ ferst við Beauvais. 1915 — Landganga Bandamanna í Saloniki hefst. 1910 — Lýst yfir stofnun lýðveldis í Portúgal. 1908 — Ferdinand fursti lýsir yfir fullu sjálfstæði Búlgaríu. 1821 — Grikkir taka Tripolitza í Morea og myrða tyrkneska íbúa. 1797 — Kristni afnumin í Frakk- landi. 1796 — Spánverjar segja Bretum stríð á hendur. 1582 — Gregor páfi XIII breytir tímatalinu. 1502 — Kristofer Kolumbus finnur Costa Rica. Afmæli. Denis Diderot, franskur fjölfræðingur (1713—1784) — Willi- am Scoresby, enskur Grænlands- könnuður (1789—1857). Andlát. 1805 Charles Cornwallis, hermaður — 1880 Jacques Offen- bach, tónskáld. Innlent. 1615 Dýrfirðingar drepa 13 spænska hvalveiðimenn — 1819 f. Jón Thoroddsen — 1839 — Bólu Hjálmar dæmdur — 1870 Krieger leggur fram Stöðulagafrumvarpið — 1877 Islendingar heiðra Jón Sigurðs- son hinzta sinn lífs með samsæti landa hans í Kaupmannahöfn — 1941 Setuliðsstjórn mótmælir skýrslu Ástandsnefndar — 1946 — Keflavíkursamningurinn samþykkt- ur — 1979 Alþýðuflokkur samþykkir úrsögn úr ríkisstjórn. Orð dagsins. Staðreyndir hverfa ekki þótt þær séu hundsaðar — Aldous Huxley, enskur rithöfundur (1894-1963). EF ÞAÐ ER FRÉTTNÆMT ÞÁ ER ÞAÐ í MORGUNBLAÐINU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.