Morgunblaðið - 05.10.1980, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 05.10.1980, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. OKTÓBER 1980 57 umferð undankeppninnar og var þar langfyrstur. Bretinn Savige var næstur með 15,54 en í úrslita- keppninni varð hann í 7. sæti. I úrslitakeppninni var Huseby algerlega í sérflokki. Fyrsta kast hans var 16,18 m, en í öðru kasti náði hann 16,74 m og var það lengsta kast hans í keppninni. Öll köst Huseby voru mjög góð. Fimm þeirra voru yfir 16 m. Næstur Huseby var Italinn Profeti með 15,16.“ Torfi Bryngeirs- son Evrópumeistari í langstökki Um Evrópumeistaratitil Torfa Bryngeirssonar sagði Mbl.: „ís- lendingarnir komu enn mjög við sögu. í dag fengu þeir annan Evrópumeistara sinn á þessu móti. Torfi Bryngeirsson, sem komist hafði í úrslit bæði í stangarstökki og langstökki, sleppti stangarstökkinu, sem fór fram rétt á undan langstökkinu. Torfi náði fyrsta sæti og varð annar Evrópumeistarinn, sem Is- lendingar fengu á þessu móti. Hann stökk 7,32 m og bætti fyrra íslandsmet sitt um 8 cm.“ Annar í langstökkinu varð Wessels frá Hollandi en hann stökk 7,22 m. Torfi Bryngeirsson stökk 7,20 í undankeppninni, — stökk það kom þegar í 2. umferð. Lengst stökk í undankeppninni átti Portúgali, hann stökk 7,32 m en annar stökk 7,22. Röð efstu manna í langstökk- inu varð: 1. Torfi Bryngeirsson, íslandi 7,32 2. Wessels, Hollandi 7,22 3. Finjez, Tékkóslóvakíu 7,20 4. Dais, Portúgal 7,00 5. Nielsen, Noregi 6,96 Örn fyrstur eft- ir fyrri dag tugþrautarinnar Og snúum okkur að tugþraut- inni. Mbl. skrifaði: „Örn Clausen byrjaði mjög vel í tugþrautinni í gaer. Hann vann tvær fyrstu greinarnar, 100 m hlaup og lang- stökk með yfirburðum. í þriðju greininni, kúluvarpinu, varð hann í öðru sæti á eftir Svíanum Tannander og í hástökki í 4. sæti. Fimmtu og síðustu grein dagsins, 400 m hlaupið vann Clausen. Örn hljóp 100 metrana á 10,9 sem er bezti tími sem hann hefur náð r tugþrautarkeppni og mjög góður tími með tilliti til 100 metra hlauparanna. í langstökki stökk Örn 6,86 í fyrsta stökki. Annað stökk hans var yfir 7 m en ógilt. Þriðja stökkið var 7,09. I kúluvarpinu var Örn næstur á eftir Svíanum Tannader með 13,17 en 400 m vann hann með miklum yfirburðum. Tími hans þar var 49,8, sem er bezti tími sem hann hefir nokkru sinni hlaupið þessa vegalengd á. Var hann heilli sekúndu á undan næsta manni. Örn hlaut 4104 stig eftir fyrri daginn, en til samanburðar skal þess getið, að hann hlaut 4147 stig er hann vann Norðurlandatitilinn í Stokkhólmi. Árangur hans er því líkur og þá. Örn hefir bersýnilega sigurmöguleika í tugþrautinni en næstu keppinautar hans eru hver öðrum harðari í horn að taka.“ Og röð efstu manna eftir fyrri dag var: 1. Örn Clausen, íslandi 4104 2. Tannander, Svíþjóð 3869 3. Heinrich, Frakklandi 3792 4. Widenfeldt, Svíþjóð 3778 5. Moravec, Tékkóslóvakíu 3672 Þá var komið að síðari degi tugþrautarinnar og ljóst að hart yrði barist og hvergi gefið eftir. Morgunblaðið skýrði svo frá þann 26. ágúst 1950: „Keppnin á síðari degi tugþrautarinnar var ákaflega hörð og tvísýn fram til síðustu stundar. Örn Clausen hafði tekið forustuna eftir fyrri daginn og jók hana enn í fyrstu grein síðari dagsins, 110 metra grindahlaup- inu. Hann var þar fyrstur með 15,1 sek., en Frakkinn Heinrich varð annar með 5,3 sek. Clausen hafði eftir þessa grein 5016 stig, Heinrich 4671 og Tannander frá Svíþjóð 4645. En nú fór blaðið að snúast við. Örn átti lélegustu greinar sínar eftir og Frakkinn fór að draga mjög á hann. Heinrich vann kringlukastið með 41,44 m, sem gefur 754 stig en Clausen var þar í 10. sæti með 36,20 m, sem gefur 502 stig. Tannander dró einnig á Örn í þessari grein, þar sem hann kastaði 41,00 m. Clausen var með 5618 stig, Heinrich 5425 og Tann- ander 5326. Stangarstökkið var næst, en þar hefur Erni aldrei tekist að stökkva hærra en 3,40 m. Á þeirri hæð stansaði hann einnig og varð 11. í röðintii. Fyrir það hlaut hann 652 stig. Heinrich varð aftur á móti 3 með 3,80 m, sem gefur 818 stig en Tannander varð 5 með 3,70 m. Enn höfðu þessir hættulegustu keppi- nautar Arnar dregið mjög á hann. Örn var samt ennþá fyrstur með 6270 stig — Heinrich var með 6243 og Tannander 6101 stig. Sigurveg- arinn í stangarstökki var Scheur- er frá Sviss. Hann stökk 4,30, sem er nýtt svissneskt met og annar besti árangur í Evrópu í ár í þeirri grein. Heinrich tók forystuna Spjótkastið var næst og nú var röðin komin að Heinrich. — Hann kastaði 53,31 m og var í 4. sæti en Clausen varð 11 — kastaði 47,96. — Tannander varð 9. með 50,00 m. Heinrich var nú orðinn fyrstur. Hann hafði 6891 stig en Clausen var annar með 6820 stig. Tannand- er þriðji með 6688 stig. Áðeins ein grein, 1500 m hlaup- ið, var eftir. Það voru ekki miklar líkur til þess að Erni tækist að vinna upp bilið, sem og ekki varð. Heinrich fylgdi honum fast eftir og kom næstur á eftir honum í mark: Örn varð 6. með 4.49,0 mín. en Heinrich varð 7. með 4.50,6 mín. Tannander varð í 11. sæti með 4.57,8 mín. Frakkinn vann eftir þessa mjög tvísýnu og erfiðu keppni, en ís- lendingurinn varð annar. Báðir bættu þeir met landa sinna. — Þetta einvigi vakti geysiathygli á EM. íslendingurinn tapaði, en hélt samt velli. Fyrra met Arnar í tugþraut án þess að setja met. — Hvernig líta tölurnar út næst?“ Endanleg úrslit í tugþrautinni urðu: 1. Heinrich, Frakklandi 7346 2. Clausen, íslandi 7297 3. Tannander, Svíþjóð 7175 4. Widenfelt, Svíþjóð 7005 5. Schaurer, Sviss 6944 6. Volkov, Rússlandi 6869 Þess má raunar geta, að keppt var samkvæmt gömlu stigatöfl- unni og fengu Frakkar því fram- gengt á þingi Alþjóða frjáls- íþróttasambandsins, að sú gilti á EM i Brussel. Samkvæmt nýju töflunni hefði Örn borið sigur úr býtum í Brussel. Örn sigraði Heinrich í sex greinum, jafnt varð í einni og Heinrich sigraði í þremur greinum. Árangur í einstökum greinum. Fyrri dagur: Örn Heinrich 100 m hlaup 10,9 11,3 Langstökk 7,09 6,84 Kúluvarp 13,17 13,14 Hástökk 1,80 1,80 400 m hlaup Síðari dagur: 49,8 52,2 110 m grind 15,1 15,3 Kringlukast 36,20 41,44 Stangarstökk 3,40 3,80 Spjótkast 47,96 53,31 1500 m hlaup 4:49,0 4:50,6 SJÁ NÆSTU SÍÐU Tilkynning frá Tryggingastofnun ríkisins Á fundi Tryggingaráös þann 25. júní 1980 var sú ákvöröun tekin, aö allar mánaöarlegar bótagreiöslur Tryggingastofnunar ríkisins veröi frá næstu áramótum afgreiddar inn á reikning hinna tryggöu í lánastofnunum. Fyrirkomulag þetta mun gilda í Reykjavík svo og í öörum þeim umdæmum, þar sem því veröur viö komið. Meö hliösjón af ákvöröun þessari éru allir þeir, sem fá greiddar mánaöarlegar bætur frá Tryggingastofnun ríkisins, hverrar tegundar sem þær eru, eindregiö hvattir til þess að opna viö fyrstu hentugleika bankareikning, (sparisjóösbók, ávísanareikning eöa gíró) í lánastofnun, svo framarlega sem þeir hafa ekki gert þaö nú þegar. Um leiö skal Tryggingastofnun ríkisins tilkynnt númer bankareiknings, nafn og nafnnúm- er hlutaöeigandi svo og nafn lánastofnunar. í þessu skyni eru fáanleg sérstök einföld eyöublöö hjá Tryggingastofnun ríkisins og lánastofnunum. Athygli skal vakin á því, aö jafnframt því sem viöskiptamenn Trygginga- stofnunar ríkisins fá þannig greiöslur sínar lagöar inn á reikning sinn fyrirhafnarlaust og sér aö kostnaöarlausu, hljóta þeir meö hinu nýja fyrirkomulagi greiöslur sínar þann 10. hvers mánaöar, í staö 15. hvers mánaöar. Tekiö skal skýrt fram, aö þeir viöskiptamenn Tryggingastofnunar ríkisins, sem þegar hafa opnaö reikning og tilkynnt þaö Tryggingastofnun ríkisins, þurfa ekki neinu aö breyta. Tilkynningu þessari er aöeins beint til þeirra viöskiptamanna Trygginga- stofnunar ríkisins sem ekki hafa þegar fengiö sér bankareikning og tilkynnt þaö Tryggingastofnun ríksins. Tryggingastofnun ríkisins. Samkvæmt rannsóknum sem Rannsóknastofnun byggingariónaóarins hefur gert á steypuskemmdum og sprungumyndunum á húsum, hefur komiö i Ijós aó eina varanlega lausnin, til aó koma i veg fyrir leka og áframhaldandi skemmdir, er aö klsöa þau alveg til dæmis meó álklæóningu. A/klæöning er seltuvarln, hrindir frá sér óhreinindum, og þolir vel islenska veöráttu. A/klæöning er fáanleg i mörgum litum sem eru innbrenndir og þart aldrei aó mála. Leltiö nánari upplýsinga og kynnist möguleikum A/klæöningar. ___ Sendlö teikningar og vió munum reikna út etnisþörf og gera verötilboö yöur aö kostnaöarlausu FULLKOMIÐ KERFI TIL SÍÐASTA NAGLA INNKAUP HE ÆGISGÖTU 7, REYKJAVÍK - SÍMI 22000 - PÓSTHÓLF 1012. TELEX 2025 - SÖLUSTJÓRI: HEIMASÍMI 71400.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.