Morgunblaðið - 05.10.1980, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 05.10.1980, Blaðsíða 31
67 ________________i----------------------- MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. OKTÓBER 1980 Loftárekstri forðað tvisvar yfir Júgóslavíu BREZKUM flugmönnum hefur ekki verið alltof vel við að þurfa að fljúga i jógósiavnesku flug- stjórnarsvæði frá því er þota frá British Airways lenti i árekstri við júgóslavneska þotu yfir Zagr- eb árið 1976, en þá fórust 176 manns. Beygur flugmannanna hefur sízt minnkað, því með stuttu millibili í sumar lá við tveimur árekstrum yfir Júgóslavíu. í fyrra tilvikinu stefndu VC10 þota frá BA á leiðinni frá Kairó til Lundúna og Boeing 707 þota frá Air France hvor á aðra og skildu aðeins tæpir 150 metrar vélarnar að er ferlar þeirra skárust. Tíu dögum seinna var Trident 2, þota BA, á flugi frá Istanbul til Lundúna, er flugmennirnir sáu DC-10 þotu júgóslavneska flugfé- lagsins JAT hætta klifri og hefja lárétt flug í sömu hæð og þota þeirra var í. Flugstjóri Tridents- ins skýrði júgóslavneskum flug- umferðarstjórum hvernig komið væri. Fékk hann þá skipanir um að breyta flugi sínu, er leitt hefði til árekstrar vélanna tveggja, hefði hann farið möglunarlaust eftir þeim. Lars Hofsjö er fæddur í Stokk- hóimi 1931. Hann stundaði nám við Konstfack-skólann og síðan við Konunglega listaháskólann í Stokkhólmi. Hann hefur fengist mikið við skreytingar á opinberum byggingum og hefur fengið til þess styrki. Á sýningunni eru teikn- ingar af tillögum varðandi skreyt- ingar hans frá seinni árum. Lars Hofsjö hefur haldið fjölda einkasýninga í heimalandi sínu og víðar. Hann var formaður Nor- ræna myndlistarbandalagsins um árabil, allt til ársins 1979. Hofsjö hefur umsjón með listaverkasöfn- unum skólanna í Stokkhólmi og sér um upplýsingar og fræðslu þar að lútandi. Á sýningunni eru auk teikninga af stórum veggskreytingum, vatnslitamyndir, grafik og vegg- teppi sem eiginkona listamanns- ins hefur saumað eftir uppdrátt- um hans. Lárs hefur dvalið nokkr- um sinnum hér á íslandi og eru nokkrar af myndum hans héðan. Sýningunni lýkur sunnudaginn 12. október. Lars Hofsjö heldur tvo fyrir- lestra meðan hann dvelur hér. Hinn fyrri verður í Norræna húsinu þ. 6. okt. nk. kl. 20.30 og ber yfirskriftina: Svensk konst- konstnár, byrákrati, brukade. Verður hann fluttur með lit- skyggnum úr sænskri listasögu. Seinni fyrirlesturinn verður í Ásmundarsal (Arkitektafélag ís- lands) þ. 7. okt. kl. 20.30 og er einkum ætlaður listamönnum og arkitektum. Fjallar fyrirlesturinn um skreytingar opinberra bygg- inga í Svíþjóð. Geta þyrlur farið í bakfallslykkju? ERU TIL þyrlur, sem farið geta i bakfallslykkju, spurði einn af lesendum dansks blaðs i les- endadálki blaðsins fyrir skömmu. Ekki stóð á svörum, og upplýsti blaðið, að árið 1967 hefðu Lockheed-verksmiðjurn- ar kynnt fyrir almenningi þyrlu, sem nefnd var „Lockheed Rigid Rotor“ og gat farið bak- fallslykkju og flogið á hvolfi. Einnig gat þyrlan farið hring- veltur um eigin iangöxul. Þyrlan var fyrst og fremst frábrugðin öðrum þyrlum í því, að þyrilblöð hennar voru fest með öðrum hætti á driföxulinn en gengur og gerist, þ.e. voru fasttengd en ekki fjaðurtengd við hann. Þyrlan var fyrst og fremst framleidd með það í huga, að leika mætti á henni loftfimleika. Hún var níu metrar að lengd og þvermál þyriisins var 10,7 metrar. Hreyfillinn var þrýstiloftshverfill af Pratt & Whitney-gerð. Á meðfylgjandi mynd gefur að líta umrædda þyrlu í bakfallslykkju. SÆNSKI myndlistarmaðurinn Lars Hoísjö sýnir nú í FÍM-salnum að Laugarnesvegi 112 í boði Félags íslenskra myndlistarmanna. Sýning Lars Hofsjö er opin frá kl. 17—22 virka daga og frá kl. 14—22 um helgar. Lars Hofsjö við nokkur verka sinna á sýningunni. Sýning Lars Hofsjö í FÍM-salnum Arveknin getur leikið menn grátt Sérkennilegt atvik kom fyrir nýlega á Raleigh-Durham-flugvellinum í Norður-Karólínu. Árvakur hlaðmaður tók eftir því að fragt hafði ekki verið komið haganlega fyrir í lest Boeing-727-þotu, sem var i þann mund að leggja af stað til Dallas. Hann vatt sér inn í lestina til að ganga betur írá fragtinni, en rétt á eftir kom annar vökull hlaðmaður að og tók eftir að hurðin á iestinni var ekki nema hálflokuð. en hann var á því að betur ætti að ioka henni fyrir flugið og bætti úr þvi. Nú voru góð ráð dýr. Hlaðmaðurinn, sem var inni í lestinni, gat ekki opnað hurðina innan frá. Hann bankaði því án afláts upp undir gólf farþegarýmisins, en allt kom fyrir ekki, þar sem flugfreyjurnar og farþegarnar, sem heyrðu höggin, héldu að hér væri um „eðlilega" dynki að ræða, eins og oft vill verða er flugvélar aka út á flugbraut af stæði. En „dynkirnir" byrjuðu aftur skömmu eftir að þotan lyfti sér. Flugfreyja ein tók sér þá gjallarhorn í hönd, brýndi raustina og kallaði niður undir gólfi: „Ef einhver er þarna, viltu þá gjöra svo vel og banka tvisvar." Hún hafði vart lokið máli sinu er tvö högg heyrðust, og minnir þetta í ýmsu á Búkolluævintýrið. Flugstjórinn ákvað að snúa þegar við og lenda, en áður varð hann að sleppa rúmlega 3,6 smálestum af eldsneyti út í andrúmsloftið. Þegar þotan lenti var hlaðmaðurinn þorrinn að kröftum eftir alla barsmíðina, en þó heill á húfi og frelsinu feginn. ÞARFTU AÐ KAUPA? ÆTLARÐU AÐ SELJA? I»l \l (.LYSIK t'M ALLT LAND ÞEGAR Þl' Al'’GLYSIR I MORGINBLAÐÍNL Geíjunar úrl00%ull. Við kynnum ný gluggatjaldaefni. Fjöldi lita sem eru sam ræmdir hinum velþekktu húsgagnaáklæ(5um frá Gefjun. Við leggjum áherstu á vandaðar og vel hannaðar vörur. Líttu vid, — sjón er sögu ríhati. •. Sérverslun með húsbúnað Síðumúli 20,105 Reykjavík, s. 91-30677 Strandgata 19, 600 Akureyri, s. 96-24069 /

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.