Morgunblaðið - 05.10.1980, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 05.10.1980, Blaðsíða 4
40 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. OKTÓBER 1980 Um þessar mundir er rétt ár liðið frá því, að franskar her- sveitir steyptu Jean-Bedel Bok- assa keisara í Mið-Afríku keis- aradæminu. Keisarinn fyrrver- andi, sem nú dvelst í útlegð hefur kennt sínum forna vini, Valery Giscard d’Estaing, Frakklandsforseta, um aðfar- irnar gegn sér og hefur nú hefnt sín á honum. í símavið- tali við franska vikuritið Le Canard Enchainé staðfesti hann nýlega sögusagnir um, að hann hefði fært forsetanum að gjöf hauga af demöntum þau 10 ár, sem vináttan milli þeirra blómstraði. — Þið getið ekki ímyndað ykkur, hvað ég hef gefið þeirri fjölskyldu, — sagði útlaginn orðrétt, og fyrir bragðið velta menn því nú fyrir sér, hvort Giscard geti komist hjá meiri háttar hneyksli. Vera kann, að þessi viðurkenning Bokassa geti komið í veg fyrir að forsetinn nái endurkjöri eftir rúmt misseri, enda þótt stjórn- arandstaðan sé klofin. Það er ekki aðeins Canard Enchainé, sem hefur fjallað um demantagjafir Bokassa til Giscard forseta. Hið virta blað Le Monde hefur tekið í sama streng, svo og önnur blöð og rit. Fullyrt var, að andvirði dem- antanna hefði verið a.m.k. 250.000 dollarar eða um 130 millj. ísl. króna. En áður en þessar yfirlýsingar komu fram, vakti vinátta Giscards og harð- stjórans Bokassa furðu margra í franska stjórnkerfinu. Giscard kom oft í heimsókn í Mið-Afríkukeisaradæmið fram til ársins 1979 og stundaði þar veiðiskap, en frændur hans stjórnuðu ýmsum fyrirtækjum þar og stunduðu úraníumrann- sóknir. I viðtalinu, sem fyrr er vitnað til, sagði Bokassa, að Frakklandsforseti eða eigin- kona hans hefðu fengið dem- anta að gjöf í alls fjögur skipti. Af hálfu frönsku stjórnarinnar Bokassa borgar fyrir sig „Elsku frændi.“ hafa þessar fréttir verið born- ar til baka, eigi síður hafa kynni þeirra Giscards og Bok- assa þótt æði tortryggileg að mati ýmissa sérfræðinga í al- þjóðastjórnmálum. Giscard kallaði Bokassa gjarnan „elsku frænda". Hann virtist leiða það hjá sér með hvílíkum hrottaskap og harð- ýðgi „frændinn" stjórnaði ríki sínu, en hámarki náði grimmd hans er hann lét myrða 100 skólabörn fyrir litlar eða engar sakir. Frakkar lögðu ríki hans til fjárhagsaðstoð, og vitað var að hann lét hana renna í eigin vasa, á meðan þegnar hans stráféllu úr hungri, en það var látið afskiptalaust. Giscard forseti skipaði ríkisstjórn sinni að leggja fram milljarða króna vegna krýningar Bokassa árið 1978, og sérstök ráðherranefnd var send til þess að vera viðstödd athöfnina. 20. september 1979 fóru franskar hersveitir inn í Bangui, höfuðborg Mið-Afríku- keisaradæmisins, til þess að votta stuðning David Dacko, manninum, sem Giscard hafði valið sem eftirmann Bokassa. Sjálfur var keisarinn í Líbýu, er þetta gerðist, en brá við skjótt og hélt til Frakklands. Giscard neitaði honum um landvist, og því næst fór hann til Abidjan, höfuðborgar Fíla- beinsstrandarinnar, þar sem hann dvelst nú í útlegð í strangri „verndargæslu". Síðan hefur lítið sem ekkert til hans spurst. Bokassa segir, að Giscard hafi gefið skipun um, að fjöl- miðlar mættu ekki hafa sam- band við hann. Kannski er eitthvað hæft í því. Einn af fréttamönnum Canard Enchai- né var handtekinn, er hann reyndi að ná sambandi við félga Bokassa. Hins vegar tókst keisaranum fyrrverandi að ná símasambandi við blaðið og gaf þá fyrrnefndar upplýs- ingar. Næsta dag hafði verið skorið á símalínur til verustað- ar hans. Bokassa fullyrðir, að fransk- ir hermenn hafi tekið öll skjöl hans og flutt þau með sér til Parísar. Ennfremur hafi þeir lagt hald á 19.000 demanta og mest af hans persónulegu eig- um. Þessu hefur hvorki verið játað né neitað af opinberri hálfu. - PAUL WEBSTER. Hallarrústir á Krit frá um það bil 1800 f. Krist. Mannæturnar í Miðjarðarhafi Við uppgröft á bronsaldarbæjum umhverfis höll Mínosar konungs í Knossos á Krít hefur ýmislegt miður skemmtilegt komið í ljós um trúarbrögð hinna fornu Krítverja. Svo virðist sem þáttur í trúariðk- unum þeirra hafi verið manna- kjötsát, eða raunar barnakjötsát. Peter Warren, prófessor við há- skólann í Bristol, segir, að þetta sé í fyrsta sinn sem fornleifafræð- ingar, sem eru við rannsóknir í Eyjahafi, finni merki um mannát. Warren prófessor, sem stjórnaði uppgreftinum fyrir Breska skólann í Aþenu, komst að „þessari ein- stöku og jafnvel ógeðfelldu niður- stöðu" eftir að vísindamenn höfðu rannsakað 200 mannabein, sem fundust í rústum krítversks þorps frá 15. öld fyrir Krists burð. Um það bil 20 beinanna báru þess merki að hnífsegg hefði snert þau, ekki ólíkt því að slátrari hefði verið að verki. „Þau eru alveg eins og bein dýra, sem hafa verið matreidd," segir Warren. Beinin fundust í herbergishorni húss, sem einhvern tíma hefur orðið eldi að bráð, en voru þó alveg óbrunnin. Það þykir benda til, að þeim hafi verið kastað niður í kjallarann af einhverri efri hæða hússins. I öðru kjallaraherbergi fannst nokkurt safn af óvanalega vel gerðum leirmunum og voru göt á botni sumra kerjanna, sem sýnir að vín hefur verið látið leka í gegnum þau \ið trúarathafnir en það er gamall siður á þessum slóðum. Við uppgröft í sumar fannst það, sem á vantaði til að tengja saman fundina í kjallaraherbergjunum tveimur. í krukku úr þeim hluta kjallarans þar sem leirmunirnir voru reyndust vera skeljar af sniglum, sem voru mikill upp- áhaldsréttur Mínóinganna, og mannabein. Þá þótti vísindamönn- unum ljóst að beinaleifunum hvor- um tveggja hafði verið kastað niður af fyrstu hæð hússins þar sem trúarathafnir fóru fram. „Vegna þess að okkur gekk erfið- lega að raða saman hauskúpubrot- unum héldum við fyrst að við værum með bein a.m.k. tólf barna,“ segir Sheilagh Wall, sem vann við uppgröftinn. „En nú vitum við, að þau voru aðeins tvö, annað u.þ.b. átta ára gamalt en hitt 11 eða 12 ára. Að því er virðist hafa bæði verið við eðliiega heilsu á dauða- stundinni." í fyrstunni freistaðist Warren til að líta svo á, að börnin hefðu kannski verið grafin öðru sinni eða látist úr hungri, en hinir háheilögu leirvasar bentu hins vegar ótvírætt til helgisiðahalds. Það hefur líklega farið þannig fram, að 1 mikilli trúarinnlifun hafa Mínóingarnir étið mannakjöt til að komast í nánara samband við guðdóminn. Uppgötvanir Warrens og félaga hans komu í kjölfarið á öðrum uppgrefti sem einnig virðist sýna dökku hliðarnar á lífi hinna fornu Mínóinga. Á gömlum helgistað skammt frá Knossos gróf grískur fornleifafræðingur úr jörðu þrjár beinagrindur, og hafði ein þeirra rýting innan rifja. Rannsóknir bentu til, að manninum hefði verið fórnað á miðri 17. öld fyrir Krist, ef til vill til að koma í veg fyrir jarðskjálfta, sem eru algengir þarna um slóðir. HEILSUVERND Dáleiðslan og læknavísindin Frá fornu fari hefur læknastétt- in haft megna andúð á dáleiðslu en stöku sinnum virðist svo sem þessi andúð sé á undanhaldi, og ýmis merki benda nú til þess að svo sé. Til að mynda skýrði brezki geð- læknirinn Desmond Pond frá því nýlega í ritinu Journal of Royal Society of Medicine, að vaxandi áhugi á jóga, ofskynjunarlyfjum og öðrum leiðum að undirvitund og dulvitund mannsins gæti leitt til þess að læknisfræðin viðurkenndu dáleiðsiu að einhverju marki. Það er ekki þar með sagt, að læknar hafi skyndilega uppgötvað kosti dáleiðslunnar. Um tveggja alda skeið hefur verið unnt að deyfa sársauka með því að beita henni. í fyrstu neituðu læknar algerlega að viðurkenna þessa staðreynd, og þótt þeir fengjust síðar til að sjá, að eitthvað væri hæft í þessu, höfðu þeir eftir sem áður andúð á dáleiðslunni. Nú var talið óæskilegt að leiða hjá sér sársauka, viðvörunarmerki móður náttúru, án þess að grafast fyrir um orsakir hans. Samt skrifa læknar lyfseðla fyrir verkjalyfjum! Helzti ókostur dáleiðslu er sá, að hún hefur slæmt orð á sér. Hún hefur löngum tengzt hvers kyns svikum, prettum og tilfinninga- vellu. Dáleiðsluatriði á sýningum og í sjónvarpi hafa ekki orðið til þess að auka hróður þessa fyrir- bæris. í hvert skipti sem dávaldur leikur listir sínar í sjónvarpi koma fram geysileg viðbrögð frá almenn- ingi, og dæmi um það varð nýlega, eftir að Martin St. James dávaldur kom fram í „Parkinson Show“ í BBC-sjónvarpinu. Menn voru ýmist yfir sig hrifnir eða miður sín af hneykslun, en langflestir fylltust tröllatrú á dáleiðslu og töldu að hún hefði lækningamátt gagnvart öllum heimsins kvillum. Sum atriði dávaldsins voru mjög athyglisverð. Eftir að hann hafði dáleitt fólk, og það var komið til fullrar meðvitundar á ný, tókst honum með ákveðnum raddbrigð- um eða tónum að fá það til þess að hlýða skipunum sínum að nýju enda þótt það sæti á meðal annarra áhorfenda úti í sal. Nú velta menn því fyrir sér, hvort óheiðarlegt fólk og jafnvel ótíndir glæpamenn geti ekki tileinkað sér þessa tækni og notað hana í illum tilgangi. Svo virðist þó sem lítil ástæða sé til þess að óttast slíkt. Séu þær hættur fyrir hendi má furðulegt þykja, að engar heimildir eru fyrir því, að dáleiðsla hafi verið notuð á þennan hátt. Að vísu hafa gengið sögusagnir þess efnis, en þær hafa reynzt uppspuni við nánari að- gæzlu. Ýmsar skýringar hafa verið gefnar á þessari staðreynd, þ.á m. ein, sem var niðurstaða tilrauna á Salpetriére sjúkrahúsinu í París fyrir einni öld. Ung stúlka, sem þar var sjúklingur, var dáleidd og henni sagt að ráðast á einn lækna- nemann. Hún hlýddi þeirri skipun af einskærri grimmd, eftir því sem hermt er. Síðan var henni sagt að

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.