Morgunblaðið - 05.10.1980, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 05.10.1980, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. OKTÓBER 1980 Hálfrar starf tímabilinu: Píanónemendur eru um það bil helmingi fleiri en nemendur á strengjahljóðfæri. Á árunum 1945—60, sem kalla mætti annað tímabilið í starfs- sögu skólans, verður nokkur breyting á þessu. Píanónemendum fjölgar hlutfallslega, og er ástæð- an ef til vill bættur efnahagur og aukin hljóðfæraeign almennings. Jafnframt eykst fjölbreytni náms- greinanna: Tekin er upp kennsla á blásturshljóðfæri og söngkennsla, og aukin áherzla er lögð á tón- fræðigreinar og tónsmíðar. Á þessu tímabili eru brautskráðir alls 47 nemendur, þar af 24 píanóleikarar, 7 fiðluleikarar, 2 knéfiðluleikarar, 5 organleikarar, 5 nemendur sem hafa tónfræði eða tónsmíðar að aðalnámsgrein, 1 flautuleikari, 2 klarínettleikarar, og einn nemandi lýkur „lokaprófi kennaraefna" á píanó. Þessi fyrstu tvö tímabil er skólinn að meginhluta eins konar „áhugamannaskóli", en með því er átt við það, að meginhluti nem- enda stundar tónlist og tónlistar- nám aðeins sér til ánægju en ætlar ekki að leggja fyrir sig tónlistarstörf. Þó voru þar alltaf innan um nemendur sem sóttu námið af fullri alvöru og kappi, svo sem marka má áf tölu þeirra, sem burtfararprófi luku. Um 1960 verða greinileg þátta- skil að þessu leyti. Um það bil og upp úr því taka kennaradeildirnar til starfa hver af annarri, og þangað sækja nemendur sem vilja helga sig tónlistarstörfum, án þess að stefna að því að verða einleikarar eða tónskáld, enda er þar um hagnýtt nám að ræða, sem veitir ákveðin réttindi. Jafnframt fær skólahaldið á sig fastara form og líkara öðrum skólum. Á þessu þriðja tímabili frá 1961—1980 hafa verið brautskráðir 101 söng- og tónmenntakennari, 34 píanó- kennarar, 13 fiðlukennarar og 18 kennarar á blásturshljóðfæri. Á þessu tuttugu ára tímabili hafa hins vegar aðeins 17 nemendur lokið burtfararprófi, sem síðustu árin hefur verið nefnt einleikara- próf, í píanóleik, 11 í fiðluleik, 6 í knéfiðluleik, 9 hafa lokið námi í Ieik á blásturshljóðfæri (flautu, óbó, klarínett, fagott og trompett) og einn í hverri greininni: söng, semballeik og tónsmíðum. Á síð- ustu 5 árum hafa sex nemendur lokið eins konar „minna prófi" (stundum nefnt B-próf) í hljóð- færaleik. Alls hafa verið gefin út 293 burtfararprófsskírteini frá Tón- listarskólanum frá upphafi, en þeir sem prófunum hafa lokið eru nokkru færri, því að ýmsir nem- endur hafa lokið burtfararprófi í tveimur greinum. Ekki hefur verið kannað hve margt af þessu fólki starfar eða hefur starfað að tónlistarmálum, en ætla má að mikill meirihluti láti þau mál til sín taka með einhverjum hætti. Lausleg athug- un sýnir að af þeim 73 nemendum sem luku burtfararprófi fyrstu 30 árin (til og með 1960) mun láta nærri að fjórir af hverjum fimm hafi helgað sig tónlistarstörfum að einhverju eða öllu leyti, ýmist sem einleikarar, hljóðfæraleikar- ar í Sinfóníuhljómsveitinni, kenn- arar eða tónskáld. Margt af þessu fólki er þjóðkunnugt fyrir þau störf. Jón Þórarinsson r yrsn nopunnn, sem brautskráður var úr söngkennaradeild Tónlistarskólans vorið 1961. ásamt aðalkennurum sínum og skólastjóra. Myndin er tekin á tröppunum i brúðvangi, Laufásvegi 7, en i því húsi starfaði Tónlistarskólinn frá 1948 til 1962. Á myndinni er einnig húsvörðurinn i Þrúðvangi, Guðmundur óiafsson, sem naut mikilia vinsælda, bæði meðal nemenda og kennara. Burtfararprófsnemendur 1978. Það vor brautskráðust fieiri nemendur en nokkru sinni fyrr eða siðar: 3 einleikarar. 1 hljóðfæraleikari, 8 hljóðfærakennarar og 11 tónmenntakennarar. Félagsstarf eldri borgara: Fjölbreytt vetrarstarf Félagsstarf eldri borg- ara í Reykjavík — þ.e. vetrarstarfið — er hafið. en þetta er ellefta starfsár- ið. Er það nú á fjórum stöðum í borginni, þ.e. að Norðurbrún 1, Furugerði 1, Lönguhlíð 3 og til ára- móta að Hallveigarstöðum við Túngötu. Starfið er mjög fjölbreytt og fer sí- fellt vaxandi, ættu því all- ir að geta fundið þar eitthvað við sitt hæfi. Þar er veitt tilsögn í allskonar handavinnu, svo sem útprjóni, rya, smyrna, hnýtingu, vefnaði o.s.frv. Einnig smíðaföndri og út- skurði í bein og tré, leirmunagerð, smeltivinnu, ýmiskonar leður- vinnu, skermagerð, teiknun og málun, enskukennslu, skák- kennslu, léttri leikfimi o.fl. Spiluð er félagsvist, en auk þess bridge og önnur spil. Dagblöð, vikublöð, tímarit, spil og töfl eru á hverjum stað, gestum til afnota. Bókaútlán á vegum Borgarbókasafns Reykja- víkur er vikulega, og dansaðir eru „gömlu dansarnir" einu sinni í mánuði. Hársnyrting og fótaaðgerða- þjónusta er þáttur félagsstarfsins á hverjum stað og aðstoð við bað fyrir þá, sem þess óska. Væntanlegar hópferðir í leik- hús, stuttir fyrirlestrar, er varða hag aldraðra, og ýmis skemmti- atriði verða auglýst hverju sinni með fyrirvara. Selt er föndurefni og strætis- vagnafarkort aldraðra. í félags- starfinu eru kaffiveitingar dag- lega. — í undirbúningi eru stutt námskeið í matreiðslu fyrir eldri herra, og verða þau nánar auglýst innan skamms. Slik námskeið hafa verið haldin á hinum Norður- löndunum við mjög góðan orðstír, enda hafa þau gjörbreytt lífi margra þeirra, sem einir búa. Ennfremur er sundnámskeið í undirbúningi í Sundhöll Reykja- víkur. Verður það þrisvar í viku, þ.e. mánudaga, miðvikudaga og föstudaga, alls 18 til 20 kennslu- stundir. Fjölritaða dagskrá fyrir hvern stað geta allir fengið, sem þess óska. Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Félagsstarfs eldri borgara að Norðurbrún 1 frá kl. 9.00 til 11.00 og 13.00 til 17.00, sími 86960. VANTAR ÞIG VINNU (n VANTAR ÞIG FÓLK { Þl AIGLYSIR l \l AI.LT LAND ÞEGAR Þl AIG l.YSIR í MORGl NBLADIM BJOÐUM ST0LTIR PENTAX MYNDAVELAR MIKLU ÚRVALI PENTAX MV — ME — ME SUPER Góö greiðslu- kjör Landsins mesta úrval aff Ijósmyndavörum imus super PENTAX Verslið hjá fagmanninum \ A LJOSMYNDAÞJONUSTAN S.F. LAUGAVEG1178 REYKJAVfK SfMI 85811

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.