Morgunblaðið - 05.10.1980, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 05.10.1980, Blaðsíða 28
64 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. OKTÓBER 1980 VlK> MORÖdV- 1 k'AFr/Nö ^ V' v -- I ■ (! -r»r_ __ Geturðu ekki látið bíða til moriíuns að framkalla brúðkaups- myndirnar, vinur minn? Ast er... ... að vita að henn- ar blikk er aðeins íyrirþig. TM Reg U S P«t Off all rtghts reaerved • t978 Los Angeles Times Syndicate Nei, nei. — Látum okkur seifja þrjár sígarettur á dag! BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson Reyndar gat norður tryggt sér háa tölu með þvi að dobla sögn vesturs í spilinu að neðan. En með svo mörg spil í lit andstæð- inganna gat hann verið viss um, að makker hans ætti þeim mun færri, og sagði þvi fremur eigið game. Ut af fyrir sig eðlileg ákvörðun en litlu munaði, að illa færi. Norður gaf, allir utan hættu. Norður S. ÁKD86 H. 10763 T. G8 L. Á10 COSPER Austur S. G1053 H. Á9842 T. ÁD L. 93 Suður S. 742 H. 5 T. K1097 L. K8754 Norftur Austur Suður VVstur 1 spaði 2 hjörtu 2 spaðar 4 hjörtu 4 spaðar Ðoblar Allir pass Gegn þessum viðkvæma samn- ingi tók austur fyrsta slaginn á hjartaás, síðan tígulás og spilaði tíguldrottningu, sem tekin var með kóng. Sagnhafi hefði þá getað spilað tígli áfram og látið hjarta heima. Með því móti hefði mátt trompa eitt hjarta og annar slag- ur á tígul verið tilbúinn þegar trompin hefðu verið tekin af andstæðingunum. En sagnhafi kom ekki auga á þessa tiltölulega einföldu og nokk- uð öruggu leið. Eftir tígulkónginn spilaði hann laufi á ásinn, tromp- aði hjarta en spilaði þá tígli frá blindum og lét hjarta af hendinni. Eftir trompun gat austur þá hnekkt spilinu með því einfaldlega að spila laufi. Það hefði rifið kónginn úr blindum of snemma og tígulslagurinn, sem beið í blindum hefði ekki komið að gagni. Og ef sagnhafi reyndi að trompa öll hjörtun yrði ekki hjá því komist, að austur fengi annan slag á tromp. En austur kom ekki auga á þennan möguleika, spilaði trompi og sagnhafi fékk þá sína 10 slagi. Vestur S. 9 H. KDG T. 65432 L. DG62 Nei, það er ekkert bréf frá kærastanum í dag! Brldge Umsjón» ARNÓR RAGNARSSON Bridgefélag kvenna Mánudaginn 29. september 1980 var spiluð önnur umferð í einmenningskeppni þeirri sem nú stendur yfir hjá Bridgefélagi kvenna. Röð efstu kvenna eftir tvö kvöld er sem hér segir: Kolbrún Indriðadóttir 224 Nanna Ágústsdóttir 211 Dóra Friðleifsdóttir 209 Sigríður Ingibergsdóttir 206 Anna Lúðvíksdóttir 205 Margrét Margeirsdóttir 203 Rósa Þorsteinsdóttir 203 Erla Guðmundsdóttir 201 Einmenningskeppni er mis- jafnlega vinsæl hjá Bridgefélagi kvenna sem annarsstaðar, en var nú haldin í þeim tilgangi að fá inn nýjar konur sem má segja að hafi tekist nokkuð vel, því að af 48 konum sem spila í keppninni eru 7 nýjar sem aldrei hafa spilað í keppni áður, og er það vonandi að þær konur verði virkir þátttakendur í bridge- keppni hjá Bridgefélagi kvenna í framtíðinni. Bridgefélagið Ásarnir, Kópavogi Heldur dapurleg þátttaka hef- ur verið í eins kvölds mótum Asanna það sem af er. Á mánudaginn kemur verður spilað að venju og eru spilarar hvattir til að mæta og taka með sér gesti. Nýir félagar eru vel- komnir. Spilamennskan hefst kl. 19.30 °g er spilað í Félagsheimili Kópavogs. Bridgefélag Akureyrar Aðalfundur félagsins var haldinn 30. sept. sl. að Félags- borg. I upphafi fundar minntust fundarmenn látins félaga, Ingi- mundar Árnasonar. í skýrslu stjórnar kom m.a. fram að starf- semi félagsins var mikil á síð- asta starfsári og er stefnt að því að svo verði einnig í vetur. Úr stjórn félagsins gengu Stefán Vilhjálmsson formaður og Arn- ald Reykdal. Nýkjörjn stjórn er þannig skipuð: Ólafur Ágústsson for- maður, Páll Jónsson ritari, Sveinbjörn Jónsson gjaldkeri, Þórarinn B. Jónsson varafor- maður og Jón Friðriksson með- stjórnandi. Fyrsta keppni vetrarins hefst þriðjudaginn 7. október og er það svokölluð Thule-tvímenn- ingskeppni sem stendur yfir í þrjú kvöld. Það er Sana sem gefur verðlaunin í þessa keppni eins og undanfarin ár. í fyrra sigruðu Magnús Aðalbjörnsson og Gunnlaugur Guðmundsson í þessari keppni eftir harða keppni. Spilað er í Félagsborg og hefst keppnin kl. 20. Allir Akur- eyringar og aðrir nærsveita- menn eru velkomnir á spila- kvöldin. Spilarar eru beðnir að mæta tímanlega til keppni svo hægt sé að hefja keppnir stund- víslega. Bridgedeild Breiðfirðinga Tveimur umferðum af fimm er lokið í tvímenningskeppninni. Staða efstu para: Elín Jónsdóttir — Sigrún Ólafsdóttir 395 Halldór Helgason — Sveinn Helgason 385 Bragi Bjarnason — Hreinn Hjartarson 380 Ingibjörg Halldórsdóttir — Sigvaldi Þorsteinsson 377 Arnar Guðmundsson — Ólafur Guttormsson 361 Böðvar Guðmundsson — Hans Nielsen 359 Jón Sigurðsson — Lilja Petersen 358 Brandur Brynjólfsson — Þórarinn Alexandersson 355 Meðalskor 330 Næsta umferð verður spiluð á fimmtudaginn í Hreyfilshúsinu og hefst keppnin kl. 19.30. Tafl- og bridge- klúbburinn Fimmtudaginn 2. október 1980 var spiluð önnur umferð í tvímenningskeppni hjá félaginu, sú breyting varð á að spilað er í tveimur 16 para riðlum í stað 3ja 10 para riðla. Staða fimm efstu para í A og B riðli. A-riðilI Jón Ámundason — Árni Magnússon 482 Bragi Björnsson — Þórhallur Þorsteinsson 475 Gissur Ingólfsson — Helgi Ingvarsson 466 Jón P. Sigurjónsson — Sigfús Ö. Árnason 453 B-riðilI Jón Baldursson — Valur Sigurðsson 482 Aðalsteinn Jörgensen — Stefán Pálsson 469 Kristján Liliendahl — Jón Ingi Björnsson 457 Óskar Karlsson — Guðm. Sigursteinsson 454 Tryggvi Gíslason — Bernharður Guðmundsson 453 Fimmtudaginn 9. október 1980, verður spiluð þriðja um- ferð í tvímenningskeppninni, spilað verður í Domus Medica, spilarar mætið stundvíslega. Það er vissara að loka þá inni Húsmóðir skrifar: „Alveg gat maður sopið hveljur við að horfa á sjónvarpsþáttinn um efnahagsmálin í Bretlandi. Þeir kunna réttu tökin þegar skila á ákveðnu verki, þeir ensku. Orðið hefur líka alltaf verið frjálst í Englandi, og hagfræðingar gátu spáð, því að þeir vissu að þeirra biðu ekki refsingarnar. í Englandi hafa aldrei verið til stjórntækni valdhafanna í sósíalísku ríkjun- um, sem eru fangabúðir, geð- veikrahæli og brottvísun úr vinnu. • „í faðmi bjarnarins“ Ég bið sjónvarpið að flytja bresku þættina sem heita „í faðmi bjarnarins" og sýna lifskjör fólks- ins sem býr næst Rússlandi, og Rússar bönnuðu Finnum að sýna. Þennan fróðleik átti maður heimt- igu á að fá að sjá, og svo á maður að meta það, að engin þjóð svívirð- ir okkur svona. Finnum dugar ekki hlutleysið, þar er ritskoðunin alveg í höndum Kremlverja. Því ekki að syngja í Laugardalshöll- inni lof um kúgunina sem Finnar verða að þola? Það voru líka breskir blaða- menn sem spáðu falli Evrópu og sýndu fram á, að Rússar mundu geta lagt undir sig heiminn með því að sundurlyndi Vesturblokkar- innar væri svo mikið, og smátt og smátt versnuðu kjör almennings við þrælatak heimsveldisstefnu sósíalismans. • Þá kvaddi sá rússneski Mér ferst eins og íslenska skipstjóranum, þegar hann kopi í fyrsta sinn til Leníngrað. Það kom strax um borð KGB-maður og baust til að sýna honum borgina, sem hann þáði með þökkum. Þegar skoðuninni var lokið, þakk- aði skipstjórinn vel fyrir sig og sagði: „Af hverju sýndir þú mér ekkert merkilegt sem gert hefur verið eftir byltinguna?" Þá skildi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.