Morgunblaðið - 05.10.1980, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 05.10.1980, Blaðsíða 14
50 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. OKTÓBER 1980 Ungir hljóðfæraleikarar i Hljómsveit Tónlistarskólans 1977. Hljómsveitarstarf í skólan- um hefur staóió meó miklum blóma allt sióan 1942, lengst af undir stjórn Björns ólafssonar konsertmeistara, sem var frum- kvöðull að stofnun hljómsveit- arinnar. MörR undanfarin ár hefur starfað i skólanum önnur hljómsveit fyrir hina ynjfri af nemendunum, kölluð „litla hljómsveitin“. Henni stjórnaði fyrst Ingvar Jónasson. ráð. í því áttu sæti dr. Páll Isólfsson formaður, skipaður án tilnefningar, Sigurður Sigurðsson, síðar landlæknir. tilnefndur af borgarstjórn Reykjavíkur, og Ólafur Þorgrímsson hæstaréttar- lögmaður, tilnefndur af Tónlistar- félaginu. Páll hélt því áfram tengslum sínum við skolann, bæði sem skólaráðsformaður og orgel- kennari, og um tíma sem settur skólastjóri í veikindaforföllum< Árna Kristjánssonar, þótt hann léti formlega af skólastjórn. Eftir lát dr. Páls tók Árni Kristjánsson sæti hans í skólaráðinu, og situr það að öðru leyti óbreytt enn í dag. Ólafur Þorgrímsson hefur setið óslitið í skólaráðum og skólanefnd Tónlistarskólans frá upphafi. Sumarið 1959 setti mennta- málaráðherra reglugerð um kenn- aramenntun í söng og tónlist, sem hefur markað þáttaskil í starfi Tónlistarskólans. Með henni var skólanum falið í samstarfi við Kennaraskóla Islands að sér- mennta og útskrifa söng- og tón- listarkennara. Þetta haust voru fyrstu nemendurnir teknir í hina nýju söngkennaradeild og luku þeir prófi eftir tveggja vetra nám. Þeir sóttu kennslu í uppeldis- og sálarfræði í Kennaraskólanum, en hlutu menntun sína að öðru leyti í Tónlistarskólanum. Síðan hafa þær breytingar orðið á, að námið tekur nú þrjú ár, kennslan fer öll fram á vegum Tónlistarskólans og deildin nefnist Tónmenntakenn- aradeild. Þetta nýmæli hafði þá breyt- ingu á rekstri skólans í för með sér, að nokkrir kennaranna urðu nú ríkisstarfsmenn og skólastjóri í fyrsta skipti skipaður af mennta- málaráðherra. Haustið 1959 lét Árni Krist- jánsson af starfi skólastjóra og við tók Jón Nordal tónskáld, sem verið hafði fastur kennari við skólann frá 1957 og áður lokið þar burtfararprófum, bæði í píanóleik og tónsmíðum. Aukin umsvif ollu því að hús- næðið í Þrúðvangi var nú orðið ófullnægjandi. Tónlistarfélagið réðst þá í að byggja hús yfir bíórekstur sinn og skólann í Skip- holti 33. Til þess að fjármagna þá byggingu var Þrúðvangur seldur og þurfti að rýma húsið fyrir haustið 1962. En framkvæmdir við nýja húsið töfðust, þannig að fyrri hluta þessa vetrar var skólinn á algerum hrakhólum. Fór kennsla fram í óhentugu leiguhúsnæði á þremur stöðum og á heimilum kennaranna, þar sem því var við Fyrstu nemendur og kennarar Tónlistarskólans ásamt nokkr- um félögum úr Hljómsveit Reykjavikur. Myndin er tekin i porti Miðbæjarbarnaskólans vorið 1931. í miðröð eru kennar- arnir Páll ísólfsson, Karl Heller, dr. Franz Mixa og Friedrich Fleischmann. Lengst til hægri i sömu röð er Björn Ólafsson siðar konsertmeistari (með hvítan kraga), og fyrir framan Pál ísólfsson er Rögnvaldur Sigur- jónsson pianóleikari (i „matrósa- fötum"), en þeir urðu báðir siðar máttarstoðir i kennaraliði skól- ans og hafa þjónað honum um áratuga skeið. — Ári síðar en þessi mynd var tekin var Tón- listarfélagið stofnað, m.a. til þess að sjá skólanum farborða og tryggja rekstur hans. Meðal forustumanna þess, sem einnig eru á myndinni, má nefna Ragn- ar Jónsson, sem verið hefur formaður félagsins frá upphafi (efst til hægri), Björn Jónsson, sem lengi hafði á hendi fjárreið- ur skólans (fyrir aftan Pál Isólfsson), og Ilauk Gröndal (fyrir framan Björn Ólafsson). Allir þessir menn, sem og raun- ar aðrir félagar Tónlistar- félagsins, létu sér alla tið mjög annt um hag skólans og studdu starfsemi hans með ráðum og dáð. Páll Ingólfsson barnadeildin losnaði úr tengslum við skólann, sem fyrr var sagt, fækkaði nemendum aftur og á árunum milli 1950 og 1960 var fjöldi þeirra nokkuð breytilegur, oftast frá um 140 upp í um 180. Haustið 1956 lét dr. Páll ísólfs- son af starfi skólastjóra og við því tók Árni Kristjánsson. Beitti hann sér fyrir því að koma fastari skipan en verið hafði á námsefni og námstilhögun, og á fyrsta skólastjórnarári hans var gefin út námsáætlun, sem verið hafði í undirbúningi um skeið. Komst nú á skipting skólans í undirbúnings- og framhaldsdeild, og námsefni hvorrar deildar var skipt í nokkur stig, en nemendur þreyttu sérstök próf milli stiga og deilda. Með þessu varð skólastarfið markviss- ara en áður og færðist að ýmsu leyti í fastara form. Fyrsta skólaráðið hafði vikið fyrir skólanefnd úr hópi félags- manna Tónlistarfélagsins, en nú var því fyrirkomulagi aftur breytt, og í janúar 1957 skipaði menntamálaráðherra, sem þá var dr. Gylfi Þ. Gíslason, nýtt skóla- komið. Það var því mikið fagnað- arefni, þegar kennsla hófst í nýja húsinu um mánaðamótin janúar — febrúar 1963. Var nú skólinn í fyrsta skipti kominn í húsnæði, sem frá upphafi var ætlað til slíkra nota, og þó að ekki hefði tekizt að öllu leyti eins vel til um hljóðeinangrun og fleira og vænzt hafði verið, voru viðbrigðin mikil. En ljóst var frá upphafi, að þetta húsnæði var ekki svo við vöxt, að það gæti orðið heimili skólans til langframa, ef hann tæki eðlilegum vexti og svaraði þeim kröfum, sem fyrirsjáanlega yrðu gerðar til hans. Fyrsta heila veturinn í nýja húsinu voru nemendur 237, en fjölgaði fljótlega upp í kringum 270, og hefur ekki verið unnt að taka við fleirum. Oftast hefur orðið að vísa mörgum frá vegna þrengsla. Auk tónmenntakennaradeildar- innar starfa nú við skólann þrjár aðrar kennaradeildir: Úr píanó- kennaradeild brautskráðust fyrstu nemendurnir vorið 1965, úr fiðlukennaradeild 1969 og úr blás- arakennaradeild 1972. Með starfs- emi þessara kennaradeilda allra er reynt að bæta úr mjög brýnni þörf í þjóðfélaginu, og er þar þó enn mikið verk óunnið. Kennara- deildirnar hafa orðið skólanum mikilsverð kjölfesta með þeim hætti að þar er mikill fjöldi nemenda, sem hefur námið að aðalstarfi og helgar sig því að fullu, gagnstætt því sem áður var, þegar flestir stunduðu tónlistar- námið í tómstundum frá öðru námi eða störfum. Lengst af var slíkt nám einskis metið í öðrum skólum, en á því varð mikil breyting veturinn 1972—3, þegar menntaskólarnir í Reykjavík tóku upp þá nýbreytni að gefa nemend- um Tónlistarskólans kost á að sleppa vissum greinum af hinu hefðbundna námsefni og láta nám í Tónlistarskólanum koma þar á móti. Þannig urðu tónlistargrein- ar gjaldgengar til jafns við hinar venjulegu námsgreinar mennta- skólanna til stúdentsprófs, og hafa allmargir nemendur notað sér þetta. í ársbyrjun 1976 tóku gildi lög, sem kveða á um það að ríki og sveitarfélög skuli skipta með sér launagreiðslum tónlistarskólanna, og hefur þetta tryggt mjög fjár- hagslega stöðu skólanna og jafn- framt gert þeim kleift að stilla skólagjöldum í hóf. Síðasta áratuginn hefur starf- semi Tónlistarskólans staðið með miklum blóma. Mikil gróska hefur verið í kammermúsíkiðkun og tónleikahaldi. Sum árin hafa verið haldnir um 40 tónleikar á vegum hans, ýmist innan veggja skólans fyrir nemendur, kennara og gesti, eða utan þeirra og opnir almenn- ingi. Skólinn hefur skipzt á heim- sóknum við erlenda tónlistarskóla og gengizt fyrir námskeiðum með heimskunnum leiðbeinendum, sem sum hafa verið sótt af nemendum frá mörgum löndurn. Ber þar hæst námskeiðin, sem Paul Zukofsky hefur staðið fyrir, en hið þriðja þeirra var haldið á síðastliðnu sumri. Mjög mikið af þeirri kennslu sem fram fer í Tónlistarskólanum er á háskólastigi. Eðlilegt fram- hald á þróun hans væri það, að hann yrði gerður að tónlistarhá- skóla á vegum ríkisins. Slík hugs- un mun hafa vakað fyrir Vil- hjálmi Hjálmarssyni þáverandi menntamálaráðherra, þegar hann skipaði nefnd sumarið 1978 til að undirbúa lagasetningu um ríkis- tónlistarskóla, sem yrði aðaltón- listarmenntastofnun þjóðarinnar og starfaði að mestu á háskóla- stigi. Þegar litið er yfir hálfrar aldar starfsferil Tónlistarskólans í heild, sýnist mega skipta honum í þrjú nokkurn veginn skýrt af- mörkuð tímabil. Hið fyrsta tekur yfir 15 ára skeið frá stofnun skólans til styrjaldarloka 1945. Á þessu tímabili eru aðaikennslu- greinarnar píanó- og fiðluleikur en nokkrir nemendur leggja stunc á knéfiðluleik. Burtfararpróf Ijúka 31 nemandi, 21 á píanó, 9 é fiðlu og einn á knéfiðlu. Hlutföllir svara nokkurn veginn til skipt- ingar nemenda í skólanum á

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.