Morgunblaðið - 05.10.1980, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 05.10.1980, Blaðsíða 30
66 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. OKTÓBER 1980 Leita flugvéla á Grænlandsjökli „1>AÐ snjóaði óvenjulpKa mikið á Grænlandi i fyrravetur ok vél- arnar því á kafi i fönn. Við urðum cinskis varir i þessari ferð, en eÍKum eftir að koma aftur og reyna til þrautar að finna þær,“ sagði Timothy Ock- enden, kanadiskur fluggarpur og ævintýramaður i spjalli við Flugsiðuna, en hann reyndi ný- verið að finna sveit orrustuflug- véla er urðu að nauðlenda á Grænlandsjökli undir lok heims- styrjaldarinnar síðari. Timothy varð fyrir þvi i fyrra að nauð- lenda Islander-fluKvél. sem hann (>K félagar hans voru á, <>k fundu þeir hana ekki heldur nú, en úr henni ætluðu þeir að hjarga öllu heilleKU. „Við gerum okkur vonir um, að haustvindarnir skafi snjóinn ofan af vélunum, en þá er hugmyndin að fljúga yfir staðinn og varpa sendi niður, svo að hægt verði að baka til þátttöku í bardögum gegn Japönum á Kyrrahafi. Flugsveitin átti að hafa við- komu á Islandi og taka hér eldsneyti, en vélarnar fóru fram- hjá landinu fyrir slysni, og var um seinan að snúa til íslands þegar flugmennirnir uppgötvuðu hvar þeir voru staddir, þar sem elds- neytisbirgðir hefðu ekki dugað. Var þá ein vélin látin lenda á Grænlandsjökli til að kanna að- stæður áður en hinar skelltu sér niður. Voru hjólin höfð niðri og tókst lendingin vel á spegilsléttu hjarninu, og gat hún athafnað sig FIU9 Umsjón Ágúst Ásgeirsson, Jón Grímsson og Ragnar Axelsson Lockheed P38E Lightning flugvél eins og leitað er í Grænlandsj- ökli. Tólf vélar af þessari tegund og eitt „flugvirki“ lentu á jöklinum eftir að hafa villst framhjá fslandi. Talið er, að þær séu litt eða ekkert skemmdar og að hægt verði að fljúga þeim af jöklinum, þegar þær finnast. ganga beint að vélunum næsta sumar," sagði Tim. Hann sagði, að vélarnar hefðu sézt nokkrum sinn- um síðustu árin, en hingað til hefði engin haft áhuga á að bjarga þeim. „Við ræddum við danska herflugmenn í Kulusuk um dag- inn, er séð hafa flugvélarnar, og þeir ætla að gera okkur viðvart ef til þeirra sést aftur." Tim sagði, að vélarnar hefðu lent heilu og höldnu á jöklinum í um 150 kílómetra fjarlægð frá Kulusuk. í sveitinni voru 12 orr- ustuvélar af gerðinni Lockheed P-38 Lightning og eitt „flugvirki" svokallað, Boeing B-17. Þær voru á sínum tíma sendar frá Bandaríkj- unum til Bretlands til þátttöku i aðgerðum gegn Þjóðverjum, en Hitler gafst upp um þær mundir sem vélarnar komu til Bretlands. Ákveðið var þá að senda þær til Skemmd- ir á vél í gosflugi ÞOTA af gerðinni DC-9 frá Ilugh- es Airwest flugfélaginu skemmd- ist talsvert er henni var í ógáti flogið inn í öskuský í grennd við eldfjallið St. Helenu i einni gos- hrinunni er stóð i sumar. Þrátt fyrir að þotan væri aðeins tæpar fjórar mínútur á gossvæð- inu særðust þjöppublöð í hreyflum þotunnar vegna núnings við ösk- una og frambrúnir vængjanna voru á að líta eins og þær hefðu verið sandblásnar. En það sem tilfinnanlegast var fyrir flug- mennina var að allir gluggar stjórnklefans rispuðust svo mikið að þeir urðu algjörlega ógagnsæir og varð að skipta um þá alla er niður var komið. á jöklinum eins og um fínasta flugvöll væri að ræða. Lentu hinar vélarnar ein af annarri og var þeim raðað upp í fylkingu. Dæmi er um, að þýzkur kafbát- ur í norðurhöfum hafi eitt sinn sent frá sér sterkt útvarpsmerki, og þannig leitt flugvélar af leið svo að þær urðu að lenda á Grænlandsjökli, en ekki veit Flugsíðan hvort hér sé um um- rædda flugsveit að ræða. „Við erum þess fullvissir að flugvélarnar séu í góðu ásigkomu- lagi á jöklinum," sagði Tim. „Þær voru svo til splunkunýjar er þær lentu þarna, hafði aðeins verið flogið í 55 klukkustundir frá því þær voru smíðaðar. Og við gerum okkur vonir um að fljúga þeim af jöklinum er við höfum fundið þær,“ bætti hann við. Sagði Tim, að ákveðið væri að Hercules-flugvél lenti hjá vélun- um með jarðýtur og skála. Hug- myndin væri að ryðja snjónum frá flugvélunum og gera flugbraut þar nærri. Flugvirkjar er á sínum tíma tóku þátt í smíði vélanna ætla að koma á staðinn og yfirfara þær og gera við það sem þarfnast lagfæringar. Ekki væri búist við að vélarnar j>örfnuðust mikilla lagfæringa, því dæmi væri um nýlega björgun Mustang flugvélar (P-51) í Alaska er var svo til óskemmd eftir áratuga dvöl í fönn, aðeins hefði þurft að fram- kvæma smávægilegar lagfæringar til að gera hana flughæfa. „En fyrst verðum við þó að finna nákvæmlega hvar vélarnar eru, helzt í haust, og varpa sendi þar niður. Beinn kostnaður við leiðangurinn að þessu sinni er um 200,000 dollarar, og er þristurinn (DC-3) sem við keyptum til farar- innar meðtalinn. Við borgum þetta allt úr eigin vasa, og þess vegna verður konan að vinna úti,“ sagði Tim hlæjandi. Finni þeir félagar vélarnar og nái þeim heilum burtu, má búast við að þeir geti selt þær fyrir stórfé, sökum þess hve þær eru sjaldgæfar. Þeir félagar höfðu meðferðis skíðaútbúnað til að skella undir þristinn, og ætluðu að lenda á Grænlandsjökli hefðu þeir fundið vélarnar, en ekkert varð úr því, þar sem þeir komu ekki auga á þær, eins og fyrr segir. Tim Ockenden leiðangursstjóri er tæplega þrítugur Kanadamaður og flugmaður á Boeing-727 far- þegaþotum hjá Air Canada. Hann hlaut flugþjálfun sína í lofther Kanada og er þrautreyndur flug- maður. Með honum voru í leið- angrinum landar hans Brian Bris- bin, er nýlokið hefur einkaflug- mannsprófi og hefur réttindi til að fljúga þristi, og flugvirkinn Fred Chan. Einnig brezkur flugmaður að nafni Nigel Brendish, er á flugfélagið Harvest Air Ltd. þar í landi, sem hefur einni þyrlu og átta flugvélum á að skipa. Þrist- inn, sem Tim og félagar hans keyptu til leiðangursins, mun Nig- el reka í vetur. Þess má geta, að í fyrra slóst íslenzkur flugmaður í hópinn, Sigurður Karlsson, og var aðstoðarflugmaður Tims á einni leitarvélinni. Því má bæta hér við í lokin, að Lockheed Lightning var langfleyg orrustuflugvél og til margra hluta nytsamleg, einkum sem fylgdarvél með sprengjuflugsveitum og sem árásarvél. Þær skutu t.d. niður fleiri japanskar flugvélar en nokk- ur önnur tegund, en var beitt á öllum vígstöðvum. Þjóðverjar höfðu beyg af henni og kölluðu hana Gaffalskottu eftir ákveðinni fiðrildistegund. Framleiðsla hófst 1940 og smíðaðar voru 9923 vélar til stríðsloka. Árið 1943 skaut ein niður japanska flugvél yfir Gua- dalcanal og með henni Yamamoto, sem á sínum tíma skipulagði árásina á Pearl Harbour. Sam- kvæmt þeim upplýsingum sem Mbl. hefur aflað sér eru líklega ekki nema þrjár Lightningvélar „í heilu lagi“ til í heiminum, og aðeins ein þeirra mun vera í flughæfu ástandi. Ævintýramennirnir, sem freista þess að finna sveit orrustuflugvéla á Grænlandsjökli. Á myndinni, sem er tekin við flugvél þeirra á Reykjavíkurflugvelli, eru (f.v.) Nigel Brendish, Timothy Ockendne leiðangursstjóri, Fred Chan flugvirki og Brian Brisbin. Hnekktu metinu frá Goose Bay til Reykjavíkur „JÁ, VIÐ lögðum upp í þetta flug með það I huga að hnekkja metinu á flugleiðinni frá Goose Bay til Reykjavíkur,“ sagði Field Pendle- ton Morey flugmaður 1 örstuttu spjalli við Mbl. á Reykjavíkur- flugvelli nýverið, en kvöldið áður settu hann <>g félagi hans, Oliver Smithies, nýtt hraðamet í flokki eins hreyfils flugvéla á flugleið- inni frá Goose Bay á Nýfundna- landi til Reykjavikur, voru 8 klukkustundir og 16 mínútur á milli. „Við höfðum 20 hnúta mótvind alla leiðina. Fátt bar til tíðinda á fluginu, og vandamál áttum við ekki við að stríða, nema að seinni hluta flugsins var maður stöðugt Brezka flugfélagið British Airways ákvað í sumar að afmá seinni hluta íélaKsheitisins af skrokkum flugflotans og voru ýmsar ástæður fyrir þvi gefnar. Alls á flugfélagið tæpar 200 flugvélar ok um 60 nýjar í pöntun og kostnaður við breytinguna er áætlaður um ein milljón sterlingspunda. eða um 1,2 milljarðar islenzkra króna. Inn i dæmið er þó aðeins reiknaður vinnuaflskostnaður og málning, en ekki tekjutap vegna stöðvunar vélanna á meðan breytingarnar eru gerðar. Starfsfólk BA hefur tekið þessari ákvörðun félagsins með litilli hrifningu og sagt að verja mætti þessum fjármunum á betri vegu. Field Pendleton Morey (tv.) og Oliver Smithies við farkost sinn á Reykjavíkurflugvelli. Þeir bættu metið í flokki smáflugvéla á flugleið- inni frá Goose Bay til Reykjavikur. starandi á benzínmælana og spyrj- andi sjálfan sig þeirrar spurningar hvort droparnir myndu ekki duga," sagði Field. Field, sem er prófdómari og eftirlitsflugmaður hjá bandarísku flugmálastjórninni, flaug eigin vél, sem er af gerðinni Cessna 210 árgerð 1969. Hreyfillinn er með svokölluðum hverfilblásara og er farflughraði vélarinnar 180 hnútar. Flugþol vélarinnar er níu klukku- stundir. Með Field var miðaldra maður, Oliver Smithies, en hann er nemandi Fields í fluginu. Þeir eru frá New York, og voru á skemmti- ferð til Lundúna, en hafa aftur viðkomu á Reykjavíkurflugvelli á heimleiðinni. Er örstuttu spjalli okkar lauk, hoppuðu þeir félagar um borð í farkost sinn, ræstu hreyfilinn, og skömmu seinna hófu þeir sig til lofts og tóku stefnuna á Prestwick í Skotlandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.