Morgunblaðið - 17.10.1980, Side 1

Morgunblaðið - 17.10.1980, Side 1
40 SÍÐUR MEÐ MYNDASÖGUBLAÐI 230. tbl. 68. irg. FÖSTUDAGUR 17. OKTÓBÉR 1980 Prentsmiðja Moreunblaðsins. 60 herskip gæta Hormuzsunds WashinKton. Toheran. Baghdad. 16. október. — AP. ÍRANIR og írakar hertu í dag loftárásir sínar og gerðu írakar m.a. loftárásir á olíubirgðageyma Teheran- borgar. Stóðu þeir í ljósum logum í dag. íranskar orrustuþotur gerðu um svipað leyti loftárásir á Baghdad. þriðja daginn í röð. Einnig gerðu írakar loftárásir á tvær bækistöðvar íranska hersins við Kermanshah. í tilkynningu íraska hersins í dag sagði að 203 íranskir hermenn hefðu verið drepnir og 20 teknir til fanga í átökum síðustu 12 klukkustund- irnar er verið hefði lokasprettur- inn í áhlaupi íraka á Abadan og Khorramshahr er nú væru full- komlega á valdi þeirra. í tilkynn- ingu er útvarpið í Teheran birti í dag var því hins vegar lýst, að árásarsveitir íraka hefðu verið hraktar 20 kílómetra til baka frá austur- og norðurjaðri Abadan. Rajai forsætisráðherra írana hélt í dag áleiðis til New York þar sem hann tekur þátt í umræðum í Oryggisráðinu um átök Irana og Iraka og hefur það verið túlkað sem stefnubreyting af hálfu Irana, sem áður höfðu lýst því yfir, að þeir semdu ekki um frið með milligöngu SÞ eða annarra aðila, vopnin yrðu látin skera úr í deilu þeirra og Iraka. Carter forseti lét í kvöld í ljós áhuga á að hitta Rajai að máli og reyna að knýja fram lausn gísla- málsins, en sagðist þó ekki sjá neina möguleika á að af fundum Kjarnorku- sprenging Washington. 16. október. — AP. KÍNVERJAR sprengdu í dag kjarnorkusprengju, að sögn handaríska orkuráðuneytisins, og var styrkleiki sprengjunnar á biiinu 200 kilótonn til eitt mega- tonn. Sprengjan var sprengd ofanjarðar á Lop Nor-tilrauna- svæðinu i norðvesturhluta Kina. Kínverjar sprengdu kjarnorku- sprengju ofanjarðar fyrir tveim- ur árum og skildi hún eftir sig geislavirkt ryk í andrúmslofti jarðar i nokkra mánuði. þeirra yrði. Sjónvarpsstöð í Chi- cago skýrði frá því í dag, að yfir stæðu viðræður milli bandarískra og íranskra yfirvalda um lausn gíslamálsins. Væri lausnin fólgin í því að Bandaríkjamenn létu Irön- um í té varahluti í orrustuþotur þeirra í skiptum fyrir gíslana, og myndu bandarískar herflutninga- vélar halda til Teheran með vara- hlutina á föstudag. Þessum fregn- um var um hæl vísað á bug í bandaríska utanríkisráðuneytinu. Bandaríkjamenn, Bretar, Frakkar og Astralir hafa komið upp flota a.m.k. 60 herskipa í kyrrþey í nágrenni Hormuzsunds, sem eru um helmingi fleiri skip en Eiginkonan limdi sig við makann Birmingham. 16. okt. — AP. TRYGG og trú eiginkona límdi sig við eiginmann sinn, þegar hún var að heimsækja hann i fangelsi i Birmingham í dag og varð að flytja mann- inn, konuna og vörð þann sem var handjárnaður við fang- ann á sjúkrahús til að skilja þau að. Konan notaði kröftugt byggingarlím til þessara að- gerða: Um þær mundir sem hún var að þrýsta hönd manns síns í kveðjuskyni að því er vörðurinn hélt, limdist hún blýföst við hann. Tók langan tima að skilja hjónin að og að þvi húnu var konan flutt heim til sin og grét hún beizklega að sögn AP, en hafði þá ekki meira hyggingarlim til að reyna bragðið aftur. Tekið er fram að ekki verði sett fram ákæra gegn henni. Yfirmaöur pólska sjónvarpsins tekinn fyrir fjárdrátt: Háttsettir embættis- menn með í spilinu? Varsjó. 16. október. — AP. PÓLSKTblað sagði í dag. að Maciej Szczepanski fyrrum yfirmaður pólska sjónvarpsins, sem tekinn var fastur í gær ok gefið að sök að hafa dregið sér fé úr sjóðum stofnunarinnar. hefði alls ekki geta misnotað svo aðstöðu sína nema háttsettir embættismenn hefðu haldið yfir honum hlífiskildi. Blaðið sagði, að færa ætti fyrir rétt alla er hlut ættu að máli, en þar væri hvorki um að ræða neina smákarla, blindingja eða heyrn- leysingja. Sögusagnir hafa verið á kreiki, að Szczepanski og aðstoð- armaður hans verði ekki leiddir fyrir rétt þar eð þeir myndu að öllum líkindum ljóstra upp um aðra háttsetta embættismenn fyrir rétti. Sovétmenn hafa á svæðinu. Carter forseti sagði á kosningaferðalagi í New Jersey í dag, að Bandaríkja- menn myndu taka til hverra þeirra ráða er nauðsynleg væru talin til að halda olíuflutninga- leiðum um sundið opnum. Banda- ríkjamenn hafa af þessum sökum átt viðræður við ýmis ríki um „tæknilegar" leiðir til að halda sundinu opnu. í Pentagon ríkir sú trú að sjóherinn bandaríski sé einfær um að tryggja öryggi olíuflutningaleiða um sundið, en bandarísk yfirvöld hafa kosið að koma upp sameiginlegum flota vinveittra ríkja til að vera til taks við sundið. Biblían og Karl Marx Zagrch. 16. október. — AP. JÚGÓSLAVNESKIR bókaþjóf- ar seilast helzt eftir Biblíunni eða Kommúnistaávarpi Karls Marx, samkvæmt skoðana- könnun júgóslavneska blaðsins Vjesnik í dag. Könnunin var gerð meðal hóksala í Zagreb. í næstu sætum á vinsælda- lista bókaþjófanna eru bækur með leiðbeiningum í kynferð- ismálum, sérstaklega mynda- bækur, og hið klassíska rit gríska heimspekingsins Plató, „Ríkið“. Særður írani situr á rústum húss fjölskyldu sinnar er varð fyrir barðinu á loftárásum íraka á borgina Dezful á mánudag. í loftárásinni fórust f jórir úr fjölskyldunni, þ.á m. átta ára gömul systir hans. Símamynd AP. Þrír bjóða sig fram við formannskjörið London. 16. október. — AP. PETER Shore fyrrum umhverf- i.smálaráðherra og núverandi talsmaður brezka Verkamanna- flokksins í utanrikismálum. til- kynnti i dag þátttöku sína i slagnum um formcnnsku i flokknum. en í kjölfar afsagnar James Callaghans flokksleiðtoga í gær ákváðu tveir fyrrum ráð- herrar flokksins. Denis Healy og John Silkin. að vera í framhoði er þingmenn flokksins kjósa nýjan formann í byrjun na'sta mánaðar, líklegast 4. nóvember. Talið cr líklegt að fleiri eigi eftir að gefa kost á sér við for- mannskjörið. þar á mcðal Micha- el FiKit og Anthony Wedgewood Benn. fyrrum orkuráðherra og helzti talsmaður vinstri arms flokksins. Shore sagði í dag, er hann tilkynnti þátttöku sína, að tak- mark sitt yrði að sameina Verka- mannaflokkinn og efla traust hans og stefnu meðal brezks almennings. Möguleikar Shore hjá veðmöngurum eru ekki miklir. Þeir telja að Healy sé langlíkleg- astur til að verða kosinn næsti flokksformaður. Shore er að vísu í öðru sæti hjá þeim, þá Foot, Silkin og loks Benn. Frestur til þátttöku rennur út 29. október. Benn sagði í dag, að hver sá sem næði kjöri í nóvember yrði aðeins bráðabirgðaformaður, því búast mætti við því að nýtt formanns- kjör færi fram á næsta ári, jafnvel næsta vor. Sérstakur fundur flokksins hefur verið boðaður í janúarlok til að vinna að breyttu fyrirkomulagi á formannskjörinu. I nýja fyrirkomulaginu fá verka- lýðsleiðtogar og flokksleiðtogar í hverju héraði hlutdeild í kjörinu, en hingað til hafa aðeins þing- menn flokksins kjörið flokksfor- manninn. Með nýja fyrirkomulag- inu styrkist vinstri armur flokks- ins við formannskjörið. Karmal fagn- að í Moskvu Moskvu. 16. oktobcr. — AP. BABRAK Karmal. forseta Afganistan. var tekið með mikilli viðhöfn er hann kom í opinbera heimsókn til Moskvu í dag. en það er í fyrsta skipti sem hann kemur til Moskvu frá því að hann komst til valda eftir innrás Rússa í Afganistan í desember. Leonid Brezhnev forseti faðm- aði Karmal og fylgdarlið hans þéttingsfast að sér á Vnukovo- flugvelli og hundruðir afganskra námsmanna og sovézkra borgara hylltu komumenn með lófataki og fánaveifingum. í fylgdarliði Karmals var Mohammed Dost utanríkisráðherra og háttsettir menn í her landsins, en ásamt Brezhnev tóku á móti Afgönunum þeir Andrei Gromyko utanríkis- ráðherra, Nikolai Tikhonov vara- forsætisráðherra og Youri V. Andropov yfirmaður sovézku leyniþjónustunnar, KGB. Diplómatar í Nýju Dehlí töldu í dag, að meðal umræðuefnis á fundum Brezhnevs og Karmals yrðu breytingar er væru fyrirhug- aðar á stjórn Karmals í þeim tilgangi að auka stjórninni vin- sældir heima fyrir. Sovézkir fjöl- miðlar gerðu mikið úr heimsókn- inni siðustu daga og í dag voru þeir fullir af greinum og fréttum um mikilvægi heimsóknarinnar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.