Morgunblaðið - 17.10.1980, Page 8
8
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. OKTÓBER 1980
Myndllst
eftir VALTÝ
PÉTURSSON
Eitt af
verkum
Palle Nielsen
Palle Niel-
sen í Nor-
ræna húsinu
í anddyri Norræna hússins
stendur nú yfir merkilef; sýninj;.
Danskur grafík-meistari að
nafni Palle Nielsen er þar á ferð
ok því nota ég hugtakið grafík-
meistari, að verkin lofa svo
meistarann að jafnvel þeir, er
ekkert til þekkja í grafík, hljóta
að sannfærast um snilli þessa
myndlistarmanns. Palle Nielsen
er víðfrægur fyrir grafík sína, og
er þá ekki eingöngu miðað við
Norðurlönd. En á Norðurlöndum
er grafík í hávegum höfð, og
margir góðir eða réttara sagt
afburðamenn leggja hönd á plóg-
inn í þeim efnum. Það er því
ekkert smáræði að komast þar á
blað á þessu sviði, hvað þá að
verða í fremsta flokki. En það er
Palle Nielsen.
A sýningu Palle Nielsen í
Norræna húsinu eru 55 grafísk
blöð. Eru það dúkristur, ætingar,
steinristur, tréristur og stein-
prent. Allar þessar aðferðir leika
í höndum listamannsins, og
maður hefur það fljótt á tilfinn-
ingunni, að hann sé tæknimeist-
ari, sem jafnvel beiti göldrum
við vinnu sína. Þeir sem halda
því fram, að grafík sé ekkert
annað en prentverk, ættu að líta
á þessi verk og kynnast því afli
og þeirri mýkt, er Palle Nielsen
gæðir verk sín, eftir því hvað
hann er að fara í það og það
skiptið. Ekki ætla ég mér út í þá
sálma að tíunda þessi verk. Það
er að mínum dómi ómögulegt,
svo jöfn eru þau og vel úr garði
gerð, tæknilega séð, og ef því
atriði er sleppt, kemst maður í
enn nánara samband við það,
sem enginn kann að nefna, en til
er með fólki, bæði skapandi og
þiggjendum, því er við költum í
dagsins önn: list. Ekki meir um
það.
Norræna húsið á miklar þakk-
ir skilið fyrir að koma fram með
úrvalssýningu sem þessa. Grafík
hefur átt nokkuð erfitt upp-
dráttar hér á landi, en ég sé ekki
betur en nú sé svo komið, að fólk
sé farið að taka við sér á þessu
sviði. Það er því mjög áríðandi,
að við fáum að sjá sem mest og
sem fjölþættast úrval af þessari
listgrein og einmitt slík sýning
sem sú, er Palle Nielsen nú gefur
okkur kost á, er góður liður í að
gera grafík eftirtektarverða hér
á landi. Við höfum að vísu séð
nokkuð af grafík að undanförnu,
og við eigum okkur einnig hóp af
ungu fólki, er stundar þessa
listgrein. Það er því óþarft að
vera með áhyggjur, þetta er allt
að skapast og ef til vill er ekki
langt í það, að fleiri og fleiri fari
að stunda þessa gömlu eðlu
listgrein, er á sér svo glæsilega
fortíð. Ég vil hvetja fólk til að
sjá þau meiriháttar grafísku
blöð, sem Palle Nielsen hefur
sent okkur til að njóta. Hér eru
fyrsta flokks verk á ferð, sem
væri hlægilegt að fara öllu fleiri
orðum um.
Kærar þakkir fyrir þessa úr-
valssýningu, þeim er að henni
standa.
Tæknibúnaður hf. gerir samning við Simrad:
Framleiðir 2 þúsund
olíumæla að verðmæti
um 1 milljarð króna
FYRIRTÆKIÐ Tæknibúnaður
gerði fyrir nokkru samning við
norska fyrirtækið Simrad um
framleiðslu á 2 þúsund oliu-
nýtnimælum næstu tvö árin.
Eru mælar þessir ætlaðir í báta
með allt að 300 hestafla vél og
er áætlað verðmæti þessa samn-
ings við Simrad 1,5—2 milljónir
dollara eða sem nemur 800—
Fyrirlestur
um sykursýki
NÁMSKEIÐS- og fræðslunefnd
læknafélaganna efnir til fundar
um sykursýki i Domus Medca
laugardaginn 18. okt. n.k. kl.
13.30.
Dr. A.G. Cudworth, yfirlæknir
við St. Bartholomew’s Hospital
Medical College í London, flytur
fyrirlestur um nýlegar rannsóknir
á eðli og erfðum sykursýki.
Nokkrir íslenzkir læknar flytja
einnig stutt yfirlitserindi um nýj-
ungar í rannsóknum og meðferð
sykursjúkra.
(Fréttatilkynning).
1100 milljónum íslenzkra
króna. Mælarnir verða seldir á
heimsmarkaði undir merki Sim-
rad í svonefndri „Skipper-
seríu“, en í nafni Tæknibúnaðar
innanlands og síðar einnig er-
lendis.
Að sögn Árna Fannberg hjá
Tæknibúnaði hefur fyrirtækið um
nokkurt skeið framleitt eyðslu-
reikna fyrir stærri skip og hafa
þeir bæði verið seldir innanlands
og erlendis, m.a. er einn slíkur í
finnsku 14 þúsund rúmlesta
tankskipi. Nýju mælarnir verða í
raun einföldun á þessum stærri
mælum, en algjörlega íslenzk
framleiðsla. Þrír verkfræðingar
vinna nú að gerð prufumælis, sem
á að fara til prófunar hjá Simrad í
Noregi í lok næsta mánaðar.
Nýtnimælarnir gefa m.a. upp
meðaleyðslu, notkun hverju sinni,
reikna út olíumagn í tönkum og
segja til um hversu lengi olíu-
birgðir endast miðað við ákveðna
notkun.
Það er Öryrkjabandalagið, sem
sjá mun um framleiðslu nýju
mælanna eins og flestra annarra
tækja, sem Tæknibúnaður fram-
leiðir, en hins vegar eru tækin
reynd hjá fyrirtækinu.
Skipasmíðar fyrir Græn-
höfðaeyjar hér á landi?
VEIÐAR þeirra Islendinga, sem
héldu fyrr á þessu ári til Græn-
höfðaeyja til að aðstoða innfædda
við fiskveiðar, munu hafa gengið
brösótt til þessa. Aðstæður hafa
verið erfiðar og bilun varð í
Bjarti, 200 tonna skipinu, sem
notað er við þessa þróunaraðstoð.
íbúar Cabo Verde hyggjast hins
vegar halda ótrauðir áfram í
útgerðinni og hafa í hyggju að láta
smíða mörg skip fyrir sig. Munu
þeir m.a. ætla að leita tilboða hér
á landi í skipasmíðarnar.
Afhausun. Gunnar Sigurðsson í
Seljatungu afhausar féð í slát-
urhúsinu Höfn á Selfossi.
IJósm. Sig. Sijcm.
Tekið innan úr.
Áætlað að slátrað
verði 177.000 f jár
SLÁTURTÍÐIN stendur nú sem hæst. Samkva>mt upplýsingum frá
hændasamtökunum er áætlað að í ár verði slátrað 177.000 fjár. Á
síðastliðnu ári var alls slátrað 198.000 fjár.
Hjá Sláturfélagi Suðurlands var 64.000 fjár slátrað fyrstu þrjár
vikur sláturtíðarinnar í 7 sláturhúsum félagsins. Meðalfallþung-
inn var 14,29 kíló en var í fyrra 12,65 kíló.
Fallþunginn skiptist þannig á
sláturhúsin (fallþunginn í fyrra
er innan sviga): Klaustur 14,66
kíló (12,05 kg), Vík 15,13 kg
(12,65 kg), Djúpidalur 14,16 kg,
Hella 13,65 kg (12,39 kg), Laug-
arás 14,06 kg (12,44 kg), Selfoss
14,46 kg (13,02 kg) og Laxá 15,14
kg (13,45 kg).
Að sögn Agnars Guðnasonar,
blaðafulltrúa bændasamtak-
anna, er búist við því að slátrun
verði víðast lokið í lok október.
Þess má einnig geta að lág-
marksþungi á sviðnum haus með
slátri er eitt kíló.
Allt f é vænt og f allegt
„SLÁTRUNIN hefur gengið
mjög vel hjá okkur núna. Fé er
allt mjög fallegt og vænt,“ sagði
Sigursteinn Guðmundsson slát-
urhússtjóri hjá Sláturhúsinu
Höfn á Selfossi, í samtali við
Mbl. fyrir helgi.
„Við höfum þegar slátrað
5.900 fjár en áætlum að slátra
um 10.000 í ár. Meðalfallþung-
inn er rúm 14 kíló sem er rúmu
kílói meira en á. sl. ári.“
Slátrun hófst hjá Höfn 19.
september sl. en Sigursteinn
sagði að síðustu bókanir hjá
þeim væru 27. október.
Á síðastliðnu ári var siátrað
13.400 fjár hjá Höfn, 3.400 færri
en á sl. ári.
„Það er töluvert margt sem
veldur því að færra fé er slátrað
í ár. Óvenju mikil slátrun í
fyrra, mikil heyskapartíð í
sumar og þessi nýi kvóti sem er
verið að setja. Þetta og annað
stuðlar að því að slátrun er
minni í ár,“ sagði Sigursteinn að
lokum.
Baldvin Árnason yfirkjötmatsmaður athugar skrokkana.
Einar Gislason frá Tjarnholtum við gærusöltunina hjá Höfn.