Morgunblaðið - 17.10.1980, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. OKTÓBER 1980
Esquivel neitar samstarfi
við hryðjuverkamenn
Huenos Aires. 16. okt. — AP.
ARGENTÍNUMAÐURINN Adolfo Perez Esquivel, sem fékk friðar-
verðlaun Nóbels á dögunum neitaði því harðlega i dag að hann hefði
aðstoðað skæruliða og hryðjuverkamenn i Argentinu, eins ok á
hann hafði verið borið. Hann bauðst til að koma til viðræðna við
Videla forseta Argentínu og ræða mannréttindamál. I>að var stjórn
Videla sem hafði skýrt frá því að Esquivel hefði verið látinn sitja í
fanKelsi i fjórtán mánuði án þess að ákærur væru bornar fram á
hendur honum, ve»?na þess að hann hefði hjálpað vinstri sinnuðum
hryðjuverkamönnum með því að berjast fyrir því að pólitiskir
fangar væru leystir úr haldi.
I orðsendingu Esquivels sagði
að hann hefði aldrei verið í
sambandi við skæruliða eða
hryðjuverkamenn og hann hefði
margsinnis gagnrýnt harðlega at-
lögur slíkra aðila á óbreytta borg-
ara og embættismenn. Ríkis-
stjórnin sé að reyna að réttlæta
sínar eigin gjörðir með því að bera
hann sökum sem eigi sér enga
stoð.
Esquivel
|
Sumir versla dýrt -
aörir versla hjá okkur
Okkar verö eru ekki tilboð
heldur árangur af
hagstæðum innkaupum
Fyllið
frystikistuna
með góðum
kaupum
Nýtt.
Nautahakk 1. fl. 3.480.—
(5.642.— leyft verð)
•kg.
(8.233.— leyft verð)
Nautagúllas 6.850.-
10 stk. l.fl.
Hamborgarar
Kletrakjúklingar 3.580.
3.480,
(348.— pr.stk.)
pr-kg.
(4.950.— leyft verð)
■ ■"
Unghænur 1.950.—
(2.580.- leyft verð).
1.980.—
(2.670.— leyft verð)
Ný lifur
Miðausturlönd:
Engir fundir í Wash-
ington fyrir áramót
Washington. 16. okt. — AP.
ÓNAFNGREINDAR en áreiðan-
legar heimildir Bandaríkja-
stjórnar töldu í kvöld ólíklegt að
nokkrar frekari Miðaustur-
landaviðræður verði fyrir lok
ársins með meðalgöngu Banda-
rikjanna. enda þótt handarískir
embættismenn álíti að nokkuð
hafi miðað i viðneðum milli
Egypta og ísraela varðandi
sjálfsstjórnarmál Palestínu.
Þessar hinar sömu heimildir
segja að ýms atriði sem hafi verið
Þrándur í Götu fimm ára áætlun-
ar varðandi Vesturbakkann og
Gazasvæðið, hafi skýrzt nokkuð,
en hins vegar séu Israelar enn
einkar tregir til að ganga eins
langt í mörgum atriðum og Egypt-
um og Bandaríkjamönnum þykir
nauðsynlegt. Segja embættismenn
að mörgu þurfi að koma á hreint
áður en formlegur fundur gæti
orðið með þeim Carter Banda-
ríkjaforseta, Begin forsætisráð-
herra ísraels og Sadat, forseta
Egyptalands og því sé ekki senni-
legt að af fundum verði fyrr en á
nýju ári.
Joseph Burg, sem er aðalfulltrúi
Israela í samningaviðræðum ríkj-
anna tveggja vildi þó í dag ekki
útiloka að fundur yrði, en sagði að
svo margt væri óleyst að honum
fyndist það ekki sennilegt. í sama
streng tók Hosni Mobarak, aðstoð-
arforseti Egyptalands.
Járnbrautarteinarnir tala sinu máli um, hversu voldugur jarðskjáift-
inn var í Alsír.
3 kippir í A1 Asnam
A1 Asnam. Alsir. 16. okt. — AP.
ÞRÍR snarpir jarðskjálftakippir skóku A1 Asnam-svæðið í
Alsír snemma á fimmtudag, sex dögum eftir að borgin var
nánast lögð i rúst og talið að um tíu þúsund hafi látið lífið.
Opinberar heimildir segja að sex þúsund lík hafi þegar verið
grafin upp. Kippirnir i dag ollu ekki frekara manntjóni að því
er talið er. Björgunarsveitir vinna myrkranna á milli við
hjálparstörf. Ottast er að pestir komi upp á svæðinu og hafa
yfirvöld nú fyrirskipað að öllum hundum og köttum skuli
umsvifalaust fyrirkomið.
Talsmenn björgunarsveitanna að ekki sé enn nægilega mikið af
segja að enn muni ástandið vera þyrlum og hjálpargögnum til að
ömurlegt í ýmsum smáþorpum á koma nauðstöddum til hjálpar
jarðskjálftasvæðinu, vegna þess þar.
Þetta gerðist 17. okt.
1977 — Vestur-Þjóðverjar taka
flugvél Lufthansa með áhlaupi og
bjarga 86 gíslum úr hðndum
hryðjuverkamanna í Mogadishu.
1976 — Ekkja Maos sökuð um að
hafa flýtt fyrir dauða hans.
1975 — Hassan II sækir með mar-
okkönsku herliði inn í Spænsku
Sahara.
1968 — Tilkynnt að ekkja Kenn-
edys hafi gifzt Onassis.
1945 — Perón hrifsar völdin í
Argentínu og verður einvaldur.
1937 — Óeirðir í Súdetahéruðun-
um (Tékkóslóvakíu.
1933 — Albert Einstein kemur til
Bandaríkjanna og fær hæli.
1931 — A1 Capone fær 11 ára dóm
fyrir skattsvik.
1927 — Fyrsta stjórn norska
Verkamannaflokksins mynduð.
1913 — Serbar ráðast inn í Alb-
aníu.
1912 — Tyrkir segja Búlgörum og
Serbum stríð á hendur.
1899 — Búar sigraðir við Glencœ,
Suður-Afríku.
1854 — Bretar og Frakkar hefja
umsátrið um Sevastopol á Krím.
1813 — Rínarsamband Napoleons
Bonaparte leyst upp.
1797 — Friður Frakka og Austur-
ríkismanna í Campio Fornio —
Napoleon skipaður yfirmaður hers
til innrásar í England.
1777 — Brezki hershöfðinginn
John Burgoyne gefst upp fyrir
Bandarkjamönnum í Saratoga.
1748 — Frakkar leysa Pondi-
cherry, Indlandi, úr umsátri Eng-
lendinga.
1662 — Karl II selur Frökkum
Dunkirk.
Almæli. John Wilkes, enskur
stjórnmálaieiðtogi (1729—1797) —
Arthur Miller, bandarískur leik-
ritahöfundur (1915---) — Rita
Hayworth, handarísk leikkona
(1918---).
Andlát. 1586 Sir Philip Sidney,
hermaður og rithöfundur — 1849
Fréderic Chopin, tónskáld.
Innlent. c. 1270 d. Steinvör Sig-
hvatsdóttir á Keldum — 1755
Kötiugos — 1922 Eldhræringar í
Dyngjufjðllum — 1940 Sjö Pets-
amofarar kyrrsettir í Reykjavík —
1961 Gígurinn „Hrekkur" gýs f
öskju.
Orð dagsins. Peningaskortur er
undirrót alis ills — George Bem-
ard Shaw, írskur ieikritahöfundur
(1856-1960).