Morgunblaðið - 17.10.1980, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. OKTÓBER 1980
31
Stórkostlegt körf uknatt-
leikslið á Hallarf jölunum
En Valsmenn stóðu vel fyrir sínu
JÚKÓslavneska meistaraliðió Cip-
on frá Zagreb er ekkert miðl-
unKslið. en það vissu menn svo
sem fyrir. Liðið sigraði Val í
fyrri leik liðanna í Evrópukeppni
meistaraliða í körfuknattleik
með 110 stigum gegn 79. Vals-
menn stóðu vel fyrir sínu. en við
algert ofurefli var að etja. „Ég er
ánægður með sigurinn. en ekki
leikinn sem siíkan.“ sagði Mirko
Novosel, þjálfari Cipon eftir leik-
inn. „Við getum leikið mun betur
og ætlum að gera það annað
kvöld. Ég var ekkert sérstaklega
hress með sumt af þvi sem mínir
menn sýndu. En ég iofa betri leik
á morgun. Valsliðið barðist vel
og bestir i liðinu fannst mér vera
númer 5 (Ríkharður) og 15 (t>ór-
ir),“ bætti Novosel við.
Novosel taldi sem sé lið sitt ekki
hafa leikið neitt sérstaklega vel.
Ljóst er því að ekki eru gerðar
eins miklar kröfur hér á Fróni, því
áhorfendur í gær sáu Slavanna
skora að vild sinni og leika alls
kyns kúnstir. Ef þetta var ekki
góður leikur hjá liðinu, þá væri
merkilegt að sjá einn slíkan. Og
svo annan lélegan. Var raunar
merkilegt að sjá til liðsstjórans
hjá Cipon. Út af öllu æsti hann
sig, meira að segja er íslendingar
höfðu betur í uppkasti í byrjun
síðari hálfleiks. Var hann mjög
brúnaþungur.
Valsmenn hljóta að hafa fengið
innilokunarkennd er þeir léku inn
í vörn Cipon. Hver maðurinn þar
við annan um og yfir 2 metrar á
hæð. Virtust íslendingarnir æði
Valur:Cipon
79:110
litlir við hlið risanna. Var engu
likara er að Valsmenn væru að
leika körfuknattleik inni í midjum
laufskógi þar sem karfan var
staðsett fyrir ofan efstu trjákrón-
ur. En gegn þessu ofurefli sýndu
Valsmenn oft stórgóða takta þó
svo að margt mistækist sökum
hæðarmismunarins. Valsmenn
geta því vel við unað, þeir léku
eins vel og hægt var að ætlast til
af þeim.
Ef litið er aðeins á gang leiks-
ins, þá var jafnt upp í 4—4, en
síðan náði Cipon góðri forystu.
Valsmenn létu þó ekki deigan síga
og börðust af kappi. Yfirleitt var
þó helmingsmunur á liðunum í
fyrri hálfleik og í leikhléi stóð
59—32. Þegar allt kemur til alls,
endaði síðari hálfleikur því 51—47
fyrir Cipon. Það er stórgóð
frammistaða hjá Val og liðinu til
mikils sóma. Sýndu Valsmenn oft
klærnar í síðari hálfleik og skor-
uðu margar fallegar körfur. En
auðvitað var sigri Cipon aldrei
ógnað og eftir úrslitin í gærkvöldi
má með nokkurri vissu segja að
liðið hafi tryggt sér rétt til
þátttöku í annarri umferð keppn-
innar(l).
Leikmenn Vals áttu mjög mis-
jafnan leik og var helst óánægja
með Bandaríkjamennina Ken
Burrell og John Johnson. Burrell
var hreinlega lélegur, Johnson þó
mun skárri og sótti sig er á leið.
Engu að síður var búist við meiru
frá hans hendi. Bestir hjá Val
voru annars Þórir Magnússon,
sem oft hitti ótrúlega vel, Rík-
harður Hrafnkelsson og Kristján
Ágústsson. Var Kristján einkum
sterkur síðari hluta leiksins. Torfi
átti einnig mjög viðunandi leik.
Hjá Cipon tekur því hins vegar
varla að vera að tína einn út
öðrum fremur. Allir leikmenn
liðsins, vindlarnir meðtaldir, eru
leikmenn í fremstu röð og eigi
færri en sex leikmenn liðsins
komust í tveggjá stafa tölur í
stigaskori. Að öðrum ólöstuðum
var leikmaður númar fimm, Aco
Petrovic, þeirra hittnastur.
STIG VALS: Kristján Ágústs-
son, Ken Burrell og John Johnson
14 hver, Torfi Magnússon 13, Þórir
Magnússon og Ríkharður Hrafn-
kelsson 10 hvor, Jóhannes Magn-
ússon og Gylfi Þorkelsson 2 hvor.
STIG CIPON: Petrovic 29, Nakic
18, Paulicevic 16, Usic 16, Knego
11 og Cosic 10 stig. Aðrir skoruðu
minna.
-gg
Einn hinna snjöllu Júgóslava skorar með skemmtilegum tilþrifum i
leiknum í gærkvöldi. — Ljósm.MBL. KÖE.
Tap i Skotlandi
„ÞETTA var miklu betri leikur
heldur en fyrri leikur liðanna
heima. birði liðin léku nú mjög
vel, en Skotarnir voru einfald-
lega betri. þetta eru þrautþjálf-
aðir strákar og leika mjög fast,“
sagði Lárus Loftsson unglinga-
landsliðsþjálfari i knattspyrnu i
gærkvöldi. en þá lék ísland siðari
leik sinn gegn Skotum í undan-
keppni Evrópukeppni landsliða.
Skotar unnu fyrri leikinn 1—0
og unnu aftur í gær, 3—1.
„Þeir skoruðu hálfgert klúð-
ursmark strax á 10. mínútu og svo
misstum við okkar besta mann út
af vegna meiðsla, Ásbjörn
Björnsson á 30. mínútu. Strax þar
á eftir skoruðu þeir annað mark
sitt og stóð 2—0 í hálfleik. Við
minnkuðum muninn á 55. mínútu
með fallegu marki Hermanns
Björnssonar úr Fram, en þeir
innsigluðu sigur sinn með hörku-
marki á 80. mínútu. Trausti
Ómarsson varð einnig að hverfa af
leikvelli illa meiddur," bætti Lár-
Valur
- Cibona
í kvöld
VALUR og Cibona frá Zagreb,
leika siðari leik sinn i Evrópu-
keppni meistaraliða í körfuknatt-
leik í kvöld. Fer leikurinn fram i
Laugardalshöli og hefst hann
klukkan 20.00. Má fastlega búast
við þvi að róðurinn verði þungur
fyrir Vaismenn í kvöld, ekki
síður en I gærkvöldi, enda júgó-
slavneska liðið mjög sterkt.
us við. Leikurinn í gærkvöldi fór
fram á Celtic Park, leikvelli Glas-
gow Celtic. — gg
Ráða Valsmenn
Tékka sem þjálfara?
ÞÓ AÐ stutt sé liðið síðan
knattspyrnutimabilið hætti
eru knattspyrnudeildir
hinna ýmsu félaga þegar
farnar að huga að þjálfara-
málum sinum. KA á Akur-
eyri hefur þegar endurráðið
þjálfara sinn frá í íyrra eins
og skýrt hefur verið frá, og
Breiðablik mun vera á hött-
um eftir Ilólmbert Friðjóns-
syni fyrrum þjálfara Fram,
þá eru flest önnur félög að
athuga sinn gang.
Ljóst er að Volker Hoffer-
bert er þjálfari Val síðast-
liðið keppnistímabil verður
ekki með Val áfram. Það mun
Noröurlandamótiö í handknattleik:
Tveir nýlióar í sterku liði
laugardaginn leikur liðið tvo Ieiki,
gegn Dönum í Elverum og gegn
Færeyjum í Flisa. Loks mætir
ísland Noregi í Kongsvinger á
sunnudaginn.
____ _ ___ —gg
Staðan í
1. deild
VEGNA Norðurlandameistara-
mótsins i handknattleik verður
nú smáhlé gert á íslandsmótinu i
handknattleik, og næsti leikur
fer ekki fram fyrr en í lok
mánaðarins. Eftir siðustu tvo
leiki, Valur — Ilaukar 28—19 og
FH — KR 21—27, er staðan í 1.
„ÉG VEIT í rauninni ekkert um
getu islenska landsliðsins í dag.
Áð öðru leyti tel ég að við eigum
jafn mikla möguleika á þvi að
vinna þetta mót og hvert hinna
liðanna. Ég hef sagt það áður og
endurtek nú, að leikið verður tii
sigurs i hverjum leik hvernig svo
sem til kann að takast,“ sagði
Hilmar Björnsson, landsliðsþjáif-
ari i handknattleik, en i gær
stafa af því hversu seint
hann kemst til landsins
næsta vor. Knattspyrnudeild
Vals hefur því verið að leita
sér að þjálfara víða að, og
hefur nú augastað á tékkn-
eskum þjálfara sem hefur
verið meðal annars fyrrver-
andi landsliðsþjálfari Finn-
lands og getið sér gott orð
sem slíkur. Hafa Valsmenn
sett sig í samband við við-
komandi þjálfara og málin
verið krufin bréflega. Óvíst
er hvað kemur út úr þeim
viðræðum en nokkuð ljóst er
að báðir aðilar hafa mikinn
áhuga. — UR-
tilkynnti hann iandsliðshópinn
sem mætir til leiks á Norður-
landamótinu í næstu viku. Hóp-
inn skipa eftirtaldir leikmenn:
Markverðir verða Olafur Bene-
diktsson Val, Kristján Sigmunds-
son Víkingi og Pétur Hjálmarsson
KR. Aðrir leikmenn verða Stein-
dór Gunnarsson Val, Björgvin
Björgvinsson Fram, Ólafur H.
Jónsson Þrótti, Bjarni Guð-
mundsson Val, Ólafur Jónsson
Víkingi, Gunnar Lúðvíksson Val,
Alfreð Gíslason KR, Þorbergur
Aðalsteinsson Víkingi, Viggó Sig-
urðsson Bayer Leverkusen, Sig-
urður Sveinsson Þrótti, Þorbjörn
Guðmundsson Val og Páll Ólafs-
son Þrótti.
Tveir nýliðar eru í hópnum,
Pétur markvörður Hjálmarsson
og Páll Ólafsson. Báðir hafa staðið
sig sérlega vel í haust og eiga sæti
sín skilið. Ólafur Jónsson úr Vík-
ingi verður enn um sinn fyrirliði
liðsins. Nokkur nöfn eru þarna
fjarverandi sem mörgum finnst
áreiðanlega eiga þarna heima. Má
nefna Axel Axelsson, Gunnar Ein-
arsson og Pál Björgvinsson. Þeir
tveir fyrrnefndu hafa ekki séð sér
fært að vera með í undirbúningi
liðsins vegna þjálfunaranna. Páll
treystir sér hins vegar ekki vegna
annarra anna.
Fyrsti leikur íslands á mótinu
verður gegn Svíum í Elverum á
fimmtudaginn. Á föstudaginn
mætir liðið Finnum í Hamar. Á
deild nú þessi:
Víkingur
Þróttur
KR
Valur
FH
Fylkir
Haukar
Fram
3 1 0 69-60
3 0 0 68-56
2 1 1 75-76
2 0 2 82-64
2 0 2 81-91
1 0 2
1 0 3
0 0 4
58-68
78-84
78-90 0
Markahæstu leikmenn 1. deild-
ar eru:
Kristján Arason FH, 37 mörk þar
af 20 úr vítaköstum.
Axel Axelsson Fram, 33 mörk þar
af 16 úr vítaköstum.
Sigurður Sveinsson, Þrótti, 29 þar
af 6 úr vítaköstum.
SEINNI LEIKUR
snillinganna frá CIBONA
gegn VAL fer fram í
Höllinni í kvöld kl. 20.
KOMIÐ OG SJAIÐ SUPER STJORNURNAR
VALUR