Morgunblaðið - 22.11.1980, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 22.11.1980, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 1980 21 kórsöngur hefur notið mikilla vin- sælda þrátt fyrir erfiðleika á síðustu árum. Nýir kórar hafa sprottið upp víða um land, og á siðasta landsmóti sem haldið var á Akureyri 1979 voru saman komin um 700 börn hvaðanæva að af landinu. Kórarnir eiga allt sitt undir skilningi og velvild skólayfirvalda á hverjum stað, og þeir hafa til dæmis ekki mikið svigrúm í litlum sveitarfélögum. Ég vil taka það skýrt fram að skólastjórinn minn, Haukur Helgason, hefur alltaf sýnt þessu starfi mikinn skilning og stutt það með ráðum og dáð og ég vil færa honum kærar þakkir fyrir. Einnig hafa bæjaryfirvöld í Hafnarfirði sýnt kórnum velvild þegar leitað hefur verið eftir fyrirgreiðslu í fjármálum. Til dæmis veittu þau kórnum rausnar- legan fjárstyrk fyrir Ameríkuferð- ina, sem réði úrslitum um að ferðin var farin. Frumflytur íslensk verk Snar þáttur í okkar starfi á undanförnum árum hefur verið að flytja og frumflytja íslensk tón- verk. Mörg af helstu tónskáldum þjóðarinnar hafa samið tónverk sérstaklega fyrir kórinn. Þar má til dæmis nefna Jón Asgeirsson, Jón Nordal, Gunnar Reyni Sveins- son, Hallgrím Helgason, Pál P. Pálsson og Þorkel Sigurbjörnsson. Það hefur verið mjög ánægjulegt að vera vitni að því hversu vel þessari tónlist hefur verið tekið, ekki síst erlendis, og samstarfið við þessa menn hefur verið með ágætum. Annars hefur kórinn sungið hina margvíslegustu tónlist, allt frá yndislegri pólýfónískri tónlist frá 16. öld upp í harða poppmúsik. í því sambandi höfum við unnið með mörgum af okkar þekktustu poppurum. Ég minnist ágæts sam- starfs til dæmis við Gunnar Þórð- arson, Magnús Sigmundsson og ýmsa aðra. Mér finnst persónulega skemmtilegast að æfa annað hvort mjög gamla músik, þá sérstaklega frá sautjándu öld, eða þá það sem nýjast er af nálinni. Við höfum til dæmis fengist talsvert við fram- úrstefnumúsik eða tilraunamúsik. Þar eru allir möguleikar raddar- innar nýttir, ekki aðeins hinir hefðbundnu tónar heldur einnig tal, hvísl, hróp, blístur og svo framvegis. Það hefur verið býsna áhrifamikið og skemmtilegt." Ólýðræðislegt fyrirbæri Hvað er kórstjórnin stór hluti af starfi þinu? „Ef vel ætti að vera þyrfti maður að geta sinnt þessu ein- göngu. Mjög lítið hefur verið gefið út af kórbókmenntum hérlendis og geysilegur tími fer í að finna og útsetja lögin sem sungin eru. Einnig þarf oft að finna íslenzkan texta við erlend lög, sem við tökum til æfingar. Það fer mikill tími í að undirbúa sig fyrir æfingar. Ég fer helst aldrei á æfingu án þess að vita nákvæmlega hvað ég ætla að taka fyrir. Góður undirbúningur er grundvöllurinn að árangursríku starfi. Mætingarskyldan er ströng og ég geri miklar kröfur til nem- endanna. Kór er eins og keðja, það er nóg að einn kunni ekki rulluna sína og heildin verður ómöguleg. I rauninni er kór ákaflega ólýðræð- islegt fyrirbrigði. Þar verða allir að lúta vilja eins manns, annars næst enginn árangur. Þar dugir engin málamiðlun. Barnsröddin er að mínu mati eitt unaðslegasta hljóðfæri, sem um getur. Ef hún er vel skóluð, hrein og tær, verður úr henni upphafin dásamleg tónlist. Þar að auki fyllir hún mann bjartsýni, vegna þess að þetta er jú framtíð- in. Það er eitthvað óumræðilega jákvætt og gott sem fylgir henni.“ Sinfóníutónleikar Efnisskrá: Kielland: Concerto Grosso Norvegese Strauss: Vier letzte lieder Mozart: Júpítersinfónian Einsöngvari: Sieglinde Kahmann Stjórnandi: Karsten Andersen Concerto Grosso Norvegese eftir Olav Kielland er ekki sérlega skemmtileg tónsmíð og eru „consertare" (sóló) kaflarn- ir undarlega illa tengdir við „Ripieno" (tútti) kaflana. Margt er sameiginlegt með íslenskum þjóðlögum og norsk- um, bæði er varðar tónaraðir og hrynstef og kom ýmislegt fram í verki Kiellands, sem minnti á gömul íslensk stef- brot. Þarna er ef til vill áhugavert rannsóknarefni, því ekki er ólíklegt, að bæði Norð- menn, er sátu eftir í Noregi, og afkomendur ættmenna þeirra, er flúðu til Islands, hafi varð- veitt einhver sérstæð einkenni, tengdum tungu og norrænni mennt. Fjögur síðustu ljóð Strauss má kalla fallegt bergmál horf- inna stunda. Minningar manns, er lifað hefur hrikalegustu menningarskil evrópskrar sögu. Fyrir aldamótin hafði Strauss samið stærstu tónaljóð sín, og þrjár bestu óperur sínar fyrir 1910. Sem tónskáld spann- ar hann tímann frá Brahms yfir síð-rómantíkina og tengist einnig nútímatónlist. Síðustu söngvana samdi hann 1948 og eru þeir því hans „rekvíem“. Sieglinde Kahmann er góð söngkona, en ekki tókst henni Tðnlist eftir JÓN ÁSGEIRSSON að ná sterku taki á þessum tónsmíðum. Ekki bætti úr skák, að söngkonan náði ekki að syngja sig í gegnum þykkan tónvef hljómsveitarinnar, sem hefði þurft að vera mun veikar fluttur til samræmis við túlkun Sieglinde Kahmann. Tónleikunum lauk með Júpí- ter-sinfóníunni eftir Mozart. Júpíternafnið mun fyrst hafa verið notað af Englendingum, nánar tiltekið vegna tónleika í Edinborg 1819 og átt að vera viðeigandi vegna stærðar og mikilleiks verksins. Síðasti kafli verksins er að því leyti til óvenjulegur, að í honum er slegið saman fimm stefjum, þremur aðalstefjum framsög- unnar og tveimur stefbrotum; nokkurs konar tengistefjum. I úrvinnslukaflanum er unnið úr þessum stefbrotum og í „coda“ (viðbótarþáttur) verksins, er þessum stefjum slegið saman, eins og gerist í framsöguþætti fúguformsins. Að formi til er siðasti þátturinn einstakur og ekki hægt að vísa til neins samanburðar í öðrum sinfón- ískum verkum. Þá eru tónlist- arsagnfræðingar sammála um, að í öðrum þætti, Andante Cantabile, rísi tóntúlkun Moz- arts hæst. Flutningur verksins bar mjög sterk einkenni stjórn- andans, Karsten Andersons, sem velur sér að túlka Mozart varfærnislega og við það missti verkið þá spennu og kraft, sem það, framar öðrum sinfóníum Mozarts, býr yfir. Karsten Andersen Sieglinde Kahmann Lifir hugsæisstefna og rómantík? Útgefandi: Stafafell 1980. Formáli Yngva Jóhannessonar að öðru bindi Ljóðaþýðinga sinna er ekki mörg orð, en engu að síður tekst honum að vekja máls á ýmsu umræðuverðu sem krefst mun ítarlegri umfjöllunar en hér gefst kostur á. Um íslenska ljóðlist hefur Yngvi þetta að segja: „tslenzk ljóðlist er ekki sérlega frumleg eða fjölskrúðug, þrátt fyrir skáldafjöldann. Gömul hefð sterk svo Iangt sem hún nær, en nýjar stefnur nokkuð einhliða og tízkubundnar. Þýðingar úr ýmsum áttum geta kannski opnað önnur og víðtækari viðhorf eða minnt á að þau eru til, jafnvel hin gamla hugsæisstefna og rómantík ekki úrelt." Það má segja að Yngvi þýði mjög í anda þessara stefna: hugsæisstefnu og rómantísku. Hann þýðir til dæmis Óð til hinnar andlegu fegurðar eftir Shelley, Tregablóm Heines, Vor- Bðkmenntlr eftir JÓHANN HJÁLMARSSON hlátur J.H.O. Djurhuus, Bæn Edu- ard Mörkies. Fengur er að þýðing- um hans á ljóðum Rainer Maria Rilke, fáir hafa lagt í þá glimu. Einnig eru hér þýdd mörg ljóð eftir Goethe. Ljóðið um soninn eftir Gabrielu Mistral vitnar einn- ig um metnað þýðandans. Á frum- málinu, spænsku, er það einfald- ara, á íslensku hljómmikið og upphafið. „Ljóðlist og hljómlist standa hvor annarri nærri," skrifar Yngvi í formálanum. Sumar þýð- ingar hans eru upprunalega söng- textar eða ljóð sem lög hafa verið samin við: Mansöngur eftir Rell- stab, Kirkjugarðurinn eftir von Liliencron, Til hljómlistarinnar eftir von Schober. Mér þykir Yngvi Jóhannesson rækta vel sinn garð með þessum þýðingum. Þær vitna um smekk- vísi hans og menntun, hafa eitt- hvað í sér af veröld sem var og eru alls ekki úreltar. Það er til dæmis gaman að kynnast því hve auð- veldlega Yngvi túlkar nítjándu aldar skáld og komast svo að raun um að honum lætur jafnvel að opna heim Rilkes fyrir lesandan- um: Hve undarlcKt það orð: Að drepa timann! Einmitt aó halda i hann vandamáliA er. Hver apyr ei kviAinn: Hvar er hún. Haldfestan i mann. hvar endanlcg tilvist þess sem kemur ok fer? — Sjá. dejci hallar heim aó þeim veralda Káttum. sem hæKKenKan toKa hann niður i kvöldsins ból. Uppi er staóió frá fótaferð að háttum. fúsleKa laKt sík útaf í KÍcymskunnar skjól. óhöKKUÓ fjöllin. Yfir þeim stjörnur skarta — en einnÍK þar er þaö timinn sem blikar ótt. /E, hún Kistir i minu villta hjarta. eiliföin á beranKri i nótt. (Hve undarleKt þaö orö) Margar þessara þýðinga bera þaÖ ekki meÖ sér að vera þýðingar heldur eru eins og frumkveðin ljóð á íslensku. Eg nefni meðal þeirra Haust eftir Lenau. Músikhópurinn Félagsskapur ungra tónskálda og hljóðfæraleikara. er nefnir sig Musikhópurinn, stóð fyrir hljómleikahaldi i Félagsheimili stúdenta, sl. miðvikudag. Tón- leikarnir hófust á klarinettu- verki eftir Stockhausen, er hann nefnir In Freundschaft. Óskar Ingólfsson klarinettuleik- ari flutti verkið á sannfærandi hátt, en hann er nýkominn heim frá námi erlendis og starfar nú við Sinfóníuhljómsveit Islands. Ann- að og viðamesta verkið á tónleik- unum var „elektrónísk" Sónata eftir Þorstein Hauksson. Gerð verksins er fyrir margt athyglis- verð, einkum margbreytileika hljóðmynstra og samspils þeirra. Rafgerðir tónverka eru oftast ein- radda, þ.e. að eitt hljóð eða blæform er notað í mishröðu ferli, en samspil andstæðra eða sam- stæðra hljóða kemur sjaldan fyrir. Margbreytileiki hljóðmynstra í verki Þorsteins minnti sterklega á sinfónísk vinnubrögð og einnig, hvernir hann byggði flesta kafl- anna upp á úrvinnslu hljóð- mynstrana, sem minnti á „temat- ik“ gömlu meistaranna. Annað atriði og ekki síður mikilvægt er raftæknileg útfærsla hljóðanna, sem bæði bendir til þess að Þorsteinn hafi tiltækar „fínar græjur" og kunni að leika á þær. Um áhrif rafverka á hlustendur hefur mikið verið ritað og hafa margir talið, að af slíkum verkum upplifi menn vélræna ómennsku, miskunnarlausan járnaga tækn- innar, þar sem mannleg tilfinn- ingasemi verður hlægileg og henni svarað með „tekniskum" kulda- hlátri. Sterk rafgerð hljóða er einnig skilgreind sem nokkurs konar hljóðrænt ofbeldi og víst er, að hljóðkraftur getur verið eins hættulegur og líkamlegt ofbeldi. Rut Magnússon og Jónas Ingi- mundarson fluttu á skemmtilegan máta nokkur smásönglög eftir Atla Heimi Sveinsson. Textarnir eru teknir úr Litlu skólaljóðunum. Lögin bera sterkleg einkenni barnalaga og einnig brá fyrir stefhendingu úr þjóðlögum, sem allt var skemmtilega útfært, þó undirleikurinn væri stundum ein- um of notaður til að breiða yfir einfaldleika laganna. I þessum lögum mátti greina mannhlýju, sem var í hróplegri andstöðu við vélmaskineraða tónlistina á und- an og eftir. Það er ekki einkenni- legt þó ung tónskáld reyni sig við raftækin. Hljóðheimur okkar er vélvæddur og náttúruhljóðin ber- ast okkur aðeins í gegnum hljóð- tæki. Hljóð í kraftmikilli bílvél er heillandi og dýrkun á krafti bíla minnir orðið á Freys-dýrkun til forna. Við höfum lagt til hliðar gamlar draugasögur og furðufrá- sagnir af álfum, en tekið upp í staðinn sögur af súpermönnum og Tönllst eftir JÓN ÁSGEIRSSON frankenstænum, ásamt álitlegu safni furðusagna af fjarlægum veröldum. Nútímamaðurinn er til- búinn á sama hátt og maðurinn frá tímum álfa og drauga, að fjalla um mögulegt sannleiksgildi þessara sagna og í samræmi við fréttir af yfirskilvitlegum atburð um fyrr á tímum, berast nútíma- manninum fréttir af geimskipum og ýmsum furðusýnum á himni. Þannig er hugsmíð Snorra Sigfús- ar Birgissonar skilgetið afkvæmi nútímaskilnings á undarlegum fyrirbærum eins og t.d. trjám er skjóta rótum á himnum og bera ávöxt á jörðinni. Táknræn lýsing getur verið falleg og óljós gerð hennar mögnuð „magik“. Guðleg- ur uppruni lífsins á jörðinni var ekki merkjanlegur í rafverki Snorra, sem þó var ekki óþokka- lega unnið. Tónleikunum lauk með hljóðfæraverki eftir Áskel Más- son, sem var nær allt einradda í hugsun, þ.e. hljóðfærin tóku hvert við af öðru og samspil hljóðfær- anna takmarkað við blægerð þeirra. Þeir sem fluttu verkið voru Valva Gísladóttir, er lék á flautu og alt-flautu. Ekki var hægt að merkja að það skipti máli hvort leikið væri á flautu eða alt-flautu og tilstandið af hálfu tónsmiðsins þvi marklaust. Bernhard Wilkin- son lék einnig á flautu. Á slagverk léku Reynir Sigurðsson og Oddur Björnsson. Stjórnandi verksins var Hjálmar H. Ragnarsson. Tón- leika þessa verður að telja nokkur tíðindi, bæði vegna þess að ungu tónskáldin leggja með þeim lóð sitt á vog þá er þróun hugmynd- anna er mæld og vegin á og einnig, að vaxandi hópur ungra tónlist- armanna fæst við sköpun og flutning nýrrar tónlistar, er gefur fyrirheit um að sú iðja eigi eftir að dafna á komandi árum. Þá er það til sanninda að íslensk ungtón- skáld séu ekki eftirbátar jafnaldra sinna erlendis, að flest verkin á þessum tónleikum hafa verið frumflutt erlendis, öfugt við það sem eldri menn í faginu muna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.