Morgunblaðið - 22.11.1980, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 22.11.1980, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 1980 45 Æskilegast að f ólk geti valið og haf nað V.S. skrifar: „Kæri Velvakandi. Vissulega fagnar islenska þjóðin því, að hinir ungu og dugmiklu stjórnendur Hafskips skuli vera að athuga möguleika á kaupum farþegaskips eða ferju til Evrópuferða. Vonandi velja sérfræðingar fyrirtækisins skip sem hentar farþegum, þótt um ferju verði að ræða. Það er kunnara en frá þurfi að segja, að sumar ferjur velta mikið, ef eitthvað er að veðri. Margir eru hræddir við að fljúga Ég skora á forráðamenn Haf- skips að láta nú þegar verða af þessum kaupum. Sú var tíðin að Gullfoss, Hekla og Dronning Alexandrine sigldu milli Reykja- víkur og Kaupmannahafnar með viðkomu í ýmsum löndum. Nú er fólk neytt til að fljúga, því að farþegaskip er ekkert til. Æski- legast er hins vegar að fólk geti valið og hafnað, og þar að auki eru margir hræddir við að fljúga. En hvernig er það með óskabarn þjóðarinnar, ætlar það að svíkja okkur um nýjan Gull- foss? Með vinsemd og virðingu." Án sólarljóss er ekkert líf fyrir 50 árum „Talsvert hefir verið um það rætt undanfarið. hvort rjett sje að ísland æski upp- töku i Þjóðabandalagið nú þegar, eða ekki fyr en eftir 1943, þegar vjer höfum skilið við I)ani að fuilu og öllu. Sumir eru þcirrar skoðunar, að rjett sje að ganga í banda- lagið strax. því að hagurinn af því muni vega á móti skyldunum. Hefir Einar Arn- órsson nýlega skrifað um þetta mál i Lesbókinni og ræður hann eindregið til, að ísland gangi í Þjóðabanda- lagið nú þegar. Sennilega er það rjett at- hugað hjá Einari prófessor Arnórssyni, að tslandi yrði hagur að því, að ganga í Þjóðabandalagið nú þegar. En eins og hann bcndir rjetti- lega á, veltur þetta að sjálf- sögðu eingöngu á þvi, hvort ísland getur sjálft farið með umboð sitt á þingum og ráðstefnum bandalagsins, eða hvort það yrði að fela Dönum að fara með umboðið ...“ Guðmundur Auðunsson, Stapaseli 10, skrifar 12. nóvem- ber: „Velvakandi góður. Tilefni þessarar greinar hjá mér eru þau skrif sem birst hafa í dálkum þínum um þróunar- kenningu Darwins og Biblíuna. Fyrst þegar greinar bókstafstrú- arfólksins birtust varð ég hissa. Ég trúði því raunverulega ekki að fólk tryði ennþá, á 20. öld, fremur tvö þúsund ára gömlu trúarriti, sem skrifað var þegar menn vissu ekki betur en jörðin væri flöt og miðja alheimsins, en kenningum Darwins sem vís- indamenn hafa verið að þróa í tæplega 2 aldir. En fleiri og fleiri hafa skrifað og lýst hneykslan sinni á þeim sem aðhyllast skoð- anir Darwins. Sameiginleg- ur íorfaðir Sóley segist einnig rökstyðja sitt mál. Mér þætti fróðlegt að sjá rök hennar fyrir því sem stendur fremst í Biblíunni. Þar segir að Guð hafi sagt: „Verði ljós“ — á fyrsta degi sköpunar- innar. Og hann hafi greint dag frá nóttu. Á þriðja degi lét hann spretta gróður sem bæri ávöxt. En það er ekki fyrr en á fjórða degi sem hann skapar sólina! Hvernig stendur þá á því að hann gat greint nótt frá degi og látið gróður spretta, þegar sólina vantaði? Það hlýtur hver heilvita maður að vita að án sólarljóss er ekkert líf. Með þökk fyrir birtinguna." Þessir hringdu . . . Útvarpsmenn heyra ekki til okkar St.B.P. hringdi og var óblíð í máli þegar hún ræddi „hljómlist- arkraðakið" í hljóðvarpinu. Ég veit ekki hversu margir hafa látið í sér heyra við missi miðdegissög- unnar, en þeir eru margir. Maður hittir vart fólk sem komið er yfir miðjan aldur, að ekki sé minnst á að slæmt sé að hafa ekki lengur miðdegissögu, en hitt hálfu verra að þola sífellda misnotkun hljóm- listar frá morgni til kvölds. Það virðist vera svo, að nú geti enginn mælt orð af vörum í útvarp, a.m.k. ekki nokkur í röð, að ekki þurfi að skralla með músík á milli. En ég get frætt þá útvarpsmenn um það, þótt þeir heyri ekki til okkar hlustenda, eða sýni þess engin merki í það minnsta, að miðdeg- issaga, var ekki eingöngu vinsælt útvarpsefni hjá eldra fólki. Mér er kunnugt um það að hennar var beðið með óþreyju á hverjum degi á fjölmennum vinnustöðum af yngri sem eldri. Það er nú ekki gott til þess að vita þegar embætt- ismenn loka sig svona frá þeim sem þeir eiga og e.t.v. halda sig vera að vinna fyrir. Eftir hverja helgi bætist við kippa B.G. hringdi og hafði eftirfar- andi að segja: — Ég ætla nú ekki að fara að bæta neinu við skrifin um rjúpuna, en þó er það ein hlið á því máli sem mig langar að orða. Þegar þessir kappar skila sér nú til byggða eiga sumir þeirra það til að hengja feng sinn utan á hús eða bílskúra, og eftir hverja helgi bætist við - ný kippa af sundur- skotnum fuglum. Eg segi það satt, að ég kann ákaflega illa við að horfa upp á slíkt og þvílíkt út um gluggana heima hjá mér og mér finnst það furðulegt tillitsleysi að bjóða nágrönnum sínum upp á þetta. Fyrirliggjandi: Spónaplötur á mjög hagstæöu verði. Oregon pine, þurrkaö. Haröviöur, þurrkaöur, ýmsar teg. Lamina panelkrossviöur. Plankett vegg- og loftaklaeöningar. Viöarþíljur (antik eik, hnota). Huntonit vegg- og loftaplötur (málaöar og ómálaöar). Pílárar í handriö Plasthúö. spónaplötur. Print haröplast ítölsk framleiösla í hæsta gæöaflokki. Mikiö litaúrval. Veröiö sér- staklega hagstætt. PALL Þ0RGEIRSS0N & C0 Armúla 27 — Símar 34000 og 86100. Mínar innilegustu þakkir fyrir audsýndan vinar- hug með gjöfum, skeytum og á annan hátt á áttrœðisafmœli minu 18. þessa mánaðar. Þorbjörg Björnsdóttir, frá Sveinungsvík. Hjartanlegt þakklæti, færi ég öllum þeim er glöddu mig með gjöfum, blómum og skeytum á 70 ára afmæli mínu þann l\. nóv. sl. Sérstakar þakkir færi ég forstöðukonu og starfsfólki, Hraunbúðum Vestmannaeyjum. Guð blessi ykkur öll. Þura Þorkelsdóttir, Hraunbúðum, Vestmannaeyjum. , Fjölskyldu- skemmtun með Gosa -í hódeginu alla sunnudaga Enn verður Gosi viðstaddur hádegisverð í Veitingabúð Hótels Loftleiða. Hann fer í leiki með krökkunum og er auðvitað með nefið niðrí öllu. Kór Öldutúnsskóla í Hafnarfirði kemur í heimsókn, stjómandi er Egill Friðleifsson. Þá verður sýning á vetrarfatnaði fyrir börn. Matseðill: Rjómasveppasúpa kr. 700 Ofnsteikt lambalæri með bökuðum kartöflum kr. 4.700 Steikt ýsuflök Louisenne kr. 3.250 Rjómaís með ávöxtum kr. 1.050 Fyrir bömin: 1/2 skammtur af rétti dagsins 6—12 ára, fritt fyrir böm yngri en 6 ára. Auk þess: Gosaborgari m/frönskum kartöflum kr. 1.200 Nórasamloka m/frönskum kartöflum kr. 850 Verið velkomin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.