Morgunblaðið - 22.11.1980, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 22.11.1980, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 1980 23 Holmut Schmidt ræðir við Ronald Reagan. Símamynd AP. Washinicton. 21. nóvember. AP. HELMUT Schmidt. kanslari Vestur-Þýskalands og Jimmy Carter, Bandarikjaforseti, áttu með sér sinn síðasta opinhera fund i fyrrada^ og jafnframt varð Schmidt fyrstur þjóðarleið- toKa til að eiga fund með Ronald ReaKan, væntanleKum forseta. í tilkynningu, sem gefin var út eftir fund Carters og Schmidts, sagði að þeir hefðu verið sammála um að auka þyrfti varnarmátt Atlantshafsbandalagsins og að nauðsynlegt væri að komast að samkomulagi við Sovétmenn og bandamenn þeirra um eftirlit með Suður-Kórea: Stjórnmálaflokkar leyfðir að nýju Seoul, 21. nóv. AP. SUÐUR-Kóreustjórn tiikynnti í dag. að frá og með morgundegin- um, laugardegi. yrði starfsemi stjórnmálaflokka leyfð að nýju vegna fyrirhugaðra þingkosn- inga á næsta ári. Pólitísk starf- semi verður þó áfram ýmsum annmörkum háð. Handtökur í Zimbabwe Salisburv. 21. nóv. AP. ÖRYGGISLÖGREGLAN í Zimb- abwe hefur handtekið ótilgreindan fjölda starfsmanna stjórnmála- flokks Joshua Nkomos. innanrikis- ráðherra í stjórn Mugabes. og þar á meðal einn þingmanna flokks- ins, að því er tilkynnt var í dag. Nkomo bar í dag fram kvartanir vegna handtöku stuðningsmanna sinna en í tilkynningu upplýs ingamálaráðuneytisins sagði, að nokkrir menn hefðu verið teknir til yfirheyrslu í Salisbury og Bulawayo að sérstökum fyrirskipunum Emm- erson Munangagwa, en hann er yfirmaður öryggislögreglunnar. Talið er víst, að handtökurnar standi í sambandi við óeirðirnar í Bulawayo og Salisbury fyrir skemmstu, en Mugabe hefur sakað skæruliða og herskáa stuðnings- menn Nkomos um að hafa staðið að baki þeim. í tilkynningunni sagði, að mönnum væri heimilt að koma saman í heimahúsum til að skipu- leggja starf stjórnmálaflokka en fjöldafundir verða bannaðir áfram. Haft er eftir heimildum í Seoul, að brátt verði stofnaður flokkur stuðningsmanna Chun Doo-hwan, forseta landsins, og búst er við stofnun tveggja ann- arra flokka, íhaldssams flokks og flokks frjálslyndra, sem hefði hægfara sósíalista innan sinna vébanda. I síðustu viku birti stjórnin lista með nöfnum 835 manna, sem útilokaðir eru frá þátttöku í stjórnmálum, og eru þar á meðal þeir, sem lengi hafa látið mikið að sér kveða í s-kóreskum stjórnmál- um, eins og t.d. Kim Dae-jung, sem nú er fyrir rétti. vopnaframleiðslu til að tryggja hernaðarlegt jafnvægi. Samskipti Carters og Schmidts hafa á stund- um verið dálítið stirð en á þessum fundi lögðu þeir áherslu á það sem Carter nefndi „sameiginleg stefnumál" þeirra. Skömmu eftir fund þeirra Schmidts og Carters átti Schmidt 50 mínútna langan fund með Ronald Reagan, væntanlegum for- seta, og kom hann mörgum á óvart, því að áður hafði Reagan neitað að eiga fund með Menach- em Begin, forsætisráðherra ísra- els, þegar hann var í Bandaríkjun- um í síðustu viku. Ekki er talið að stórpólitísk mál hafi verið til umræðu á fundinum og allt, sem Schmidt vildi að honum loknum var: „Ríkisstjórinn opnaði sjálfur fyrir mig tóbakspunginn minn.“ Bandarísk blöð gera mikið úr fundi Schmidts og Reagans og starfsmenn vestur-þýska sendi- ráðsins í Washington bentu á, að náinn, persónulegur kunnings- skapur milli kanslarans og vænt- anlegs Bandaríkjaforseta væri mjög mikilvægur báðum þjóðun- um. Um síðustu helgi lét Schmidt í ljós þá skoðun sína, að kjör Reagans yrði til góðs fyrir banda- rísku þjóðina. „Það kveður nú við nýjan tón og ákveðnari hjá banda- rísku þjóðinni," sagði hann, „og þess mun gæta í öldungadeildinni, í fulltrúadeildinni og vissulega í Hvíta húsinu með Ronald Reag- * Agreiningur um rétt landluktra þróunarríkja Fundur Reagans með Schmidt vekur athygli Sameinuóu þjoóirnar. 21. nóv. — AP. Efnahagsmálanefnd Samein- uðu þjóðanna hvatti Allsherjar- þingið í dag til þess að staðfesta að nýju rétt landluktra þróunar- landa til þess að eiga frjálsan aðgang að sjó og ferðafrelsis á hafi. I áliti nefndarinnar er einnig kallað á aukna tækni- og efnahagsaðstoð við þessi riki og vikið að réttindum þeirra á fleiri sviðum. Ályktunin var samþykkt með 124 atkvæðum gegn engu, en 9 skiluðu auðu. Mikill ágreiningur varð um fyrstu málsgrein ályktunarinnar, þar sem Allsherjarþingið er hvatt til þess að „staðfesta að nýju rétt landluktra ríkja til þess að eiga frjálsan aðgang að sjó- og ferða- frelsi á hafi“. í atkvæðagreiðslu neitaði yfir helmingur ríkjanna að styðja málsgreinina. Sjötíu og eitt ríki skilaði auðu, fimmtíu greiddu atkvæði með málsgreininni og 9 voru á móti. Málsgreinin ■ verður áfram í SÞ-krafa um brottflutning Sameinuðu þjóðunum, 21. nóv. AP. Allsherjarþingið samþykkti i dag i annað skipti á þessu ári að hvetja til hrottflutnings alls rússn- esks herliðs frá Afganistan. Tillag- an var samþykkt að þessu sinni með 111 atkvæðum gegn 22 en 12 sátu hjá. Flest ríki múhameðstrúarmanna og þriðja heimsins greiddu atkvæði með tillögunni. Sum þeirra ríkja, sem nú sátu hjá, hafa löngum fylgt Sovétmönnum að málum, eins og t.d. Rúmenar. í janúar sl. var samhljóða tillaga samþykkt með 104 atkv. gegn 18 en þá sátu 18 ríki hjá. ályktuninni og búist er við að ályktunin í heild verði samþykkt með miklum meirihluta á Alls- herjarþinginu. Fulltrúi Indlands, sem skilaði auðu, sagði, að veiting slíkra réttinda gæti haft í för með sér réttarskerðingu fyrir þau ríki, sem leið landluktra ríkja að sjó liggur um. Nokkur þeirra ríkja sem greiddu atkvæði gegn tillögunni lögðu til að málið yrði tekið upp á þriðja þingi Alþjóðahafréttar- ráðsins. Flugslys (iuam. 21. nóv. — AP. BOEING 727-farþegaþotu hlekkt- ist á 1 lendingu á eyjunni Yap í Kyrrahafi í dag. 19 manns slösuð- ust af 73 sem um borð voru. Flugvélin sem er í eigu flugfé- lagsins Air Micronesia er mikið skemmd. Talið er að slysið hafi orðið vegna bilunar í lendingartækjum flugvélarinnar. Þingað um Nordsat Frá Ib Kjornhak fróttaritara Mbl. í Kaupmannahofn. 21. nóv. Menningarmálanefnd Norður- landaráðs kom saman i Kaup- mannahöfn í dag til að taka afstöðu til þess hvort auka eigi samvinnu Norðurlandanna á sviði útvarps- og sjónvarpssendinga og hvort það eigi að gerast gegnum sameigin- legan gervihnött, Nordsat. Fulltrúi íslands á fundinum var Birgir Thorlacius. í næstu viku mætast forsætisráðherrar Norður- landanna í Kaupmannahöfn og verð- ur þá einnig rætt um Nordsat- áætlunina. Ekki er búist við því að ráðherra- nefndin taki endanlega afstöðu á fundinum. Veður víða um heim Akureyri -5 slydda Amsterdam 13 skýjaó Aþena 15 skýjaö Barcelona vantar Bertín 13 skýjaö BrUssel vantar Chicago 9 skýjaó Feneyjar 8 alskýjaö Frankfurt 12 skýjað Faereyjar 5 súld Genf 11 heiðskírt Helsinki 4 rigning Jerúsalem 16 skýjað Jóhannesarborg 20 skýjaö Kaupmannahöfn 8 skýjað Las Palmas vantar Lissabon 20 rigning London 13 skýjaó Los Angeles 26 heióskírt Madrid 16 sólskin Malaga vantar Mallorca vantar Miami 23 skýjaó Moskva 3 heiðskírt New York 9 heiöskírt Osló 1 skýjað París vantar Reykjavík -7 léttskýjað Ríó de Janeiro 32 skýjaö Rómaborg 14 heiðsktrt San Francisco 20 heiðskírt Stokkhólmur 7 skýjað Atvinnu- leysi 4,5% Iielsinki. 21. nóv. AP. ATVINNULEYSI í Finnlandi var 4,5% í síðasta mánuði. Það hlut- fall er ögn hærra en í septem- bermánuði, en talsvert lægra en atvinnuleysið á sama tíma í fyrra. Yfirvöld segja hækkunina nú stafa af árstíðabundnum sveiflum. 176 rússneskar flugvélar það sem af er þessu ári Washington. 21. nóvember. AP. BANDARÍSKAR herþotur hafa á þessu ári orðið varar við 176 rússneskar könnunarvélar. sem flogið hafa inn fyrir tvö hundruð mílna lofthelgi Bandaríkj- anna og Islands. á svæðinu frá íslandi til Alaska. Þetta er, að sögn handaríska flughersins, mjög nálægt mcðaltali fyrri ára. Nú í vikunni birti bandríski flugherinn myndir, sem teknar voru af rússneskum könnunarvélum, m.a. hér við land. Á myndinni má sjá sovéska skyttu í skotturni sínum aftast í flugvél af gerðinni TU-95 nálægt íslandi. Á sama tíma í fyrra höfðu 173 flugvélar flogið inn fyrir tvö hundruð mílna eftirlitssvæðið, en árið 1978 voru flugvélarnar 188. Rússncsk skytta í skotturni sinum í flugvél af gerðinni TU-95 við ísland.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.