Morgunblaðið - 22.11.1980, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 22.11.1980, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 1980 Frumvarp sjálfstæðismanna: Fullnægjandi ellilífeyrir á grundvelli ævitekna Gegnumstreymiskerfi í stað uppsöfnunarkerfis t>RÍR sjálfsta'dismonn, Eyjólfur KonráÓ Jónsson. Guómundur Karls- son og Salomo l'orkolsdóttir, hafa lagt fram frumvarp um samoÍKÍnloKan tryBKÍní?arsj<)ð landsmanna, Lífeyrissjóð íslands. Frumvarpið felur það I sér að upp verði tekið einfalt og áranjíursríkt Kejínumstreymiskerfi, er bygfíist á iðgjöldum. sem ákveðin eru á hverjum tíma i samra'mi við tryggingarþörf og verðlag. en horfið verði frá uppsöfnunarkerfi hinna mörgu sjóða. Markmið frumvarps- ins eru dregin saman í 5 liðum í greinargerð: • 1. Að tryggja öllum sem eru komnir á ellilífeyrisaldur. að lokinni starfsævi viðunandi og mannsæmandi lífsviðurværi. • 2. Að veita örorkulifeyrisþegum öryggi og viðunandi tryggingar- bætur. • 3. Að auka barnalifeyri og bæta aðstöðu þeirra, sem verr eru settir i þjóðfélaginu. • 4. Að tryggja foreldrum fæðingarlaun. • 5. Að einfalda lífeyriskerfi þjóðarinnar og útrýma misrétti. ara mikilvægu trygginga fyrir alla landsmenn. Hljóti frumvarpið hljómgrunn og skilning hjá Al- þingi, er þess að vænta, að það taki þeim breytingum í meðförum Alþingis, er nauðsynlegar kunna að teljast til þess að lögin geti komið til framkvæmda 1. janúar 1982 svo sem ráð er fyrir gert í frumvarpinu. Flutningsmenn telja mikilvægt, að eigi sé lengur látið dragast að koma lífeyrissjóðsmálum Islend- inga í viðunandi horf, og vænta þess, að með þessu frv. verði samþykkt lög á Alþingi, er tryggi þjóðinni heilbrigði og viðunandi ellilífeyris-, örorku- og barnalíf- eyristryggingar, auk fæðingar- launa. Frumvarpið felur í sér þá grundvallarbreytingu frá núver- andi tryggingar- og lífeyrissjóða- kerfi, að í stað svonefnds uppsöfn- unarkerfis, ef felst í tugum smárra og stórra sjóða, er tekið upp einfalt, en árangursríkt gegn- umstreymiskerfi, er byggist á iðgjöldum, sem ákveðin eru á hverjum tíma í samræmi við tryggingarþörf og verðlag, er greiðslur eiga sér stað. Eins og nú er háttað, safnast upp milljarðar í um 100 smáum og stórum lífeyrissjóðum. Verðbólgu- þróun undangenginna ára og grundvallaratriði í reglugerðum sjóðanna varðandi lengri tíma sjóðsmyndun útiloka að þeir geti til langframa greitt verðtryggðan 1 greinargerð með frumvarpinu segir m.a.: „Með frumvarpi þessu um Líf- eyrissjóð Islands er lagt til að grundvallarbreyting verði gerð á lífeyristryggingarkerfi þjóðarinn- ar. Markmið breytingarinnar er, að allir hafi sama rétt til full- nægjandi ellilífeyristryggingar á grundvelli ævitekna, jafnframt því sem tryggt er að ailir njóti ákveðins lágmarkslífeyris, er sé í samræmi við framfærslukostnað og verðlagsþróun á hverjum tíma. Þá er það veigamikið atriði í þessu frumvarpi, að það tryggir öllum konum jafnan rétt til ellilífeyris á við karla, óháð því hvert er starf þeirra eða staða í þjóðfélaginu. Þar með er öllum húsmæðrum tryggður fullur réttur til ellilíf- eyris á við annað vinnandi fólk og lífsstarf húsmæðra þar með gefið ákveðið verðmætisgildi. Með frv. er í fyrsta skipti tillaga um, að fæðingarlaun séu felld inn í lífeyristryggingarkerfið með eðlilegum hætti. Flutningsmenn gera sér grein fyrir, að hér er um viðamikið mál að ræða, er krefst nákvæmrar umræðu og samráðs við mikinn fjölda aðila. En með því frumvarpi til laga um Lífeyrissjóð íslands, sem hér er lagt fram, eru lögð drög að nýrri uppbyggingu þess- Eyjólfur Konráð Jónsson Guðmundur Karlsson Birgir ísleifur Gunnarsson: Þrenging vaxtafrádráttar að- för að ungum húsbyggjendum „Vaxtafrádráttur til skatta röng stefna,“ sagði Garðar Sigurðsson Þingsíða Mbl. hefur áður birt framsögu Birgis ísleifs Gunnarssonar með frumvarpi um rýmkun vaxtafrádrátta frá skattstofni fólks, sem stcndur I húsakaupum eða húsbyggingu. Ilér á eftir verður lauslega rakinn efnisþráður hluta umræðna, sem fylgdu í kjölfar framsögu Birgis ísleifs. Styð meginefni frumvarpsins Magnús II. Magnússon. varafor- maður Alþýðuflokksins, sagðist styðja þetta frumvarp sjálfstæð- ismanna að meginefni, þ.e., að hækka beri þau mörk, sem lög um tekju- og eignarskatt setja um hámark vaxta, sem frádráttarbær- ir eru við álagningu tekju- og eignaskatts. Hins vegar telji hann rétt að þessi frádráttur sé áfram miðaður við lán tekin til kaupa eða byggingar íbúðarhúsnæðis, en tím- inn, sem þessum frádrætti sé ætlað að gilda eftir kaup eða byggingu húsnæðis, verði verulega lengdur, a.m.k. tvöfaldaður frá því sem er í gildandi lögum. MIIM sagði flest mæla með því að verðbótaþáttur vaxta verði ekki skattlagður hjá lánveitendum. MHM sagði félagslega kerfið hjálpa mörgum og væri það gott og blessað, en ef fólk kysi heldur að kaupa á frjálsum markaði eða byggj a sjálft, ætti sú leið að vera fær sem valkostur. Miöuð viö allt annaö verðlaj? Halldór Ásgrímsson (F) sagði liggja ljóst fyrir, að núgildandi mörk um vaxtafrádrátt væru mið- uð við allt annað verðlag en í dag, þ.e. 1!6 m.kr. hjá einstaklingi og 3 m.kr. hjá hjónum. Þessi mörk verður að endurskoða. Ef hins vegar á að fara með þau jafn hátt og frumvarp þetta leggur til, þá er það mín skoðun að miklu betra sé að fella þau alveg niður. Hvaða fólk er það sem getur borgað allt að 8 m.kr. í vexti á ári? spurði hann. En ég er sammála því að mörkin þarf að hækka — en andvígur því að vaxtafrádráttur komi af lánum til annars en húsnæðisþáttar viðkom- andi skattgreiðanda. Ekki á bætandi erfiðleikana Ilalldór Blöndal (S) rakti þá þróun í verðlags- og skattamálum, sem þrengt hefði almannakjör, svo ekki væri á bætandi að höggva enn í hinn sama knérunn með aðför að ungu fólki, er stæði í húsbygging- um með tilheyrandi skuldasöfnun og vaxtabyrði. Ástæðan til þess að við leggjum til að vaxtafrádráttur verði undanþeginn tekjuskatti eins og áður er einfaldlega sú, að ekki er á bætandi þá erfiðleika, sem þeir standa í, er reyna að koma sér þaki yfir höfuðið við ríkjandi aðstæður í þjóðfélaginu. Halldór sagði ýmsum annmörkum háð að skilja á milli vaxta, eftir tegundum lána, og naumast arðbært að leggja í slíka vinnu, auk þess sem víxil- og Birgir tsleifur Gunnarsson vaxtaaukalán tengdust oftlega hús- næðismálum viðkomandi, ekkert síður en lán úr húsnæðismálastofn- un og lífeyrissjóðum. Ekki rétt aö greiða peninga niður Garðar Sigurðsson (Abl) sagði fróðlegt að heyra hér í talsmönnum markaðskerfis framboðs og eftir- spurnar. Peningar eru vara, ef má orða það þannig, sem mikil eftir- spurn er eftir í landinu, og nú leggja flutningsmenn frumvarps- ins til að þessi vara verði stór- greidd niður, þannig að skulda- kóngar geti keypt þessa vöru í stórum stíl á útsöluprís. Ég hef ævinlega, sagði Garðar, verið þeirrar skoðunar, að vaxtafrá- dráttur til skatta almennt sé röng stefna. Það væri svo sem eftir Halldóri Blöndal og öðrum að predika, að ég sé á móti ungu fólki í landinu, sem er að koma yfir sig húsnæði, en mér er alveg sama; ég er ekkert hræddur við þá kjósendur fremur en aðra. Það er að mínum dómi rangt að vera að greiða niður peninga og enn vitlausara er það, þegar það er gert í verðbólgu- ástandi. Séríslenzkar aðstæður húsbyggjenda Birgir ísl. Gunnarsson (S) sagði vaxtakenningu Garðars Sigurðs- sonar ganga þvert á það, sem talsmenn Alþýðubandalags hefðu borið á torg undanfarin misseri. Höfuðkenning þeirra hefur verið sú, að vexti eigi að lækka til að létta á útgjaldaþunga atvinnuvega. I þessu frumvarpi er fyrst og fremst fjallað um fólk, sem stendur í húsbyggingum eða húsakaupum, og farið fram á rýmkun vaxtafrá- dráttar, sem að óbreyttum lögum 27 lífeyri. Þrátt fyrir síaukna verð- tryggingu á útlánum sjóðanna er fyrirsjáanlegt, að það eitt út af fyrir sig muni ekki nægja til þess að greiða viðunandi lífeyri hjá fjölda sjóða. Aldrað fólk komið á eililífeyrisaldur mun því sitja eftir með sárt enni. Er þetta gjörsam- lega óviðunandi ástand. Af umræðum, sem fram hafa farið á undanförnum árum, er sýnilegt, ef Alþingi hefur ekki forustu um að beina þróun þess- ara mála inná heilbrigðari og betri brautir, að þjóðin mun innan tíðar sitja uppi með gjaldþrota lífeyrissjóði og mikinn fjölda líf- eyrisþega, er munu búa við mjöfe kröpp kjör. Að samningu frumvarps svipaðs eðlis, sem lagt var fram á Alþingi í ársbyrjun 1976, stóðu auk Guð- mundar H. Garðarssonar þeir Oddur Ólafsson alþingismaður og dr. Pétur H. Blöndal tryggingar- fræðingur. í því frumvarpi, sem hér liggur fyrir, hafa verið gerðar nokkrar efnislegar breytingar frá fyrra frumvarpi og nutu flutn- ingsmenn aðstoðar dr. Péturs H. Blöndals varðandi tæknileg at- riði.“ Salóme Þorkelsdóttir kemur ver út fyrir þetta fólk 1981 en verið hefur. Ég vil benda á, sagði Birgir ísleifur, að vextir hafa allar götur verið frádráttarbærir frá skattstofni. Nú stendur al- menningur frammi fyrir því að þessa reglu á að þrengja verulega, sem fyrst og fremst myndi bitna á húsbyggjendum, jafnvel koma í veg fyrir að þeir nái því marki, sem að var stefnt, að eignast þak yfir höfuðið. Vextir og fjármagnskostn- aður eru í dag í engu samræmi við þær tekjur sem þetta unga fólk hefur yfir höfuð. Orðrétt sagði Birgir ísleifur: „Og þetta er vegna þess sérís- lenzka fyrirbæris, sem við þekkj- um, að menn fleyta sér áfram á skammtímalánum, sem mæta hvert öðru. Menn taka hvert lánið á fætur öðru til stutts tíma, borga gamla lánið upp með hinu nýja og mjaka sér þannig áfram hægt og hægt út úr sínum fjárhagserfið- leikum þangað til jafnvægi hefur fengist í fjármálin, eftir það mikla átak, sem það er að koma sér upp þaki yfir höfuðið. Þannig að ég hygg, að þó að þetta séu háar vaxtagreiðslur miðað við það sem vitað er um, tekjur hjá öllum almenningi, hjá öllu launafólki, þá er það nú samt svo, að margt af því fólki sem telst til almenns launa- fólks í dag, ber ótrúlega háa vaxtabyrði vegna lána.“ Fleiri tóku til máls, sumir oftar en einu sinni, þó ekki verði frekar rakið að sinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.