Morgunblaðið - 22.11.1980, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 22.11.1980, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 1980 33 geti fullnæKt lánsfjárþörf landbún- aðarins í framtíðinni. Þá verði tekið til endurmats, m.a. með tilliti til breyttra láns- kjara, hvort ekki sé unnt að fella niður það gjald, sem innheimt hefur verið af búvöruverði og hefur í raun verið varið til lánajöfnunar, eða að öðrum kosti verði því varið til eflingar nýrra verkefna, sbr. 8. lið. Rekstrar- og afurðalán verði þau sömu og til annarra atvinnuvega og greiðslum hagað skv. ályktun Al- þingis frá 22. maí 1979. 7. Til að ná því markmiði að koma á jafnvægi í framleiðslu og eftirspurn (markaði) og til þess að treysta grundvöll nýrra verkefna í landbúnaði, verði rannsóknar- og leiðbeiningarstörfum beint að þeim verkefnum. Bændaskólarnir taki upp verklega og bóklega kennslu í nyjum búgreinum í samræmi við niðurstöðu tilrauna- og rannsókn- arstarfseminnar. Hér kemur m.a. til greina hag- ræðing og einföldun í rekstri bú- anna, nýting jarðhita, sem æ víðar kemur til nota, fiskirækt í ám og vötnum og önnur hlunnindi, einnig mat á gróðri og uppskeru túna og beitilanda, fjölbreytni í ræktun grænfóðurs, garðávaxta, skjólbelta og skóga, korns og fleiri tegunda, með sérstöku tilliti til íslenskra aðstæðna og möguleika. Þá má nefna ný áform í búfjárrækt, svo sem sérræktun ákveðinna eðlis- þátta innlendra búfjárkynja, sem miðuðu að verðmætari útflutningi búvara. Til að treysta þessi áform í framkvæmd er áhersla lögð á að efla rannsóknarstarfsemina og gera tilraunir á tilraunastöðvunum sjálfum svo og á búum bænda í svo ríkum mæli sem nokkur kostur er á. 8. Komið verði á skipulagðri starfsemi og ákveðnu formi varð- andi uppbyggingu nýrra búgreina og ræktun nýrra búfjártegunda. Þar verði m.a. kveðið á um, hvernig haga beri innflutningi á nýjum búfjártegundum, fyrir- komulagi í rekstri og rannsóknum, sölu og vinnslu framleiðsluvara og félagslegum grundvelli þessarar starfsemi. Stofnuð verði sérstök deild innan Stofnlánadeildar landbúnaðarins til stuðnings við ný verkefni í landbúnaði. Hömlum verði létt af Fram- kvæmdasjóði útvarpsins MARKÚS Á. Einarsson (F) flutti framsöguræðu í sameinuðu þingi á fimmtudag fyrir þingsályktunar- tillögu sinni um byggingu útvarps- húss. Efni tillögunnar er það, að Alþingi lýsi yfir vilja sinum til þess að Rikisútvarpinu sé heimilt að hefja að nýju framkvæmdir við hyggingu útvarpshúss í Reykjavik. I ræðu sinni sagði Markús, að bygging útvarpshússins hefði legið niðri um hríð, þótt fyrir hendi sé fjármagn í byggingarsjóði stofnun- arinnar og þrátt fyrir yfirlýsingar menntamálaráöherra um nauðsyn þess, að byggingarframkvæmdum sé haldið áfram. Markús sagði, að samkvæmt lögum frá 1971 hefðu 5% af brúttótekjum útvarpsins verið lagðar í sérstakan Framkvæmda- sjóð, og skyldi fé hans varið til að tryggja viðunandi húsnæði og tækjakost fyrir starfsemi útvarps. Nýlega hefði þetta hlutfall verið hækkað upp í 10% og mætti af því álykta að komið væri að byggingar- framkvæmdum og að vilji alþing- ismanna til útvarpshúss væri ótví- ræður. Markús sagði, að fram hefði komið hjá menntamálaráðherra, að byggingin hefði fyrst og fremst stöðvast fyrir áhrif frá samstarfs- nefnd um opinberar framkvæmdir, sem ekki hafi treyst sér til að leggja til við fjármálaráðherra og Alþingi yfirborðslaginu. b) Óvenju háu hlutfalli jurta- næringarefna, einkum fosfórs. c) Litlu gagnsæi að sumrinu, sem bendir til mikils svifgróð- urs. d) Fátæklegum gróðri og dýra- lífi í fjörum og á grunnum með föstum botni. e) Óvenjulegu magni vissra dýrategunda (orma) sem geta nýtt úrganginn. Sum þessara atriða má þó að einhverju leyti skrifa á reikn- ing ferskvatns sem fellur í fjarðarbotninn og hefur óheppileg áhrif á sjávarlíf. 2. Djúplagið í Pollinum og álnum þar fyrir utan virðist hins vegar hafa orðið fyrir furðu litlum áhrifum af skólpmeng- un, sem fram kemur m.a. í: a) Nægilegu magni uppleysts súrefnis við botninn og vöntun á brennisteinsvetni í leðjunni. b) Ríkulegu og fjölbreyttu botndýralífi. Skýringa á þessum mismun er að leita í lagskiptingu sjávarins í firðinum (sem rekja má til ferskvatnsstreymisins í fjarð- arbotninn) og mismunandi strauma í lögunum. Líklegt er þó að einhverra „áburðaráhrifa“ gæti á botnlíf- ið í Pollinum, sem eigi þátt í að auka magn sumra tegunda. 3. Mengunarástandið í heild sinni er þannig ekki eins slæmt og ýmsir hafa talið að það væri og við hefði mátt búast við núver- andi aðsiæður. A hinn Ikiginn veiður ekhert fullyrt um þær breytingar á gróðri og dýralífi sjávarins í innanverðum Eyja- firði, sem kunna að hafa orðið á undanförnum áratugum vegna mengunar, því samanburð vantar frá fyrri tímum. Samt ættu núverandi rannsókn- ir að vera nokkuð staðgóður grundvöllur til samanburðar við athuganir er síðar verða gerðar til að fylgjast með mengunarástand- inu, en á því hljóta allar ráðstaf- anir til úrbóta að byggjast. Heilbrigðisnefnd telur þó meng- unina svo mikla, að hún megi ekki versna úr þessu, og setja verði mengunarmörk, sem ekki megi fara yfir. Nefndin mun á næstunni ákveða staðla fyrir ákveðna þætti mengunar, svo sem gerlamagn, lífræn efnasambönd, þungmálma o.fl. Þá þarf að koma á forhreinsun skólps eða síun fastra efna úr því við útrennslisop skólpræsa. Reynt verður að samtengja skólplagnir sem mest og fækka útrennslisop- um, en það helst í hendur við gatnagerð og endurnýjun eldri gatna í bænum. Hugsanlega verð- ur unnið að samciningu allra skólplagna með tengingum og dælingu í eitt útrennslisop og þar verði komið upp stórri hreinsistöð í framtíðinni. Einnig kemur til greina að nota strauma, t.d. út- fallsstraum með austurlandinu, til að flytja mengaðan sjó burt. Ekki hafa verið lagðar ákveðnar tillög- ur fyrir bæjarstjórn ennþá, en fljótlega þarf að ákveða, hvað gert verður til að stöðva og draga úr mengun í Akureyrarpolli og innsta hluta Eyjafjarðar. Verði ekkert aðhafst til úrbóta, getur ástandið aðeins versnað, og fyrr en varir verður umrætt svæði „dauður sjór“. Sv.P. að framkvæmdir héldu áfram að sinni. Markús benti á þá sérstöðu, sem framkvæmdasjóðurinn hefur, en ráðstöfun hans ætti að vera ein- göngu í höndum Ríkisútvarpsins. Hann sagði að áætlaður bygg- ingarkostnaður, miðað við verðlag 1. jan. sl. hefði verið 5,8 milljarðar og miðað við byggingartíma frá 1980—86, hefði sjóðurinn alfarið staðið undir kostnaði út árið ’82 og hefði því fyrst komið til beinna framlaga á árinu 1983, eða þá lántöku, sem sjóðurinn stæði síðar skil á. Hann sagði að gerðar hefðu verið áætlanir um tvo minni áfanga, þar sem einungis er reiknað með að leysa úr vanda hljóðvarps í byrjun. Á verðlagi 1. janúar á þessu ári kostaði ódýrari kosturinn 3,1 millj- arð króna og væri athyglisvert í því sambandi að benda á, að staða Framkvæmdasjóðsins væri á svip- uðum forsendum áætluð 3,03 millj- arðar króna um áramótin 1983/84. Á eftir Markúsi tóku margir til máls, m.a. Árni Gunnarsson, og vottaði hann um það ófremdar- ástand, sem ríkir bæði hjá sjónvarpi og hljóðvarpi. Hann sagði, að á undanförnum árum hefðu tekjulind- ir ríkisútvarpsins verið skertar og að Framkvæmdasjóður RUV hefði raunverulega verið tekinn eignar- námi. Á fimmtíu ára afmæli þessar- ar merkustu menningarstofnunar þjóðarinnar, væri það verðugt verk fyrir hið háa Alþingi, að leyfa henni að hefja smíði á sínu eigin húsi. Árni tók undir orð Markúsar og sagði, að þeim hömlum, sem lagðar hafa verið á framkvæmdasjóðinn, yrði að aflétta. Ingvar Gislason menntamálaráð- herra, tók síðan til máls og sagði, að hann hefði fylgt þeirri stefnu, að reyna að ná samkomulagi við Fjár- málaráðuneytið og samstarfsnefnd um opinberar framkvæmdir um að ráðast í byggingu næsta áfanga útvarpshússins. Framkvæmdirnar hefðu verið stöðvaðar gegn vilja þriggja menntamálaráðherra. Hann sagðist fyllilega sammála því, að ekki eigi að verja fé úr Fram- kvæmdasjóðnum til annars en bygg- ingarframkvæmda, og ef Alþingi samþykkir þessa þingsályktunartil- lögu liti hann svo á að Alþingi væri því fylgjandi að sjóðnum verði beitt í samræmi við reglur um notkun hans. Hann sagðist vonast til að höml- um yrði aflétt áður en afgreiðslu fjárlaga lýkur, en ef Alþingi neitaði, þá myndi hann nota vald sitt, sem menntamálaráðherra ,til að leyfa útvarpinu að nota fé sitt til bygg- ingarframkvæmda, engu að síður. Albert Guðmundsson, sem tók næstur til máls, sagðist harma þetta valdboð ráðherrans. Einnig sagðist hann vera hræddur um, að útvarpshúsið í þeirri mynd sem nú er áætlað að það rísi, sé of dýrt og sagðist telja, að Ríkisútvarpið gæti annast það starf, sem það nú innir af hendi fyrir alla landsmenn, þótt ráðist væri í byggingu minna hús- na-ðis. Alexander Stefánsson lýsti yfir ánægju sinni með framkomu þess- arar þingsályktunartillogu og taldi ekki orka tvímælis að framkvæmda- sjóðinn eigi aðeins að nota til byggingarframkvæmda. Hann sagði þó, að vandamálin sem steðjuðu að Ríkisútvarpinu væru mörg og gera þyrfti vandaða fjárfestingaáætlun fyrir stofnunina. Langbylgjustöð út- varpsins væri t.d. að hruni komin og í fjárlagafrumvarpinu væri ekki komið til móts við þann gífurlega fjárhagsvanda, sem stofnunin er í. Hann sagði að taprekstur væri mikill á stofnuninni, m.a. vegna þess að komið hefði verið í veg fyrir að hún fengi að rukka eðlilega fyrir sína þjónustu. Friðrik Sophusson tók undir mál fyrri ræðumanns og sagði að hallinn á rekstri útvarpsins væri alvar- legur. Varðandi byggingu útvarps- hússins sagði hann undarlegt það sambandsleysi sem virtist ríkja milli menntamálaráðherra og fjár- málaráðherra, fyrst báðir hefðu lýst sig fylgjandi því að nýtt útvarpshús yrði byggt, en hefði samt ekkert orðið úr. Afsökun ráðherranna væri hins vegar sú, að það stæði á embættismönnum þeirra eigin ráðu- neyta að málið yrði afgreitt. Nokkrir fleiri tóku til máls og að þeim ræðum loknum sagði Markús, að af þessari umræðu að dæma virtust sér undirtekir við tillöguna góðar og ef þetta gilti líka um aðra þingmenn ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu að tillagan yrði samþykkt og bygging útvarpshúss leyfð. ^Bauknecht Frystir og kœlir í einum skóp Tekur ekki meira rúm en venjulegur kæliskápur Alsjálfvirk affrysting í kælirúmi Ódýr í rekstri Fáanlegur í lit Greiðsluskilmálar eða staðgreiðsluafsláttur Utsölustaðir DOMUS oy Kaupfélögin um land allt Sambandslhs Ármúla 3 Reyk/avik Srri38900

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.