Morgunblaðið - 22.11.1980, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 1980
Hækkun samfara
nýkrónunni:
Stöðumæla-
sektir hækka
í 20 nýkr.
BORGARSTJÓRN sam
þykkti á fundi sinum á
fimmtudaRskvöIdið að hækka
svokallað aukaleigugjald
(stöðumælasektir) af
stöðumælum borgarinnar í 20
nýkrónur. samfara gjaldmið-
iisbreytingunni sem fram fer
um áramótin. Ilækkun stöðu-
mælasektanna var samþykkt
með 8 atkva'ðum meirihluta
borRarstjórnar Ke«n sex at-
kvæðum sjálfstæðismanna. en
Páll Gíslason. fulltrúi Sjálf-
stæðisflokksins, sat hjá við
atkvajðagreiðsluna.
Nokkrar umræður urðu um
þessa fyrirhuguðu hækkun og
kom það fram hjá þeim Albert
Guðmundssyni og Magnúsi L.
Sveinssyni að þeim þætti þessi
hækkun allt of mikil. Sigurður
Tómasson fulltrui Alþýðu-
bandalagsins taldi hinsvegar
að hækkun á stöðumælagjaldi
væri erfið vegna hinar miklu
verðbólgu og taldi hann rétt
að hækka sektirnar samfara
gjaldmiðilsbreytingunni.
P/3NKASTRJIC------
Járnblendiverksmiðjan á Grundartanga:
Samdráttur vegna raf-
magnsskorts en ekki
vegna markaðserfiðleika
„VEGNA þess að við höfum að
undanförnu búið við rafmagns-
skömmtun frá Landsvirkjun, höf-
um við ekki þurft að standa
frammi fyrir því að taka ákvörð-
un um samdrátt í framleiðslunni
af markaðsástæðum,“ sagði Jón
Sigurðsson, forstjóri íslenska
járnblendifélagsins í samtali við
blaðamann Morgunblaðsins i
gær. Jón er nú staddur í Noregi,
en hann var spurður hvaða áhrif
ákvörðun norska fyrirtækisins
Elkem um að minnka framleiðslu
sína hefði á framleiðsluna á
Grundartanga.
Jón sagði, að á þessu ári væri
reiknað með að framleiðsla Járn-
blendiverksmiðjunnar yrði milli
27 og 28 þúsund tonn, en á árinu
1981 væri áætlað að framleiðslan
næmi 44 þúsund tonna. Verk-
smiðjuna kvað Jón upphaflega
vera hannaða með 50 þúsund
tonna framleiðslu á ári í huga, en
komið hefði í ljós að við bestu
skilyrði væri unnt að framleiða
39. Fiskiþing hefst mánudag-
inn 24. nóvember 1980. í húsi
Fiskifélagsins, Ilöfn við Ing-
ólfsstræti og verður sett kl.
14.00 af Má Elíssyni fiskimála-
stjóra. Áætlað er að þingið
standi til föstudags 28. nóvem-
ber.
Frá fjórðungssamböndum og
deildum Fiskifélagsins munu 22
fulltrúar sitja þingið og frá sér-
samböndum sjávarútvegsins 11
fulltrúar, en auk þess á fiskimála-
stjóri sæti á þinginu. Sjávarút-
vegsráðherra Steingrímur Her-
Áætlað að fram-
leiða 44 þús. tonn
á næsta ári
um 55 þúsund tonn á ári með
fullum afköstum beggja ofna.
Jón Sigurðsson kvað misskiln-
ings hafa gætt í frétt Morgun-
blaðsins á miðvikudaginn um
samdrátt hjá verksmiðjunni, og
mætti kenna þar um mistökum í
þýðingu að því er honum virtist.
Jón sagði að í fréttinni kæmi
fram, að við lokun annars ofnsins
yrði framleiðslan ekki nema 25
þúsund tonn, í stað 50 þúsund
tonna. Hér væri verið að tala um
ársframleiðslu og gæfi orðalagið
til kynna mun meiri samdrátt en
um væri að tefla. Samdrátturinn
yrði því aðeins þann tíma sem
lokun ætti sér stað. „Þetta gefur
því alranga mynd af framleiðsl-
unni,“ sagði Jón, „því eins og fram
er komið erum við að gera áætlan-
mannsson mun ávarpa þingið.
Mörg mál verða lögð fyrir þing-
ið og má þar helzt nefna: Stjórnun
fiskveiða, afkoma sjávarútvegsins,
öryggismál, fræðslumál og skýrsl-
ur hinna ýmsu starfsdeilda Fiski-
félagsins.
Fyrsta Fiskiþing var haldið
1913 og hafa þau verið haidin
reglulega síðan. I byrjun voru þau
haldin annað hvert ár, stóðu í
tvær vikur, en seinni ár hafa þau
verið haldin árlega og standa eina
viku. Þá skal þess getið að Fiski-
félag íslands verður 70 ára 20.
febrúar nk.
ir um 44 þúsund tonna framleiðslu
á næsta ári, þrátt fyrir orku-
skömmtun fyrri hluta ársins. Ég
vil ítreka það að við lokuðum
ofninum vegna aðstæðna heima
fyrir, í október, við stóðum því
aldrei andspænis því vandamáli
sem Elkem þurfti að yfirvinna, um
hvort draga ætti úr framleiðsl-
unni vegna markaðserfiðleika. En
staðreynd er að undanfarið hefur
framleiðsla á kísiljárni verið meiri
en notkun. Það stafar svo aftur af
samdrætti í stáliðnaði víða í
heiminum."
— Rafmagnsskömmtunin var
þá það sem forðaði ykkur frá því
að þurfa að draga úr framleiðsl-
unni vegna fyrrnefndra markaðs-
erfiðieika?
„Rafmagnsskömmtunin gerði
það að verkum, að við þurftum
aldrei að taka afstöðu til þess,“
sagði Jón „og má því segja að hún
hefði ekki getað komið á betri
tíma. Ég treysti mér á hinn
bóginn ekki til að velta vöngum
yfir því hvað hefði orðið ef ekki
hefði komið til hennar. Við höfum
nóg að gera við að ráða fram úr
því sem við stöndum andspænis,
þó ekki séu búnar til vangaveltur
um hvað gert hefði verið ef
hlutirnir hefðu orðið öðru vísi en
raun varð á,“ sagði Jón.
Jón sagði að lokum, að ekki
væru líkur á að Járnblendiverk-
smiðjan fengi meira rafmagn fyrr
en í vor. Annar ofninn myndi því
standa óhreyfður þar til snjóa
leysti. „En allt útlit er fyrir að við
framleiðum allt það í vetur sem
við höfum rafmagn til. Nú telja
menn að markaðurinn sé kominn í
þann botn sem hann fer í. Og
ráðstafanir um að draga úr fram-
leiðslu er aðferð til að ná jafnvægi
í framboð og eftirspurn, en þá
skapast möguleiki á að ná verðinu
aftur upp í það sem viðunandi
getur talist. En eins og sakir
standa núna, er verðið of lágt til
að framleiðslan geti borgað sig.“
39. fiskiþing
hefst á mánudag
Bruninn í Árósum:
Stuðningsmenn IRA
taka á sig ábyrgðina
Kaupmannahóín. 21. nóvember. AP.
LÖGREGLAN í Árósum var í
gær engu nær um það hverjir ollu
brunanum í fyrirtækinu „Bolig-
tekstil“ þar í borg í fyrradag en
talið er að skemmdirnar af völd-
um hans nemi a.m.k. sex hundruð
milljónum ísl. kr.
Ýmsum dönskum blöðum hafa
borist bréf, þar sem brennuvarg-
arnir lýsa yfir stuðningi sinum
við hryðjuverkamenn í fangels-
um á N-írlandi.
I bréfunum segjast brennuvarg-
arnir vilja vekja athygli á tvennu:
Samstöðu með hungurverkfalli
pólítískra fanga á Norður-Irlandi
og á ógnarstjórn Breta þar um
slóðir. Líklegt þykir, að árásin á
„BoligtekstiI“ sé sú, að forstjóri
þess, N.C. Nielsen, er breskur
konsúll í Árósum.
Danska lögreglan telur að hér
séu e.t.v. að verki hryðjuverka-
samtökin DSB (Hin sósíalski
frelsisher Danmerkur), hópurinn
„Statsfjender" eða einhver þriðju
samtökin. Þessir hópar hafa áður
staðið fyrir ýmsum skemmdar-
verkum í Danmörku og hefur
lögreglunni aldrei tekist að hafa
hendur í hári félagsmanna þeirra.
Þannig var umhorfs eftir brunann.
Ekkja Maós enn
hin þverasta
PekinK. 21. nóv. AP.
RÉTTARIIÖLDIN yfir „Fjór-
menningaklíkunni" og „kliku Lin
Piaos", sem lengi hafa staðið fyrir
dyrum, hófust í dag með þvi að
ákæruskjalið var lcsið. Kínversku
blöðin segja í dag, að fjórir af tiu
sakborningum hafi játað sekt sina
en hins vegar sé ekkja Maós,
Chiang Ching, enn mjög staffirug
og beri sig eins og leikkona, sem
hún einu sinni var.
Hóparnir tveir eru sakaðir um að
hafa valdið dauða meira en 34.000
manna, gert samsæri gegn ráða-
mönnum til að ná völdunum í sínar
heldur, að hafa lagt á ráðin um að
myrða Maó og staðið fyrir valda-
ráni hersins og loks fyrir að hafa
ætlað að gera uppreisn í Shanghai.
Sakborningarnir geta átt dauða-
dóm yfir höfði sér.
I fréttum Xinhua-fréttastofunn-
ar sagði, að Chiang Ching, ekkja
Maós, hefði virst vera „mjög ánægð
með sjálfa sig“ og á sjónvarps-
myndum, sem sýndar hafa verið af
réttarhöldunum, ber hún sig vel
þrátt fyrir fjögurra ára einangrun
og nokkuð háan aldur, en hún er nú
67 ára.
Þetta geróist 22. nóv.
1497 — Vasco da Gama siglir fyrir
Góðrarvonarhöfða.
1699 — Sáttmáli Dana, Rússa,
Saxa og Pólverja um skiptingu
Svíaveldis.
1830 — Belgía verður konungsríki.
1892 — Belgar bæla niður upp-
reisn arabískra þrælasala í Efri-
Kongó.
1906 — SOS viðurkennt neyðark-
all skipa í sjávarháska.
1915 — Orrusta Breta og Tyrkja
við Tsiphon, Mesopotamíu.
1921 — Sáttmáli Breta og Afgh-
ana gerður í Kabul.
1927 — Albanir ganga í varnar-
bandalag með Itölum.
1941 — Þjóðverjar taka Rostov.
1943 — Kairóráðstefna Winston
Churchills, Franklin Roosevelts og
Chiang Kai-sheks.
1947 — Þingið í íran ógildir
olíusamninga við Rússa.
1962 — Rússar hætta viðbúnaði
vegna Kúbudeilunnar.
1%3 — John F. Kennedy forseti
ráðinn af dögum í Dallas.
1970 — Stjórnin í Guineu segir frá
innrás málaliða Portúgala.
1972 — Nixon forseti afléttir
banni við ferðum til Kína.
1975 — Juan Carlos verður kon-
ungur Spánar.
Afmæli — Charies de Gaulle,
franskur stjórnmálaleiðtogi
(1890-1970) - Andreas Hofer,
týrólskur ættjarðarvinur (1767—
1810) — Thomas Cook, enskur
brautryðjandi í ferðamálum
(1808-1892) - André Gide,
franskur rithöfundur (1869—1951)
Andlát — 1774 Robert Clive, faðir
brezka heimsveldisins á Indlandi
— 1900 Sir Arthur Sullivan, tón-
skáld — 1594 Martin Frobisher,
landkönnuður.
Innlent — 1289 d. Hrafn Oddsson
— 1787 f. Rasmus Christian Rask
— 1878 d. Sigurður Gunnarsson
prófastur — 1887 Rask-hneykslið
— 1907 Konungur staðfestir fossa-
lögin — 1909 Björn Jónsson ráð-
herra víkur stjórn Landsbankans
frá — 1913 Samningur um strand-
ferðir við Thor Tulinius — 1913
Urskurður konungs um íslenzkan
sérfána — 1918 Vestmannaeyjar
fá kaupstaðarréttindi — 1933
Kosningaaldur 21 ár með stjórn-
arskrárbreytingu — 1956 d. Pálmi
Hannesson rektor — 1966 d. Gutt-
ormur J. Guttormsson skáld —
1901 f. Haraldur Á. Sigurðsson.
Orð dagsins— Það er betra að
ræða málið án þess að leysa það en
að leysa það án þess að ræða það