Morgunblaðið - 26.11.1980, Page 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 1980
MIKLAR umræður spunnust á
ASÍ-þingi í gær um drög að
kjara- og atvinnumálaáiyktun
þingsins. Frummælandi var Ás-
mundur Stefánsson, íram-
kvæmdastjóri ASÍ. og flutti hann
ítarlega ræðu um þróun kjara-
mála írá því er síðasta ASÍ-þing
var haldið árið 1976. Þá var
samþykkt að krafa ASÍ yrði 100
þúsund króna mánaðarlaun fyrir
lægst iaunaða fólkið. Framreikn-
aða kvað Ásmundur þessa kröfu
nú vera, miðað við nóvemberverð-
Iag, tæplega 447 þúsund krónur,
en lægsta skráða kauptaxta kvað
hann vera rúmlega 324 þúsund
krónur. Þó minnti hann á að 100
þúsund krónu krafan hafi ekki
náð fram að ganga i samningun-
um 1977.
Ásmundur Stefánsson rakti síð-
an skerðingarákvæði laga og fjall-
aði einkum um skerðingu Ólafs-
laga, sem enn væru í gildi. Síðan
sagði hann: „Eftir þá samninga,
gerða verði gripið. Við erum því
enn í óvissu um hverjar aðgerðírn-
ar verða. En við hljótum að árétta
að nauðsynlegt er að allar stjórn-
valdsaðgerðir miði að því að
treysta umsaminn kaupmátt. Við
hljótum að ítreka aðvörun okkar
til stjórnmálamannanna, skerðing
kaupmáttar leysir ekki efnahags-
vandann, hún er til þess eins fallin
að valda óróa á vinnumarkaði og
upplausn, sem er ekki stjórn
efnahagsmála til góðs.“
Næstur talaði Björn Þórhalls-
son og fjallaði um skattamál.
Hann lýsti því, hvernig stjórnvöld
hefðu þrengt alla skattfrádrætti,
sjómannafrádrátt, frádrátt í sjúk-
dómstilfellum og vaxtafrádrætti,
sem hann kvað myndu koma
tilfinnanlegast við fólk, einkum
ungt fólk, sem væri að koma sér
þaki yfir höfuðið í fyrsta sinn.
Hámark vaxtafrádráttar væri nú
3 milljónir króna og hver maður
sæi að það gæti ekki gengið, þegar
ASÍ-þing ræddi kjaramálin:
Tillaga um að skora á Alþiijgi að fella
vísitöluskerðingarákvæði Olafslaga
sem nú hafa verið gerðir, hafa
umræður um hugsanlegar aðgerð-
ir stjórnvalda færzt í aukana.
Menn spyrja, ætlar ríkisstjórnin
að láta verðbólguna fara í 70 til
80% eða ætlar hún að höggva á
kaupið? Ég verð að segja eins og
er að umræður stjórnmálamanna
á undanförnum misserum hafa
vakið mér meiri og méiri gremju.
Fyrir okkur, sem stöndum utanvið
og fylgjumst með umræðum
þeirra í gegn um fjölmiðla er
næstum eins og þeir sofi í þrjá
mánuði, en vakni síðan upp með
andfælum fyrir hvern verðbóta-
útreikning og spyrji sjálfa sig í
undrun: er það virkilega rétt, að
kaupið eigi að fara að hækka um
10% ? Að þessi 10% kauphækkun
sé afleiðing 11% verðhækkunar á
meðan þeir sváfu virðist ekki
komast inn i kollinn á þeim.“
Skömmu síðar í ræðu sinni
sagði framkvæmdastjóri ASÍ: „Ég
held það væri hollt fyrir stjórn-
málamennina að reyna nú einu
sinni að halda sér vakandi sam-
fellt í 3 mánuði og huga að öðrum
þáttum efnahagslífsins. Skoða
það, hvað megi betur fara í
fjármálum hins opinbera, hverju
megi hagræða, hvar megi endur-
skipuleggja fjárfestingar, hvernig
megi lækka verð á innflutningi til
landsins o.s.frv. Snúi þeir sér að
þeim viðfangsefnum, er ég sann-
færður um að ekki líður á löngu
áður en draga fer úr verðbólg-
unni.“
Undir lok ræðu sinnar sagði
Ásmundur, að hann hefði ásamt
Snorra Jónssyni, forseta sam-
bandsins, átt fund með Gunnari
Thoroddsen, forsætisráðherra nú
fyrir helgina, þar sem þeir vildu
grennslast fyrir um það hvað
framundan væri af hálfu stjórn-
valda á næstu vikum og mánuðum.
Ásmundur sagði: „Á þeim fundi
lögðum við áherzlu á það, að við
teldum að stjórnvöld bæru ábyrgð
á því að vel takist að tryggja þann
kaupmátt, sem samningarnir gera
ráð fyrir. Með yfirlýsingum sínum
um ýmis félagsleg atriði stuðlaði
ríkisstjórnin að lausn kjarasamn-
inganna og innsiglaði þannig
ábyrgð sína á þeim. — Forsætis-
ráðherra sagði að innan ríkis-
stjórnarinnar hefðu engar ákvarð-
anir verið teknar. Ymsar leiðir séu
í könnun, Þjóðhagsstofnun sé að
vinna að útreikningi á ýmsum
atriðum og útilokað sé fyrr en að
þeim könnunum loknum að móta
endanlega afstöðu til þess, hvernig
skuli tekið á þeim verðbólguvanda,
sem við er að glíma. Hann lagði
áherzlu á, að ríkisstjórnin hyggð-
ist hafa fullt samráð við verka-
lýðssamtökin um til hvaða að-
meðalíbúð ungra hjóna kostaði um
40 milljonir króna og venjulegast
ættu menn ekki slíka sjóði, að þeir
gætu keypt án lána. Ef á að
minnka vaxtafrádráttinn — sagði
Björn — verður að gera það stig af
stigi en ekki í einu. Um 10%
frádráttinn kvað hann aðeins um
brúttóskattlagningu að ræða, sú
regla væri kominn frá skatt-
heimtumönnunum og beindist að-
eins að því að ná sköttum sem
hraðast úr vösum skattgreiðenda.
Björn Þórhallsson brýndi fyrir
þingheimi, að hann yrði ekki síður
að gefa skattamálum gaum en
verðbóta- og launamálum.
Eftir framsögu þeirra Ásmund-
ar og Björns hófust almennar
umræður um kjara- og atvinnu-
mál og tóku mjög margir til máls.
Umræðan stóð frá hádegi og til
fundarloka í gær klukkan 19. Inn í
umræðurnar spunnust málefni
fatlaðra og lamaðra og var tillaga
um stuðning við þá afgreidd á
þinginu, en Theodor A. Jónsson,
formaður Sjálfsbjargar, lands-
sambands fatlaðra hafði ávarpað
þingið í gærmorgun.
Kolbeinn Friðbjarnarson frá
Siglufirði gerði málefni fatlaðra
sérstaklega að umtalsefni og kvað
málefni þeirra órjúfanlegan þátt
kjaramálanna. Hvatti hann til
nánara samstarfs ASI og samtaka
fatlaðra. ASI yrði að gjörbreyta
stefnu sinni og gjörðum gagnvart
þessum þjóðfélagshópi. Hann
flutti tillöguna, sem afgreidd var
án þess að hún yrði send í nefnd. í
sama streng tók Snorri Konráðs-
son frá Félagi bifvélavirkja, sem
flutti tillögu um að ASI skoraði á
ríkisvaldið að afla fjár til styrktar
fólki, sem orðið hefði fyrir áföllum
vegna slysa, sjúkdóma, einstæð-
ingsskapar, hjúskaparbrota og af--
brota. Styrkja þyrfti þetta fólk til
sjálfsbjargar.
Baldur Magnússon, Akranesi,
kvað það hneyksli, ef ríkisstjórn-
in, sem kallaði sig stjórn vinnandi
stétta, myndi ekki láta uppi, hvað
hún hefði í hyggju varðandi efna-
hagsmál og Hjálmar Jónsson frá
Málarafélagi Reykjavíkur hvatti
til samstöðu ASÍ um ákvæðis-
vinnukerfi byggingariðnaðar-
manna, sem hann kvað gerða
atlögu að og á 25 árum hefði þetta
kerfi rýrt kjör manna um 40%.
Kvað hann samstöðuleysi aðila
innan ASÍ hafa valdið þessu.
Jón Karlsson, Sauðárkróki,
ræddi kjaramálaályktunina og
kvað hana að sínu mati einum of
hógværa, en nauðsynlegt væri að
hún væri í takt við tímann. Hann
benti á að fjárhag manna í
þjóðfélaginu færi hrakandi og
fjármálavandræði væru víða.
Hann spurði, hvort ekki væri orðið
tímabært að verkalýðshreyfingin
færi að hafa meiri afskipti af
þessu ástandi. Sífellt væri rætt
um varnarsigur á varnarsigur
ofan, sem skilaði fólki ekkert
áfram í kjarabótum. Því taldi
hann að breyta ætti um vinnu-
brögð. Hér væri og sífellt klifað á
því að ekkert atvinnuleysi væri og
verðbólgan væri þar betri kostur,
en hann kvaðst hafa séð nýlega
ógnvekjandi tölur um landflótta,
það er fjölda burtfluttra umfram
aðflutta. Því væri spurning, hvort
ekki væri verið að flytja atvinnu-
leysi úr landi.
Jón kvað undirbúningi kröfu-
gerðar ASÍ hafa verið ábótavant
við síðustu samninga, sérkröfur
hafi komið allt of seint fram. Þá
kvað hann gagnrýnivert, hvernig
VSÍ hefði ávallt tekizt að hafa
frumkvæði í öllu er laut að
samningsgerðinni, einkum er
varðaði fréttir í fjölmiðlum. Þá
kvað hann ASI einnig eiga að gera
sig meir gildandi á skattamála-
sviðinu.
Jóhanna Sigurðardóttir ræddi
um kaupgreiðslur og hvatti til
þess að sú miðstjórn, sem kjörin
yrði, léti fara fram könnun á
raunverulegum yfirborgunum í
hinum ýmsu greinum. Þá talaði
Guðmundur Sæmundsson, fulltrúi
Einingar á Akureyri, og kvað ekki
við launafólk að sakast, það bæri
ekki ábyrgð á verðbólgunni. Þar
kvað hann við vinnuveitendur og
ríkisstjórn að sakast. Nauðsynlegt
væri að verkalýðshreyfingin skipti
um stefnu, ynni að afnámi Ólafs-
laga og hafnaði öllum tillögum um
afnám eða skerðingu verðbóta á
laun. Þá kvað hann nauðsynlegt
að stemma stigu við of mikilli
vinnu, hafna ætti láglaunastefnu,
en hækka öll laun, en láglaun þó
mest. Hann kvað atvinnurekend-
um hafa tekizt að fresta samn-
ingsgerð um 10 mánuði. Slík
vinnubrögð gæti almennt launa:
fólk ekki sætt sig við og ætti ASÍ
að gera kröfu um afturvirkni
samninga, svo að ekki væri það
markmið í sjálfu sér að tefja
samningsgerð.
Guðmundur Sæmundsson hvatti
til þess að ASÍ léti neytendamál
meira til sín taka og hann gagn-
rýndi miðstýringuna, sem gert
hefði samflotið í kjarasamningun-
um dauðadæmt. Hann kvað sömu
menn sitja í ríkisstjórn og í
forystu stjórnmálaflokkanna og
þeir misnotuðu verkalýðshreyf-
inguna. Þetta hefði í för með sér
stéttasamvinnustefnu, sem haml-
aði upplýsingastreymi út til hins
almenna launþega. Hann kvað því
brýnt að barizt yrði fyrir auknu
lýðræði innan hreyfingarinnar og
kvað það myndu færa mönnum
bætt kjör. Hann kvað drögin að
kjaramálaályktuninni svo slöpp,
að þau nánast rynnu út af papp-
írnum. Menn stæðu nú talsvert
langt frá því að ná kaupmætti
sólstöðusamninganna og í kom-
andi samningum ættu menn að
einbeita sér að afnámi Ólafslaga
og keppa að betra vísitölukerfi.
Hann gerði allviðamiklar tillögur
um breytingar á kjaramálaálykt-
uninni.
Magnús Geirsson, formaður
Rafiðnaðarsambands íslands
gagnrýndi miðstýringu kjara-
samninga og kvað of lítið hafa
verið rætt um mótun atvinnu-
stefnu. Hann fjallaði um atvinnu-
leysisbætur og ræddi um loforð
stjórnvalda í þeim efnum. Ólafur
Emilsson, formaður Hins íslenzka
prentarafélags gagnrýndi einnig
samflotið og miðstýringu kjara-
samninga og kvað félög sem staðið
hefðu utan ASÍ hafa náð betri
samningum. Hann spurði, hvort
ASI hefði þá haldið uppi rangri
launastefnu, launasamningar hafi
verið gerðir í hálfgerðum feluleik
og lýsti þeirri skoðun sinni að
hvert félag ætti að semja við sinn
vinnuveitanda.
Karvel Pálmason tók næstur til
máls og kvað verkalýðshreyfing-
una hafa orðið undir í baráttunni
um kaupmáttinn frá sólstöðu-
samningunum 1977. Ríkisvaldið
hafi ekki undanfarin ár verið
hliðhollt verkalýðshreyfingunni,
en hann kvað launþega líka geta
kennt sjálfum sér um. Óeining
hafi verið innan ASI og menn
hefðu ekki verið nægilega sam-
stiga í viðræðum, samráðsleysið
við hinn óbreytta félaga hafi verið
algjört, þótt ítrekað hafi verið
undan því kvartað í 43ja manna
nefnd ASI. Ákveðið hafi verið að
kalla saman formannaráðstefnu
ASÍ, en það hafi ekki verið gert.
Hann minnti forystuna á að ekk-
ert væri hægt að gera, nema því
aðeins að félagsmenn stæðu með
forystunni. Þá ræddi Karvel um
skattalækkanir, sem hann kvað
hafa verið eina af meginkröfum
samtakanna, en ríkisvaldið hafi
neitað að hlusta á hana. Hann
kvað skattalækkanir á lágtekjur
meira virði en krónutöluhækkanir
launa í 70 til 80% verðbólgu og
slíka kaupmáttaraukningu ætti
ríkisstjórn erfiðara með að taka
til baka með gengsissigi. Krafa
hefði verið gerð um jöfnun lífeyr-
is, á hana hafi ekki verið hlustað,
heldur hafi stjórnvöld heimilað
lífeyrissjóðum að verja eigin fjár-
magni til aukinnar verðtryggingar
lífeyris. Hins vegar hafi ríkis
stjórnin samið við BSRB um aukið
misrétti í þessum málum. Þetta
mál kvað Karvel eitt hið mesta,
sem um væri unnt að fjalla á
þinginu. Á sama tíma og ríkið
hafnar kröfum ASÍ, ákveður það
að verka skattpeningum félaga
ASI til aukinna réttinda opin-
berra starfsmanna — sagði Karv-
el.
Karvel kvað ekki hægt að ljúka
þessu þingi, án þess að ríkisstjórn-
in gerði grein fyrir fyrirætlunum
sínum í efnahagsmálum. Samráði
hefði ríkisstjórnin heitið og það
væri lögbundið í Ólafslögum.
Hann spurði, hvaða stofnun væri
eðlilegri til að fjalla um aðgerðir
stjórnvalda en ASÍ-þing. Hann
kvað ríkisstjórnina vart geta und-
an því vikizt að gera grein fyrir
þessum málum á þinginu.
Þá talaði Óskar Vigfússon, for-
seti Sjómannasambands íslands.
Hann skýrði frá því að borizt hefði
í gær skeyti frá 46 togurum, þar
sem skorað væri á ráðherra að
efna heit frá 1978 um að sjómenn
fengju 3 frídaga um jólin og að
ráðherra setti þegar í stað reglu-
gerð um þetta. Kvað hann það
eðlilega kröfu, að sjómenn gætu
fengið að dveljast hjá fjölskyldum
sínum um jól. Þá lýsti Óskar
samningaviðræðum sjómanna,
sem enn hafa ekki gert samninga
sína og kvað útvegsmenn hafa lagt
fram kröfur um skerðingu gild-
andi kjarasamninga í 18 liðum.
Hrafnkell A. Jónsson, Eskifirði
kvaðst vera óánægður með mið-
stýringu kjarasamninga. Hann
kvaðst hafa verið einn þeirra, sem
hefðu samþykkt Ólafslög, þar sem
hann hafi talið ríkisstjórnina
vinsamlegt ríkisvald. Kvaðst hann
hafa orðið sér til skammar fyrir
það, nú vildi hann að Ólafslög
yrðu felld úr gildi. Hann kvaðst
styðja kröfuna um að ríkisstjórnin
gerði hreint fyrir sínum dyrum og
kvaðst ekki myndu hlíta því ef
„hundsbæturnar", sem menn
hefðu fengið í kjarasamningunum
yrðu teknar af. Kvað hann eðlilegt
að fulltrúi ríkisstjórnarinnar
kæmi á ASI-þing og gerði grein
fyrir fyrirætlunum ríkisstjórnar-
innar.
Guðmundur J. Hallvarðsson,
fulltrúi Dagsbrún^r kvaðst vera
meðflutningsmaður að breyting-
artillögunum, er Guðmundur
Sæmundsson hefði mælt fyrir.
Hann kvartaði undan því að stjórn
þingsins hefði ekki séð sér fært að
fjölfalda breytingartillögur, sem
fulltrúar flyttu og því yrði þeim
ekki dreift á fundinum. Þetta kvað
hann brjóta í bága við lög og benti
á að ASÍ hefði sjálft brotið lög,