Morgunblaðið - 26.11.1980, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 26.11.1980, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 1980 19 Engar breytingar þrátt fyrir að eitt og hálft ár sé liðið frá samþykkt Alþingis Beinar greiðslur til bænda: ALLSNARPAR orðra'ður urðu í sameinuðu Alþingi í gær, er til umræðu var fyrirspurn Eyjólfs Konráðs Jónssonar til viðskiptaráðherra, um hvað liði framkvæmdum á nýskipan ^reiðslna rekstrar- og afurðalána til bænda. í svari Tómasar Arnasonar viðskiptaráðherra kom fram, að þrátt fyrir að Alþingi samþykkti hinn 22. maí í fyrra að „fela ríkisstjórninni að hlutast til um að settar verði reglur um rekstrar- og afurðalán landbúnaðarins, sem tryggi að bændur f ái i hendur þá fjármuni, sem þeim eru ætlaðir, um leið og lánin eru veitt“, haía engar breytingar orðið á skipan þessara mála. Viðskiptaráðherra kvað orsök- ina vera þá að bankarnir sæju margvíslega erfiðleika á því að breyta núverandi fyrirkomulagi, og einnig væri nú beðið eftir skýrslu nefndar um þessi mál, þar sem meðal annars væri leitað álits fulltrúa bændasamtakanna. — Þá benti ráðherra einnig á, að ekki væri að finna nein tímamörk í þingsályktunartillögunni, og hefðu því engar samþykktir verið brotnar, þótt nú væri gamla lagið haft á um greiðslur. Eyjólfur Konráð kvað þetta svar Tómasar hafa verið rýrt, og honum til litils sóma. Hér væri það að gerast, að bankakerfið væri að setja löggjafarvaldinu stólinn fyrir dyrnar, með því að neita að fara að vilja Alþingis. Slíkt ætti ekki að líða, en von væri að virðing þings meðal þjóðarinnar færi þverrandi meðan svona væri að málum staðið. Ráðherra og ríkis- stjórn sagði Eyjólfur eiga að framkvæma vilja Alþingis, en víkja ella. — Undir þessa gagn- rýni tóku þingmennirnir Geir Hallgrímsson, Matthías Bjarna- son, og Stefán Jónsson. Tveir þingmanna Framsóknarflokksins, þeir Páll Pétursson og Stefán Valgeirsson , fögnuðu því hins vegar að enn hefði ekki komið til þess að vilja Alþingis væri full- nægt. — I umræðunum upplýsti Arni Gunnarsson, að nefnd sú, er ráðherra gat um, myndi skila áliti í dag, miðvikudag. Skoruðu þeir Geir Hallgrímsson og Eyjólfur Konráð Jónsson þá á ráðherra, að sjá til þess að greiðslur sam- kvæmt gamla fyrirkomulaginu yrðu ekki inntar af hendi, heldur yrði beðið álits nefndarinnar. Viðskiptaráðherra svaraði þeirri áskorun engu. NATTFARI Loðnuskipið Haförn fékk á dögunum risakast á loðnumiðunum norður af landinu og var nokkrum tugum tonna dælt úr nótinni yfir í Náttfara. Á næsta ári er það mál margra á Fiskiþingi að loðnuskipin skuli fá aukna hlutdeild í þorskafla, vegna samdráttar í loðnuveiðunum. (Ljósm. Jón Páll Ásgeirsson) Leggst ekki gegn siglingum með síld — segir Steingrímur Hermannsson „ÞAÐ VAR haldinn fundur í viðskiptaráðuneytinu á mánudag þar sem saman voru komnir hagsmunaaðilar úr sjávarútveginum — frá frystihúsunum. Síidarútvegsnefnd. LÍÚ auk emba'ttismanna. Þar kom skýrt fram, að aðilar frystihúsanna og sildarútvegsnefnd- ar óskuðu ekki eftir þvi að hætt yrði við siglingar með síld til Danmerkur. Því er ég ekkert að setja mig gegn siglingum með sild,“ sagði Steingrímur Hermannsson. sjávarútvegsráðherra i samtali við Mbl. í gær. en viðskiptaráðuneytið hefur heimilað áframhaldandi siglingar með síld til Danmerkur. „Hins vegar tel ég, að þær forsendur sem ég byggði mitt mat á þegar ég mælti með siglingum, hafi brostið. Það var samkomulag um það, að ef síldarverðið færi undir 5 krónur, þá væri vart þess virði að sigla auk þess að hótanir komu frá kaupendum í Svíþjóð. Því lagðist ég gegn siglingum fyrir helgina. Þó verðið sé heldur lægra en búist var við, þá er það jafnvel betra fyrir útgerðina og sjó- mennina heldur en það verð sem fæst hérlendis. Ég verð að lýsa vonbrigðum mínum með það verð sem fengist hefur en úr því það kom skýrt fram á þessum fundi hjá saltendum og frysti- húsunum, að ekki sé talin hætta stafa af þessum siglingum eins og málum háttar, þá er ég ekki að leggjast gegn siglingu báta út — vandi loðnuflotans er nógu mikill fyrir og þetta veitir tekj- ur,“ sagði Steingrímur ennfrem- ur. Fyrirvaralítil stöðvun sigl inga gæti kallað á meiri vanda en hún leysir Nokkrar deilur hafa staðið sið- ustu daga um siglingar islenzkra skipa með sild til Danmerkur. Af þvi tilefni sneri Mbl. sér til Gunn- ars Flóvenz, formanns Sildarút- vegsnefndar og bað hann að tjá skoðanir sinar. Hver er afstaða Síldarútvegs- nefndar til siglinga með ísaða síld til Danmerkur? „Ég vil fyrst taka það skýrt fram að SÚN lagðist ekki gegn siglingum þegar þau mál voru rædd á fundum í Sjávarútvegsráðuneytinu sl. sumar og haust. Ástæðan var í fyrsta lagi sú, að vegna skorts á viðunandi mörkuðum var ekki útlit fyrir að unnt yrði að vinna hér heima til frystingar og söltunar þau 50 þús. tonn, sem þá hafði verið ákveðið að leyfa að veiða. Auk þess hélt Haf- rannsóknastofnunin því fram að afl- inn yrði mun meiri en 50 þús tonn, eins og komið hefir fram í fjölmiðl- um. Það var því full ástæða til að óttast að setja yrði í bræðslu það magn sem ekki yrði hægt að selja sem saltaða eða frysta síld, ef siglingar yrðu bannaðar. I öðru lagi var því haldið fram að unnt yrði að fá í Danmörku gífurlega — segir Gunnar Flóvenz, for- maður Síldar- útvegsnefndar hátt verð og hærra fyrir hráefnið en síldina fullverkaða frá Islandi. í þriðja lagi lögðu fulltrúar ýmissa hagsmunasamtaka í sjávarútvegi mikla áher rlu á að fá heimild til að sigla með aflann. Að vísu óttuðust ýmsir að fersk- síldarverðið í Danmörku yrði mun lægra en haldið var fram, en enginn gat fullyrt neitt um það atriði nema siglingar yrðu reyndar. Um þessa afstöðu var algjör samstaða í SÚN sem skipuð er fulltrúum síldarsalt- enda, útvegsmanna, sjómanna og Alþingis." Hvað viltu segja um kvartanir þær, sem borist hafa frá erlendum saltsíldarkaupendum, vegna ótta þeirra við undirboð? „Þegar í ljós kom að fersksíldar- verðið í Danmörku reyndist langtum lægra en viðkomandi aðilar höfðu vænzt og alvarlegar kvartanir um hættu á undirboðum bárust frá erlendum saltsíldarkaupendum, sem gert höfðu bindandi fyrirframsamn- inga um mikið magn af saltaðri síld frá íslandi, ákvað stjórn SÚN á fundi 20. nóvember að skýra sjávarútvegs- ráðherra frá þessum kvörtunum er- lendu kaupendanna, enda var málið þá orðið það alvarlegt að Svíar neituðu að standa við gerða samn- inga. Vegna frétta í fjölmiðlum um þennan óróleika erlendu saltsíldar- kaupendanna var jafnframt sam- þykkt með atkvæðum allra hags- munaaðila í stjórn SÚN að senda síldarsaltendum og fjölmiðlum um- rædda greinargerð um málið, en það er sú greinargerð, sem formaður LÍU kallar áróður gegn siglingum, þótt í henni sé skýrt tekið fram að SÚN telji að úr því sem komið er geti siglingar varla haft nokkur frekari áhrif á sölumöguleika saltsíldar það sem eftir er af þessari vertíð." Telur Síldarútvegsnefnd að stöðva beri þessar siglingar nú? „Á fundi hjá sjávarútvegsráðherra í síðustu viku beindi ráðherrann þeirri fyrirspurn til okkar Kristjáns Gunnar Flóvenz Ragnarssonar, förmanns LÍÚ, hvort ekki væri nauðsynlegt að stöðva nú þegar þessar siglingar. Svör mín voru þau, að úr því sem komið væri teldi SÚN að fyrirvaralítil stöðvun siglinga ga'ti kallað á meiri vanda en hún leysir, þar sem miklir erfiðleikar kynnu að verða á því fyrir veiðiskipin að losna við aflann hér heima. ef veiði yrði skyndilega mikil, enda væri söltun upp í gerða samninga svo til lokið og fullkomin óvissa ríkti um það hvaða möguleik- ar væru á nýtingu síldarinnar til annarrar manneldisvinnslu. Það magn, sem ráðgert væri að sigla með þann stutta tíma sem eftir væri af vertíðinni, gæti varla haft nokkur frekari áhrif á sölumöguleika saltaðrar síldar á þessu ári, þar sem gengið hefði verið frá allri þeirri sölu á saltaðri síld sem útlit væri fyrir að næðist á vertíðinni á viðunandi verði. Aftur á móti gæti mál þetta hugsan- lega teflt í tvísýnu gerð fyrirfram- samninga á næsta ári og þess vegna væri nauðsynlegt að mál þessi yrðu öll tekin til rækilegrar endurskoðun- ar áður en undirbúningur næstu vertíðar hefst." Er það rétt að danskir aðilar hafi hafið söltun á íslenzkri síld? „Vegna fullyrðinga samtaka sænskra síldarkaupenda tók ég fram á sama fundi hjá ráðherra að okkur væri ekki kunnugt um að söltun á íslenzkri síld í Danmörku væri ennþá hafin, nema í tilraunaskyni. í símasamtali er ég átti í gær- morgun við forstöðumann sænsku síldarinnflytjendanna út af greiðslu- stöðvun Svía sagði ég að SÚN væri ekki kunnugt um að neinir aðilar hefðu hafið söltun á íslenzkri síld í Danmörku nema á óverulegu magni í tilraunaskyni. Forsvarsmaður Sví- anna nefndi þá tvö dönsk fyrirtæki, sem væru byrjuð að salta. SÚN hefir enga staðfestingu fengið á þessari frétt. Ég tel það ekki þjóna hagsmunum þeirra aðila, sem afkomu sína eiga undir veiðum og vinnslu íslenzku sumargotssíldarinnar að þeir deili eða séu með hártoganir hver í annars garð í fjölmiðlum um það hvaða áhrif hið lága verð sem fengizt hefir í Danmörku til þessa hafi á markaði saltaðrar og frystrar síldar. Þessi mál verða ekki leyst á viðunandi hátt nema þessir aðilar komi sér saman um nýja stefnu í sambandi við samræmingu veiða, vinnslu og mark- aðsöflunar. Ég tel að af hálfu Síldar- útvegsnefndar hafi verið rétt skýrt frá gangi þessara mála og mun því ekki ræða þau frekar í fjölmiðlum, að svo stöddu.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.