Morgunblaðið - 30.11.1980, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 30.11.1980, Blaðsíða 6
38 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. NÓVEMBER 1980 Eins og meðfylgjandi viðtal ber með sér, átti það sér stað áður en Reagan vann yfirburðasigur sinn í bandarísku forsetakosningunum. Það var Ranan R. Lurie sem ræddi við frambjóðandann og viðtalið birtist samtimis í ýmsum stórblöðum vestan hafs og austan. „Það fé sem varið er til varnarmála eflir friöar- horfur í heiminum44 Lurie: Þér viljið ógilda SALT II samninginn og hefja viðræður að nýju. Hvað fær yður til þess að búast við að Sovétmenn fáist til að taka þátt í slíkum viðræðum? Reagan: Ég tel að aðstaða okkar sé sterk. Við settumst að samning- um með Sovétmönnum um afvopn- un, en á meðan á þeim samningum stóð vígbjuggust þeir af kappi, en við ekki: Við hættum við Bl- sprengjuflugvélina, MX-áætlunina, Tridentkafbátinn, og hægt var á þróun eldflauga. Ef við snérum okkar kvæði í kross og hæfumst handa um vígbúnað, þá væri samn- ingsaðstaða okkar gagnvart Sovét- mönnum öll önnur og sterkari. Lurie: Þér eigið þá við að Sovét- menn verði að skilja að Bandarikja- mönnum sé full alvara? Reagan: Sovétmenn vita að þeir hafa ekki við okkur í vígbúnaðar- kapphlaupinu. Þeir hafa ekki efni á að verja meira fé til vígbúnaðar fyrirvaralaust, en það höfum við. Lurie: Eigið þér við að Bandarík- in eigi enn varasjóði, en sjóðir Sovétmanna séu á þrotum? Reagan: Það er rétt. Lurie: Teljið þér að Þýzkaland, Frakkland, Bretland og Japan eigi að taka þátt í þeim kostnaði sem af þessu leiðir? Reagan: Ég álít að þessi lönd eigi að leggja meira af mörkum. NATO-ríkin í Evrópu eru sem heild fjölmennari og iðnvæddari en Sov- étríkin. Því væri fáránlegt að ætla að þau hefðu ekki efni á að efla hernaðarmátt sinn. Lurie: Eruð þér vissir um að Bandaríkin hafi næga samvinnu við „Mesta hættan er sú að geta ekki ráðið við þau vanda- mál sem upp kunna að koma“ bandalagsríki sín í utanrikismái- um? Ég vil í því sambandi minna á að kanzlari Vestur-Þýzkalands, Helmut Schmidt, og forseti Frakk- lands, Giscard, fóru báðir til Sovét- ríkjanna. Væri slíkt yður á móti skapi ef þér væruð forseti? Reagan: Ferð Giscards ber að mínum dómi vott um vantraust á Bandaríkjunum. Evrópubúar eru í þeirri aðstöðu að vera milli steins og sleggju: þeir þora ekki að setja allt sitt traust á Bandaríkin og vilja því tryggja sér velvild nágrannans í austri. Lurie: Skil ég yður rétt í því að þér teljið fjárframlög til varnar- mála fremur fjárfestingu en eyðslu? Reagan: Já, það má líta á málin frá því sjónarhorni að fé það sem varið er til varnarmála efli friðar- horfur í heiminum, því mesta hætt- an er sú að geta ekki ráðið við þau vandamál sem upp kunna að koma. Ahrif okkar í þessum efnum eru engin, einfaldlega vegna þess að við höfum mátt búa við það um árabil að varnarmáttur okkar hafi farið þverrandi. Lurie: Teljið þér til dæmis að Sovétmenn hefðu ekki ráðizt inn í Afganistan ef þér hefðuð verið forseti? Reagan: Ég er þeirrar skoðunar að framgangur Sovétmanna bæði í Afganistan, í Afríku og víðar sé bein afleiðing af vanmætti og kæruleysi núverandi stjórnar í „Þjóðin var auð- ' mýkt margsinnis “ gera okkur grein fyrir því að Sovétmenn fylgjast náið með gerð- um okkar og aðstöðu. Þeir hljóta til dæmis að vega og meta hvort við getum uppfyllt skuldbindingar okkar við NATO-ríkin og aðra bandamenn okkar. Lurie: Hvort þið efnið gefin loforð? Hvað annað hefði hann getað gert? Bandaríkjamenn og Sovétmenn hafa verið forvígismenn slökun- arstefnunnar, og hafa Sovétmenn haft gríðarmikinn hag af verzlun og viðskiptum við Bandaríkin. Hern- aðarmáttur Sovétríkjanna byggist að hluta til á tækniaðstoð þeirri sem Bandarikin hafa látið þeim í té. En atburðarásin hefði kannski orðið á annan veg ef forseti Banda- rikjanna hefði, í stað þess að flytja þjóð sinni ávörp, snúið sér beint til Sovétmanna og tilkynnt þeim að meðan þeir bökuðu sér innanríkis- vandamál væri ekki um neina slökunarstefnu að ræða. Meðan sovézku liðssveitirnar dveldu á Kúbu kæmi ekki til greina að ræða neagan fagnar sigri með Nancy konu sinni. Bandaríkjunum. Við þetta bætist að sú stjórn hefur ekki sinnt því að viðhalda þeim varnarmætti sem fyrir var og jafnvel gert að engu það sem stjórn repúblikana áorkaði í þessum efnum. Ég hlýt því að telja að Bandaríkin hefðu notið meira trausts bandamanna sinna ef mað- ur með mínar skoðanir hefði verið við stjórnvölinn. Ég hefði til dæmis aldrei látið það viðgangast að varnarmálum hefði ekki verið sinnt betur. Lurie: Teljið þér því að undan- látssemi af hálfu Bandaríkjaforseta hafi það í för með sér að Sovétmenn færi sig upp á skaftið? Reagan: Tvímælalaust. Banda- ríkin og Sovétríkin eru risaveldin í heiminum í dag. Við verðum því að Reagan: Já. Við verðum að geta staðið við skuldbindingar okkar, en við höfum ekki gert það. Lurie: Teljið þér með hliðsjón af embættisferli Jimmy Carters að hann hafi ekki getað skotið Sovét- mönnum nægan skelk í bringu? Reagan: Það mætti segja það. Hann hefur orðið þess valdandi að traust á Bandaríkjunum hefur farið þverrandi í stjórnartíð hans. Sem dæmi um það má nefna að þegar hann frétti af sovézku liðssveitun- um á Kúbu, þá lýsti hann því yfir í sjónvarpi frammi fyrir þjóð sinni að slíkt væri óviðunandi, og myndu Bandaríkjamenn ekki sætta sig við slíkt. Stuttu síðar lýsti hann því svo yfir að ástandið væri viðunandi. verzlunarsamninga eða önnur mál. Það hefði átt að gera Sovétmönnum kleift að draga sig til baka svo lítið bæri á. Tækju Sovétmenn þessar umleitanir ekki til greina, hefði eina tap Bandaríkjamanna verið það að hafa ekki þau samskipti við Sovétríkin sem þeir hafa nú. Lurie: Stefna yðar er því sú að gera andstæðingunum ljóst að Bandaríkjamenn séu staðráðnir í að koma í veg fyrir að til stríðsátaka komi milli austurs og vesturs? Reagan: Já, að koma í veg fyrir að við færum í stríð mót eigin vilja. Þegar við lítum til baka til sögu okkar, þá sjáum við að til voru forsetar sem tókst það. Heimsstyrjöldin fyrri er dæmi- gerð fyrir stríð sem hafið var í óþökk allra. Enginn virðist vita nákvæmlega hvernig sú styrjöld hófst, og enginn var sigurvegarinn. Meðan á þeirri styrjöld stóð og bandaríska þjóðin var auðmýkt margsinnis var Wilson endurkjör- inn forseti af því að menn töldu að það gæti forðað okkur frá þátttöku í styrjöldinni. En þegar Þjóðverjar sökktu „Lúsítaníu", af því að þeir trúðu ekki að Bandaríkjamenn myndu svara fyrir sig, fóru Banda- ríkjamenn í stríð. Fyrir heimsstyrjöldina síðari hélt Roosevelt ræðu þar sem hann hvatti þjóðir hins frjálsa heims til þess að setja viðskiptabann á Þýzkaland unz Þjóðverjar létu af ofbeldi og drægju úr vígbúnaði sínum. Fyrir þetta var Roosevelt átalinn harðlega, en hefðu menn farið að ráðum hans hefði mjög sennilega ekki til styrjaldar komið. Þegar Japanir hafa verið spurðir hvers vegna ráðizt hafi verið á Pearl Harbour, hafa þeir svarað því til að því hafi almennt verið trúað í Japan að Bandaríkjamenn myndu aldrei gera alvöru úr því að fara í stríð. Lurie: Teljið þér að bandaríski herinn muni batna við það eitt að kaup hermanna verði hækkað? Reagan: Þó að það sé afar mikilvægt, þá dugir það eitt ekki. Ákveðin hlunnindi hafa áhrif á það hverjir ganga í herinn. Til dæmis var í gildi til ársins 1977 að þeim sem gegnt höfðu herþjónustu í tilskilinn tíma var veitt ókeypis skólavist við menntastofnun eftir eigin vali. Það kom í ljós að 46% hermannanna notuðu sér þessi „ Vesturveldin og Japan mega ekki taka því með jafnað- argeði að aðgang- ur að orkulind- unum sé þeim lokaður“ hlunnindi, því þetta Var í mörgum tilvikum eina leiðin til þess að njóta háskólamenntunar. Þegar þessi hlunnindi voru afnumin árið 1977 missti herinn þá menn sem nú sáu ekkert eftirsóknarvert lengur við herþjónustuna, en það voru einmitt þeir menn sem mestur akkur var í. Það er skömm til þess að vita að mikill hluti flugvéla flughersins kemst ekki á loft vegna skorts á mannafla. Lurie: Vestur-þýzkir herforingj- ar hafa látið hafa eftir sér að við sameiginlegar heræfingar standi bandarískir liðsforingjar evrópsk- um starfsbræðrum sínum að baki. Reagan: Já, ég held að sú stað- reynd að gæðum hersins hafi hrak- að hafi óneitanlega haft áhrif á

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.