Morgunblaðið - 30.11.1980, Side 12

Morgunblaðið - 30.11.1980, Side 12
44 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. NÓVEMBER 1980 Bókatíðindi Idunnar Leiknum er lokið Ásgeir Hjartarson: Leikdómar og greinar Leiknum er lokið heitir safn leikdóma og greina um leikhús- mál eftir Ásgeir Hjartarson. Ólaf- ur Jónsson sá um útgáfuna og skrifar eftirmála um höfundinn og bókina. Ásgeir var einn fremsti leikgagn- rýnandi landsins á sinni tíö. Hann skrifaöi að staöaldri um leiksýn- ingar í Þjóöviljann í tæpan aldar- fjórðung. Fyrir nokkru kom út safn af greinum hans 1948—1958-undir nafninu Tjaldiö fellur. í Leiknum er lokió er aö finna úrval greina frá árunum 1959—72, um fimmtíu greinar, þar á meöal afmælis- og Bók og kvik- mynd Pétur Gunnarsson, höfundur metsölubókanna: Punktur, punktur, komma, strik og Ég, um mig, frá mér, til mín, er nú aó vinna aö nýrri bók um þá þjóðfrægu persónu Andra Har- aldsson. Fyrri bækurnar tvær eru nú aftur fáanlegar. Pétur kvaöst ekkert geta sagt nákvæmlega til um hvenær nýja bókin kæmi út annaö en aö þaö yröi bráðlega, hann væri nú aö leggja síöustu hönd á verkið. Ef dæma má af viðtökum fyrri bóka Péturs eru þeir ófáir sem bíöa með mikilli eftirvæntingu eftir þessari nýju bók. Þorsteinn Jónsson kvikmynda- gerðarmaður er um þessar mundir í miöju kafi í kvikmynd byggöri á Punktur, punktur, komma, strik, og sagöi Pétur aö tökum væri nú lokið en þó væri mikil vinna eftir viö mynd- ina. Frumsýning er fyrirhuguö í marsbyrjun á næsta ári. minningargreinar um leikhúsfólk. Bókin er hiö fróðlegasta heimildar- rit um íslenska leiklistarsögu, auk þess sem Ásgeir var svo ritsnjall höfundur aö greinar hans halda gildi af þeim sökum. Tvö leikrit í vor sem leiö gaf löunn út tvö leikrit, samtímis því aö þau voru sýnd í leikhúsum. Þetta eru leikrit- in Hemmi eftir Véstein Lúövíksson sem sýnt var lönó og Smalastúlk- an og útlagarnir eftir þá Þorgeir Þorgeirsson og Sigurö Guö- mundsson málara sem sýnt var í Þjóöleikhúsinu. Hemmi er þjóðfélagsstúdía líkt og fyrra leikrit Vésteins Stalín er ekki hér sem sýnt var í Þjóöleikhúsinu fyrir nokkrum árum og einnig kom út á bók. Smalastúlkan og útlagarnir er afar forvitnilegt verk sem Siguröur málari samdi skömmu fyrir andlát sitt 1874, en Þorgeir Þorgeirsson hefur sniöiö verkiö ugp og aölagaö nútíma leikhúshugmyndum. Mánasilfur Úrval úr endurminningum Nú er komið annað bindi Mána- siifurs sem Gils Guðmundsson hefur haft umsjón meö og búið til útgáfu. í formála að fyrsta bindinu segir Gils meöal ann- ars: „Síðastliöna hálfa öld hefur veriö mikiö samiö - og gefið út af minningum hvers konar. í því flóöi kennir aö vonum margra og misjafnra grasa. Hér hafa lagt fram sinn skerf karlar og konur úr öllum héruöum og flestum stéttum þjóöfélagsins. Forseti lýðveldisins hefur ritað minningar sínar, rithöfundurinn, læknirinn, þresturinn, stjórnmálamaðurinn, kennarinn, kaupmaöurinn, hús- móöirin, bóndinn, sjómaöurinn, verkamaöurinn . . . Eftir því sem minningabókum fer fjölgandi, má segja aö lesendum reynist tor- veldara að fylgjast meö fram- leiöslunni og skilja kjarnann frá hisminu. Ég hef löngum lesiö allan þorra þess, sem út hefur komiö á íslensku af endurminn- ingabókum. Nokkur hin síðari ár hefi ég leitt aö því hugann, hvort ekki væri ástæöa til aö gafa út í safnriti allfjölbreytilegt úrval og sýnishorn endurminninga ís- lenskra karla og kvenna . ..“ En þaö eru ekki einungis seinni tíma höfundar sem fá inni í Mánasilfri. Elsti höfundurinn í fyrsta bindinu er Jón Stein- grímsson, eldklerkurinn frægi og í ööru bindi Árni Magnússon frá Geitastekk, Kínafari, en báðir voru þeir fæddir á öndveröri átjándu öld. Nítjánda öldin á einnig sína fulltrúa í báöum bindunum og hvaö ööru bindi viövíkur þá eru sex höfunda á lífi. Skuggsjá íslensks mannlífs Gils Guömundsson hefur meiri og víötækari þekkingu á þessu efni en flestir aörir og góöa smekkvísi til aö finna hvar feitt er á stykkinu. Mánasilfur er eins konar skuggsjá íslensks mannlífs fyrri tíöar, myndasýning sem ungum sem öldnum mun veröa til fróöleiks og skemmtunar og vex aö gildi er stundir líða. í fyrsta bindinu eiga þætti eftir- taldir höfundar: Anna Thorlacius, Ágúst Vigfús- son, Árni Óla, Bernharö Stefáns- son, Bjartmar Guðmundsson, Bríet Bjarnhéöinsdóttir, Elínborg Lárusdóttir, Gísli Jónsson, Guö- mundur Björnsson, Guömundur Jónsson, Guöný Jónsdóttir, Guörún Jónsdóltir Borgfjörö, Hermann Jónasson, Þingeyrum, Indriöi Einarsson, Ingólfur Gísla- son, Jón Steingrímsson, Jónas Sveinsson, Magnús Á. Árnason, Magnús Pálsson, Ólína Jónsdótt- ir, Sigurður Breiöfjörö, Sveinn Björnsson, Sveinn Gunnarsson, Tryggvi Gunnarsson, Þorsteinn Jónsson, Þórbergur Þóröarson. Þessir höfundar leggja fram efni í annað bindi: Ari Arnalds, Árni Magnússon frá Geitastekk, Björn Sigfússon, Bogi Ólafsson, Daníel Daníels- son, Einar Jónsson myndhöggv- ari, Eiríkur Ólafsson frá Brúnum, Guömundur G. Hagalín, Guö- mundur Hannesson, Guörún Guðmundsdóttir, Gunnar Bene- diktsson, Gunnar M. Magnúss, Gunnar Ólafsson, Hafsteinn Sig- urbjarnarson, Hannes Þor- steinsson, Hulda (Unnur Bene- diktsdóttir Bjarklind), Ingibjörg Lárusdóttir, Ingunn Jónsdóttir, Jóhannes Birkiland, Karólína Einarsdóttir, Magnús F. Jónsson, Matthías Jochumsson, Ólafur IfXJNN SAFN ENDURMINNINCA GILS GUÐMUNDSSON VALDI EFNID IOUNN MANA Tryggvason, Ólöf Siguröardóttir frá Hlöðum, Páll Melsted, Sigur- björn Þorkelsson, Skúli Guö- jónsson, Sæmundur Stefánsson, Þórarinn Sveinsson. Glæpur og refsing; Stattu þig drengur, eftir Stefán Unnsteinsson fjallar að mestu leyti um Sævar Ciesielski eina aðalpersónu einhvers frægasta sakamáls hér á landi fyrr og síðar, Geirfinnsmálsins. Rakinn er æviferill hans, sjálfsmynd, hugmyndir kunningja og vina um hann, hugleiðingar um það hvern þátt samfélagiö á í að móta slíkan mann en síöasti hluti bókarinnar fjallar um rannsóknaraðferðir þær sem lögreglan beitti við rannsókn málsins. „Þar eru stórar ásakanir á ferð, miklu stærri en svo', aö yfirvöld réttarfarsins geti hummaö þær fram af sér.“ (Árni Bergmann, Þjóöviljinn) „Aö þetta eru hrfessileg skrif skiptir kannski ekki öllu máli, heldur hitt aö þau eru alvarleg ákæra sem vissir aöilar þurfa að taka afstöðu til ... Lýsingarnar á yfirheyrslum og þving- unaraögeröum í Síöumúlafangelsinu geta ekki allar veriö lognar. .." (Jóhann Hjálmarsson, Morgunblaöið) „Stefán Unnsteinsson dregur upp skýra mynd og ógnvekjandi af ástandinu í fangelsinu þessa dimmu vetrarmánuöi 1976 ...“ (Ómar Valdimarsson, Dagblaðiö) „Stefán leiöir hugi lesenda sinna aö mlkilli og átakanlegri harmsögu og mannfélagsböli ... Stefán hefur vandað verk sitt." (Halldór Kristjánsson, Tíminn) „... umrædd bók er eins og köld vatnsgusa í andlit þeirra sem héidu aö fariö væri með sakamenn á íslandi eins og manneskjur." (A.G., lesandabréf, Þjóöviljinn) „Enda þótt aðeins þriöjungur af bókinni væri sannur, fyllti þaö mig sektarkennd." (Gréta Petersen, Morgunblaðið) „Mun lögreglan nokkurn tíma viöur- kenna aö hafa beitt líkamlegum misþyrmingum og andlegum pynt- ingum þó svo að ásakanir um slíkt eigi við veruleg rök að styöjast?" (Gunnlaugur Ástgeirsson, Helgarpósturinn) „Jú, í sem skemmstu máli viröist gert samsæri þagnarinnar. Ekkert heyrist. Embættismennirnir þegja, hvort heldur það er sálfræðingur eöa fangavöröur, lögmaöur eöa lög- regluþjónn . . . Þögnin skelfir mig ... á öllu veltur hver viðbrögö manna veröa ... Veröi bók Stefáns þöguö í hel, hygg ég fleirum fari sem mér: Þeim þyki grunsemdirnar nálgast / -te\\ vissu, draumurinn breytast í mar- i /AÁAl tröö.“ (Heimir Pálsson, Helgarpósturinn) víivuNOun anr&soN fjóÁ Ljóð Vilmundur Gylfason X >wm Ut er komin Ijódabók eftir Vilmund Gylfason alþing- ismann. Vilmundur er þjóökunnur fyrir afskipti sín af stjórnmálum en síöur fyrir skáldskapar- iöju. Þó er þetta önnur bók höfundar, hin fyrri kom út fyrir tíu árum. Ýmsum kann aö þykja sem kveöi viö nýjan tón í Ijóðum hans sem eru rómantísk og persónu- leg. Þau eru flest hver blíð ástarljóð, órafjarri haröskeyttum heimi stjórnmálanna. Þaö er ekki aö efa aö þeim sem fylgst hafa meö stjórn- málamanninum Vilmundi Gylfasyni þykir forvitni- legt aö kynnast skáldinu Vilmundi Gylfasyni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.