Morgunblaðið - 30.11.1980, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. NÓVEMBER 1980
Bókatídindi Iðunnar
Bókatíðindi Iðunnar
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. NÓVEMBER 1980
49
48
„Bók sem veldur straumhvörfum í lífi þínu“
Kvennaklósettið
SÍfi
Kvennaklósetlid er bók sem
hlaut heimsfrægð i svipstundu,
einróma lof gagnrýnenda og ekki
síst — lesenda.
Gefum Marilyn French oróió:
„Mig langaói til aó segja söguna
um þaó hvernig það er að vera
kona á miöri tuttugustu öld.“
Samkvæmt oróum gagnrýnenda
hefur henni heldur betur tekist
þaö. „Langbesta kvennaskáld-
saga ársins ef ekki í mörg ár“,
„tímamótaverk“, „stórkostleg
skáldsaga, þrungin lífi og ástríó-
um eins sönnum og lífió sjálft".
French var ásökuö um aö karl-
mennirnir í bókinni væru ekkert
Sprengjuskipið
Brian Callison hefur nú skip-
aö sér fastan sess á íslensk-
um bókamarkaöi, sem er í
sjálfu sér ekkert einkennilegt.
Erlendis er hann margfaldur
metsöluhöfundur.
Einn af einlægustu aðdáend-
um Callisons er enginn annar
en sjálfur Alistair MacLean
sem sagt hefur að Brian Calli-
son sé „besti spennuhöfundur-
inn í dag“.
Það er ólíklegt að þeir sem
kunna aö meta spennandi
stríössögur láti Sprengjuskip-
ið fram hjá sér fara. Andrés
Kristjánsson þýddi bókina.
Áður hafa komiö út eftir sama
höfund: Hin feigu skip, Ban-
vænn farmur og Árás í dögun.
annaö en klisjukennd illmenni,
persónulaus vélmenni. Hún segir:
„Þessi fullyröing fer alveg óstjórn-
lega í taugarnar á mér; ég sé rautt
í hvert skipti sem ég heyri þetta.
Karlmönnum er í bókinni lýst frá
sjónarhóli kvennanna, sem þætti í
lífi þeirra. Karlmenn halda aö þeir
séu miöpunkturinn í lífi kvenna en
þaö eru þeir ekki — ekki einu sinni
þegar þeir veröa konunum fjár-
hagslega mikilvægir, né heldur
sálrænt þegar viö veröum aö láta
vel að þeim. Miöpunkturinn í lífi
kvenna eru börnin. Vinnan er alltaf
miöpunkturinn í lífinu. Ef þú eign-
ast börn veröa þau þín vinna, þitt
ævistarf."
Viö höföum samband viö þýöanda
bókarinnar, Elísabetu Gunnars-
dóttur og spurðum hana hvaö hún
héldi aö ylli hinum gífurlegu vin-
sældum Kvennaklósettsins er-
lendis.
— Bókin er mjög vel skrifuð og
þaö hvaö hún er löng hefur ekki
fælt lesendur frá, hún fjallar um
málefni sem fólki kemur viö og
eins hefur bókin verið mjög mikiö
rædd allt frá því aö hún kom út.
Marilyn French lýsir í þessari bók
reynslu og hugarheimi kvenna á
mjög lifandi hátt.
— Hvaö hefur Marilyn French aö
segja íslenskum konum?
— Ég held aö þótt bókin fjalli um
líf og reynslu kvenna ( Bandaríkj-
unum þá geti flest þaö sem þarna
er lýst, einnig átt viö um ísland.
Þess vegna á hún alveg eins erindi
hér á landi.
— Hvernig viötökur helduröu aö
bókin fái hér á landi?
— Kvennaklósettió er aö mörgu
leyti ekki þægileg bók. Þetta er
ekki rómantísk bók, ekki ástar-
saga eins og venjulega er veriö aö
skrifa fyrir konur og ég býst ekki
viö aö allir veröi á eitt sáttir um
hana.
Kvennaklósettió er bók um konur,
kvennastörf, hús, heimili, hjóna-
band, ástir... Kvennaklósettió er
mótmæli, uppreisn. Þaö er óhætt
aö taka undir meö hinum virta
gagnrýnanda og rithöfundi Fay
Weldon: „Þetta er bók sem veldur
straumhvörfum í lífi þínu.“
eftir
Marilyn
French
Manuel Scorza:
Rancas — þorp
á heljarþröm
Sönn saga og hrikaleg. Hún
segir frá baráttu indíána í
Andesfjöllum viö Cerro de
Pasco-auðhringinn og lýkur
meö eyöingu indíánaþorp-
anna. í formála að bókinni
segir höfundurinn Manuel
Scorza meðal annars: „Þessi
bók hefur aó geyma örvænt-
ingarfulla en sanna frásögn af
einmanalegri baráttu — þeirri
baráttu sem háó var í Mió-
Andesfjöllum á árunum
1950—1962, af íbúum nokk-
urra þorpa sem hvergi sjást
nema á landabréfum her-
sveitanna sem eyddu þeim.
Söguhetjurnar, glæpirnir,
svikin og hetjudáðirnar bera
hér, því sem næst, sín raun-
verulegu nöfn.“
Þessi saga er vitnisburöur um
óhugnanlega grimmd og hörku
sem fjölþjóðafyrirtæki, land-
eigendur, stjórnmálamenn og
lögreglan eru tilbúin aö beita til
að ryðja úr vegi hverri þeirri
hindrun sem á vegi þeirra
verður.
Atburður sem
átti að þegja í hel
Rancas — þorp á heljarþröm
er ekki aðeins bókmenntaleg
tíöindi heldur einnig fréttir um
ægilegan atburð sem næstum
því tókst aö þegja í hel og
leyna fyrir heiminum.
Scorza, sem um tíma sat í
fangelsi vegna mótmæla gegn
Cerro de Pasco, býr nú í útlegö
í París.
Ingibjörg Haraldsdóttir blaða-
maður þýddi bókina. Hún
sagöi hana vera heimildarrit í
skáldsögubúningi. „Höfundur-
inn Scorza var vitni, skrásetj-
ari. Stíllinn og atburðirnir valda
því aö bókin er spennandi
lesnlng auk þess sem maður
kemst ekki hjá því aö taka
afstööu gegn þessum hryllilegu
atburðum.“
— Hvernig er ástandiö núna í
þeim málum sem bókin fjallar
um?
— Mér sýnist þróunin í Perú
hafa veriö heldur á verri veg á
síöustu árum. Hvaö ástandið í
fjöllunum varðar þá veit ég lítiö
um það, enda erfitt að vita, því
eins og Scorza bendir á þá er
ástandiö þar nokkuö sem ekki
fær inni í sögubókum, nokkuð
sem blöö og fréttamiölar eiga
takmarkaöan aðgang aö. Þess
vegna er þessi bók mikill
viðburður.
/
V*
í* :|*~4ír
L-Áwð&h
Grænlensk dagbókarblöð
Grænlenski veiðimaöurinn Thom as „Tuma“ Frederiksen segir frá
Grænlenski veiöimaðurinn
Thomas Frederiksen eöa Túma
eins og hann er kallaður, haföi
um árabil haldiö dagbók. Á
ferðum sínum haföi hann jafnan
meó sér stílabók og blýant,
skrifaöi hjá sér það markveró-
asta sem fyrir hann bar og
teiknaöi myndir með.
Þennan siö aflagöi Töma eftir aö
hann hætti aö stunda veiöar sem
aðalstarf og í tíu ár voru Græn-
lensk dagbókarblöó ekki annaö
en lúin stílabók uppi á skáp á
„Grafíska verkstæöinu“ í Nars-
sarssOaq þar sem Tuma lagöi
stund á myndlist. Þar lægi hún
eflaust enn ef maður frá Gyldendal
heföi ekki rekist á hana fyrir
tilviljun á ferö sinni um Grænland í
fyrrasumar. Nú ári síöar kemur
bókin Grænlensk dagbókarblöö
út í mörgum löndum heims sam-
tímis.
Grænlensk dagbókarblöö eru
frásagnir af veiðum, siöum og
háttum Grænlendinga séö meö
þeirra eigin augum. Inn í frásagn-
irnar fléttar Túma ýmsum þjóösög-
um eftir hendinni og myndskreytir
síöan allt saman. Setja þessar
myndir, sem eru litprentaðar, mik-
inn svip á bókina.
í formála aö bókinni segir Emil
Rosing: „Allt frá æskudögum hefur
Tuma skrifaö dagbók sjálfum sér til
ThtntULs TtvJt-rtk U‘rt
GRÆNLENSK
DAGBÓKARBLÖÐ
/A/gA gf tif gnenknxkx ivitUmatms
i máti ttg tuymJuM
tðutm
ánægju. Hann hefur skráö hjá sér
þaö sem á dagana hefur drifiö,
lífsreynslu, erfiöi og frásagnir ann-
arra. Hann kann aö meta græn-
lenska kímni og hefur ánægju af
ómenguöu grænlensku tungutaki.
Ööru hverju kemur fram hjá honum
metnaöur vegna menningar þjóð-
arinnar og viröing hans á forfeör-
um sínum meö þeim hætti að hann
rifjar upp sögur og sagnir. Jafn-
framt greinir hann frá þróuninni og
afleiðingum hennar og hann leggur
áherslu á aö fjalla um frekari
framfarir sem beinast aö því aö
veröa samfélaginu til framdráttar."
Þýöinguna á bókinni annaöist
Hjálmar Ólafsson.
„Þið verðið að lesa þessa bók“
Eg lifi eftir Martin Gray
“Hér er bók sem ekki er eins og
aörar bækur. Maöur opnar hana
og byrjar að lesa og maöur getur
ekki lokaö henni aftur ... Mig
skortír orö til að lýsa henni. Þaö
eina sem ég get sagt er: Þiö
veróió að lesa þessa bók, þið
veröið aö lesa hana.“
Þannig fórust einum gagnrýnanda
orö um bókina Ég lifi, sögu
Martins Gray skráö af Max
Gallo, sem kom út fyrir nokkrum
árum og seldist upp á skömmum
tíma. Nú er hún komin í nýrri
útgáfu. Bókin hefur vakiö fádæma
athygli og hvarvetna veriö met-
sölubók. Þetta er ein sérstæöasta
og eftirminnilegasta örlagasaga
allra tíma, ótrúlegri en nokkur
skáldskapur, eins og veruleikinn
er svo oft, saga um mannlega
niðurlægingu og mannlega reisn,
saga þess viljaþreks sem ekkert
fær bugað.
Pólski gyöingurinn Martin Gray
er 14 ára gamall þegar heimsstyrj-
Martin Gray:
Veriö er aö gera stórmynd eftir
sögunni.
öldin síöari skellur á. Þjóöverjar
ráöast inn í Pólland og hernema
Varsjá og gyðingaofsóknirnar
hefjast fyrir alvöru. Allir gyöingar
borgarinnar eru lokaöir inn í
ghettóunum, þar sem þeir svelta
heilu hungri, og þaö kemur í hlut
Martin Gray að halda lífinu í
fjölskyldu sinni meö því aö smygla
til hennar matföngum. En að
lokum er næstum öll fjölskyldan
tekin og flutt til fangabúöanna í
Treblinka, þar sem bæði móðir og
systur Martins láta lífið í gasklefun-
um en honum einum tekst að flýja.
Eftir flóttann gengur hann í pólsku
skæruliðasveitirnar og síöan berst
hann með Rauða hernum viö töku
Berlínar áriö 1945. Stríðinu er
lokiö og Martin Gray heldur til
New York þar sem hann auðgast
skjótt og þegar hann gengur aö
eiga konuna sem hann elskar og
eignast meö henni fjögur yndisleg
börn telur hann sig loks fullkom-
lega hamingjusaman. En örlögin
knýja dyra á nýjan leik . .. Þýöing-
una önnuðust hjónin séra Rögn-
valdur Finnbogason og Kristín
Thorlacius.
Sophia Loren: Sjálfsævisaga
— Ævi og ástir —
í Ævi og ástir greinir Sophía
Loren frá uppeidisárum sínum í
fátækrahverfi Pozzuoli skammt
frá Napólí, kvikmyndum sínum,
ástarævintýrum, lífi með eigin-
manni sínum, kvikmyndafram-
leiðandanum Carlo Ponti, og
opinberum ákærum gegn þeim
fyrir „framhjáhald og aö syndga
opinberlega".
í tilefni af útkomu bókarinnar sem
vakti mikla athygli og hlaut ein-
staklega góðar viðtökur var
Sophia Loren spurð hvort þaö
væri ekki býsna snemmt aö skrifa
ævisögu sína aöeins 44 ára göm-
ul.
„Fyrsta bókin um mig kom út
þegar ég var rétt rúmlega tvítug.
Þær eru nú orönar einar tólf aö ég
held. Ég áleit aö tími væri kominn
til að segja sannleikann. Sannleik-
ann um mig, fjölskyldu mína, feril
og hjónaband. Þaö er komiö nóg
af slúöri.“
Hún talar um ástmenn sína, vini
og samstarfsmenn. Um Cary
Grant og Carlo Ponti. Um Peter
Sellers, Marcello Mastroianni,
Vittorio de Sica, Clark Gable,
Richard Burton, Peter O’Toole og
marga fleiri.
Ævi og ástir er opinská og
heiöarleg frásögn af viðburöaríku
lífi hinnar dáðu kvikmyndaleik-
konu Sophiu Loren. í bókinni er
fjöldi mynda úr kvikmyndum
hennar og einkalífi. Páll Baldvins-
son sá um þýöinguna.
Vítisveiran
Alistair MacLean hefur
reynst ótrúlega sigursæll
höfundur. Frá því að fyrsta
bók hans Skip hans hétign-
ar, Ódysseifur kom út fyrir
um þaö bil 25 árum hefur
ekkert lát orðiö á velgengni
og vinsældum hans. Bækur
hans hafa verið þýddar á 25
tungumál og gefnar út í
nálægt 30 milljónum ein-
taka.
Vítisveiran
Nú fyrir jólin kemur út ný bók
eftir meistarann MacLean í
íslenskri þýöingu Guönýjar
Ellu Sigurðardóttur og Örn-
ólfs Thorlacius: Vítisveiran.
Mordon rannsóknarstööin á
Suöur-Englandi er í opinber-
um skjölum nefnd „heilsu-
verndarstöö". Raunverulegt
verksviö hennar er aöeins á
vitoröi örfárra utan hennar:
Þar eru framleiddir stór-
háskalegir sýklar til
hernaöarnota, þar á meöal
sýkill sem nefndur er „vítis-
veiran“. Nafn sitt dregur
hann af því aö hann eirir
engu lífi og engin vörn er
þekkt gegn honum.
Stööin er girt tvöföldu
tveggja mannhæöa háu
gaddavírsneti. Þar fyrir innan
er háspennusvæöi. Á milli
giröinganna eru öryggisverö-
ir meö dóbermannhunda.
Öllum birgðum vítisveirunnar
er rænt og morðinginn varö-
ar slóö sína meö sívaxandi
fjölda dauöra og limlestra.
Pierre Cavell tekur máliö í
sínar hendur. Mikil átök hefj-
ast...
Allar bækurnar
fáanlegar
Nú hafa verið endurprentaö-
ar bækurnar Til móts viö
gullskipið, Landamæri lífs
og dauöa, Byssurnar í Nav-
arone, Dauöagildran og
Hetjurnar frá Navarone og
eru þá allar bækur Alistair
MacLean fáanlegar.
Hammond Innes:
Spennandi sögur fyr-
ir vandláta lesendur
Sex þúsund tonna fragtari.
Fjörutíu ára sigling að
baki, tvisvar í strand; orðið
þrisvar fyrir tundurskeyt-
um í tveimur heimsstyrj-
öldum. Lýst fyrir sjórétti
sem flaki, „járnarusli af
haugunum“. Einn marsdag
öslaði Mary Deare inn
Ermarsundið, björgunar-
bátarnir farnir, Patch skip-
stjóri eini maöurinn um
borð...
„Hammond Innes hefur
skrifaö svo magnaöa sögu
aö spennan veröur nánast
aö martröð,“ sagöi einn
gagnrýnandi um nýjustu
sögu Hammond Innes á
íslensku: Hildarleikur á
hafinu.
Hammond Innes er
þekktur fyrir nákvæmni og
vandvirkni. Hann kynnir sér
ávallt mjög rækilega um-
hverfiö þar sem sögur hans
gerast og sviðsetur þær
síöan af natni og nákvæmni
sem naumast eiga sinn líka.
Sögur hans eru engan veg-
inn yfirborðslegar æsifrá-
sagnir. Þær höföa því ekki
síst til þeirra sem kunna því
betur að bækur hafi meira
til brunns aö bera en
spennuna eina. Anna Valdi-
marsdóttir þýddi bókina.
Dulúð, ástir og spenna
Fjallahótelið
eftir Phyllis A. Whitney
Allt sitt líf hafói Jenný lifaó í
skugga systur sinnar, ballerín-
unnar þokkafullu, Aríelu. Allt í
einu var Ariela látin.
Jenný veröur ástfangin og líf
hennar gerbreytist. Hún berst á
vængjum ástarinnar til hins glæsi-
lega sveitahótels í Lárviöarhlíö, en
þar eru á sveimi einkennilegar
sögur um systur hennar, Ariélu, og
óhugnanlega atburöi í Lárviðarhlíö
... Einhver virðist sitja um líf
hennar. Hver getur þaö verið . . .
Rómantísk, dularfull og hörku-
spennandi frá upphafi til enda.
Fjallahótelió er níunda bók þessa
vinsæla höfundar sem út kemur á
íslensku og gefur fyrri bókunum
ekkert eftir. Álfheiöur Kjartans-
dóttir þýddi.