Morgunblaðið - 30.11.1980, Page 23

Morgunblaðið - 30.11.1980, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. NÓVEMBER 1980 55 Aldrei verður hans of oft minnzt Bréf til Jóns Sigurðssonar Crval I bindi Bókaútgáfa Menningarsjóðs og Þjóðvinafél. Reykjavík 1980 Hinn 7. desember í fyrra voru liðin hundrað ár frá láti Jóns forseta Sigurðssonar, og í minn- ingu aldarártíðar þessa einstæða afreksmanns hefur nú bókaútgáfa Menningarsjóðs og Þjóðvinafé- lagsins hafið útgáfu á úrvali úr bréfum til hans. Hafa fræðimenn- irnir Bjarni Vilhjálmsson, Finn- bogi Guðmundsson og Jóhannes Halldórsson valið bréfin og séð um útgáfuna. Hefur valið vissu- lega verið vandaverk, því að þeir láta þess getið í formála, að í Landsbóka- og Þjóðskjalasafni séu hvorki fleiri né færri en á sjöunda þúsund bréfa frá 870 bréfriturum. En þeir og eftirkom- endur þeirra voru ekki aðrir eins hirðumenn og forsetinn, því að í áðurnefndum söfnum eru aðeins til 830 bréf til einungis 140 viðtakenda. En þau eru nógu mörg til að sanna, að hann sinnti alls konar kvabbi bréfritaranna, eftir því sem honum var mögulegt, bætti þeirri vinnu við bréfaskrift- irnar, frábæra fræðimennsku, út- gáfu einhvers merkasta tímarits, sem komið hefur út á íslenzku, ennfremur skrif í erlend blöð til varnar og sóknar í nauðsynjamál- um þjóðar sinnar, að ógleymdri risnu á heimili hans og ferðum hans á seinfærum seglskipum milli Danmerkur og Íslands til setu á Alþingi. Er það beinlínis óskiljanlegt, hve miklu hann fékk komið í verk — og þá ekki síður hitt, að hann skyldi komast af fjárhagslega, svo miklu sem hann kostaði til margs og mikils. Verð- ur hans aldrei of oft minnzt til örvunar og eftirbreytni, þó að þvi kunni vart vera að fagna, að nokkurt ungmenni sé að alast upp með þjóðinni. sem fái að verulegu leyti orðið hans líki. í þessu bindi eru 36 bréf frá Sveinbirni Egilssyni, skáldi og rektor, 29 frá Gísla Hjálmarssyni, lækni í Austfirðingafjórðungi, tvö frá Sigurði Guðnasyni, áhugasöm- um og merkum bónda á Ljósa- vatni, og loks 13 frá Þorsteini Pálssyni, presti og héraðshöfð- ingja á Hálsi í Fnjóskadal. Fræði- mennirnir hafa skrifað rækilegar skýringar, og fylla þær 25 seinustu blaðsíður bókarinnar. Þeir hafa skipt með sér verkum eins og hér segir. Finnbogi Guðmundsson hef- ur búið til prentunar og skýrt bréf Sveinbjarnar Egilssonar, Bjarni Vilhjálmsson bréf Gísla Hjálm- arssonar og Jóhannes Halldórsson bréf Sigurðar og séra Þorsteins. Að loknum formála taka við bréf Sveinbjarnar Egilssonar. Það er ritað 2. ágúst 1834. Þá er hann 44 ára, en Jón Sigurðsson 23. Næst koma þrjú bréf frá árinu 1835. Ávarpið í fyrsta bréfinu er „Elskulegi vin“ og hið sama í því næsta, en síðan er það yfirleitt „Elskulegi Herra J. Sivertsen" eða „Elskulegi Herra J. Sigurðsson". Það verður sem sé strax í þriðja bréfinu virðulegra en í því fyrsta. Svo er það þá efni bréfanna. Hinn næstum hálffimmtugi málsnillingur, fræðimaður, skáld og skólameistari ræðir fyrst og fremst við hinn tuttugu árum yngri „elskulegan herra og vin“ Jón Sigurðsson Bðkmenntlr eftir GUÐMUND G. HAGALÍN mjög svo aðkallandi vandamál, sem sé, hvaða meginreglum skuli fylgt við tilraun til skynsamlegrar stöðlunar íslenskrar stafsetningar — og þykir honum hann meira en lítið tillögugóður og sannarlega þess verður, að undir hann sé sitthvað borið og tillit tekið til þess, sem hann hefur til málanna að leggja. Þetta efni ræða þeir svo bréflega ár eftir ár og reynast óþreytandi stefna að því marki, að stafsetningin verði sem alþýðleg- ust, en þó sé, þar sem það er unnt, tekið hæfilegt tillit til uppruna orðanna og forns ritháttar. Með skýringum Finnboga virtust mér bréf Sveinbjarnar alls ekki þurr eða leiðinlegur lestur, hvernig sem öðrum kann að fara. Um bréf Gísla læknis Hjálm- arssonar er allt öðru máli að gegna en bréfin frá Sveinbirni. Jón og Gísli voru gamlir sambýl- ismenn frá Garðvist í Kaup- mannahöfn og nánir vinir. Gísli var eldhugi, sem sleit sér út lítt launaður sem læknir í allt of víðlendu og að sama skapi erfiðu héraði. Hann mat Jón svo mikils og störf hans í þágu Islendinga, að það jaðraði við tilbeiðslu, en hins vegar neyddist hann til að nota -hann sem snúningapilt í þágu sína og fjölskyldu sinnar, enda auð- sætt, að Jón hefur ekki tekið það illa upp. Gísli hefur verið mælsk- ur, en lætur allt fjúka, og er það yfirleitt ófagur vitnisburður, sem hann gefur Austfirðingum sem búskussum og pólitiskt andlega dauðum dofringjum. Þá er auð- sætt af afstöðu hans til Dana, þegar þeir eru harðast leiknir af Prússum, að meinilla hefur hon- um verið við danska valdið, en þó getur hann ekki stillt sig um að vorkenna Dönum og efast um, að Islendingar hefðu verið betur farnir undir stjórn annars erlends ríkis en Danmerkur. Sigurður Guðnason var gáfaður og áhugasamur bóndi, sem lét jafnvel Islendingasögur og Biblíu víkja fyrir Nýjum félagsritum og fór til Reykjavíkur til að sjá Jón Sigurðsson og hafa af honum nokkur persónuleg kynni. Bréf hans eru aðeins tvö svo sem áður getur, en forvitnileg eru þau um gerð hans og áhugamái. Hann sér sitthvað, sem megi verða til bóta, bæði í verklegum efnum og fræðslumálum. Loks er það séra Gunnar Páls- son. Hann var bráðvel gefinn og hugsandi um þjóðarhagi, en varð að þola þungbæra harma, sem munu hafa valdið því að hann varð um hríð veill á geði. Hann var lengi vel öruggur fylgismaður Jóns Sigurðssonar, í öllum málum, en hvarf þó frá hans viðhorfi í hinu alræmda fjárkláðamáli. En alþingismaður varð hann, góður búmaður og nýtur héraðshöfðingi og vissulega mátti honum virðast gæfan vera sér holl og hýr að lokum, svo vel sem telja má, að dætur hans giftust. Margir eiga þau bréf Jóns Sig- urðssonar, sem út hafa verið gefin, og vonandi er, að þetta fyrsta bindi af hinum mýmörgu, sem til hans voru rituð, verði keypt og lesin, og þar með reynist færi að taka saman og gefa út fleiri bindi, svo vel sem bréfin spegla ástand og hugsunarhátt á þremur fyrstu ársfjórðungum síðastliðinnar ald- ar. Myndllst eftir VALTÝ PÉTURSSON Það, sem mér féll best í geð á þessari sýningu, voru leikbrúður Jóns, og ég held að ekki sé ofsagt, að hann muni vera faðir þess brúðuleikhúss, sem er að finna í þessu landi. Það eru einnig auðséð tengsl milli þess, er Jón hefur skorið í, til að mynda íslenskt birki, og þeirra andlita, er sjá má á brúðum hans. Það mætti segja mér, að Jón E. Guðmundsson hafi unnið mjög merkilegt starf með brúð- um sínum, og mig furðar ekki á því, þótt hann hafi vakið eftir- tekt erlendis með þessu merka framtaki sínu. Mikið væri ís- lensk menning miklu fátækari, ef ekki væru brúðurnar hans Jóns E. Guðmundssonar, og margt barnið mundi sakna góðr- ar stundar, ef þeir karlar og kerlingar hyrfu af fjölunum. Ég held, að þetta starf Jóns E. Guðmundssonar sé svo merki- legt, að það megi vel segja, að það sé þungamiðjan í því er nú er á ferðinni í Austursal Kjar- valsstaða. Ekki verður svo skilið við þessar línur, að það komi fram, hVe litla ánægju ég hafði af flestum myndum Jóns, er á veggjum hanga. Það eru nokkuð Sýning Jóns E. Guðmundssonar í Austursalnum að Kjarvals- stöðum stendur nú mikið til hjá Jóni E. Guðmundssyni. Hann hefur fært til sýningar högg- myndir úr tré, leikbrúður, vatnslitamyndir, olíumálverk og blýants-teikningar. Af þessu má glöggt draga þá vitneskju, að margt er fengist við á bænum þeim, og það er eins og oft vill verða, þegar mikið er færst í fang: Árangur er mjög misjafn. Jón hefur tekið stóran hluta salarins til leiksýninga með brúður sínar og er góður helm- ingur húsnæðisins undir mynd- um á veggjum og höggmyndum í tré. En af upptalningu þeirri, er fer hér á undan, má segja, að margt sé að skoða á þessari sýningu. I þeim hópi, er upp er talinn, eru vatnslitamyndir flestar eða 29 talsins og síðan koma myndir gerðar í tré, sem eru 17. margar ástæður til, að þær falla mér ekki í geð, en látum þær ástæður lönd og leið. Það stend- ur einnig í mínum kolli, að ég hafi séð betri verk frá hendi Jóns hér áður og fyrr. Jón er heldur ekki neinn byrjandi í myndgerð, hann hefur haldið margar einkasýningar á verkum sínum og stundaði lengi nám bæði hér heima og einnig í kóngsins Kaupmannahöfn. Það er þvi að mínum dómi allur vegur milli brúðufram- leiðslu Jóns og mynda hans. Það getur verið, að hann hafi lagt meira af mörkum á því sviði en við myndgerð sína, og þannig verkar það á mig. Það er, eins og ég hef þegar sagt, mikið að sjá á Kjarvalsstöðum, og ég er ekki í neinum vafa um, að unga kyn- slóðin hefur afar gaman að því að kynnast þessu skrítna fólki hans Jóns E. Guðmundssonar. Bók sem leysir úr þrætum HEIMSMETABÓK GUINNESS. Ritstjórn og söfnun efnis: Norris McWhirter. íþróttaritstjóri: Stan Greenberg. Ritstjórn islensku útgáfunnar: Örnólfur Thorlacius. Steinar J. Lúðvíksson. Bókaútgáfan Örn og Örlygur 1980. Ritstjóri íslensku útgáfunnar á Heimsmetabók Guinness, örnólf- ur Thorlacius, segir í formála að líkast til beri að líta á Heims- metabókina öðru fremur sem skemmtilesefni, en fróðleiksgildi bókarinnar ætti ekki að gleyma. Ritstjórinn bendir á að samstarfs- maður sinn við ritstjórn þessarar útgáfu, Steinar J. Lúðvíksson, sem einkum hafi haft umsjón með íslensku efni, hafi aukið mjög hlutfa.ll islensks efnis miðað við fyrstu útgáfuna 1977. Undir orð Örnólfs má taka, ekki síst virðist íslenskum lesanda sú þróun ánægjuleg hve hlutur ís- lands er stór í bókinni. Bókin hefst reyndar á tveimur fréttum úr íslensku íþróttalífi: heimsmeti Skúla Óskarssonar í lyftingum og sigri Friðriks Ólafssonar yfir Karpov heimsmeistara. Það má víst til sanns vegar færa að margt af því sem skráð er í Heimsmetabók Guinness er hé- gómlegt og eltingarleikur við það sem litlu máli skiptir. Til dæmis er hermt frá því (ásamt mynd) að þyngsti þjóðhöfðingi í heimi sé Taufa’ahau konungur í Tonga sem er á þriðja hundrað kíló. Meira er kannski um vert að vita að heimsmethafinn í maraþonein- söng, Bob Anthony, söng án afláts í 153 klukkustundir! Myndirnar segja oft meira en örnólfur Thorlacius. orð. Dæmi er mynd af Marin Moore, heimsmethafa í að borða bakaðar baunir með tannstöngli. Hvílík einbeitni í svip mannsins. Heimsmetabók Guinness er öðr- um þræði myndabók, enda þýðir ekki að stíla tilvonandi metsölu- bækur upp á annað en það að Stcinar J. Lúðviksson. væntanlegir „lesendur" séu hugs- anlega ólæsir. Teikningarnar sem fylgja hverjum kafla eru mjög lélegar og varla tækar nema í vikublöð af ómerkilegra tagi. Gaman er að lesa inngangsorð forstjóra Arthur Guinness Son & Co. Ltd. í Dublin og London, en Bökmenntlr eftir JÓHANN HJÁLMARSSON hann er titlaður auk forstjóra- nafnbótar The Rt. Hon. The Earl of Iveagh. Eins og margir vita er hér um bruggverksmiðjur að ræða. Inngangsorðin eru skemmtileg fyrir það hve bresk þau eru. Forstjórinn virðist fyrst og fremst líta á bókina sem kjörna leið til að leysa úr þrætum: „Raunar er oft mikil ánægja tengd þrætunni sem slíkri, en ánægjan snýst gjarnan í andstæðu sína ef engin leið er að komast að hinu sanna." Þegar á allt er iitið er Heims- metabók Guinness tilvalin meðal handbóka í bókahillunni og getur auðveldlega stytt mönnum stund- ir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.