Morgunblaðið - 30.11.1980, Page 31

Morgunblaðið - 30.11.1980, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. NÓVEMBER 1980 63 úr dómkirkjunni, íklæddur hinum undarlega viðhafnarbúningi, sem gerði hann einna líkastan vofu ' Karls mikla, hafi Franz rétt báðar hendurnar upp í áttina til drottn- ingarinnar. Hendur hans voru klæddar undurfögrum skraut- hönzkum og í hægri hönd hélt hann á veldissprotanum, en á ríkiseplinu í þeirri vinstri. Við þessa sýn hafi María Theresía brostið í óstöðvandi hlátur, en þessi viðbrögð hennar hafi á hinn bóginn orsakað hin mestu fagnaðarlæti og hlátrasköll meðal alþýðu manna, sem á horfði þarna á torginu. Hafi það orðið almúgamönnum hin mesta andleg upplyfting að verða þannig vitni að hinu nána og ínnilega sambandi þessara æðstu og tignustu hjóna kristninnar. En þegar keisaraynjan svo veifaði vasaklút sínum í kveðju- skyni til Franz og hrópaði „vívat" háum rómi, brutust út feiknaleg fagnaðarlæti hjá mannfjöldanum, sem engan enda ætluðu að taka.“ — Þetta hafði Goethe að segja um krýninguna í Frankfurt am Main. Móðir og landsmóðir María Theresía var stórlynd kona og hafði ríkar tilfinningar til að bera. Hún var alla tíð tápmikil og lífsglöð með afbrigðum. Kærustu skyldur hennar — að eigin sögn — voru skyldurnar við fjölskylduna, og með tilliti til barneigna kvaðst hún vera „óseðjandi". Líflæknir drottningar, van Swieten, þurfti þó að gefa henni ýmis góð ráð og ábendingar til þess að hún fengi að fullu notið sælu ástalífsins í hjóna- bandinu. Franz, drottningarmaður, var konu sinni ekki einungis ráðhollur um stjórn hins víðáttumikla ríkis, heldur var hann einnig fær um að fullnægja óskum konu sinnar um fjörlegt ástalíf í hjónarúminu og mörg börn. Hann gat 16 syni og dætur við konu sinni, og af þessum fjölda lifðu 10 börn foreldra sína. Ein dóttir þeirra var Marie Antoin- ette, Frakklandsdrottning, sem lét lífið á höggstokknum í Frönsku stjórnarbyltingunni árið 1789. Elzti sonur þeirra, Joseph, varð keisari Austurríkis árið 1780 að móður sinni látinni. í 40 ár ríkti María Theresía sem keisari hins sundurleita stórveldis, og skóp sér orðstír sem hið móður- lega sameiningartákn ríkisins. Það virðist hafa verið einlægur vilji hennar, ásetningur og stefna, að þegnar hennar — og þá hugsaði hún alveg sérstaklega um kaþólska þegna sína — skyldu búa hamingju- samir í ríki framfara og hóflegs frjálsræðis: Keisaradæminu Aust- urríki. Sjálf lifði María Theresía hamingjusömu heimilislífi með eig- inmanni sínum, 16 börnum, fjöl- mennu frændliði, um 800 manna þjónustuliði auk hirðarinnar — ýmist í Vínarborg eða á einhverju af hinum mörgu landssetrum krún- unnar. Framfarir og endurbætur Snemma á valdaferli sínum lét María Theresía gera fjölmargar þýðingarmiklar endurbætur á hin- um ýmsu þáttum stjórnkerfis ríkis- ins: embættismannakerfið var allt endurskipulagt að undirlagi Haug- witz greifa, og varð það bæði áhrifamikið og nýtízkulegt að allri skipan. Þá lét hún og endurskipu- leggja her landsins og herstjórn, dómstóla og meðferð dómsmála, læknisþjónustu og skólakerfið af hinni mestu framsýni og ríkinu til blessunar. Ríkjandi bændaánauð lét hún a.m.k. breyta í frjálslegri og mannúðlegri átt á hinum fjölmörgu búgörðum krúnunnar víðsvegar um ríkið. Allt fyrirkomulag og starfs- hættir, jafnt á handiðnaðarverk- stæðum sem og í leikhúsum í ríki hennar voru endurskipulagðir að undirlagi ráðgjafa hennar, en með hennar samþykki og tilskipun, og færðir í hentugra og nýtízkulegra horf en nokkurs staðar í Evrópu þeirra tíma. Árið 1769 hafði María Theresía með refsilagabálknum „Constitutia Criminalis Theresiana" lögleitt hin- ar hroðalegustu pyntingar, svo sem spanhjól til að teygja á fórnarlömb- unum, þumalskrúfur, aflimun við yfirheyrslur, og jafnvel hægfara spaðhögg sem dauðadóm. En bæði Joseph, sonur hennar, og einn af ráðgjöfum drottningar, Sonnenfels, lögðu hart að henni að endurskoða og endurbæta þessa refsilöggjöf landsins og fella alveg niður pynt- ingar og ómannúðlegustu útgáfur hinna ýmsu dauðarefsinga. Drottn- ingin fór að ráðum þeirra og lét á síðustu stjórnarárum sínum semja nýja og mannúðlegri refsilöggjöf fyrir keisararíkið Austurríki. Kaþólskari en páfinn María Theresía var alin upp í ströngum kaþólskum sið, og eftir að hún komst til valda, sýndi drottn- ingin lítið umburðarlyndi gagnvart frávikum frá hinni einu sönnu kaþólsku trú, hvað þá gagnvart öðrum trúarbrögðum. Þau sár, sem hinar siðbættu kirkjur Lúthers og Kalvins höfðu skilið eftir sig víða um Vestur- og Mið-Evrópu, máttu að vísu heita gróin á dögum Maríu Theresíu, en mikið djúp var þó ennþá staðfest milli kaþólskrar trúar og mótmælendatrúar. En María Theresía leit þó altént á mótmælendur sem kristna menn, þótt hún annars liti þá harla óhýru auga og þoldi þá helzt ekki nálægt sér. Lét drottningin þannig óhikað vísa fjölmörgum efnaminni mönn- um, sem játuðu mótmælendatrú, brott úr ríki sínu sem óæskilegum þegnum Austurríkis. Hún reyndi einnig að þjarma að þeim lúthers- trúarmönnum, sem meira máttu sín, eftir beztu getu. Til er handseðill með rithönd drottningar, þar sem hún eys úr skálum reiði sinnar yfir ungverska aðalsmenn, sem urðu uppvísir að daðri við mótmælendatrú. „Er það mögulegt," skrifar drottningin, „að þvílíkt opinbert hneyksli eigi sér stað í minni návist og það rétt fyrir framan augun á mér, nokkuð sem algjörlega brýtur í bága við góða siðu og reglur, að ungverskir og einnig bayreutískir og pfalsískir menn kaþólskrar trúar hlýði á guðsþjónustur í lútherskum kirkj- um en fari ekki til okkar kirkju? Það ber þegar í stað að binda enda á slíkt athæfi." Varðandi tilvist gyðinga í Aust- urríki undirritaði María Theresía keisaralega tilskipun, þar sem segir m.a.: „Héðan í frá skuli því engum gyðingi, sama hvaða nafni hánn heitir, vera leyfilegt að dvelja í þessu landi, án míns skriflega samþykkis og leyfis. Ég þekki enga argvítugri pest en menn af þessu þjóðerni, sem með sviksemi sinni, okurhneigð og peningjahyggju rýja aðra menn inn að skinninu og fremja öll þau óhæfuverk, sem aðrir heiðarlegir menn hafa and- styggð á. Skal því og halda þeim frá landinu, að svo miklu leyti, sem unnt er, og fækka þeim sem fyrir eru hérlendis." Tilskipun þessa gegn gyðingum lét María Theresía á þrykk út ganga skömmu fyrir dauða sinn, þrátt fyrir langvarandi vináttu sína við ráðgjafann, gyðinginn Sonnen- fels, en hún kunni vel að meta hans hollu ráð. Gyðingar voru óhreinir í hennar kaþólsku augum, af því að þeir voru annarrar trúar og höfðu aðra siði. Það verður því að telja ýmsar hliðar á persónuleika Maríu Ther- esíu: hinar inóðurlegu tilfinningar hennar og umhyggjan fyrir fjöl- skyldunni, framsýni hennar, kapp og áræði við að hrinda í fram- kvæmd miklum umbótum í ríkinu; þrautseigja hennar meðan á hinum fjölmörgu styrjöldum og skærum stóð, sem háðar voru í hennar nafni og Austurríkis; styrkur þessarar konu í mótlæti mikillar sorgar og viljafesta hennar. En í þessu sama brjósti rúmuðust einnig ofstæki í trúmálum, hégómagirnd, jafnvel drambsemi og grimmd. Og þrátt fyrir allt þetta verður Mariu Ther- esíu þó sennilega lengst minnst sem hinnar hjartahlýju og gáskafullu drottningar stórveldisins Austur- ríkis. í augum Austurríkismanna er hún ímynd glæstra daga. (Halldór Vilhjálmsson tók saman.) Carina Kjellström, Travarvágen 1, S-15157 Södertálje, Sverige. Þrettán ára sænsk stúlka með margvísleg áhugamál skrifar. Mrs. Sonja Borremans DDR — 1200 Frankfurt (Oder) Karl-Marx-Str. 10 Germany. 37 ára ritari, sem safnar frímerkjum, póstkortum, en aðal áhugamálið er bréfaskriftir. Miss Judith Bolton, 38 Frays Waye, Uxbrudge UB8 2QU Middlesex England 30 ára gömul skrifstofustúlka, sem sækist eftir bréfaskriftum. Mrs. Eve Hogg, Box 531, Spirit River, A lhprta Canada TOH 3GO Safnar skeiðum. Miss Neetha Mehatty, No: 7, 2nd Lane, Beddagana South Pita Kette Kette Sri Lanka Þrettán ára bandarískur frí- merkjasafnari óskar eftir bréfa- skiptum með frímerkjaskipti í huga: Peter Beck, 76fi Spruce St„ Riverside, California 92507, USA Sautján ára indversk stúlka óskar eftir pennavinum á íslandi. Hún er í menntaskóla og hefur margvísleg áhugamál: Sharon Bose, c/o Bishops College, 224 Lower Circular Road, Calcutta-17, West Bengal, India. Sextán ára japönsk stúlka seg- ist lengi hafa langað til að eignast pennavini á íslandi. Hún gerir mikið af því að skokka, fara á skíði, hlusta á tónlist, og einnig hefur hún yndi af dýrum. Hún óskar eftir pennavinum af báðum kynjum á aldrinum 16 til 20 ára, skrifar á ensku o^ heitir því að svara öllum bréfum: Rumi Enomoto, Dainisakae-cho, Esashi-cho, Esashi-gun, Hokkaido, 098-58 Japan. Klingjandi kristall-kærkomin gjöf Eigum nú til gott úrval allskonar smámuna úr kristal. Jólasveinar, jólabjöllur, jólahlutir og dýr. Upphengi, óróar og ýmsar gerðir af kertastjökum. Allt vandaður listiðnaður, unninn Lítið í gluggana um helgina. ÍBODAj V____________/ Bankastræti 10. — á horni Bankastrætis og Ingólfsstrætis. Sími 13122. KOSTA Jólí KostaBoda

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.