Morgunblaðið - 18.12.1980, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 18.12.1980, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. DESEMBER 1980 Þessi bíll valt á Höfðabakka í Reykjavík um eittleytið í gær og háfnaði á þakinu utan vegar. Sem betur fer urðu ekki meiðsli á fólki. Ökumaðurinn var grunaður um ölvun þótt um miðjan dag væri. lías"> as Textilhópurinn í versluninni Epal að Síðumúla 20 hefur hópur ungra kvenna, er leggur stund á textilgerð alls konar, komið fyrir verkum sínum, og getur fólk gert þar pantanir á efni, er hópurinn framleiðir á listrænan hátt á verkstæði, er þessar konur reka hér í borg. Hópurinn hefur stundað nám í listgrein sinni undanfarin ár og auðvitað við Myndlista- og Hand- íðaskóla íslands. Þetta er í fyrsta skipti, sem þessi hópur stofnar til sýninga, enda vart meira en hálfs árs gamall. Eg leit inn á þessa sýningu og varð þess fljótt meðvitandi, að það var þjart og létt yfir því tau- þrykki, er þarna hefur verið komið fyrir. Þar eru einnig nokkrir púðar og efni í alls konar hluti, gluggatjöld, sængurver og auðvit- að má nota slíka hluti gagngert til skreytingar á heimilum og annars stðar. Mynstur eru yfirleitt ein- föld og í fáum litum. Þarna er spilað á form dýra og blóma, og allt er þetta gert af smekkvísi, og Myndllst eftir VALTÝ PÉTURSSON að fletta, að ýmislegt er á ferð í nytjalist okkar. Gallerí Langbrók hefur verið rekið að undanförnu með sóma, og nú kemur hér annar hópur ungra kvenna til sögunnar. Þær hafa að vísu ekki enn sem komið er fengið sitt eigið gallerí, en hver veit nema það sé skammt undan. Það skal viðurkennt, að enginn er ég sérfræðingur í textil, en samt ætla ég að láta það flakka, að mér var ánægja af að sjá verk eftir þessar konur. Og«f til vill eru það bestu fréttirnar, að nú er farið að eiga við þessa framleiðslu af fullri alvöru, en ekki aðeins til að spreyta sig á einstöku verkefnum. Þegar tveir hópar eru komnir í gang, verður r' > Við Ljósavatn hljómplata karla- kórsins Goða Akureyri. 13. desember. KARLAKÓRINN Goði, skipaður söngmönnum úr Suður-Þingeyjar- sýslu, hefir sent frá sér hljómplöt- una „Við Ljósavatn" með 13 lögum frá jafnmörgum þjóðlöndum. Söngstjóri er Robert Bezdek, en einsöngvarar eru Árni Jónsson, Baldur Baldvinsson, Guðlaugur Viktorsson, Helgi R. Einarsson, Hjalti Kristjánsson, Pétur Þórar- insson, Sigurður Stefánsson og Viktor A. Guðlaugsson. íslenskir textar eru eftir Kristján frá Djúpalæk, Iðunni Steinsdóttur og Viktor A. Guðlaugsson. — Söng- stjórinn hefir útsett öll lögin, og 8 hljóðfæraleikarar leika með kórn- um á 10 hljóðfæri. Sv.P. Leiðrétting í GREINARKORNI sem ég skrif- aði og kom í blaðinu 17. þ.m. stendur „venjulega þarf fólk að bíða lengi á varaflugvelli". Vitan- lega átti að standa þarna, og stóð í handriti mínu „venjulega þarf fólk EKKI að bíða lengi á varaflug- velli". Góðfúslega leiðréttið þetta. Jóhannes R. Snorrason. INNLENT I P( ekki annað sagt en að líf hafi komist í tuskurnar. Þessi sýning stendur um stund í versluninni Epal í Síðumúlanum, vonandi fram til jóla. Er ekki sennilegt, að einhverjir finni þarna glaðning fyrir barn, vin eða þá nánustu. Það eru fleiri mögu- Ieikar tii glaðnings en það venju- lega, það sýnir þetta framtak Textilhópsins. Persónulega er mér sama, hvort þessi verk eru að einu eða öðru leyti ekki fullkomin listaverk, en þetta er mjög ánægjuleg byrjun hjá þessum hóp, sem lofar svo góðu, að mér dettur ekki í hug að krefjast þess, að allt sé fullkomið. Þar að auki veit ég bókstaflega ekkert um það. Því verður að taka viljann fyrir verkið að sinni. DauAinn er miskunnsamur Þad er adeins lifið sem er grimint Og samt óttumst við dauðann en elskum lifið Mörg ljóða Þuríðar eiga líka þá kosti að vera á yfirborðinu líkt og rabb þótt meira búi undir. Ég nefni til dæmis Jólin 1978 (Til Siggu), Vorbarn (Til Bjargar), Barnstrú og Lítill drengur (Til Ara Gísla). Að vísu þykir mér síðustu línunni ofaukið í síðast- nefnda ljóðinu. Það nægir að hjarnið bráðni vegna þess hve hjarta drengsins er heitt, vonina þarf ekki að minnast á því að hún er alltaf samferða slíkum dreng. Og það var vor, vitnar um þróun hjá Þuríði Guðmundsdóttur að gera ljóð sitt enn einfaldara, opnara. Þessi bók nýtur sín ágæt- lega við hlið hinna fyrri, en eykur ekki að marki við hróður skáldk- onunnar. Bókin er smekklega gefin út af Skákprenti, greinilega af virðingu fyrir góðum skáldskap. Karlakórinn Goði ég fæ ekki annað séð en að þessi frumraun þeirra í Textilhópnum hafi orðið þeim til hins mesta sóma. Hér er á ferð svokölluð nytjalist, og mun hún að mestu eða öllu handunnin, en þessi hópur hefur yfir ágætu verkstæði að ráða, eins og áður segir. Það er sannarlega iífsmark með þessum hóp, og hér virðast dugmiklar konur á ferð, sem vert er að hafa auga með á næstu dögum eða árum. Textilhópinn skipa: Anna Matt- hildur Hlöðversdóttir, Ileiða Björk Vignisdóttir, Hjördís Bergs- dóttir, María Hauksdóttir, Ólöf Ingibjörg Einarsdóttir, Rannveig Gylfadóttir og Valgerður Torfa- dóttir. Um það er engum blöðum Og samt óttumst við dauðann Þuríður Guðmundsdóttir: OG ÞAÐ VAR VOR. Útgefandi: Skákprent 1980. Ekki getur það talist sérstak- lega nýstárlegt að byrja ljóðabók á þessum orðum: „Skugginn minn reikar um garðinn/ og regnið faðmar trén.“ Vilji lesandinn vera neyðarlegur getur hann játað að reikandi skuggi minnir hann á draug. En sé ljóð Þuríðar Guðmundsdóttur, Vornótt, lesið til enda er merking þess náttúrlega allt önnur en fávísum lesanda kemur í hug í fyrstu. Það er hvorki meira né minna en sá boðskapur vorsins sem lýsir sér í „kalli/ frá opnum glugga" sem skáldkonan er að yrkja um. Ljóð Þuríðar Guðmundsdóttur eru hljóðlát og dálítið viðkvæm án þess að það sé sagt í niðrunar- skyni. En Þuríður hefur löngu sannað með ljóðabókum sínum (Aðeins eitt blóm, 1969, Hlátur þinn skýjaður, 1972 og Á svölun- um, 1975) að hún er vandvirk eftir JÓHANN HJÁLMARSSON skáldkona sem leggur mikið upp úr fágun, að ljóðið sé hvorki lengra né styttra en það á að vera. Hún fer yfirleitt sparlega með orð. í Og það var vor þykir mér Tíminn vel ort ljóð, að vísu túlkar það hefðbundin viðhorf og formið er síður en svo byltingarkennt. En svona er það í látleysi sínu: Við báðum þessa stund að nema staðar Við köstuðum biómum i fljótið stór og blí birust þau með straumnum lemtra oif lengra burt Við horfðum á lif okkar speglast i fljótinu oit berast burt eins og hlómin bláu Þuríður Guðmundsdóttir l*ú tókst i hond mér ok saitðir timinn er miskunnarlaus Annað Ijóð sem vekur athygli fyrir það hve hnitmiðað það er, búið þeim kostum að segja mikið í fáeinum hendingum er Þversögn: Forsetinn og Heklugosið aðalefni Iceland Review EMBÆTTISTAKA Vigdísar Finnbogadóttur, forseta íslands, og Heklugosið í sumar, er aðal- efnið í nýútkomnu Iceland Re- view, síðasta hefti þessa ár- gangs, sem er fjölbreytt og litskrúðugt að vanda. Forsetakjörinu eru gerð skil í myndaseríu á átta síðum þar sem brugðið er ljósi á kosn- ingabaráttuna, úrslitin og loks embættistökuna í Alþingishús- inu. Myndirnar eru allar eftir Gunnar Elísson, en texti eftir ritstjórann. Með grein um Heklugosið í sumar birtast fjölmargar lit- myndir af gosinu og áhrifum þess — m.a. af bændum, þegar þeir smöluðu fé af svæðunum, sem urðu verst úti vegna ösku- falls og vikurs. Fjölmargir ljós- myndarar lögðu sitt af mörkum, en greinina skrifaði ritstjóri Iceland Review. Þá skrifar Magnús Bjarn- freðsson um Strandarkirkju, myndir eru eftir Martyn Chill- maid — og Magnús á þarna aðra grein: um Gunnarsholt og land- græðslustarfið, sem þar er unn- ið. Fjöldi litmynda fylgir báðum þessum greinum. Árni Björnsson, þjóðhátta- fræðingur, á þarna grein um ýmsa gamla íslenzka jólasiði, myndskreytta af Eddu Sigurðar- dóttur. Grein er um aflakónginn í ár, Sigurð Bjarnason í Þorláks- höfn, og myndasería frá Lista- hátíð 1980. Litmyndasería af Akureyri í vetrarskrúða eftir svissneskan ljósmyndara, Max Schmid, og margt annað efni er að finna í þessu síðasta hefti Iceland Review, sem þar með lýkur 18. árgangi sínum. Ritstjóri og útgefandi er Kar- aldur J. Hamar. Bðkmenntlr

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.