Morgunblaðið - 18.12.1980, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 18.12.1980, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. DESEMBER 1980 ERLEND FRÉTTASKÝRING: Vofir su hætta yfir að AD liðist í sundur? Pinto Balsemao Eenn hangir allt í lausu lofti í portúgölskum stjórnmálum eftir fráfall Francisco Sa Carneiro, forsætisráöherra. Aö vísu hefur flokkur hans Sósialdemókrata- flokkurinn PSD komiö saman og nær einróma kjöriö Francisco Pinto Balsemao formann og Ramalho Eanes forseti felur hon- um stjórnarmyndun. En þar meö eru málin ekki til lykta leidd. Eamalho Eanes Tveir ráöherrar úr samsteypu- stjórninni, báöir frá Miödemó- krötum, Freitos do Amaral, að- stoöarforsætisráöherra og utan- ríkisráöherra stjórnar Sa Carn- eiro og viöskiptaráöherrann Bas- ilio Horta hafa báöir lýst því yfir aö þeir muni ekki taka sæti í stjórninni. Aö vísu haföi do Amaral skýrt frá þessu fyrir forsetakosningar, eins og Sa Freitas do Amaral Carneiro og vakti þetta, jafnvel fyrir lát forsætisráöherrans ugg hjá mörgum um að Portúgal væri enn á ný að kastast út í pólitískt öngþveiti. Þau viðbrögö sem Miðdemókratar sýna viö kjöri Pinto Balsemao renna stoöum undir aö þaö geti gerzt. Aö vísu segja Miödemókratar, aö þeir hafi út af fyrir sig ekkert viö Pinto Balsemao aö athuga, en heföu Mikiö er undir því komiö aö Pinto Balsemao takist aö vinna sér tiltrú do Amaral viljað aö PSD heföi haft samráö viö þá áður en formannskjörs var gengið. Út af fyrir sig er ekkert sem bendir til annars en Mið- demókrataflokki do Amaral þætti eölilegt og sjálfsagt aö PSD héldi áfram forsætisráö- herraembættinu, þar sem flokk- urinn er hinn stærsti innan stjórnarinnar. En Pinto Balsemao hefur langtum betri tengsl viö Sósialistaflokk Mario Soares en Sa Carneiro haföi og því er líklegt aö Mið- demókratar óttist aö undir stjórn hans gæti orðið breyting á stjórnmálajafnvægi Portúgal og það færöist til vinstri. Fylgismenn Balsemao telja af og frá að hinn nýi formaður sé á nokkurn hátt vinstrisinnaður, en oröa megi það svo aö hann sé „opnari til viöræöna og sveigjanlegri" en Sa Carneiro og í Portúgal þarf sveigjanleiki nefnilega alls ekki aö vera kostur, a.m.k. ekki þegar pólitíkin er annars vegar. Vert er aö leggja áherzlu á, aö Pinto Balsemao var náinn samstarfs- maöur Sa Carneiro, þeir höföu unnið saman ungir menn og reynt aö knýja fram umbætur meöan Caetano var viö völd og síðar stofnuöu þeir ásamt’ Magal- haes Mota PPD (síðar breytt í PSDjeftir byltinguna 1974. Það ber út af fyrir sig aö harma aö do Amaral skuli ekki fást til setu í ríkisstjórninni. Margir Portúgal- ar sem hafa fylgst meö störfum stjórnarinnar síðustu mánuöi hafa á honum mikiö traust og hann er í raun þekktari í Portúgal sem stendur en Pinto Balsemao. En þaö er fleira sem kemur inn í þetta og getur oröiö allsnúiö fyrir Miödemókrata, en þaö er aö hinn nýi formaöur hefur ekki fariö í launkofa með þaö aö hann vilji eins konar „detente" gagnvart Eanes forseta. Telur þaö for- ÞEIR jólasveinarnir Askasleikir ok Stekkjastaur voru ekki fyrr komnir til Reykjavikur en þeir þáðu boð FluKleiða um að fljúga norður til Akureyrar og skemmta börnum i bænum, sem biða nú jólanna í ofvæni. Bræð- urnir voru á hraðri ferð að þessu sinni eins og oftast áður og vildu þess vegna fyrst og frcmst lita inn á sjúkrahúsið. vistheimilið Jólasveinarnir Askasleikir og Stekkjastaur heirtsækja börn á Akureyri. Þeir bræður kváðust sérstaklega ánægðir með móttökurn- ar. sem þeir fengu hjá þessum kátu krökkum fyrir norðan. Askasleikir og Stekkjastaur með Flugleiðum til Akureyrar SólborK og daKheimilið Pálmholt. Askasleikir, sem gjarnan kallar sig foringja jólasveinanna, skemmti krökkunum með söng og tralli við undirleik Stekkjastaurs, en hann spilar nefnilega á harm- oniku. Fyrir hönd Flugleiða færðu jólasveinarnir stofnununum nokkrar hljómplötur með jólalög- unum að gjöf frá félaginu, og krakkarnir fengu allir Htprentaða veggmynd af þeim bræðrum sjálf- um að leggja upp í flugferðina, með kveðju frá Flugleiðum og jólasveinunum. Allt útlit er fyrir að jólasvein- arnir þiggi flugferð til nokkurra annarra áfangastaða Flugleiða nú fyrir jólin eftir því sem veður og annríki þeirra sjálfra leyfir. Opið bréf til skákmanna IIÉR fer á eftir opið bréf, sem skákhjónin Boris Gulko og Anna Akhsharumova sendu þátttak- endum á Ólympíuskákmótinu á Möltu. Bréfið er dagsett 19. nóvember. „Við leitum eftir stuðningi allra skákmanna sem taka þátt í Ólympíuskákmótinu á Möltu. í dag höfum verið sjö daga í hung- urverkfalli. Við tókum til þessa ráðs vegna hins vonlausa ástands fjölskyldna okkar eftir að við sóttum um leyfi til að fara frá Sovétríkjunum fyrir 18 mánuðum. Við höfum ekki verið virt svars ennþá og vitum ekki hvenær það verður. Þegar eftir umsóknir okkar var okkur sagt upp störfum, en við höfðum atvinnu af tafl- mennsku. Við höfum verið útlokuð frá öllum skákmótum og einangr- uð frá skákmálum almennt. Við höfum misst tekjur okkar og verið dæmd til að dala sem atvinnu- meistarar. Þrátt fyrir bréf forseta FIDE Hr. Friðriks Ólafssonar og heiðursforseta þess. Dr. M. Euwe, sem skrifað var 4. mars sl., og sent formanni íþróttaráðs Sovétríkj- anna, S. Pavlov og heimsmeistar- anum A. Karpov, hefur engin breyting orðið á málum okkar. Þeir menn, sem ráða örlögum okkar hafa áhuga á góðum al- þjóðasamskiptum innan skák- heimsins. Því teljum við að sam- staða innan skákheimsins geti haft góð áhrif á stöðu okkar. Hér með er þess farið á leit við ykkur að neita að tefla við alla sovéska skákmenn þar til við höfum fengið leyfi til þess að yfirgefa Sovétríkin og okkur verði þannig kleift að stunda atvinnu okkar." Boris Gulko. skákmeistari Sovét- rikjanna 1977. Anna Akhsharumova, skákmeist- ari Sovétríkjanna 1976. Stóra Skipabók Fjölva: 1150 myndir og siglingasagan frá upphafi Sérkafli með ágripum íslenskrar siglingasögu Fjolvaútgáfan hofur nú gefið út eitt stærsta verk sem útgáfan hefur unnið. Skipahókina, sem fjallar um sögu siglinga frá upp- hafi. Meginefni bókarinn- ar er alþjóða-siglingasag- an sem unnin er í sam- starfi við Monadoriútgáf- una í Verona á Ítalíu. en að auki er ágrip af ís- lenskri siglingasögu frá upphafi til nútíðar, en sá hluti bókarinnar er unn- inn af I>orsteini og Oddi Thorarensen, en Þorsteinn þýddi bókina. Bókin er 33fi bís. í stóru broti og um 1150 myndir, svart-hvítar og í lit, prýða bókina. Við frumsögu skipanna er stuðst við fjölda fornleifafunda, sem komið hafa í ljós á síðustu árum eftir að froskköfun hófst. Lögð er sérstök áhersla á að útskýra tæknilega þróun frá flekum, eintrjáningum, skinn- bátum, um papýrusbáta og fjalskip, Egypta, siglingaveldi Föníka, þríræðingar Grikkja, flotastríð Rómverja og Pún- verja, siglingar í Rómaveldi, flotastríð Miklagarðs og Araba,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.