Morgunblaðið - 18.12.1980, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 18.12.1980, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. DESEMBER 1980 31 iðinn mánudag að Víkingsliðið væri öruggt í 4 liða úrslit keppn- innar ef liðið fengi Lugi sem mótherja? „Við strákarnir í Víkingsliðinu munum gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að standa við þessi ummæli mín. Hins vegar vil ég að það komi fram, að ég er mjög hræddur um dómgæsluna í síðari leik liðanna. Sá leikur fer fram í Svíþjóð. Formaður Lugi er sá frægi Wadmark sem lét dæma okkur að ósekju úr keppninni á Víkingar duttu í lukkupottinn -drógust á móti sænska liðinu Lugi SEGJA má að Víkingur hafi dottið í lukkupottinn, er dregið var til átta liða úrslita í Evr- ópukeppni meistaraliða í hand- knattleik í gærmorgun. Nafn Víkings kom fyrst upp úr hatt- inum og síðan nafn sænska liðsins Lugi Lund, gamla fé- lagsins hans Jóns Hjaltalín. Lugi var einmitt. ásamt Barce- lona, óskalið Vikinga. Mögu- leikar Vikinga á því að komast i 4- liða úrslitin eru því umtals- verðir. því Tatahanya er áreið- anlega sterkara lið en Lugi. En annars drógust eftirtalin Iið Víkingur — Lugi Lund ZSKA Moskva — Grosswallstadt Dukla Prag — Magdeburg FC Barcel. — Kolinska Ljublana Það var einnig dregið til átta liða úrslita í Evrópukeppni bik- arahafa, en í þeirri keppni voru Haukar fulltrúar íslands. Mót- herjar Hauka, TUS Nettlestedt drógust gegn spænska liðinu Calpisa Alicante. En drátturinn leit annars svona út: Nettlestedt — Calpisa Baia Mare — ZSKA Sofia Atl. Madrid — Hansa Rostock Sabac — Budapest Þorbergur Aðalsteinsson Víkingi er bjartsýnn á að vel gangi i átta liða úrslitum Evrópuiúeistarakeppninnar i handknattleik. á móti sænska liðinu Lugi. „Enginn leikur er unninn fyrirfram" — segir Þorbergur Aðalsteinsson Ég er mjög ánægður með mótherja okkar i átta liða úrslitum Evrópukeppninnar í handknattleik. betta var það lið sem við óskuðum okkur sem mótherja. En ég vil undirstrika það. að enginn leikur er unninn fyrirfram. Það verður að vinna báða leikina á vellinum. Svo mælti Þorbergur Aðalsteinsson er Mbl. fékk álit hans á mótherjum Víkings i Evrópukeppninni i handknattleik. Hvað með ummæli þín í sínum tíma. Hann gæti hugsan- íþróttaþætti sjónvarpsins síðastl- lega haft mikil áhrif á dómara Stjörnuleikur í knattspyrnu næsta sumar? HUGSANLEGT er. að í byrjun júní fari fram á Laugardalsvell- inum mikill stjörnuleikur i knattspyrnu i tilefni af 70 ára afmæli Vals. Það verður margt um dýrðir hjá félaginu i tilefni ársins, en ef þetta dæmi gengur upp. verður það áreiðanlega hápunkturinn. Það sem hér um ræðir, er að Valsmenn hafa skrifað 10 íslenskum atvinnu- knattspyrnumönnum bréf, þar sem þeim er boðið að kostnað- arlausu að koma hingað til lands og leika vináttu- og sýn- ingarleik gegn Val. Ekki er öll sagan sögð. því að boði Vals- manna fylgir sú bón, að hver þessara leikmanna hafi heim með sér einn leikmann úr liði sinu. Þeir knattspyrnumenn sem fengið hafa bréf Valsmanna, eru Ásgeir Sigurvinsson Standard, Atli Eðvaldsson Dortmund, Magnús Bergs Dortmund, Albert Guðmundsson Edmonton, Jó- hannes Eðvaldsson Tulsa, Janus Guðlaugsson Fortuna Köln, Arnór Guðjohnsen Lokeren, Pét- ur Pétursson Feyenoord, Hörður Hilmarsson AIK og Teitur Þórð- arson Öster. Óljóst er hvort að allir þessir kappar sjái sér fært að þekkjast boð Valsmanna, en líklegt má þó telja að flestir þeirra geti það. Gæti því vel farið svo, að íslenskir áhorfend- ur fái að sjá á Laugardalsvellin- um samankomna stjörnuleik- menn eins og Jan Peters Feye- noord, Vlodi Lubanski Lokeren, Simon Tahamata Standard, Manfred Burgsmuller Dortmund og fleiri. Teitur fer til Lens leiksins. Hann er stjórnarmaður í IHF og hefur sín áhrif. Við eigum því von á miklum heimadómurum sem gætu gert okkur lífið leitt. En það er alveg víst að það mun enn frekar efla okkur í baráttunni gegn Lugi að við gleymum aldrei hversu illa var farið með okkur er við vorum dæmdir úr Evrópu- keppninni. Það átti rót sína að rekja til Wadmarks eftir að við höfðum slegið lið hans Lugi út úr keppninni sagði stórskytta Vík- inga Þorbergur Aðalsteinss. — ÞR. „ÞAÐ MÁ segja að málið sé komið í höfn. Öster og Lens hafa komist að samkomulagi með allt nema nokkur smáatriði. Forráða- menn liðanna ræða svo saman á föstudag og þá verður væntan- lega gengið frá þeim atriðum. Ég mun leika með öster fram í júníbyrjun á næsta keppnistíma- bili, en fer síðan til Frakklands í júni eða júlí. Ég má ekki byrja að leika með Lens á miðju keppnis- timabili." sagði Teitur Þórðarson er Mbl. raddi við hann í gær- kvöldi. Nú liggur það nokkuð ljóst fyrir að Teitur Þórðarson gerist at- vinnumaður með franska 1. deild- arliðinu Lens. Teitur sagðist vera mjög ánægður með tilboð það sem hann hefur fengið og mun hann væntanlega skrifa undir tveggja ára samning við Lens fyrir ára- mót. Teitur Þórðarson hefur leikið með Öster 1 Svíþjóð í þrjú ár og staðið sig frábærlega vel. Hann hefur tvívegis orðið Svíþjóðar- meistari með liði sínu. — ÞR. Tveir „pressuleikmenn" í landsliðið Hilmar Hjörnsson landsliðs- þjálíari í handknattleik hefur bætt þeim Einari Þorvarðarsyni IIK og Þorbirni Guðmundssyni Val í landsliðshópinn sem þegar hefur verið gefinn upp fyrir komandi landsleiki gegn Belgum. Leikirnir fara fram á íaugardag- inn og sunnudaginn. Má ætla að a.m.k. Einar hafi verið valinn sökum frækilegrar frammistöðu með pressuliðinu gcgn landslið- inu á Selfossi í fyrrakvöld. Fram kom í samtali við Hilmar, að þeir Ólafur H. Jónsson, Björg- vin Björgvinsson og Árni Indriða- son gefi ekki kost á sér í landsleiki þessa vegna anna. Hann gerði sér hins vegar vonir um að þeir Innanhússmót KSI ÞEIR aðilar. sem hyggja á þátt- töku í landsmótum og bikar- keppnum K.S.Í. og íslandsmótinu í innanhússknattspyrnu á næsta ári, sendi tilkynningar þar að lútandi ásamt þátttökugjöldum til K.S.Í., pósthólf 1011, Reykja- vík, fyrir 1. janúar nk. Nauðsynlegar upplýsingar varðandi þessi mót hafa verið send til þeirra aðila, sem voru þátttakendur á liðnu sumri, en aðrir aðilar, sem hyggja á þátt- töku eru vinsamlegast beðnir að leita upplýsinga hjá gjaldkera sambandsins í síma 91-24260. myndu allir vera með í B-keppn- inni í febrúar. „Þessir leikmenn, svo og Viggó Sigurðsson munu gefa mér ákveðið svar um jólaleyt- ið og þá mun ég velja endanlega hópinn sem fer til Frakklands" sagði Hilmar. Hilmar var m.a. spurður um hvort ýmsir aðrir leikmenn hefðu ekki komið til álita, eins og til dæmis Jóhannes Stefánsson úr KR, leikmaður sem ætti tvímælalaust að fá tækifæri með landsliðinu. Hilmar taldi hins vegar ekki vanta mann í þá stöðu sem Jóhannes leikur með liði sínu. íslendingar og Belgar hafa að- eins einu sinni leikið landsleik áður, það var árið 1972 og vann ísland þá með yfirburðum. En Belgar hafa tekið sig gífurlega á síðan og voru sára óheppnir að komast ekki í B-keppnina, er þeir töpuðu mikilvægum leik gegn Hörkuleik lauk með jafntefli Ármann—ÍR 21—21 ÁRMANN og ÍR gerðu jafntefli í 2. deild í gærkvöldi 21—21. Leik- urinn var mjög jafn og spennandi og allvel leikinn. Það voru IR- ingar sem jöfnuðu leikinn þegar aðeins 50 sekúndur voru eftir af leiktímanum. Þá var dæmt víta- kast á Ármann og Guðmundur Þórðarson einn besti leikmaður IR skoraði örugglega. Ármenningum tókst ekki að skora úr síðustu sókn sinni í leiknum. ÍR-ingar byrjuðu leikinn vel og skoruðu fjögur mörk án þess að Ármann kæmist á blað. En hægt og sígandi náðu Ármenningar betri tökum á leik sínum og staðan í hálfleik var 13—12 þeim í hag. Allur síðari hálfleikur var mjöjg jafn og jafntefli því nokkuð sann- gjörn úrslit. Bæði liðin sýndu góð tilþrif og allt bendir til þess að þau verði í baráttunni um topp- sætið í 2. deild í vetur. En staðan í 2. deild er mjög jöfn og tvísýn og mörg lið nokkuð jöfn að getu. Bestu menn í liði Ármanns voru þeir Einar, Friðrik og Óskar. Guðmundur Þórðarson og Bjarni Bessason léku best hjá ÍR-ingum. Mörk ÍR: Guðmundur 7 3v, Bjarni 6, Ásgeir 3, Brynjólfur 2, Ársæll, Guðjón, og Sigurður 1 mark hver. Mörk Ármanns: Óskar 7, Einar 4, Björn 4, Jón 2, Friðrik 2, Kristinn og Haukur 1 mark hvor. -þr. Handknattlelkur ísrael með eins marks mun á C-keppninni í Færeyjum á síðasta ári. Belgar stóðu sig geysivel í keppninni, unnu m.a. Frakka, sem unnu Islendinga síðast er þjóðirn- ar áttust við. Belgar fengu sér júgóslavneskan þjálfara fyrir 6—7 árum og hefur sá byggt upp mjög þokkalegt lið sem borgar sig ekki fyrir íslendinga að vanmeta. Þá væri voðinn vís. Hins vegar verður ísland að teljast sigurstranglegri aðilinn, ekki síst þar sem leikið er á heimavelli. HSÍ græddi mikla peninga á landsieikjunum gegn Vestur- Þjóðverjum, að sögn forráða- manna sambandsins um 13 millj- ónir króna. Fór allt upp í skuldir. En HSÍ þarf að fá minnst 1500 áhorfendur á báða leikina til samans til þess að sleppa á sléttu. -KK- Argentína burstaöi Sviss ARGENTÍNA sigraði Sviss ör- ugglega með fimm mörkum gegn engu í landslcik í knattspyrnu sem fram fór í Cordoba í fyrra- kvöld. Staðan í hálfleik var 4—0 og réðu heimsmeistararnir lengst af lögum og lofum á vellinum. Ramon Diaz skoraði fyrsta markið eftir fjórar mínútur, eftir snjalla fyrirgjöf frá Diego Mara- dona. Leopoldo Luqué bætti öðru marki við skömmu síðar, einnig eftir undirbúning Maradona. Daniel Valencia og Diego Mara- dona bættu tveimur mörkum við rétt fyrir lok fyrri hálfleiks og Daniel Pasarella skoraði síðan fimmta markið snemma í síðari hálfleik. Undir lok leiksins vökn- uðu framherjar Sviss aðeins og Hans Jorg Pfister átti stangar- skot. En úrslitin voru ráðin. jnwmiant!! íöróttlr

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.