Morgunblaðið - 18.12.1980, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 18.12.1980, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. DESEMBER 1980 Pétur Björnsson um frumvarp um vörugjald: Engar aðrar iðngrein- ar eru sérskattaðar MARGIR aðilar, einstakl- ingar, fyrirtaeki og samtök, hafa undanfarna daga mót- mælt frumvarpi um vöru- gjald í sælgætis- og gos- drykkjaiðnaði. Morgunblaðið ræddi í gær við Pétur Björnsson, forstjóra Vífil- fells, og sagði hann m.a. að vörugjaldið myndi hækka gosdrykki um 25%. Frum- varpið fæli í sér að ein grein drykkjariðnaðar, öl og gos- drykkir, væru dregnir út til sérsköttunar og óhjákvæmi- legs samdráttar, á sama tíma og aðrar drykkjarvörur væru undanþegnar og jafnvel niðurgreiddar. — Við höfum ávallt talið það mjög hættulegt fordæmi að draga einstakar þröngar iðngreinar eða aðrar atvinnugreinar út til þungr- ar sérsköttunar. Þetta skapar óör- yggi atvinnuvega landsins fyrir utan það að staða þessara greina á markaðinum verður ótrygg og jafnvel vonlaus. Því meiri sem sérsköttunin er því vonlausari verður staða greinarinnar, sagði Pétur. — Með þessu frumvarpi sjáum við í hendi okkar að hlutfall verðlagningar okkar vara á mark- aðnum muni raskað svo, að þessar vörur geta ekki talist vera hinn aðgengilegi „munaður" sem fólk með lágar tekjur á að geta veitt sér. — Sérsköttun á gosdrykkjaiðn- aðinum hófst á árunum 1950—’60 með föstum tolli á hverja flösku, er skyldi renna til Styrktarfélags vangefinna. Það voru allir ánægð- ir með hugarfarið sem lá að baki því að finna tekjur til þessa mannúðarmáls. Aftur á móti voru ekki allir sammála þeirri aðferð við tekjuöflunina, að leggja hana á herðar einnar greinar iðnaðar. Þessi tollur þróaðist síðan upp í háan toll (vörugjald 24%) sem rennur beint til ríkisins, en styrktarfélagið löngu gleymt. Auk þessa 24% vörugjalds er greiddur framleiðslutollur kr. 16 á líter, sem nú stendur til að breyta í 30% vörugjald. Það eru engar aðrar iðngreinar á íslandi, utan sælgæt- is- og gosdrykkjariðnaðar, hluti drykkjariðnaðar, sem eru sér- skattaðar. — Búningur frumvarpsins og orðalag ber með sér áberandi blekkingu, þar sem forðast er að Pétur Björn8son minnast á 24% vörugjaldið, sem þegar er fyrir hendi og gefur þar af leiðandi þingmönnum ekki rétta mynd af eðli frumvarpsins. — Þeir sem að frumvarpinu standa virðast vita betur því farið hefur verið með frumvarpið með slíkri leynd, að allflestir komu af fjöllum, þegar það birtist í fjöl- miðlum. Ekki hefur heldur verið rætt við aðila, sem hlut eiga að máli. Síðan er auðsjáanlega ætl- unin að reka frumvarpið í „hvelli" listfræðingur hefur haft allan veg og vanda af bókinni og ritar formála um þessa tvo íslandsleiðangra og þá lista- menn, sem myndirnar gerðu. ísland á 18. öld er listaverkabók með gömlum Islandsmyndum. Þær eru allar úr tveimur vísinda- leiðöngrum sem hingað voru farnir frá Bretlandi á 18. öld — leiðangri Banks 1772 og leiðangri Stanleys 1789. Flestar þessara mynda eru nú í fyrsta sinn prentaðar beint eftir frummyndunum. Sumar hafa aldrei birzt áður í neinni bók. Þessar gömlu Islandsmyndir eru merkileg listaverk. En þær eru einnig ómetanlegar heimildir um löngu horfna tíð, sem rís ljóslifandi upp af síðum bókarinnar. — Almenna bókafélagid Austurstræti 18 — Sími 25544 Skemmuvogi 36, Kóp. sími 73055. í gegnum þingið án þess að menn átti sig á eðli málsins. Enda ber orðalag frumvarpsins þess merki. — Ég vil geta þess í leiðinni að starfsmannafélag okkar lét þegar ganga undirskriftarlista meðal starfsfólks þar sem mótmælt er þessum ráðstöfunum, vegna ótta um atvinnuöryggi sitt og hafa allir ritað undir hann, utan þeirra sem ekki voru til staðar vegna fjarvista. Aðilar úr einum póli- tísku flokkanna gera lítið úr hættulegum áhrifum frumvarps- ins, eins og samdrætti og skertu atvinnuöryggi. Samt sem áður telur þessi flokkur sig vera í forsvari og bera hag launafólks fyrir brjósti. — Hvað liggur þá að baki þessu frumvarpi? — Þegar vegið er svo ódrengi- lega úr söðli stjórnvalda fer mann að gruna að ýmis ankannanleg sjónarmið kunni að búa undir órólegu yfirborðinu, eins og ýms- um viðundrum, sem kastað er frá stjórnarheimilinu þessa dagana. Nefna mætti árás á Álverið og tilverurétt þess, Helguvíkurmál og margt annað taugaveiklunar- kennt. — Eitt af þessum sjónarmiðum gæti verið, að gera stöðu flutn- ingaaðila út um land með bílum vonlitla, þar sem þessi iðnvarning- ur skapar þeim öryggi í flutning- um, en flutningamenn eiga nú í hinni hörðustu baráttu við hið ríkisrekna Ríkisskip, sem undir- býður fragtir út um land þrátt fyrir stórkostlegt tap í rekstri, sem borgaður er niður með al- mannafé. Minnkandi flutningar á öli og gosdrykkjum geta kippt fótunum undan þessari stétt og þeirri sérstæðu þjónustu, sem hún vinnur fyrir fólk og fyrirtæki úti um landsbyggðina. Hvernig ætti Ríkisskip að annast dreifingu til manna eða bjarga bónda á einum sólarhring með brýnar nauðsynj- ar, sagði Pétur Björnsson að lokum. Fjórðungs- mót á Rang- árbökkum ÁKVEÐIÐ hefur verið að halda Fjórðungsmót sunnlenzkra hesta- manna dagana 2. til 5. júlí 1981 á mótssvæði hestamannafélagsins Geysis á Rangárbökkum við Hellu. Þeir aðilar sem að mótinu standa eru öll hestamannafélög af svæð- inu vestan úr Hvalfirði austur að Lómagnúp, ásamt Hrossaræktar- sambandi Suðurlands. Fram- kvæmdanefnd mótsins skipa eftir- taldir menn: Bergur Magnússon, Fáki, Birgir Guðmundsson, Sleipni, Bjarni H. Ansnes, Smára, Gunnar Jóhannsson, Geysi, Hreinn Ólafsson, Herði, Jóhannes Guðmundsson, Gusti, Steinþór Runólfsson, Hrossaræktarsam- bandi Suðurlands. Framkvæmdarstjóri hefur verið ráðinn Gunnar Jóhannsson, Ás- mundarstöðum og geta menn leit- að upplýsinga hjá honum eða öðrum framkvæmdarnefndar- mönnum, auk þess geta menn af þessu svæði snúið sér til formanna sinna félaga. Fréttatilkynning Leiðrétting í MORGUNBLAÐINU í gær var rangt farið með föðurnafn yfir- manns fraktdeildar Flugleiða. Það er Sigurður Matthíasson, sem gegnir þessu starfi og er beðist velvirðingar á þessum mistökum. Al'lil.VSINIiAKlMINN KR: ^ 22480 ^ Jliovjjunhlntiit)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.