Morgunblaðið - 18.12.1980, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.12.1980, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. DESEMBER 1980 Tillaga á Alþingi: Gervasoni verði veitt landvist í GÆRKVÖLDI var lögð fram í samcinuðu Alþingi tiilaxa til þings- ályktunar um að beina því til stjórnvalda að þau heimili Frakkan- um Gervasoni landvist hér á landi. FlutninKsmenn tillóKunnar eru tveir þinKmanna Alþýðuhandalans- ins. þeir Stefán Jónsson ok Skúli Alexandersson. t Kreinarjferð um málið seifja þinjcmennirnir svo: I þingskjali þessu verður ekki rakin ferðasaga Patrick Gervasonis frá bernsku í frönsku munaðarleys- ingjahæli til íslandsstranda né sá málarekstur sem sprottinn er af hérvist hans, enda sennilegt að alþingismenn muni greina á um túlkun ýmissa málsatvika. Hitt virð- ist okkur, að hér hafi nú borist á land þess háttar útlendingur sem býsna hart hefur orðið úti í samtíð sinni, en þó ekki sakaður um neinn þann verknað sem til vansæmdar telst á landi hér, og við haefi að telja honum til vorkunnar fremur en foráttu að skillítið fólk hefur aukið á vandræði hans undir yfirskini vináttu. íslend- ingar hafa fyrr veitt erlendu fólki hæli þótt minni nauður ræki í okkar hús, og reiknast til drengskapar. Flutningsmenn vilja í engu kasta rýrð á störf þeirra embættismanna, sem unnið hafa að- því af einurð að stemma stigu við því, að misindisfólk setjist að á landi hér, en telja að illa væri komið ef til þess leiddi að nauðleitarmanninum Patrick Gerva- soni yrði nú vísað út í tvísýnu. Banaslys í Örlygshöfn ÞAÐ SLYS varð að bænum Efri- Tungu í Örlygshófn í fyrrakvöld að Marinó Kristjánsson. bóndi þar, varð undir dráttarvél og mun hann hafa látizt samstundis. Slysið varð í halla heim við bæinn, fór dráttarvél- in l'A veltu og varð Marinó undir vélinni. Hann var ógiftur og barn- laus, en bjó í Efri-Tungu ásamt bróður sínum og aldraðri móður. Mildi aö ekki varö stórslys MESTA mildi var að ekki varð stórslys á Skógarseli við Þverársel um hádegisbil í gær, þegar vörubifreið fór yfir á öfugan vegarhelming og skall framan á Simcu-fólksbifreið. Kona ók fólksbifreiðinni og fótbrotnaði hún og skarst á andliti en slapp að öðru leyti vel. Sem fyrr segir má telja það mestu mildi, því mælaborð bílsins gekk langt aftur. Konan, sem er um fertugt, var með litla dóttur sína í aftursæti en hana sakaði ekki. Telja má líklegt að bifreiðin sé ónýt. Ljósm. Mbl. Þórarinn Ragnarsson. Rafmagnsveitur Reykjavikur: Fara fram á 28,6% hækkun á gjaldskrá Frumvarp að f járhagsáætlun rætt í borgarstjórn í dag: Niðurstöðutölur tæpir 62,5 milliarðar króna Leggjum til að horfið verði frá þessari skattpíningu, RAFMAGNSVEITUR Reykjavíkur hafa farið fram á það við borgar- ráð að fá heimild til að hækka gjaldskrá sína um 28.6%. Borgar- ráð samþykkti hækkunarbeiðnina með þremur atkvæðum gegn einu. en einn borgarráðsmaður sat hjá. Hækkun þessa telja Rafmagnsveit- urnar sig þurfa að fá frá og með 1. febrúar. Einnig telja Rafmagnsveit- urnar sig þurfa að hækka gjaldskrá sem nemur væntanlegri hækkun á heildsöluverði frá Landsvirkjun. „NIÐURSTÖÐUTÖLUR frum varps að fjárhagsáætlun Reykja- víkurborgar eru að þessu sinni tæpir 62,5 milljarðar,“ sagði Dav- ið Oddsson borgarfulltrúi í sam- tali við Morgunblaðið. en frum- varp að fjárhagsáætlun verður rætt í borgarstjórn í dag. „Meirihluti borgarstjórnar gerir ráð fyrir að fá rúmlega 30,5 Geir Hallgrimsson formaður Sjálfstæðisflokksins: Réttur okkar ótvíræður samkvæmt álsamningnum „ÞAÐ LIGGUR í augum uppi. að það er sjálfsagt og raunar skylda okkar að ganga úr skugga um, hvernig þessum viðskiptum er varið milli dótturfyrirtækis Alu- suisse í Astralíu og ísal. Og svo er fyrir að þakka forsjálni islenzku samningamannanna á sinum tíma. þegar samningurinn milli tslands og Alusuisse var gerður, að fslendingar geta samkvæmt þeim samningi krafizt þess að um verð á súráli til ísals fari eins og um viðskipti óskyldra aðila sé að ræða.“ sagði Geir Hallgrimsson, formaður. Sjálfsta-ðisflokksins. er Mhl. spurði hann í gær álits á súrálsmálinu og málsmeðferðinni. „Það kemur því úr hörðustu átt, þegar iðnaðarráðherra byrjar þetta mál með því að draga í efa, að í samningi okkar í upphafi hafi verð gengið nægilega tryggilega frá því, að við gætum leitað réttar okkar í þessu efni,“ sagði Geir. „En réttur okkar er ótvíræ'ur, ef atvik máls- ins eru þau, að verð til ísals sé hærra en gerist og gengur í slíkum viðskiptum milli óskyldra aðila. Það er ekki eingöngu þetta, sem vekur upp grunsemdir um það, að fyrir iðnaðarráðherra vaki fyrst og fremst það að misnota þetta mál i flokkspólitískum tilgangi, heldur einnig hitt, að honum er svo brátt að gera sér pólitískan mat úr því og gera það opinbert, að hann gerir það áður en hann er sjálfur til- búinn að hefja viðræður við Alu- suisse. I frásögn Morgunblaðsins af blaðamannafundi iðnaðarráðherra segir svo: „Hjörleifur Guttormsson lagði áherzlu á að hér væri um mjög mikið mál að ræða, sem þarfnaðist nákvæmari rannsókna áður en viðræður hefðust við Alu- suisse, en hann kvað það ásetning sinn að krefjast endurskoðunar á samningum íslands og Alusuisse. Myndi ráðuneytið nú fela alþjóð- lega endurskoðunarfyrirtækinu Coopers & Lybrand að kanna málið betur áður en viðræður hefðust. Taldi hann að það gæti ef til vill liðið mánuður áður en niðurstöður endurskoðunarfyrirtækisins lægju fyrir.“ Hefði nú ekki verð skynsam- legra að fá fyrst þessar niðurstöður endurskoðunarfyrirtækisins, ef í alvöru vakti fyrir ráðherranum að ná árangri; annars vegar leiðrétta mögulega of hátt verð til ísals og hins vegar fá fram endurskoðun á samningi Islands og Alusuisse varðandi skattgreiðslur og raforku- verð? En ég legg áherzlu á, að mál þetta verður að upplýsa að fullu og nýta rétt íslands samkvæmt samn- ingnum við Alusuisse. Og þá verður ráðherrann umfram allt að sjást fyrir og hætta því að draga í efa þennan samningslega rétt okkar til þess að koma höggi á pólitíska andstæðinga, sem stóðu fyrir samningagerðinni um ísal fyrir 15 árum.“ Steingrímur Hermannsson formaður Framsóknarflokksins: Hefðum átt að nota okkur eftirlitsréttinn oftar „ÞAÐ ER iðnaðarráðherra. sem hefur látið kanna málið og hann telur. að það sé hægt að draga ályktanir af þessum niðurstiiðum. Ég legg mikla áherzlu á að endurskoðun álsamningsins fari fram sem fyrst. einkum vegna raforkuverðsins. En við verðum að gaúa þess að samhúðin við þetta fyrirtæki sé góð. því annars komumst við ekkert áfram með endurskoðun." sagði Steingrímur llermannsson. formaður Fram- sóknarflokksins, er Mbl. spurði hann i gær álits á súrálsmálinu og málsmeðferðinni. „Ég tel, að það hefði átt að nota oftar ákvæðið um að óháð fyrirtæki skoðaði uppgjörið," sagði Stein- grímur. „Þetta var gert 1974 og 1975 og ég tel eðlilegast, að þetta sé gert sem oftast. Hins vegár hefur Alusuisse nú lagt fram ýmsar upplýsingar og ég felli engan dóm í þessu máli. Það þarf að skoða betur áður en það er hægt. Ég hefði því talið skynsam- legast að fara í þetta mál af nokkurri ró. Á sínum tíma, þegar ég kom nálægt þessu, komst ég á þá skoðun, að það væri í raun útilokað að fylgjast nákvæmlega með bók- haldsuppgjörum þessara alþjóðlegu hringa. Ég lagði því stíft til, að Alusuisse greiddi fast framleiðslu- gjald og punktur. Það náði því miður ekki fram að ganga, því þeir vildu hafa þessa undankomuleið, að gjaldið færi aldrei yfir 55% af tekjum. Við settum þá botn á móti, þannig að gjaldið færi aldrei undir 35%. En þetta þýðir, að við þurfum að standa í erfiðu eftirliti og uppgjöri við þá. Með þessari rannsókn nú er iðnaðarráðherra aðeins að gegna skyldu sinni, þannig að ég tek ekki undir raddir um pólitískar ofsókn- ir í málinu. Hitt má svo aftur deila um, hvort málsmeðferðin er sú skikkanlegasta, sem hugsast getur. En ráðherrann er aðeins að gera það sem honum ber. Við því er ekkert að segja og það þótt fyrr hefði verið." milljarða í tekjur af útsvörum, rúmlega 9 milljarða í tekjur af fasteignagjöldum og tæpa 9 millj- arða í tekjur af aðstöðugjöldum," sagði Davíð. „Meirihlutinn hyggst nú sem í fyrra leggja 11,88% útsvar á borg- arbúa, 0,5% ætlar meirihlutinn að leggja á eigendur íbúðarhúsnæðis í formi fasteignaskatts og 1,25% á að leggja á eigendur atvinnuhús- næðis. Þetta eru sömu álagningar- reglur og giltu í fyrra, en þegar við sjálfstæðismenn stjórnuðum borg- inni gáfum við afslátt af öllum þessum álagningarstuðlum. Við segir Davíð Oddsson munum að sjálfsögðu gera tillögu um að horfið verði frá þessari skattpíningu, og að þess í stað verði teknar upp þær álagningarreglur sem giltu þegar Sjálfstæðisflokk- urinn var í meirihluta í Reykjavík. Það er ljóst að þó vinstri flokk- arnir hafi ekki stjórnað borginni nema í tvö og hálft ár, þá er nú mun dýrara fyrir borgarbúa að búa í Reykjavík, en á meðan Sjálfstæð- isflokkurinn var við stjórnvölinn. Þessar auknu tekjur borgarsjóðs skila sér ekki til borgaranna, a.m.k. sér ekki nokkur maður að þær komi fram í bættri eða betri þjónustu," sagði Davíð Oddsson. Pósturinn varð að víkja vegna neyðartilfellis FRÁ ÞVÍ var skýrt í Mbl. í gær að bögglapóstur hefði safnast saman á Keflavikurflugvelli og Flugleiðir látið þennan póst víkja fyrir öðru. Mbl. spurði Svein Sæmundsson um þetta í gær og sagði hann ástæðuna fyrir því. að hluti bögglapóstsins. sem átti að fara á föstudag beið til laugardags og sunnudags, einkum vera þá. að vegna slyss í Græn- landi hefði þurft að koma tveimur mjög illa brenndum Græniending- um hið fyrsta utan. Pósturinn hefði orðið að víkja i þessu neyðartilfelli, en hinir slösuðu voru í körfum fremst í vélinni. Sveinn sagði ennfremur, að þenn- an dag hefði komið mun meira af pósti, heldur en póstmenn reiknuðu með á miðvikudag og fimmtudag. Ekki væri rétt að tala um að bögglapósturinn hefði hrúgast upp, en það sein varð að bíða af fyrr- nefndum ástæðum, hefði farið á laugardag og sunnudag. Fagranes sigldi fyrir eigin vél- arafli til hafnar Isafirði, 17. desember. DJÚPBÁTURINN Fagranes. sem strandaði við Arnarnes að kvöldi þriðjudags, náðist af strandstað um fjögurleytið í nótt, með aðstoð skuttogarans Júliusar Geirmundsson- ar ís 270. Hermann Skúlason skip- stjóri á Júliusi sagði í viðtali við fréttaritara Morgunhlaðsins að vel hefði gengið að ná Fagranesi á flot, aðallega vegna þess að veður var sæmilega gott meðan á björgunar- aðgerðum stóð. Við björgun fólksins um kvöldið var notast við gúmmíbát Björgun- arsveitarinnar Skutuls undir stjórn Jökuls Jósefssonar, formanns sveit- arinnar, og var fólkið selflutt út í lóðsbátinn. Um nóttina þegar bjarga átti skipinu var orðið ófært fyrir gúmmíbátinn. Jónas Helgason bóndi í Æðey kom þarna um nóttina á litlum vélbáti og tókst honum að koma mannskap og dráttartógi í Fagranesið. Um það leyti, sem bát- urinn losnaði var Jónas að reyna að komast að strandstaðnum með aðra dráttartaug, en varð þá frá að hverfa vegna veðurs. Fagranes er nokkuð dældað á fjögurra metra kafla á bakborðssíðu. Ekki hefur tekizt að rannsaka skipið til hlítar. Enginn leki kom þó að skipinu og það gat siglt fyrir eigin vélarafli til hafnar. Fagranes var að koma úr venju- legri póstferð um Djúpið þegar óhappið varð. Auk sex farþega, sem voru þrír bændur og húsfreyja úr Djúpinu, ísfirðingur og bílstjóri úr Ölfusi, var skipið með mjólk og aðrar afurðir frá sveitaheimilum í Djúpinu. Undir venjulegum kring- umstæðum hefðu tugir nemenda úr Reykjanesskóla verið með í þessari ferð á leið í jólaleyfi, en flugvél frá Flugfélaginu Örnum hafði sótt þá daginn áður. Sjópróf fór fram hjá bæjarfóget- anum á ísafirði í gær og var þeim ekki lokið þegar Mbl. hafði síðast fregnir af. Flest bendir til, að mannleg mistök hafi valdið óhapp- inu. Fagranesið siglir þessa leið a.m.k. tvisvar sinnum í viku, en að þessu sinni var siglt of grunnt með Arnarnesinu, en þar eru miklar grynningar. - Úlfar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.