Morgunblaðið - 18.12.1980, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 18.12.1980, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. DESEMBER 1980 Arnór Ragnarsson: Þegar kartaflan fór að rúUa á rermisléttu gólfinu Þessi mynd birtist i Mbl. 29. júli sl. Hún er tekin í Háfshverfi sem er skammt frá Þykkvabæ ok er af fyrstu kartöflunum sem teknar voru upp til sölu i fyrrasumar. Þá þegar var ljóst og reyndar miklu fyrr að uppskeran yrði mjög góð. Það er sagt að ef sagan er nógu oft sögð fari fólk að trúa henni alveg sama hvað vitlaus hún er. í grein sem Jón I. Bjarnason skrifar í Morgunblaðið 4. desember sl. er ein slíkt klisja gatslitin en samt kemur hún fyrir tvisvar í sama dálknum og er tilefni þessara ritsmíða. I grein Jóns segir m.a.: „Það hlýtur að vera augljóst mál, að þær kartöflur sem skemmast í upptöku missa geymsluþol og verða þar eftir meira og minna gölluð vara .. .„ Þetta er nú meiri spekin. Hvað vill Jón Bjarnason að verði gert? Ætlast hann til að bændur fari að taka upp úr görðum sínum með höndunum? Snúum okkur heldur að nútíðinni. Svona er þetta gert í dag og svona verður þetta gert í framtíðinni. Eg tel að þetta sé alrangt hjá Jóni I. Bjarnasyni og Eðvald B. Malmquist að kartöflurnar skemmist mest í upptökunni. Ég hefi rætt þetta nokkuð við kart- öflubændur. Þeir segja að þegar varan fari frá þeim sé hún í góðu ásigkomulagi og líti vel út. En þeir telja a.m.k. sumir hverjir að kartöflurnar þoli illa að fara í burstun. Þessu trúi ég vel. Ég vil miklu heldur fá kartöflurnar óhreinar og ætar en hreinar og óætar og ég býst við að svo sé um fleiri. Þær missa örugglega mjög mikið geymsluþol á því að veltast í burstunum. Meiri mold og meiri sand í mat- vöruverzlanirnar Ég tel að neytendum ætti að standa til boða bæði hreinar og óhreinar kartöflur. Ég er það ungur að ég man ekki eftir kartöflustríðinu sem Jón I. Bjarnason minnist á en það hefir Frá kartöfluupptöku I Þykkvabæ. mikið vatn runnið til sjávar frá þeim tíma og margt gerst í þessum málum. Hins vegar man ég ekki eftir því að neinar breyt- ingar hafi orðið á viðskiptaháttum með kartöflur í mörg ár og tel ég að stöðnun hafi orðið í framförum og kominn tími til að eitthvað gerist jákvætt neytendum og ræktendum í hag. Furðuleg rit- smíð hvers? Grein Jóns I. Bjarnasonar er svargrein við grein eftir Sigurgeir Ólafsson sem birtist í Mbl. 11. sept. sl. sem hann kallar m.a. furðulega ritsmíð og árás. Þetta þykir mér kynlegt og verður fróð- legt að vita hvað þetta greinar- korn verður kallað. Mér fannst grein Sigurgeirs góð og athyglis- verð og ef eitthvað er furðulegt þá er það grein Jóns. Mér finnst einkennilegt að þessi ritsmíð hefir verið í 2'/2 mánuð að fæðast og vel það og sýnist mér hún að ein- hverju leyti „fædd og uppalin" hjá yfirmatsmanni garðávaxta Eðvald B. Malmquist a.m.k. ber mynd- birtingin með greininni það með sér. Myndöflun Ég tel að myndin af kartöflun- um sem birtist með grein Jóns verði að flokkast undir myndföls- un. Aliir sem til þekkja vita að ef rétt er að farið við kartöfluupp- töku með þeim vélum sem nú eru notaðar sést ekkert á a.m.k. þriðj- ung kartaflnanna að þær hafi verið teknar upp með vél til að finna svo illa farnar kartöflur eins og myndin sýnir verði matsmað- Arnór Ragnarsson urinn að fara yfir nokkur tonn, síðan verður hann að fara með þær heim með sér og geyma á heitum stað í a.m.k. viku áður en hann getur látið mynda þær. Ég skal, ef matsmaður óskar, fara austur í Þykkvabæ í maí í vor og taka fyrir Grænmetisverzlun landbúnaðarins myndir sem hægt er að nota til myndskreytingar í framtíðinni. Af hverju í maí? Jú, þá eru kartöflurnar búnar að vera í 8 mánuði í húsi en ég treysti mér samt ekki til að finna eins ljótar kartöflur og myndin sýnir? Grænmetisverzlun landbúnaðarins Sem kunnugt er hefir Grænmet- isverzlun landbúnaðarins einka- umboð fyrir sölu og dreifingu á kartöflum. Eftir hvaða reglum þar er unnið veit ég ekki en ég veit að bændur austan fjalls eru ekkert sérlega hressir með þau vinnu- brögð sem þar viðgangast og verður það að teljast furðulegt að Félag kartöflubænda á Suðurlandi skuli aldrei láta frá sér heyra stakt orð hvernig sem viðrar í þeirra garð. Grænmetisverzlunin lét t.d. það út ganga fyrir nokkru að fram að jólum væri ekki tekið á móti kartöflum sem væru minni en flokkaðist í 45 mm sikti. Er þetta til í einhverri reglugerð? Getur Grænmetisverzlunin ákveð- ið þetta að vild? Mér finnst einokunarlykt af þessu. Kristnar hugvekjur - fyrra bindi komið út Á myndinni eru þcir fimm menn, sem sáu um útgáfu Kristinna hugvekja, talið frá vinstri: Séra Bernharður Guðmundsson, fréttafulltrúi þjóðkirkjunnar, Ellert Ág. Magnússon, prentari, annar kostnaðarmanna bókarinnar, séra Bragi Friðriksson prófastur, séra Guðmundur Oskar Olafsson, formaður Prestafélags íslands og séra Björn Jónsson. Nýlega er komin út bókin Kristnar hugvekjur eftir íslenska kennimenn, fyrra bindi. Nær þetta bindi yfir fyrri helming kirkjuárs- ins, frá jólaföstu (aðventu) til hvítasunnu. Höfundar eru alls tuttugu og átta og ritar hver þeirra hugvekjur fyrir eina viku kirkjuársins, en auk þess fylgir mynd hvers höfundar og æviágrip. Höfundum Kristinna hugvekja er það öllum sameiginlegt, að þeir eru landsþekktir kennimenn og hafa þjónað sem sóknarprestar og sálusorgarar vítt og breitt um byggðir íslands. Biskup íslands, dr. Sigurbjörn Einarsson ritar hugvekjur jólavikunnar, en elsti klerkurinn, sem þarna á hugvekj- ur, er dr. theol. Jakob Jónsson, sem ritar hugvekjur fyrstu viku aðventu og eru þær í bundnu máli. Eina konan í íslenskri prestastétt, séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir, ritar hugvekjur páskavikunnar. Aðrir höfundar þessa fyrra bindis Kristinna hugvekja eru eftirtald- ir: Séra Ágúst Sigurðsson, séra Árelíus Níelsson. séra Árni Berg- ur Sigurbjörnsson, séra Birgir Snæbjörnsson, séra Björn Jóns- son, séra Bolli Gústavsson, séra Brynjólfur Gíslason, séra Gísli Brynjólfsson, séra Gísli H. Kol- beins, séra Guðmundur Guð- mundsson, séra Guðmundur Ó. Þorsteinsson, séra Gunnar Björnsson, séra Halldór Gunn- arsson, séra Heimir Steinsson, séra Hreinn Hjartarson, séra Jón Bjarman, séra Lárus Halldórsson, séra Magnús Guðjónsson, séra Ragnar Fjalar Lárusson, séra Sig- fús J. Árnason, séra Sigurvin Elíasson, séra Stefán Lárusson, séra Tómas Guðmundsson, séra Yngvi Þórir Árnason og Þórhallur Höskuldsson. I formála bókarinnar segir með- al annars: „Fyrir nærfellt einni öld, árið 1883, voru gefnar út hér á landi „Níutíu kvöidlestrarhugvekjur eftir íslenska andlegrar stéttar menn“. Það var í fyrsta sinn, sem slíkt hugvekjusafn eftir marga höfunda leit dagsins ljós. Af almenningi voru þær nefndar „Prestahugvekjurnar", en Pétur Pétursson biskup safnaði til þeirra og annaðist útgáfuna. Tvennar hliðstæðar hugvekju- bækur hafa síðar verið gefnar út, báðar af Prestafélagi íslands. Hundrað hugvekjur árið 1926 og Nýjar hugvekjur árið 1947, þær síðarnefndu í tilefni aldarafmælis Prestaskólans. I Nýjum hugvekj- um er einnig æviágrip hvers höfundar ásamt mynd. Æviágrip- in tók Sigurgeir Sigurðsson biskup saman ... Fram á þessa öld voru húslestr- ar almennt tíðkaðir hér á íslandi. En nú munu þeir næsta fátíðir, ef ekki niður lagðir fyrir fullt og allt og er margt, sem þar um veídur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.