Morgunblaðið - 18.12.1980, Síða 22

Morgunblaðið - 18.12.1980, Síða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. DESEMBER 1980 Kalmann Sigurðsson frá Stað - Minning Fæddur 8. nóvember 1904. Dáinn 5. nóvember 1980. Föstudaginn 21. nóvember sl. var jarðsettur frá Kirkjuvogs- kirkju Kalmann Sigurðsson, út- vegsbóndi frá Stað í Höfnum. Hann lést að Landakotsspítala í Reykjavík 5. nóvember, eftir fárra vikna legu þar. Kalmann var fæddur 8. nóvem- ber 1904 að Junkaragerði í Höfn- um, sonur hjónanna Pálínu Jóns- dóttur og Sigurðar Jónssonar, er þar bjuggu. Kalmann ólst upp í föðurhúsum ásamt systkinum sín- um, þeim Sigurlínu, sem var eist og er enn á lífi, búsett í Reykjavík og Jóni og Helgu, sem bæði eru dáin. Árið 1931 kvæntist hann eftirlifandi konu sinni Ingunni Guðmundsdóttur, ættaðri frá Kol- beinsvík í Strandasýslu. Hófu þau búskap sinn að Junkaragerði og bjuggu þar í 7 ár. Sigurður faðir hans hafði látist nokkru áður og Sigurlína gift og búsett í Reykja- vík en Pálína móðir hans bjó áfram í Junkaragerði með börnum sínum þeim Jóni og Helgu. í Junkaragerði fæddust þeim Kal- manni og Ingunni 3 börn, tvíbura- systurnar Guðrún og Sigríður, sem báðar eru búsettar vestan hafs og sonurinn Bragi, sem Iést tæpra tveggja ára. Dóttursonur þeirra, Ólafur Kalmann, ólst einn- ig upp hjá þeim. Eftir 7 ára búsetu að Junkara- gerði fluttu þau inn í Kirkjuvogs- hverfi. Þar byggði Kalmann húsið Stað og fékk til aðstoðar við sig vin sinn Hinrik ívarsson í Merki- nesi, en báðir voru þeir smiðir góðir. Á Stað hefur fjölskyldan búið síðan. Kalmann var hraustur, at- hafnasamur drengur og tók ungur þátt í daglegum störfum til stuðn- ings við heimili sitt og foreldra í harðri lífsbaráttu, að hætti þess tíma. Strax eftir fermingu fór hann að róa á opnum árabáti með föður sínum og var í skiprúmi hjá honum þar til hann eignaðist eigin bát. Sjómennskan var honum í blóð borin og varð hans ævistarf. Nokkrar ær, ein kú og dálítil jarðarafnot voru þó lengst af nýtt til búbætis samhliða sjófanginu, sem færði þó heimilinu alla tíð þá björg er til þurfti til hagsældar og traustrar afkomu. Það er hörð og óvægin lífsbarátta að eiga nær alla afkomu sína og fjölskyldu sinnar undir sjósókn á lítilli opinni trillu út á opið ólgandi úthaf við rastarvæng einnar straumhörðustu og yggldustu rastar hér við land. Stundum var Kalmann einn á báti, en oftar hafði hann háseta. Jón, bróðir hans, reri lengi með honum og síðar Ólafur uppeldissonur hans. Allir voru þeir harðduglegir sjó- menn og kunnu vel til verka. Umhirðu og viðhaldi Kalmanns á bátnum og öllu því er að sjósókn- inni laut var við brugðið. Virðing hans fyrir farkostinum og starfs- greininni var augljós. Kannske var þetta uppspretta að allri hans farsæld og velgengni í fangbrögð- um við Ægi. Hann nam ungur af föður sínum reynslu liðinna alda og tók síðan í þjónustu sína uppbyggingu og tækni líðandi stundar eftir því, sem aðstæður leyfðu í tiltölulega vanbúinni heimabyggð, er hann yfirgaf þó aldrei í leit að auðveldari lífshátt- um. í allmarga áratugi vissi ég hver Kalmann frá Junkaragerði var, hafði veitt honum eftirtekt sökum hógværðar og prúðmennsku og á síðari árum fékk ég nánari kynni af því að hjá honum var þetta ekki uppgerð eða sjónarspil. Upplag, uppeldi og siðan samspil við dint- ótt náttúruöflin munu hafa átt ríkan þátt í sterkri skapgerð hans. Ég hygg að hann hafi ekki átt neinn óvin eða andsnúinn ná- granna en hinsvegar marga góða vini. Litla byggðarlagið, sem var hjartkært heimkynni hans alla ævi, er nú snauðara eftir að hann sést ekki lengur ganga þar glaður milli vina eða ýta úr vör sínu litla fleyi. Staður hefur misst þá forsjá og vernd, sem Kalmann veitti alla tíð. Ingunni og Ólafi verður það þungbær raun, einnig dætrunum og fjölskyldum þeirra í fjarlægð. Öllum þeim er það þó huggun harmi gegn að vita, að hann var traustur trúmaður og hafði oft á örlaga stundu beðið. Stýr mínu fari heilu heim i höfn á friöarlandi. þar mÍK i þinni jfæsku geym, ó Guó minn allsvaldandi. Og það má fullvíst telja að honum verði falinn farkostur þar í landi friðarins og honum ætlað að taka á móti og ferja ástvinina, þegar þar að kemur, í höfn á friðarlandi. Ingunni og börnum hennar sendum við innilegar samúðar- kveðjur. Ragnheiður og Jón Tómasson. Ný sending komin í númerum 34—49 meö loöfóöri og ófóöraöir. Pantanir óskast sóttar sem fyrst Verð frá kr. 21.010.- Nýkr. 210,10. Millibrúnir. Mjúkt en sterkt Anilin skinn. Meö þykkum ekta hrágúmmisólum. Einnig nýkomnir uppreimaöir barnaskór frá Jip og kvenkuldastígvél, — hvít og blá lág indjána — stígvél, — vandaóar mokkasínur karla og kvenna og margt, margt fleira. 'gage sími 18519 og 23566. Póstsendum samdægurs. t Móöir mín ÞORVALDÍNA ÓLAFSDÓTTIR. lést 9. desember í Landakotsspítala. Jaröarförin fór fram í kyrrþey aö ósk hinnar látnu. Fyrir hönd fjölskyldunnar. Erla Guömundsdóttir. t Eiginmaöur minn, faöir okkar, afi og langafi BJARNI BJARNASON frá Herjólfsstööum í Álftaveri, Rauöageröi 74, lézt á Landakotsspftala 10. desember. Jaröarförin fór fram f kyrrþey aö ósk hins látna. Pálfna Bjarnadóttir, börn, barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginkona mín, móöir okkar, tengdamóöir og amma, ELÍN ÞORKELSDÓTTIR, Freyjugötu 46, Reykjavík, andaöist aö heimili sínu aö morgni 13. desember. Jaröarförin fer fram föstudaginn 19. desember kl. 3 e.h. frá Fríkirkjunni í Reykjavík. Valdimar Þóröarson, Þorkell Valdimarsson, Sigrföur A. Valdimarsdóttir, Siguröur Valdimarsson, Bryndís Friöþjófsdóttir, og barnabörn. t Útför eiginkonu minnar, móöur, tengdamóöur, ömmu og lang- ömmu, JÓHÖNNU G. TÓMASDÓTTUR, fer fram frá Hallgrímskirkju, föstudaginn 19. des. kl. 2. Jóhann Þorleifsson, Svanfríður Jóhannsdóttir, Magnús Brynjólfsson, Tómas Haukur Jóhannsson, Erla Andrésdóttir, Unnur Jóhannsdóttir, Björgólfur Stefánsson, Kristfn Jóhannsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. t Maöurinn minn, faöir okkar, tengdafaöir og afi, BJÖRGVIN TORFASON, Eskihlfö Sa, veröur jarðsunginn frá Dómkirkjunni, föstudaginn 19. desember kl. 13.30. Dagbjört Guðbrandsdóttir, Katrín Björgvinsdóttir, Krístín Björgvinsdóttir, Kári Kaaber, Björgvin og Birgir. + Þökkum innilega samúö og hlýhug við andlát og útför fööur okkar. tengdafööur, afa og langafa, ERLENDARJÓNSSONAR KEFLAVIK Jóhanna Erlendsdóttir Bragi Sigurðsson Kristín Erlendsdóttir, Ragnar Þóröarson Hlíf Erlendsdóttir Þóranna Erlendsdóttir Pétur Pétursson Guöfinnur Erlendsson Guöbjört Erlendsdóttir András Erlendsson Hjördís Guömundsdóttir Ellý Siguröardóttir Július Sigurösson Erlendur Jónsson Alda Ögmundsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfsformi. Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frumort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.