Morgunblaðið - 18.12.1980, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 18.12.1980, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. DESEMBER 1980 Eyjólfur Konráð Jónsson: Núverandi greiðslufyrirkomulag í landbúnaði eitt mesta vandamálið Fyrir nokkru lagði Eyjólfur Konráð Jónsson (S) fram fyrirspurnir á Alþingi, til viðskiptaráðherra um rekstrar- og afurðalán landbúnaðarins, og til landbún- aðarráðherra um greiðslu útflutningsbóta og niður- greiðslna til bænda. Er fyrirspyrjandi fylgdi fyrri fyrirspurninni úr hlaði, sagði hann meðal annars, að mál þetta væri ekki alveg nýtt af nálinni, því það hefði fyrst komið fram á haustþingi 1976, er hafi flutt málið, þá einn. Á næsta þingi var málið flutt á ný, og þá var meðflutningsmaður hans Jóhann Hafstein. Árið 1978 urðu svo meðflutningsmenn að tillögunni þeir Jónas Árnason (Abl) og Sighvatur Björgvinsson (A). Mál- ið hafi síðan loks náö fram að ganga vorið 1979, með þingsálykt- unartillögu frá 22. maí, en í henni segir: „Alþingi ályktar að fela ríkis- stjórninni að hlutast til um, að settar verði reglur um rekstrar- og afurðalán landbúnaðarins, sem tryggja að bændur fái í hendur þá fjármuni, sem þeim eru ætlaðir, um leið og lánin eru veitt." Eyjólfur Konráð sagði, að ekki væri því neitt vafamál, að vilji Alþingis skýlaus lægi fyrir, og væri því undarlegt, að málið skyldi enn ekki hafa komið til framkvæmda, svo löngu eftir sam- þykkt þingsins. Rakti þingmaður- inn síðan, að bankarnir hefðu haft málið á hornum sér framan af, og hafi þeir talið erfitt að breyta fyrirkomulagi greiðslna. Minnti hann á að hið sama hefði gerst er bankarnir færðust undan að fram- kvæma afurðalánagreiðslur í sjáv- arútvegi á þann hátt að hráefnis- verðið yrði greitt beint til þeirra er fiskinn leggja inn. Matthías Bjarnason sjávarútvegsráðherra hafi hins vegar séð um að málið næði fram að ganga. Bankarnir hefðu síðan sett ákveðnar reglur um framkvæmd- ina. Þingmaðurinn sagði síðan, að hann teldi næsta víst, að Tómas Árnason viðskiptaráðherra hefði nú séð um að slíkar reglur hefðu verið settar, og vænti þess að fá upplýsingar þar að lútandi í svari við fyrirspurninni, en ekkert ætti að vera því til fyrirstöðu að hin nýja leið í útborgunum kæmi til framkvæmda nú næstu daga, er gífurlegar fjárhæðir, sem bændur eiga, fara til viðskiptabankanna frá Seðlabankanum. Kvaðst Eyj- ólfur vænta þess að hinar nýju relur tryggðu að bændur fái þessa peninga, en ekki einhverjir aðrir. Tómas Arnason (F) viðskipta- ráðherra tók næstur til máls, og svaraði fyrirspurn Eyjólfs. Upp- lýsti hann að landbúnaðarráðu- neytið hefði á sínum tima skrifað Landsbankanum, Búnaðarbank- anum og Seðlabankanum bréf vegna þessa máls, og hefðu svör verið að berast fram í janúar 1980. Sagði ráðherra, að í svörum bankastofnananna hefði komið fram, að margvíslegir erfiðleikar væru á að breyta fyrra fyrirkomu- lagi þessara mála, og mæltu þeir með því að greiðslum yrði háttað eins og verið hefur. Sagði Tómas greiðslur nú í ár því verða með sama hætti og áður. Eyjólfur K. Jónsson sagði sér skylt að þakka ráðherra svör hans, þó þau hefðu nánast verið út í bláinn. Hann upplýsti að ekki væri búið að breyta fyrirkomulag- inu, og afsakaði það með því að bankarnir færðust undan því að framfylgja vilja Alþingis. Sagði þingmaðurinn að það að bankarn- ir vildu ekki setja nýjar reglur eða fallast á nýjar, væri slíkur fyrir- sláttur að ekki tæki nokkru tali og væri svarið allsendis ófullkomið. Alþingi hafi fyrirskipað að bænd- ur eigi að fá þá peninga sem þeir eiga, og þá kemur ráðherrann og les það upp eins og hvern annan sjálfsagðan hlut, einu og hálfu ári síðar, að allt skuli vera eins og áður var, sagði Eyjólfur. Sagði hann það vera skyldu ráðherra í þingræðisríki, að framfylgja vilja þingsins, en víkja ella. Sagði Eyjólfur hér vera slíkt hagsmuna- mál bænda á ferð, að ekki yrði við unað að svo væri með það farið, enda hver króna dýr, sem ekki kæmist til réttra eigenda í þeirri óðaverðbólgu er hér geysaði. Sagði hann þingið eiga heimtingu á að fá að vita hve miklir fjármunir hér væru á ferðinni. Matthias Bjarnason (S) sagði svar Tómasar vægast sagt lélegt og bera vitni léiegri frammistöðu hans sem viðskiptaráðherra. Al- þingi hefði falið ríkisstjórninni að framfylgja málinu, og væri tregða bankanna engin afsökun fyrir því að svo hefði ekki verið gert. Bankarnir eiga ekki að segja Alþingi og stjórnvöldum fyrir verkum, sagði Matthías, hér er heiður Alþingis í veði, og ráðherr- ar eiga að segja af sér ef þeir ekki geta framfylgt vilja Alþingis. Geir Hallgrimsson (S) sagði með ólíkindum, að ráðherra svar- aði fyrirspurn með þeim hætti er Tómas Árnason hefði nú gert. Sagði Geir ljóst að Alþingi hefði verið gerð óvirðing, og ráðherra síðan bætt við þá óvirðingu með því að láta sér slíkt lynda. Oft væri rætt um að virðing Alþingis færi þverrandi, en slíkt ætti ekki síður við um ríkisstjórnir, og væri það að vonum miðað við það sem menn hefðu hér orðið vitni að. Þingmenn ættu vart að verða undrandi á lítilli virðingu meðal þjóðarinna/ ef slíkt gæti gerst. Tómas Árnason tók þá aftur til máls, og endurtók að bankarnir sæu vandkvæði á að breyta fyrri starfsaðferðum sinum í þessu máli. Nefnd ynni á hinn bóginn að því að finna lausn á málinu, og væri álit hennar væntanlegt innan tíðar. Sagði hann ekki óeðlilegt að nefnd kannaði málið og aflaði álits og upplýsinga hjá bændum. Ráðherrann sagðist ekki hafa áhuga á að virða vilja Alþingis að vettugi eða vanvirða þingið, en minnti á að engin tímamörk hefðu verið í þingsályktuninni frá 22. mái 1979. Enn væri því unnt að framfylgja henni, þótt síðar yrði. Stefán Jónsson (Abl) sagðist hafa haft ástæðu til þess að ætla, er þingsályktunin um beinar greiðsl- ur til bænda var samþykkt, að eftir henni væri farið. Sagði hann að vísu sjálfsagt að fá álit sam- taka bænda, en fullyrða mætti þó að skipan nefndar um málið hefði verið óþörf. Sjálfur sagðist hann hafa kynnt sér það innan bankakerfisins, og þar væri sér tjáð að ekki ættu að vera á því annmarkar að færa greiðslur inn á reikninga bænda, eða þá að senda þeim hana í ávísun. Alþingi hefði látið vilja sinn í ljós, eftir honum ætti að fara, það væri mergurinn málsins. Árni Gunnarsson (A) sagðist vera í nefnd þeirri er hér hefði komið til umræðu, og sagði hann málið hafa verið kannað þar. Rétt væri að bankarnir hefðu bent á ýmsa erfiðleika við breytt fyrir- komulag, en þeir væru þó ekki óyfirstíganlegir. Kæmi til dæmis til greina, að senda bændum fé þeirra á þann hátt er Stefán hafi minnst á. En nefndina sagði hann myndu skila af sér daginn eftir, og kæmi þá í ljós hvað hún leggði til. Eyjólfur Jónsson tók þá aftur til máls, og sagðist skora á ráðherra að draga útborgun greiðslna þar til nefndarálitið með tillögum lægi fyrir, svo framfylga mætti vilja þingsins í þessu efni, auðvelt ætti að vera að skipa bönkunum fyrir verkum er nefnd- arálitið lægi fyrir. Geir Hallgrimsson tók undir með Eyjólfi, og sagði brýnt að bráður bugur væri unnin að því að koma nýrri skipan á, bæði vegna mikilvægis þess máls er hér um ræddi, en ekki síður vegna þess að virðing Alþingis væri í veði. Tómas Árnason viðskiptaráð- herra tók ekki aftur til máls, og svaraði ekki áskorun þeirra Eyj- ólfs Konráðs og Geirs. Svörlandbún- aðarráðherra Að loknum umræðum um fyrri spurninguna, tók Eyjólfur Kon- ráð Jónsson (S) aftur til máls, og fylgdi úr hlaði síðari spurningu sinni, um greiðslu útflutningsbóta og niðurgreiðslna til bænda. Sagði hann þessa fyrirspurn vera ná- tengda þeirri fyrri, og vonaðist hann sannarlega eftir greiðari og ánægjulegri svörum frá landbún- aðarráðherra, en þeim er komið hefðu frá viðskiptaráðherra. Sagði hann nú mjög mikilvægt að menn íhugi nú, hvort með hinu illræmda kvótakerfi væri verið að innleiða einhvers konar lénsskipu- lag í íslenskum landbúnaði, og hvort ekki væri unnt að leysa offramleiðsluvandamálið með ein- faldari hætti. En fyrirspurnir þingmannsins til landbúnaðarráð- herra voru svohljóðandi: 1. Hvað líður athugun þeirri, sem ríkisstjórninni var falið að láta fram fara með ályktun Alþingis 22. maí 1979, síðari mgr., sem er svohljóðandi: “Jafnframt láti ríkisstjórnin fara fram athugun á því, hvern- ig heppilegast sé að koma við breytingum á greiðslum út- flutningsbóta og niður- greiðslna, þannig að þær nýtist betur." 2. Hefur verið haldið áfram at- hugunum þeim, sem Stéttar- samband bænda hóf á fyrri hluta árs 1979 og gerði grein fyrir í bréfi til fyrirspyrjanda, dags. 6. apríl 1979? 3. Hefur verið kannað hvort unnt væri að afnema núverandi „kvóta-kerfi" með því að beita þeim aðferðum, sem framan- greind athugun Stéttarsam- bands bænda beinist að? 4. Hverjar yrðu þær upphæðir nú, sem fjallað er um í nefndu bréfi? Eyjólfur Konráð sagði í lok ræðu sinnar, að kerfi það er viðgengist hefði fram á þennan dag í landbúnaðinum, væri ef til vill eitt mesta vandamál sem sú atvinnugrein ætti nú við að etja, er bændur fengju ekki fjármuni sína í hendur þegar þeir ættu að fá þá, heldur væru þeir í vörslu annarra. Pálmi Jónsson landhúnaðar- ráðherra tók til máls að lokinni ræðu fyrirspyrjanda. Kvaðst hann vilja byrja á að taka fram, að með lögum frá í april 1979 væri kveðið á um tilteknar ráðstafanir, sem Framleiðsluráði landbúnaðarins og Stéttarsambandinu væri heim- ilt að grípa til, þegar ekki næst fullt verð fyrir búvöruframleiðsl- una, og væri jafnframt ætlast til að þær ráðstafanir hafi áhrif á framleiðsluþróun. Meðal þeirra leiða sem lögin heimila í þessu skyni, sagði ráðherra vera þá, að greiða hluta niðurgreiðslna beint til framleiðenda, og væri með þessum ákvæðum opnað fyrir lagalega möguleika til að greiða hluta niðurgreiðslnanna beint til bænda, eins og fyrirspyrjandi sé að leita svara við. Fleiri leiðir sagði Pálmi vera heimilar, og sagði kunnugt að valið hefði verið að fara leið kvótakerfis og kjarnfóðursgjalds. Aðalfundur Stéttarsamþands bænda hefði ákveðið að fara kvótakerfisleiðina á aðalfundi 1979, og ekki hefði því þótt ástæða til að vinna að frekari athugunum vegna mikillar vinnu við undir- búning kvótakerfisins. I sambandi við þriðju spurning- una sagði ráðherra, að ekki hefði verið gerð nein athugun á því hvort unnt væri að afnema kvóta- kerfið með þeim aðferðum sem athugun Stéttarsambandsins hafi beinst að, og varðandi fjárhæðir þær sem spurt var um í 4. spurningu sagði Pálmi Jónsson að um væri að ræða samtals 43 milljarða króna. Það skiptist þannig, að 12 milljarðar eru út- flutningsbætur á árinu 1981 sam- kvæmt fjárlagafrumvarpi, og 31 milljarður væri niðurgreiðslur. I lok ræðu sinnar sagðist land- búnaðarráðherra vilja taka fram, að hann teldi rétt, eftir því sem vinnuafl í Stéttarsambandi bænda og hjá bændasamtökunum leyfði, að áfram yrði unnið að frekari athugun á þessu máli. Eyjólfur Konráð Jónsson (S) þakkaði svör ráðherra, og kvað það vel að hann léti nú skoða öll þessi mál, en kvaðst að vísu hafa orðið fyrir vonbrigðum með að ekki skyldi hafa verið haldið áfram í striklotu allt frá vori 1979, að kanna hvernig þessu máli yrði við komið. Skýring á því væri þó að hluta til sú, að vinnuafl hjá samtökum bænda væri lítið eins og Pálmi hefði réttilega bent á. Eyjólfur sagðist ekki vera þeirr- ar skoðunar að greiðslur beint til bænda þyrftu að vera neitt flókn- ar, að minnsta kosti ekki neitt í líkingu við kvótakerfið. Sagði hann kvótakerfið vera hreina ófreskju, og sagöist halda að ráðherra væri á sömu skoðun. Kvaðst þingmaðurinn vera þeirrar skoðunar að það kerfi gæti fært landbúnað hér á landi aftur í tímann um marga áratugi og fælt ungt fólk frá því að hefja störf við landbúnað, þó vonandi yrði kvóta- kerfið ekki banabiti íslensks land- búnaðar. Varðandi útflutningsbætur og niðurgreiðslur, sagði Eyjólfur, að mikilvægt væri að menn áttuðu sig á því, að þessir fjármunir væru eign bænda, en ekki útflutnings- aðila og söluaðila. Einnig yrði að hafa það í huga að þetta fé væri greitt til þess að lækka vöruverð, en ekki til þess að halda bændum á floti eins og sumir virtust halda. Steinþór Gestsson (S) sagði það ekki neina fjarstæðu, að greiðsla beint til bænda gæti leyst af hólmi það fyrirkomulag er nú væri við lýði, það er kvótakerfið. Mikilvægt væri að allar leiðir í þessu efni væru kannaðar, allar leiðir er mönnum dytti í hug að geti leyst af hólmi núverandi fyrirkomulag á framleiðslustjórnun. Til máls tóku einnig tveir þing- manna Framsóknarflokksins, þeir Páll Pétursson og Stefán Valgeirs- son. Báðir lýstu þeir því yfir að þeir teldu nýja skipan greiðslna til bænda ekki verða til góðs, og töldu samþykkt Alþingis um málið hafa verið vanhugsaða. Stefán sagði einnig, að þrátt fyrir þessa sam- þykkt þingsins, væru lögin um Framleiðsluráð landbúnaöarins æðri. Eyjólfur Konráð Jónsson Tómas Árnason Matthias Bjarnason Geir Hallgrimsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.