Morgunblaðið - 18.12.1980, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 18.12.1980, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. DESEMBER 1980 7 Innilegt þakklæti til allra þeirra ættingja og vina sem glöddu mig með heimsóknum, gjöfum, blómum og skeytum á áttrœðisaf- mæli mínu þann 28. nóv. sl. Guð gefi ykkur gleðileg jól. Jónína Árnadóttir frá Finnmörk. Kjólar - kjólar Nýkomiö sérlega fjölbreytt úrval af kvöld- og samkvæmiskjólum, úr allskónar prjónaefnum, satíni, prjónasilki og nýtísku hömruöu flaueli í 8 glæsilegum litum. Allar stæörir, einnig tækifæriskjólar. Opiö föstudag til 7 laugardag til 10. Fatasalan Brautarholti 22, inngangur frá Nóatúni (við hliðina á HKðarenda). PRISMA . É UX ux ■ 799. 500 869. 000 999. 000 749.500 825. 949. BORGARTUNI 10 REYKJAVfK SlMI 27099 SJÖNVARPSBÚÐIN SJÖBERGS OF SWED€N Hefilbekkir Fyrirliggjandi 3 stæröir af hefilbekkjum fyrir verk- stæöi, skóla og til tómstundavinnu. Jón Baldvin Hannibalsson ritstjóri Alþýðublaðsins kallar blað sitt gjarnan „raritet" í opinberum umræðum og vísar þá til lítillar útbreiðslu þess. Hitt hlýtur einnig aö vera mjög sjaldgæft, að blöö skýri frá því á forsíöu, þegar ritstjórar þeirra gera jólainnkaupin. Meðfylgjandi mynd var þó birt af Jóni Baldvin á forsíðu Alþýðublaðsins, er hann keypti „eitt tré“ hjá Sambandi alþýðuflokkskvenna á Lækjartorgi. Mun myndbirtingin liður í herferð Alþýðuflokksins til að láta frammámenn sína vera í sviðsljósinu. Var herferðin hafin eftir að Kjartan Jóhannsson var kjörinn flokksformaður og dró sig inn í vetrarhíðið. Sama dag og Alþýðublaðið birti forsíðumyndina af ritstjóra sínum velti Loki Vísis því fyrir sér, hvenær jólasveinarnir komu til bæjarins. Þeir skyldu þó ekki vera allt áriö á Alþýöublaöinu. Gullkist- urnar Eins og við var að húast stendur Þjóðvilj- inn á öndinni af vand- lætingu yfir blaða- mannafundi Hjörleifs Guttormssonar um ál- verið,og súrálskaup þess frá Ástraliu. Er greini- legt, að sú verkaskipting hefur verið ákveðin milli blaðsins ok ráðherrans. að fyrst skyldi hann leggja til, að álverið verði lagt niður. Siðan upplýsa illan hug Sviss- ara í garð tslendinga og þá setja á sig svip sann- girninnar en Þjóðviljinn taka að sér hlutverk dómarans. Kjartan Ólafsson, fyrrum fram- kvæmdastjóri Sósialista- félags Reykjavikur og gæslumaður hagsmuna heimskommúnismans innan Alþýðubandalags- ins, lætur að sjálfsögðu ekki skutinn eftir liggja í forystugrein Þjóðviíj- ans i gær. Ilann segir meðal annars: „Mcð þessu móti varð bókfærður hagnaður af rekstri álversins hér þessum 30 milljörðum króna lægri en ella, og arðurinn sem íslenska rikið átti að fá skatt af lendir i staðinn i gull- kistum fjölþj(>ðlegra ál- fursta.“ Það er einkennilrg til- viljun. að Þjóðviljarit- stjórinn skuli nota orðið „gullkistur“ i þessu sam- hengi. Orðið leiðir nefni- lega hugann að þvi, að sá maður, sem nefndur hefur verið gullkistu- vörður Alþýðubanda- lagsins, Ingi R. Ilelga- son, er fulltrúi islensku rikisstjórnarinnar i stjórn ÍSAL. Skipaður sérstaklega til að ga-ta íslenskra hagsmuna i stjórninni. Hann sat meira að segja við hlið iðnaðarráðherra á blaðamannafundinum i fyrradag. Ilvað hefur hann gert innan stjórn- ar fSÁL til að koma i veg fyrir þá afarkosti, sem félagið er látið sæta i kaupum á súráli að mati yfirmanns hans, iðnaðarráðherra? Varla hefur hann verið með hugann við „gullkistur" i Sviss á stjórnarfundum í ÍSAL? Athygii vakti, að á þessum blaðamanna- fundi var ekki Þorsteinn Ólafsson. hinn fulltrúi ríkisstjórnarinnar í stjórn ÍSAL. Beið ráð- herrann með að setja fundinn i von um að Þorsteinn kæmi. Þess má geta. að Þorsteinn Ólafsson var aðstoðar- maður Hjörleifs Gutt- ormssonar iðnaðarráð- herra i rikisstjórnartið Ólafs Jóhannessonar. Ilann er nú fulltrúi Er- lendar Einarssonar for- stjóra Sambands is- lenskra samvinnufélaga. Af ummælum Tómas- ar Árnasonar viðskipta- ráðherra í Tímanum í gær um þetta mál má ráða. að framsóknar- menn séu á báðum átt- um eins og venjulega en telji þo of fljótt af stað farið með ásakanir. Alu- suisse hefði átt að fá betra tækifæri til að skýra mál sitt. Faröu ekki í Jólaköttinn Kjólar — Blússur Mussur — Vesti Skyrtur — Bindi og m.fl. Nýkomnir fallegir Afgan kjólar. Vesturgötu 3, simi 12880.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.