Morgunblaðið - 18.12.1980, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 18.12.1980, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. DESEMBER 1980 Jónas og Fjölnir / Vilhjálmur Þ. Gislason: JÓNAS HALLGRÍMSSON OG FJÖLNIR. 336 bls. Alm. bókafélagið. Rvík, 1980. Vilhjálmur Þ. Gíslason er þaulkunnugur mönnum og mál- efnum á 19. öld. Vel mátti því geta sér til að einn góðan veðurdag sendi hann frá sér bók af þessu tagi. Nú er hún komin. Og efnið kemur ekki heldur á óvart. Að frátöldum Jóni Sigurðssyni mun enginn 19. aldar íslendingur vera okkur hugstæðari en Jónas Hall- grímsson. Og nafn hans er órofa tengt Fjölni þó svo að aðrir ættu líka verulegan hlut að því riti. Að skrifa ævisögu Jónasar er í senn auðvelt og erfitt: auðvelt fyrir þá sök að mikið hefur verið um hann ritað og heimildir um hann er víða að finna — erfitt að því leyti að þjóðin er fyrir löngu búin að skapa sér alveg ákveðna hugmynd um ævi hans og persónu; hugmynd sem er að nokkru leyti byggð á þálfgerðum þjóðsögum sem erfitt er að hrekja og sýnu torveldara að staðfesta. Svo er t.d. um hina rómantísku ástarsögu Jónasar og Þóru Gunnarsdóttur og kvæði þau sem talið er að Jónas hafi beinlínis ort til Þóru. Ekki mun leika vafi á að sú ferð var farin og að Jónas og Þóra urðu hugfangin hvort af öðru. Og ekki gengur Vilhjálmur fram fyrir skjöldu til að bylta þeim hug- myndum. Eigi að síður minnir hann á að »Jónas felldi fljótlega hug til annarrar stúlku, í Reykja- vík,« og ósannað mál að hún hafi ekki upp frá þvi skipað nokkurt rúm í huga hans. Menn hafa löngum gert sér í hugarlund að Reykjavík hafi verið heldur ömurlegt pláss á dögum Jónasar og Reykjavíkurdvöl hans og skrifarastörf hjá landfógeta hafi verið nokkurs konar eyða í ævi hans. I Reykjavík var engin Galtará né Hraundrangi né ástar- stjarna skinandi bak við ský. En spurning er hvort Jónas hefur nokkurs staðar lifað glaðværari daga — ef undan er skilið að þessi ár urðu honum hvimleið töf á fyrirhugaðri menntabraut. »Ball hef ég aldrei forsómað,* skrifaði Jónas í bréfi. Þótt félagslífið sýnist nú naumast hafa verið við hæfi hans hefur hann að minnsta kosti gert sér það að góðu. Hér kemur höfundi að góðu gagni ágætur kunnugleiki á gömlu Reykjavík. Vilhjálmur hefur líka næmt auga fyrir skemmtilegum smáatriðum sem þó gefa stundum nokkuð mikið til kynna; og í öflun aðfanga sýnist hann oft fara að dæmi skáldsagnahöfundar ekki Vilhjálmur Þ. Gíslason síður en sagnfræðings. Þetta á ekki hvað síst við um frásögn hans af Reykjavíkurárum Jónasar þar sem bæjarbragnum er lýst um leið og maður fær að vita hvað Jónas hafði fyrir stafni. Á svipaðan hátt bregður hann upp svipmyndum af lífi íslenskra stúdenta í Kaup- mannahöfn en það hafði sínar skuggahliðar þó ljúft gæti virst í aðra röndina. Vilhjálmur getur þess að sumir Hafnar-íslendingar hafi beðið guð þess heitast að forða sér frá að flytjast aftur til íslands. Kaupmannahöfn var þá um hundrað þúsund manna borg. Islendingar, sem lögðu þangað leið sína, höfðu fæstir séð borg áður. Að koma þangað úr fásinninu hér var eins og að stíga inn í undra- heim. Jónas var orðinn hálfþrítug- ur þegar hann lét loks verða af því að sigla til náms, þroskaður mað- ur. Tæpum þrem árum síðar var Fjölni hleypt af stokkunum. Vil- hjálmur kveður öldungis óvíst hver átt hafi uppástunguna að stofnun Fjölnis en »langlíklegast að helsti hvatamaður hans hafi verið Jónas Hallgrímsson og feng- ið Brynjólf og Konráð Gislason í lið með sér.« »Allir Fjölnismenn voru vel ritfærir,* segir Vilhjálmur, »vand- látir og vandvirkir, en nokkuð hver upp á sinn máta. Jónas og Tómas höfðu í sér mest af eðli blaðamannsins, en bæði Brynjólf- ur og Konráð voru hneigðari til rólegri og stærri ritgerða um sérstök viðfangsefni.« Áhrif Fjölnis á íslenskt þjóðlíf urðu bæði víðtæk og varanleg og með tilkomu hans var Island orðið annað í vitund Islendinga en það hafði áður verið. Þá sögu rekur Vilhjálmur gerla, skýrt og skil- merkilega. Og að sjálfsögðu gerir hann líka nokkra grein fyrir skáldskap Jónasar sem setti hvað glæsilegastan svip á ritið. Yfirhöfuð má segja að þetta sé alhliða ævisaga þar sem hvoru tveggja: lífi og starfi Jónasar Hallgrímssonar eru gerð skil sam- hliða og að jöfnu. í strangasta skilningi er þetta ekki ritskýring nema að takmörk- uðu leyti heldur fyrst og fremst mannlýsing og aldarfarslýsing, al- þýðleg bók og læsileg sem hægt er að lesa sér til skemmtunar ekki síður en til fróðleiks. Nítjánda öldin var blómaskeið einstaklingshyggjunnar og því er við hæfi að minning hennar sé í heiðri höfð með persónusögu sem þessari. Torfi Þorsteinsson i Haga Torfi Þorsteinsson í Haga. TÖFRAR LIÐINS TÍMA. Frásöguþættir frá liðinni tíð í Austur-Skaftafellssýslu. Setberg 1980. í Töfrum liðins tíma er þáttur sem nefnist Drottinn hefur látið för mína heppnast og fjallar um Ólaf Gíslason bónda í Volaseli. Ólafur var með auðugustu bænd- um í sinni sveit. Hann var formað- ur á hákarlaskipi sínu, en sótti sjóinn meir af kappi en forsjá að sögn Torfa Þorsteinssonar í Haga. Meðal sagna af Ólafi í Töfrum liðins tíma eru frásagnir af kapp- semi hans við veiðiskap sem hann stundaði frá Papósi. Eitt sinn reri Ólafur til fiskjar á föstuinngangi. Að morgni var góðviðri, en gekk til suðlægrar áttar með brimi þegar leið á daginn. Allir bátar leituðu lands nema bátur Ólafs og manna hans. Heima í Volaseli beið fólk komu sjómannanna því um kvöldið átti að gera veislu í tilefni Jón R. Hjálmarsson hjúkrunarkona við lítið sjúkra- skýli sem lengi var starfrækt á Stórólfshvoli. Þegar Jórunn var ung keypti hún sér lausamennsku- bréf. Nú er henni tveggja ára vant í nírætt. »Þó er ég enn á ferli og má vel við una,« segir hún. Jón R. Hjálmarsson hefur þann hátt á að kynna sögumann og umræðuefni í stuttu máli á undan hverjum þætti. En þar að auki er hér alveg sérstakt sögumannatal þar sem sögð eru deili á hverjum og einum í stuttu máli. Lengd þáttanna er að mínu viti hæfileg, þeir eru ekki of langir. Flestir viðmælenda taka fyrir eitthvert meginefni sem þeir annaðhvort þekkja öðrum betur eða stendur huga þeirra nærri. Og flest er þetta fólk aldurhnigið þegar Jón R. Hjálmarsson tekur það tali — með ár og lífsreynslu á herðum. Er safn þetta fyrir margra hluta sakir merkilegt — auk þess að vera mjög fjölbreytt og læsilegt. Vonandi heldur höfundur áfram of et sama far. hátíðarinnar. Dagar liðu án þess að spyrðist til Olafs. Allir voru vissir um að báturinn hefði farist nema stúlka nokkur, Þrúður að nafni sem talin var sjá það sem öðrum var hulið. Það kom líka á daginn að Ólafur Gíslason og áhöfn hans sátu í eyjunni Vigur, varpeyju frá prestsetrinu Stafa- felli í Lóni. Þegr þeir svo birtust heimilisfólkinu í Volaseli þóttust menn þekkja þar svipi sjódrukkn- aðra manna. Ofurkappi Ólafs er einnig lýst í frásögn af hákarlaveiðum. Hann reri á miðin út frá Papósi og „stóð brátt hákarl á hverju járni, uns veiddir höfðu verið 16 hákarlar, sem festir voru á seilarólar og tengdir aftan í bátinn" skrifar Torfi Þorsteinsson. En seint sótt- ist landróðurinn og töldu bátsverj- ar vonlaust að ná landi nema leysa hákarlahlassið frá bátnum. Því þverneitaði Ólafur en einn af vinnumönnum hans, Snjólfur Ket- ilsson, seildist eftir sveðju og skar á öll festarbönd hákarlsins. Með Bókmenntlr eftir JÓHANN HJÁLMARSSON þessari ofdirfsku var tryggt að báturinn næði landi. Þegar óveðr- inu slotaði reri Ólafur á miðin til að bæta sér veiðitjónið: „En þá voru allar hákarlsseilarnar upp- reknar á eyrarnar innan við Pap- ós.“ Torfi Þorsteinsson lætur þess getið að það hafi verið nábúum Olafs umþenkingarefni „hversu veiðiheill manna væri misjöfn, eins og t.d. þegar 16 hákarlar, sem skornir voru frá skipi hans úti á rúmsjó, skyldu elta hann inn á eyrarnar innan við Papós". Minningin um hinn látna bónda og sjósóknara Ólaf Gíslason, er varðveitt á fornlegum legsteini í kirkjugarðinum að Stafafelli, máð áletrun er þar ásamt nafni hans. „Drottinn hefur látið ferð mína heppnast". Sagan af Ólafi er saga margra djarfhuga manna liðinnar aldar og prýðilega skráð af Torfa Þorsteinssyni. Það fer ekki hjá því að í bók eins og Töfrar liðins tíma sé margt smálegt, en það hefur þó sitt gildi. Mér þótti athyglisvert að kynnast mannlífi því sem Torfi Þorsteins- son lýsir. Margir kunnir menn koma við sögu, en aðrir hafa ekki verið áberandi í rituðu máli eða á mannþingum. Torfi verður yfir- leitt ekki sakaður um „snobb- mennsku" frekar en Lárus gamli sem blöskraði hve íslendingar snerust lipurlega í kringum Kristján Danakonung og aðra erlenda gesti á Þingvöllum 1930. Varðveisla hvers kyns fróðleiks um land og þjóð er nú orðið eitt umfangsmesta ritsafn sem til er. Þar leggja margir lið. Fyrsta bók Torfa Þorsteinssonar um þetta efni sómir sér vel í því safni. Leiðrétting HÖFUNDUR minningargrein- arinnar um Sigfús Olafsson, Hlíð í Siglufirði, sem birtist í blaðinu í gær, er Sólveig Helga Jónasdóttir, en föðurnafn henn- ar misritaðist. Eru viðkomandi beðnir velvirðingar á þeim mis- tökum. Undir sól að sjá Jón R. Hjálmarsson: í SJÓN- MÁIJ FYRIR SUNNAN. 190 bls. Suðurlandsútgáfan. Selfossi 1980. Þetta er þriðja bók Jóns R. Hjálmarssonar með þáttum, unn- um upp úr útvarpsviðtölum. Hinar fyrri eru Svipast um á Suðurlandi og Séð og heyrt á Suðurlandi. Þættirnir í þessari bók eru tut- tugu talsins, allir teknir saman með fyrrnefndum hætti, að einum undanskildum sem höfundur skráði beint eftir sögumanni. Þeir eru frá síðastliðnum áratug — sumir frá fyrri árum tugarins, og sögumennirnir eru nú sumir falln- ir frá. Ekki eru allir viðmælendur Jóns R. Hjálmarssonar Sunnlendingar að þessu sinni ef miðað er við forna fjórðungaskipan því Sunn- lendingafjórðungur náði frá fornu fari aðeins austur að Jökulsá á Sólheimasandi. Þar tók við Aust- firði ngafj órðu ngur. Skaftfel li ngar eru sem sé fjölmennir í þessu safni. Tilefnið er meðal annars opnun hringvegarins á miðjum áratugnum. Þá voru Öræfin í brennidepli. Um áhrif vegarins á Öræfasveit ræðir meðal annarra Sigurður Björnsson á Kvískerjum. Hann minnir á að Öræfin voru forðum blómlegri sveit en nú, kölluð Hérað eða Litla hérað. En »1362 gerðist hér sá atburður að Öræfajökull gaus miklu gosi og vikurinn, sem þá kom upp, var ljós líparítvikur. Það er það mesta vikurfall, sem úr einu gosi hefur komið á sögulegum tímum að undanteknu gosinu mikla úr Ves- uviusi árið 79, sem færði í kaf borgirnar Pompeii og Herculanum á Italíu.* Eftir áfallið breytti sveitin um svip og heiti — hún varð Öræfi. Annars merkti öræfi til forna sama og hafnleysa. Og hafnleysið hefur alltaf bagað Sunnlendinga. Sumir viðmælenda Jóns segja hér frá útróðrum fyrir opinni strönd. Þar var lífið sannarlega lagt að veði fyrir lífsbjörginni. Hafliði Guðmundsson í Búð í Þykkvabæ rifjar upp kannanir Bandaríkja- manna á hafnargerð í Þykkvabae Bðkmenntlr eftir ERLEND JÓNSSON fyrir aldarfjórðungi. »Ekki kann ég skil á því,« segir Hafliði, »hvers vegna Ameríkumenn hættu við áætlanir sínar um hafnargerð hérna, en vafalaust hafa komið þar til stjórnmálalegar ákvarðan- ir.« Nú er Þykkvibærinn þekktastur fyrir kartöfluræktina. Sigurbjart- ur Guðjónsson í Hávarðarkoti og Yngvi Markússon í Oddsparti segja þá sögu. Segir Sigurbjartur að tilkoma stórvirkra véla »og sérstakar landfræðilegar aðstæð- ur hafa valdið mestu um þá öru þróun, sem orðið hefur frá blönd- uðum búskap yfir í nær einhliða kartöflurækt.« Ólafur Auðunsson frá Dalsseli undir Eyjafjöllum segir frá fyrstu bílferðinni í Þórsmörk. Hann ók sjálfur. Þetta var 1934 — svo langt er orðið síðan bílferðir hófust til óbyggða. Ólafur segir að »breytingar og l'ramfarir í sam- göngumálum voru miklar á þess- um árum, en mestu munaði þó fyrir fólk í austanverðri Rangár- vallasýsiu, þegar Markarfljót var brúað.« Strandakirkja stendur fyrir sínu. heitir þáttur, skráður eftir viðtali við Rafn Bjarnason, kirkju- vörð í Strandakirkju. Rafn rekur munnmælasögu um upphaf Strandakirkju, en það (upphafið) var raunar áheiti tengt. Rafn upplýsir að »norskir sjómenn hafa snemma farið að heita á hana og eignaðist kirkjan skógarhögg í Noregi og átti lengi á fyrri öldum, Jþótt nú sé glatað.« Og nú er við hæfi að nema staðar á sjálfum Selfossi — við þann þáttinn sem fremst er skipað í bókinni, í húsi skáldsins. en það er sextugsafmælisspjall við Guð- mund Daníelsson rithöfund, »birt nú til að minnast sjötugsafmælis skáldsins haustið 1980.« Þótt Guð- mundur sé nú löngu landskunnur maður er hér ýmislegt sem ég man ekki hvort er að finna annars staðar, t.d. um störf hans á fyrstu árum sínum sem ungur kennari fyrir meir enn fjörutíu árum. Einnig segir Guðmundur frá hvernig það vildi til að hann gerðist laxveiðimaður, en sá veiði- skapur leiddi síðan til þess að hann skrifaði nokkrar bækur um veiðivötn og laxveiðar. Eftir á að hyggja — viðmælend- ur Jóns R. Hjálmarssonar eru hér karlar — með einni undantekn- ingu. Heiðurssætið í bókinni skip- ar Jórunn Magnúsdóttir frá Norð- urbúðarhólshjáleigu í Austur- Landeyjum, en hún var lengi Ferðin sem heppnaðist

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.