Morgunblaðið - 18.12.1980, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 18.12.1980, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. DESEMBER 1980 21 Menn urðu allir að eyrum Hjörtur Pálsson Isaac Bashevis Singer: í FÖÐURGARÐI. Minningar. Hjörtur Pálsson þýddi. Setberg 1980. Isaac Bashevis Singer segir frá því í I föðurgarði að öll þau ár sem hann hafi átt heima í Varsjá hafi hann aldrei farið út úr borginni. Aðrir drengir ræddu um ferðalög sín, en þeir staðir sem þeir fengu að kynnast voru fyrir Singer nöfnin tóm. I samfélagi gyðinga við Lín- sterkjugötu í Varsjá uxu engin tré. Sumir nágrannanna ræktuðu pottablóm, en foreldrar Singers töldu slíkt heiðingjasið. „Ég hafði samt sem áður meðfædda ást á náttúrunni,“ skrifar Singer. Faðir Singers var vel metinn rabbíni og í hinu þrönga, en þó litríka umhverfi gyðingdómsins elst Singer upp. Líkt og fleiri upprennandi skáld og rithöfundar fylgist hann vel með því sem gerist í kringum hann. Hann er mjög næmur fyrir fólki og örlög- um þess og með hnýsni sinni kemst hann á snoðir um margt sem ungir gyðingadrengir eiga síst að vita. I þætti sem nefnist Þvottakonan er hermt frá nærri áttræðri þvottakonu. Hún leggur af stað frá húsi Singerfjölskyldunnar með bagga sem er svo stór að hann hylur hana. Það líða tveir mánuðir án þess að hún láti sjá sig. Þegar hún kemur aftur skýrir hún fjöl- skyldunni frá að hún hafi verið lasin. Þótt allir héldu að þetta væri hennar síðasta hjarnaði hún við og þá var að byrja að þvo á ný: „Ég hafði engan frið í rúminu fyrir þvottinum," sagði gamla konan til skýringar. Ég gat ekki dáið fyrir þvottinum." Faðir Singers verður lifandi fyrir lesanda í föðurgarði. Hann tilheyrir svonefndum kassídum. Hann verður fyrir háði vegna þess hve mikla áherslu hann leggur á að vera sannur gyðingur. Honum er lýst sem hrekklausum manni og Isaac Bashevis Singer trúgjörnum. „Oftar en einu sinni kom það fyrir að hann rataði ekki heim úr lesstofunni og þar sem hann leit aldrei á konur þekkti hann ekki móður mína og hefði hæglega getað villst á henni og ömmu eða mágkonu sinni." Engu að síður er hann rabbíni sem með hjálp bóka og lærdóms þarf að leiðbeina öðru fólki, kveða upp úrskurð í viðkvæmum málum. Til Bðkmenntlr eftir JÓHANN HJÁLMARSSON hans er leitað af alls kyns fólki, jafnvel forhertum glæpamönnum. Rabbínaréttinn, Beth Din, skil- greinir Singer í minningum sín- um: „Beth Din var eiginlega allt í senn: dómstóll, samkunduhús, lesstofa og, ef menn vilja kalla það því nafni, sálgreiningarstofa þangað sem fólk sem átti í sál- arstríði gat komið til þess að létta á hjarta sínu." Singer segir ennfremur um Beth Din: „Það er bjargföst sannfæring mín að dómstóll komandi ára verði byggður á Beth Din, svo fremi að siðferði í heiminum þoki áfram, en ekki aftur á bak.“ Ef menn halda að í Föðurgarði séu minningar um hina flekk- lausu, menn sem lifa samkvæmt lögmálum og eru trúræknir úr hófi skjátlast þeim. Sagan er full af dæmum um spillt og syndugt líferni þar sem gyðingarnir eru ekki skömminni skárri en heið- ingjarnir. í gyðingasamfélaginu sem er að visu hefðbundið á yfirborðinu þróast allt það sem verst hefur þótt í fari annarra manna. Aberandi er ágirnd og níska þessa fólks og sennilega yrði þessi bók talin vitna um hatur á gyðingum væri hún ekki verk eins úr þeirra hópi. En það eru líka mörg dæmi um heiðarleik og mannlega visku samanber þvottakonuna sem ekki gat hugsað sér að deyja frá þvottinum. Um þessa bók má segja að hún sé líkt og drög að stærri verkum Singers. Þættirnir birtust fyrst í Jewis Daily Forward undir dul- nefni Singers, Isaac Warshawsky. Bókin er samin á jiddísku og að sögn höfundar er þess freistað að sameina tvenns konar stíl, þeas. minninga- og fagurbókmennta. bókin er einstök meðal rita Sing- ers og sem slík heppileg til að átta sig á skáldsögum hans og boðskap þeirra. I öllum verkum sínum er Singer að lýsa andstæðum gyðingdóms og mannlegra hvata. Gyðingdómur- inn hefur betur, en vegsömun lífsins er rík hjá þeim höfundi sem elskaði náttúruna snemma og las Spinoza í óþökk föður síns. Það sem meðal annars gerir skáldsög- ur Singers læsilegar er það hve ljúft honum er að fjalla um girndina. í föðurgarði er önnur bók Sin- gers sem Hjörtur Pálsson þýðir, hin er Töframaðurinn frá Lúblín. An þess að vera sérmenntaður í fræðiritum gyðinga og heima í hugsunarhætti þeirra get ég ekki gefið Hirti aðra einkunn en góða. Hjörtur er meðal hinna vandvirku þýðenda • sem vonandi miðlar okkur áfram af auði Singers og fleiri snjallra höfunda samtímans. LEITIN AÐ GRANT SKIP- STJÓRA. Höfundur: Jules Verne. Endursögn: Eeva Liisa Jor. Þýðing: Andrés Indriðason. Teikningar: Piero Cattaneo. Filmusetning og umbrot: Prentstofa G. Benediktssonar. Prentun: Piero Dami Editore. Italiu. Útgefandi: Bókaútgáfan Örn og Örlygur hf. Jules Verne kunni þann galdur að segja svo sögu, að þeir er á hlýddu urðu allir að eyrum, fundu ekki frið fyrr en sagan var öll. Þetta er ein slíkra spennusagna, og þó þetta sé endursögn, þá er hún svo vel gerð, að þú gleymir því næstum. Friðsælt hefðarfólk nýtur hveitibrauðsdaga á lystiskipinu Duncan, er á siglingu undan vest- urströnd Skotlands. Flöskuskeyti verður til þess að gjörbreyta för þeirra, brúðkaupsför sem stefnt var að sólgylltum ströndum og pálmalundum, breytist í svar við neyðarkalli Grant skipstjóra og liðs hans. En hvaðan barst það? Hvert skal halda til hjálpar? Sagan er svar við þeim spurnum. Yfir úfinn sæ; eftir torleiðum óbyggða, í glímu við fláráða skúrka klöngrast þau að settu marki, og hafa loks sigur. Atburðarásin er hröð, spenning- urinn eftir svari næstu síðu eykst stöðugt. Aðeins sagnameistarar kunna slíka list. Það mun fáum leiðast við lestur þessarar bókar. Þýðing Andrésar er prýðisgóð, þó kemur fyrir, og það á einum og sama stað í bókinni, að hann eins og dotti við verkið, og þá er ekki að spyrja að prakkaraskap prent- villupúkans: „... hestur lávarðar- ins missti af sér eina skeifuna." (17) (undan sér); „Hestarnir og dráttardýrin sliguðust áfram" Bðkmennllr eftir SIGURÐ HAUK . GUÐJÓNSSON (18) (siluðust); „Það varð æ þyngra undir fæti“ (18) (fyrir). Slík mistök eru ekki fleiri, og þó prentvillupúkinn sé að leika sé að orðunum lystiskip og breiddar- gráðu (6), þá hefir hann ekki fitnað við gerð þessarar bókar. Myndir eru listilega gerðar, hrein meistaraverk. Skaði að í umbroti hafa þær lent á undan þræði sögunnar. Prentun mjög vel unnin. Hafi Örn og Örlygur þökk fyrir prýðisbók sem mörgum á eftir að stytta stundir. í samfélagi gyðinga Hjartkærar fxikkir færum við bömum okkar, bamaböm- um, vinum og venzlafólki sem glöddu okkur á gullbrúðkaupsdaginn 29. nóvember sl. með gjöfum, blómum, heillaskeytum og hlýjum handtökum og gerðu okkur daginn ógleymanlegan. Guð blessi ykkur öll. ÓLÖF JÓNSDÓTTIR, CHARLES BJARNASON, Aðalstræti 22, ísafirði. smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar húsriæöl i boöi Njarðvík Til sölu gott einbýlishús, 2 stofur og 4 svefnherb., þar af tvö í risi, ásamt tvöföldum bílskúr. Stór lóö. Elnnig 2ja og 3ja herb. (b. í smíöum í fjölbýlishúsi viö Fífu- móa. Fastelgnasala Vilhjálms Þóroddssonar, Vatnsnesvegi 20, Keflavík. Símar 1263 og 2890. Sölumaöur heimasími 2411. Hafnarfjöröur Húsnaeöi fyrir rakarastofu óskast til leigu. Einnig kemur til greina kaup á húsnæöi á góöum staö. Tilboð sendist augld. Mbl. merkt: .Húsnæöl — 3428", fyrir áramót. IOOF 11=16212188H=1 Jv. IOOF 5=16212188’A = Jólav. Samhjálp Samkoma veröur í Hlaögeröar- koti í kvöld kl. 20.30. Bílferö frá Hverfisgötu 42. Allir velkomnir. Samhjálp. Grensáskirkja Almenn samkoma veröur í safn- aöarheimilinu í kvöld kl. 20.30. Allir hjartanlega velkomnir. Halldór S. Gröndal. Fíladelfía Almenn samkoma kl. 20.30. Elnar J. Gíslason og Siguröur Wium segja frá Svfþjóöarferö. Æskulýöskór syngur. Söngstjóri Hafliði Kristinsson. Litdýptarmælir Nýlegur Koden litdýptarmælir til sölu. Uppl. í 98-1779. Innflytjendur Get tekiö aö mér aö leysa út vörur. Tilboö merkt: „J — 3046", sendist Mbl. Al I.I VSINi.ASIMINN I JH*ro«iil>Uiíiib

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.